Morgunblaðið - 27.02.2021, Qupperneq 27
UMRÆÐAN 27
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
Ef allt fer að óskum ferheimsbikarmót FIDEfram á eyjunni Mön íoktóber nk. og einn ís-
lenskur skákmaður fær þátt-
tökurétt. SÍ hefur ákveðið að efna til
keppni um sætið sem nefnist Ís-
landsbikarinn og verður með útslátt-
arfyrirkomulagi. Keppnin hefst
þann 6. mars nk. Þeir átta skákmenn
sem hafa gefið kost á sér til þátttöku
eru Hjörvar Steinn Grétarsson,
Hannes Hlífar Stefánsson, Jóhann
Hjartarson, Guðmundur Kjart-
ansson, Margeir Pétursson, Helgi
Áss Grétarsson, Bragi Þorfinnsson
og Vignir Vatnar Stefánsson. Tefld-
ar verða tvær kappskákir með
venjulegum umhugsunartíma og ef
jafnt verður taka við skákir með
styttri umhugsunartíma.
Áskorendamótið heldur áfram
– HM-einvígið verður í Dubai
FIDE hefur ákveðið að áskor-
endamótið, sem frestað var í miðjum
klíðum vegna Covid-faraldursins,
skuli vera til lykta leitt á sama stað í
Yekaterinburg í Rússlandi og hefst
seinni hlutinn þann 19. apríl nk. Átta
keppendur hófu leikinn og eftir fyrri
helminginn var staðan þessi: 1.-2.
Nepomniachtchi og Vachier-
Lagrave 4 ½ v. (af 7) 3. – 6. Caruana,
Giri, Grischuk og Wang Hao 3½ v. 7.
– 8. Ding Liren og Alekseenko 2½. v.
Líklegast er að annar efstu manna
öðlist réttinn til að skora á heims-
meistarann en allir keppendur eiga
enn þá möguleika.
Heimsmeistaraeinvígið fer svo
fram í Dubai í Sameinuðu arabísku
furstadæmunum og hefst þann 24.
nóvember nk.
Þrándur í götu
Færeyingurinn Þrándur í götu
hefur víða komið við en á þeim skák-
mótum sem Magnús Carlsen tekur
þátt þessa dagana birtist hann iðu-
lega í líki Wesley So. Þessi pollrólegi
Filippseyingur sem fluttist til
Bandaríkjanna fyrir nokkrum árum
hefur á stuttu tímabili í tvígang
„stolið“ sigrinum frá Magnúsi á net-
skákmótum og einnig má minna á
stórsigur hans í úrslitaeinvígi þeirra
á HM í „Fischer random“. Á Euro-
rapid-mótinu á dögunum sem er
hluti nýrrar mótaraðar á netinu
komust þeir báðir í gegnum und-
anrásir og síðan í úrslitaeinvígið.
Magnús komst yfir fyrri daginn, 2:1,
en í fjórðu skákinni jafnaði So metin
og vann síðan einvígi þeirra seinni
daginn, 2½ : 1½. Það verður fróðlegt
að sjá viðureignir þeirra á næstunni
en Magnús virðist í einhverri lægð
þessa daga:
Opera Euro rapid 2021, 4. skák:
Wesley So – Magnús Carlsen
Ítalskur leikur
1 e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bc4 Bc5 4. c3
Rf6 5. d4 exd4 6. e5 d5 7. Bb5 Re4 8.
cxd4 Bb6
So hefur valið eldgamalt afbrigði
ítalska leiksleiksins sem löngum hef-
ur verið talið bitlaust. En það er
lengi von á einum.
9. Rc3 O-O 10. Be3 Bg4 11. h3
Bh5 12. Dc2 Bg6 13. Db3 Re7 14.
O-O c6 15. Bd3 Rf5 16. Dc2 Rxc3 17.
bxc3 Rxe3?!
„Vélarnar“ vilja bíða með þennan
leik og kjósa frekar 17. .. Dd7.
18. fxe3 Bxd3 19. Dxd3 f6 20. c4
Bc7?
Nú byrjar að halla undan fæti.
Best var 20. … dxc4 21. Dxc4+ Dd5
o.s.frv.
21. cxd5 Dxd5 22. exf6
22. … gxf6
Auðvitað vissi hann um veik-
inguna en 22. .. Hxf6 23. e4 og 24. e5
leit heldur ekki vel út.
23. e4 Dd7 24. Had1 Had8 25.
Rh4 Kh8 26. Rf5 c5 27. d5 Be5 28.
Hb1 b6 29. Dc4 Hfe8 30. Kh1 Bd4
31. Hf4
31. … Hxe4
Reynir að losa um sig en dugar
skammt. Kóngsstaðan er allt of veik.
32. Hxe4 Dxf5 33. Hbe1 Hxd5 34.
Hg4 h5 35. He8+ Kh7 36. He7+ Kh8
37. Dc1!
- Hnitmiðaður leikur. Svartur
gafst upp.
