Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 22
● „Við bjuggumst
við að þetta yrði
samþykkt. Sér-
staklega í ljósi þess
að eins og við horf-
um á málið er einn
af kostum þessa
vænta samruna að
hann gerir okkur
kleift að keppa
með öflugri hætti
við bankana. Þetta
eykur því samkeppni,“ segir Marinó Örn
Tryggvason, forstjóri Kviku, í tilefni af
samþykktum FME og SKE.
Fram kom í tilkynningu Kviku til
Kauphallarinnar í gærkvöldi að Sam-
keppniseftirlitið (SKE) hefði samþykkt
samruna Kviku og TM. Jafnframt til-
kynnti Fjármálaeftirlitið (FME) Kviku þá
niðurstöðu sína að eftirlitið teldi félagið
hæft til að fara með eignarhald á virk-
um eignarhlut í TM tryggingum hf., TM
líftryggingum hf. og Íslenskri endur-
tryggingu hf.
Marinó Örn segir að nú geti félögin
boðað til hluthafafunda. Það verði gert
strax í næstu viku. Hann vænti þess að
félögin geti sameinast fyrir lok mars.
Sameiningin verði um
garð gengin í mars
Marinó Örn
Tryggvason
22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
Enn sé þó talsverð óvissa um þró-
un mála.
„Það var mjög jákvætt að sjá við-
brögðin við tilkynningunni frá Boris
Johnson. Við höfum þannig orðið vör
við mikla aukningu í leitarfyrir-
spurnum á netinu eftir áfangastöð-
um og þar á meðal Íslandi,“ segir
Sigríður Dögg og tekur fram að enn
eigi margt eftir að skýrast varðandi
fyrirkomulagið á landamærum. Þar
með talið gagnvart komum Breta.
Ísland fylgi reglum Schengen um
opnun landamæra gagnvart þriðja
ríki. Vonast sé til að þegar smitstuð-
ullinn lækki í Bretlandi muni landið
komast á lista yfir örugg ríki.
Hefur jafnað árstíðasveifluna
„Bretland er gríðarlega mikilvæg-
ur markaður fyrir okkur, sérstak-
lega til að jafna árstíðasveifluna sem
hefur verið markmið fyrir áfanga-
staðinn undanfarin ár. Bretar hafa
komið hingað á veturna en við eigum
eftir að sjá hvernig ferðamynstrið
verður í sumar. Hvort þeir velji heit-
ari lönd og fari í sólina, en Ísland er
venjulega áfangastaður utan háann-
ar hjá Bretum,“ segir Sigríður Dögg.
„Við hjá Íslandsstofu erum byrjuð
að viða að okkur gögnum. Við höfum
verið með markaðsaðgerðir síðan
faraldurinn hófst sem hafa snúist um
að viðhalda áhuga á áfangastaðnum
Íslandi. Við erum að reyna að vera á
tánum þegar aðstæður skapast fyrir
markaðsaðgerðir í Bretlandi. Síðan
erum við með í undirbúningi um-
fangsmeiri markaðsaðgerðir og her-
ferðir sem við viljum setja af stað
þegar við sjáum fyrir víst að bókanir
eru að fara af stað. Við erum ekki að
horfa fram á það fyrr en í maí, með
öllum þeim fyrirvörum um tímasetn-
ingar sem þarf að gera við þessa að-
stæður,“ segir Sigríður Dögg.
Óráðstafað sé um 70% af þeim eina
og hálfa milljarði sem stjórnvöld
ákváðu að verja til átaksins „Ísland –
saman í sókn“ sem felur í sér mót-
vægisaðgerðir fyrir ferðaþjónustuna
í kórónuveirufaraldrinum. En Ís-
landsstofa sér um framkvæmdina.
Jón Bjarki Bentsson, aðalhag-
fræðingur Íslandsbanka, segir áætl-
að í þjóðhagsspá bankans að hingað
komi 400 þúsund til ein milljón er-
lendra ferðamanna á ári (sjá graf).
Grunnsviðsmyndin hljóði upp á 700
þúsund ferðamenn. Þeir muni nær
allir koma á síðari hluta ársins.