Keppt um „Íslands-
bikarinn“ og sæti á
heimsbikarmóti FIDE
Skák
Helgi Ólafsson
helol@simnet.is
Hve lengi ætlar rík-
isstjórnin að láta meiri-
hlutann í Reykjavík
teyma sig á asnaeyr-
unum?
Nú hefur samgöngu-
ráðherra tilkynnt að
framkvæmdir við mis-
læg gatnamót á
Reykjanesbraut við Bú-
staðaveg, hættulegustu
og slysamestu gatna-
mót í Reykjavík, verði ekki hafnar á
árinu 2021 eins og samgöngu-
sáttmálinn, sem undirritaður var í
september 2019 og m.a. samgöngu-
ráðherra, fjármálaráðherra og borg-
arstjóri undirrituðu við mikil fagn-
aðarlæti, heldur verði það ekki fyrr
en árið 2025. Engar aðgerðir næstu
fjögur ár við þessi hættulegustu
gatnamót borgarinnar.
Í yfirlýsingu sinni minntist ráð-
herra ekki einu orði á borgarlínu og
þá tugmilljarða króna sem á að eyða í
þá framkvæmd á næstu mánuðum og
árum. Þar er verið að leggja í vegferð
upp á 150-200 milljarða króna, sem
aðallega Reykjavíkurborg, rík-
issjóður og bíleigendur bera kostnað
af. Það ævintýri virðist eiga að halda
áfram athugasemdalaust.
Er ekki nóg komið af aðgerðarleysi
í mikilvægum samgöngubótum í
Reykjavík? Eða er það ætlunin að
kostnaður við borgarlínu hafi forgang
en aðrar samgöngubætur verði látn-
ar mæta afgangi.
Borgarlínufarsi meirihlutans á
greinilega eftir að halda áfram gagn-
rýnislaust af hálfu ríkisins, en stór
hluti af kostnaði við þá
framkvæmd verður
greiddur af ríkinu og
flestum sveitarfélögum
á höfuðborgarsvæðinu,
auk fyrirhugaðra
veggjalda á bifreiðaeig-
endur.
Ekkert aðhafst í
skipulagningu
Á tímabilinu 2019-
2021 hafði meirihlutinn
í Reykjavik nægan
tíma til að gera nauðsynlegar ráðstaf-
anir í skipulagi mislægra gatnamóta
á Reykjanesbraut við Bústaðaveg, en
aðhafðist nánast ekkert í þeim efn-
um. Enda liggur fyrir að núverandi
meirihluti í Reykjavík er andvígur
mislægum gatnamótum þarna.
Þessi afstaða og vinnubrögð meiri-
hlutans í samgöngumálum borg-
arinnar eru síður en svo með öryggi
og hagsmuni tugþúsunda bíleiganda í
Reykjavík í huga. Markmið meiri-
hlutans virðist vera að gera bíleig-
endum eins erfitt fyrir og kostur er.
Nauðsynlegt er að samgöngu-
ráðherra geri nánari grein fyrir
þeirri ákvörðun sinni að fresta fram-
kvæmdum við byggingu mislægra
gatnamóta á Reykjanesbraut við Bú-
staðaveg um fjögur ár.
Eftir Örn
Þórðarson
»Er ekki nóg komið af
aðgerðarleysi í mik-
ilvægum samgöngu-
bótum í Reykjavík ?
Örn Þórðarson
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæð-
isflokksins.
Hættuástand fram-
lengt um fjögur ár
Hannes Kjartansson fæddist
27. febrúar 1917 í Reykjavík og
ólst upp í Grjótaþorpinu og síð-
an í Þrúðvangi á Laufásvegi.
Foreldrar hans voru hjónin
Kjartan Gunnlaugsson og Mar-
grét Berndsen.
Hannes varð stúdent frá MR
og hóf nám í verkfræði í Dan-
zig, sem nú heitir Gdansk, en
hvarf frá námi þegar seinni
heimsstyrjöldin hófst. Hann
fluttist til Bandaríkjanna og
veitti þar forstöðu Elding
Trading Co. sem þeir bræður,
Hannes og Halldór, voru eig-
endur að.
Rak Hannes þar umsvifa-
mikil viðskipti um margra ára
skeið og voru falin margvísleg
trúnaðarstörf fyrir Ísland.
Hann var umboðsmaður Síld-
arútvegsnefndar í Bandaríkj-
unum, aðalræðismaður Íslands
og formaður Íslendingafélags-
ins. Árið 1965 var hann skip-
aður sendiherra Íslands hjá
Sameinuðu þjóðunum, og
gegndi hann því starfi til
dauðadags.
Eiginkona Hannesar var El-
ín Jónasdóttir, sem var fædd
og uppalin í Bandaríkjunum en
íslensk í báðar ættir. Hannes
og Elín eignuðust þrjú börn.
Hannes lést 11. júní 1972 í
New York.
Merkir Íslendingar
Hannes
Kjartansson
Morgunblaðið/Chess.24.com
Erfiður Wesley So hefur átt í fullu tré við Magnús Carlsen undanfarið.
Atvinna