Stígandi á síðari hluta ársins
„Frá og með júlí verður fjöldinn
mögulega 40% af því sem hann var í
júlí 2019. Það samsvarar um 100 þús-
und erlendum ferðamönnum. Síðan
gerum við ráð fyrir stígandi í komum
ferðamanna og að fjöldinn í desem-
ber verði 2⁄3 af fjöldanum í desember
2019,“ segir Jón Bjarki.
En um 125 þúsund brottfarir er-
lendra ferðamanna voru frá Kefla-
víkurflugvelli í desember.
Skarphéðinn Steinarsson ferða-
málastjóri segir Ferðamálastofu
áætla að hingað komi 600 þúsund til
ein milljón erlendra ferðamanna í ár.
Forsendan fyrir því að hingað
komi ein milljón erlendra ferða-
manna í ár sé að markaðurinn taki
við sér í júní og að fjöldi ferðamanna
í júlí og ágúst verði hátt hlutfall af
fjöldanum þessa mánuði 2019.
En þá mánuði 2019 voru 230 og
250 þúsund brottfarir erlendra
ferðamanna frá Keflavíkurflugvelli.
Kannanir bendi til að faraldurinn
muni ekki breyta ferðahegðun til
langframa. Því sé líklegra að Bretar
komi með haustinu en í sumar.
„Almennt gera menn hér og ann-
ars staðar í Evrópu ráð fyrir að
haustið geti orðið gott,“ segir Skarp-
héðinn.
Tilbúin fyrir sókn á Bretlandi
Íslandsstofa undirbýr markaðsátak í Bretlandi Horft til fyrirhugaðra tilslakana á landamærunum
Ferðamálastofa reiknar með allt að milljón erlendra ferðamanna Íslandsbanki sömuleiðis í háspá
2019 2020 2021 2022
Spá um fjölda erlendra ferðamanna
Skv. spá Íslandsbanka og Ferðamálastofu, þúsundir á mánuði
Spá Íslandsbanka
Bjartari spá, alls tæp
1 milljón árið 2021
Grunnspá, alls um
700 þús. árið 2021
Dekkri spá, alls um
400 þús. árið 2021
Spá Ferðamálastofu
600 þús. til 1 milljón
á seinni hluta ársins 2021
Heimild: Þjóðhagsspá
Íslandsbanka og
Ferðamálastofa
250
200
150
100
50
0
Rauntölur
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Íslandsstofa undirbýr að hefja mark-
aðssetningu í Bretlandi þegar réttar
aðstæður skapast.
Tilefnið er ekki síst yfirlýsing Bor-
is Johnsons, forsætisráðherra Bret-
lands, síðastliðinn mánudag um að
takmarkanir á al-
þjóðaflugi verði í
gildi til 17. maí.
Er ákvörðunin
hluti af áformum
um að draga úr
hömlum vegna
faraldursins í
áföngum.
Við þetta bæt-
ist að Bretar eru
komnir einna
lengst í bólusetn-
ingu en um 30% Breta hafa fengið
sprautu, sem er um sexfalt hærra
hlutfall en á Íslandi.
Hefur haft jákvæð áhrif ytra
Sigríður Dögg Guðmundsdóttir,
fagstjóri ferðaþjónustu, útflutnings
og fjárfestinga hjá Íslandsstofu, seg-
ir yfirlýsinguna hafa haft áhrif ytra.
Hér heima sé jafnframt horft til
þess að íslensk stjórnvöld hafi boðað
varfærin skref til afléttingar á landa-
mærunum frá og með 1. maí.
Sigríður Dögg
Guðmundsdóttir
27. febrúar 2021
Gengi Kaup Sala Mið
Dollari 125.36
Sterlingspund 177.43
Kanadadalur 100.47
Dönsk króna 20.616
Norsk króna 14.993
Sænsk króna 15.23
Svissn. franki 138.4
Japanskt jen 1.1815
SDR 181.38
Evra 153.3
Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 187.6484
Hrávöruverð
Gull 1792.1 ($/únsa)
Ál 2223.0 ($/tonn) LME
Hráolía 67.2 ($/fatið) Brent
Kristinn Elvar
Arnarson, for-
stjóri PREMIS,
segir sameiningu
félagsins við Fjöl-
net fela í sér
sóknarfæri.
Áætlað er að
velta sameinaðs
félags verði á
annan milljarð
króna í ár en þau
starfa í upplýsingatækni og hafa
starfsstöðvar á Sauðárkróki og í
Reykjavík. Samhliða sameiningunni
auglýsir félagið fjögur stöðugildi.
Hægt að vera á landsbyggðinni
Kristinn Elvar segir þróun fjar-
vinnu styrkja reksturinn.
„Netið og rekstur tölvukerfa hafa
tekið stakkaskiptum á undanförnum
árum og er nú ekkert því til fyrir-
stöðu að vera með öflugan rekstur á
slíkri þjónustu á landsbyggðinni.
Við hjá PREMIS erum virkilega
ánægð með að fá jafn öfluga starf-
semi til liðs við okkur og raunin er
hjá Fjölneti. Við teljum mikil tæki-
færi felast í starfsemi þeirra á Sauð-
árkróki og munum án efa nota þetta
tækifæri til að efla starfsemi
PREMIS þar og í nærliggjandi
sveitarfélögum,“ segir Kristinn.
„Við hjá PREMIS erum sér-
staklega spennt fyrir því að fá þessa
tengingu við Skagafjörðinn enda eru
margir okkar starfsmanna útivistar-
fólk. Þau sjá fyrir sér að geta komist
á hestbak og í náttúruna í Skaga-
firði,“ segir hann. baldura@mbl.is
Fjarvinna
styrkir
félögin
Kristinn Elvar
Arnarson
PREMIS og Fjöl-
net hafa sameinast
STUTT
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Farþegar sem lentu á Keflavíkur-
flugvelli með flugi frá Varsjá í nótt
áttu þess kost að kaupa sér far með
flugrútu heim til
Reykjavíkur. Það
er breyting frá
því sem verið hef-
ur frá 16. janúar,
þar sem rútuferð-
ir hafa legið niðri.
Orsök þess var sú
að Kynnisferðir
töldu ekki grund-
völl fyrir því að
bjóða upp á ferðir
á meðan aðeins
var leyfilegt að helmingur hámarks-
fjölda farþega sæti í rútunni í einu.
Að sögn Björns Ragnarssonar,
framkvæmdastjóra fyrirtækisins,
hafði samtal við Samgöngustofu þau
áhrif að reglugerðin var rýmkuð,
þannig að nú er hægt að fylla rút-
urnar af farþegum úr sömu vél.
Sérferð fyrir hvert flug
Björn gleðst yfir því að hægt sé að
bjóða upp á ferðir með rútunni á ný,
enda hafi borið á því undanfarið að
fólk, sem er lögum samkvæmt í
sóttkví, hafi þurft að reiða sig á far
heim af flugvellinum með fólki sem
það má ekki komast í návígi við
vegna sóttkvíarinnar. Rútan leysi
þann vanda. „Þar lögðum við til að
bjóða upp á sérferðir fyrir hvert flug,
þannig að farþegarnir munu þegar
hafa verið saman í vélinni. Því er að-
allega lögð áhersla á að gæta sótt-
varna gagnvart bílstjóranum, sem
verður einangraður frá farþegun-
um,“ segir Björn.
Engar ferðir á flugvöllinn
Kynnisferðir hafa ekki átt sjö dag-
ana sæla í heimsfaraldrinum.
Skemmst er frá því að segja að í
haust hætti félagið akstri til og frá
Keflavík þegar hertar sóttvarna-
aðgerðir skullu á en hófu aftur akst-
ur í nóvember. Hann stóð til miðs
janúar. Enn er ekki grundvöllur
fyrir ferðum til Keflavíkur frá
Reykjavík enda segir Björn ekki
eins brýna þörf á þeirri þjónustu, þar
sem fólk sem er að koma frá Reykja-
vík er samkvæmt skilgreiningu ekki
í sóttkví. Um sex til átta bílstjórar
annast aksturinn til Reykjavíkur og
má gera ráð fyrir nokkrum ferðum á
dag, allt eftir fjölda flugvéla sem
lendir á vellinum. Verðið er 3.499
krónur og samkeppnin lítil.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Heimsfaraldur Fjöldi rúta hefur
staðið kyrr frá því í vor.
Rútuferðir
borga sig á ný
Sú fyrsta frá 16. janúar var farin í nótt
Björn
Ragnarsson