Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 30

Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 30
30 MESSUR Á MORGUN Minningar MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 ✝ SigurbjörnBjörnsson fædd- ist 2. júlí 1939 á Hámundarstöðum í Vopnafirði. Hann lést á hjúkrunar- heimilinu Sundabúð á Vopnafirði 16. febrúar 2021. Foreldrar hans voru hjónin Að- alheiður Stefáns- dóttir húsmóðir, f. 20. des. 1914 að Háreksstöðum á Jökuldalsheiði, d. 14. ágúst 1995, og Björn Elíesersson verkamaður, f. 25. ágúst 1915 að Stekk í Vopnafirði, d. 16. jan. 1970. Systkini Sigurbjörns eru Ant- onía Margrét, f. 1935, d. 2008, Elías, f. 1937, d. 2016, Stefán, f. 1941, d. 2009, Alexandra Ásta, f. 1945, Hámundur Jón, f. 1946, Þorbjörg, f. 1948, Þorgerður, f. 1950, og Aðalbjörn, f. 1955. Sigurbjörn kvæntist 17. júní 1962 Birnu Björns, verkakonu frá Seyðisfirði, f. 25. sept. 1942, d. 9. apríl 2013. Foreldrar henn- ar voru hjónin Margrét Unnur Björnsdóttir og Hjálmar Jacob- sen. Fósturforeldrar Birnu voru Grímlaug Margrét Guðjónsdótt- ir og Björn Björnsson, amma hennar og afi í móðurætt. en vann síðan á vertíðum í Vest- mannaeyjum og á Hornafirði. Árið 1959 fór hann á vertíð á Eskifirði og fluttist þangað árið eftir. Þar kynntist hann Birnu konu sinni og þar byggðu þau sér heimili. Á sjómannsferli sínum var Sigurbjörn meðal annars háseti á Guðrúnu Þorkelsdóttur og Jóni Kjartanssyni frá Eskifirði og í mörg ár á Eldborginni frá Hafnarfirði. Árið 1978 fluttu Sigurbjörn og Birna til Vopna- fjarðar og hann hóf útgerð með Stefáni bróður sínum, á Mána, sem stóð allt til ársins 2009. Sigurbjörn var í forystu í verkalýðsbaráttu um áratuga- skeið. Hann hóf afskipti sín af verkalýðsmálum á Eskifirði þar sem hann var formaður sjó- mannafélagsins. Hann var í stjórn Verkalýðsfélags Vopna- fjarðar frá 1981 til 2001, lengst af formaður, þar til félagið sam- einaðist fleiri verkalýðsfélögum á Austurlandi undir nafni AFLs – Starfsgreinafélags Austur- lands. Sigurbjörn sat í fyrstu stjórn AFLs. Á verkalýðsferli sínum sat hann líka í stjórn Al- þýðusambands Austurlands og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á Vopnafirði, sat í stjórn útgerð- arfélagsins Tanga hf., stjórn verkamannabústaða, úthlut- unarnefnd atvinnuleysisbóta og hafnarnefnd, þar sem hann var lengi formaður. Sigurbjörn verður jarðsung- inn frá Vopnafjarðarkirkju 27. febrúar 2021 klukkan 14. Sigurbjörn og Birna eignuðust þrjú börn sem öll búa á Vopnafirði: 1) Unnur Mar- grét, f. 6. jan. 1962, maki Þor- steinn Sigurður Sigurðsson, dóttir þeirra er Sigur- björg Margrét, f. 2002. Dóttir Unn- ar er Birna Krist- ín Guðnadóttir, f. 1985. 2) Björn Heiðar, f. 8. maí 1965, maki Margrét Gunnarsdóttir, synir þeirra eru Elías, f. 1983, sem á fjögur börn, maki Viktoría Blön- dal, og Bjarki, f. 1991. 3) Eygló, f. 15. júní 1969, dóttir hennar er Elísa Hrönn Róbertsdóttir, f. 2005. Tvær dætur Sigurbjörns fyrir hjónaband eru: 1) Unnur Ósk Kristjónsdóttir, f. 11. feb. 1959, býr á Eyrarbakka, börn hennar eru Drífa Pálína og Egill. 2) Að- alheiður, f. 28. apríl 1961. Sigurbjörn ólst upp á Há- mundarstöðum fyrstu árin en fluttist sex ára með foreldrum sínum í Vopnafjarðarkauptún þar sem þau bjuggu alla tíð síð- an, lengst af í Ásgarði. Sigur- björn stundaði sjómennsku í um hálfa öld, fyrst frá Vopnafirði Fúnar stoðir burtu vér brjótum! Bræður! Fylkjum nú liði í dag! Vér bárum fjötra, en brátt nú hljótum að byggja réttlátt þjóðfélag. (Eugène Pottier/Sveinbjörn Sigurjónsson) Sigurbjörn eða Bubbi bróðir er fallinn frá á 82. aldursári, eftir harða baráttu við krabbamein. Fjögur af níu okkar systkina frá Ásgarði eru nú látin. Bubbi var sjómaður, hafði marga fjöruna sopið og ölduna stigið. Hann hóf sjómennsku á trill- um kornungur á Vopnafirði, sigldi seinna á stærri skipum, en stund- aði að lokum trilluútgerð í þrjá ára- tugi með Stefáni bróður okkar. Bubbi fór ungur á vetrarvertíðir til Hornafjarðar og Vestmannaeyja og settist síðan að á Eskifirði og stofnaði þar heimili með Birnu Björns. Þar var hann á helstu skip- um Eskfirðinga, en metnaður hans stóð til að komast á bestu skipin og því sótti hann um og fékk pláss á stærsta skipi íslenska flotans, Eld- borginni frá Hafnarfirði, og var þar í 11 ár. Hann flutti síðan til Vopna- fjarðar 1978 og hóf trilluútgerðina með Stefáni bróður. Bubbi var hugsandi maður, eld- klár og hafði áhuga á að velta fyrir sér hinum ýmsu málefnum. Hann var líka mikill og góður verkmaður, starfaði meðal annars í nokkurn tíma við múrverk á Eskifirði og kunni ráð við flestu við smíðar og handverk. Hann varð fljótt verkalýðssinni og sósíalisti, enda var ekki ríki- dæmi á uppeldisheimilinu, og hann fann og sá óréttlætið alls staðar í samfélaginu. Bakgrunnurinn hefur sjálfsagt mótað hann í þá átt að vilja taka þátt í að berjast fyrir bættum kjörum láglaunafólks. Það gerði hann líka af miklum krafti og vann gott starf við stjórn Verka- lýðsfélags Vopnafjarðar, þar sem hann var formaður í 17 ár. Bubbi hafði mikil áhrif á mig frá unga aldri, ég leit upp til hans, leit- aði oft ráða hjá honum og var stolt- ur af sjómanninum og síðar verka- lýðsleiðtoganum. Þegar við vorum báðir sestir að á Vopnafirði minnist ég margra góðra stunda okkar bræðra á heimili þeirra Birnu og á æskuheimilinu í Ásgarði, þar sem við ræddum verkalýðsmál og stjórnmál — þar vorum við alla tíð samherjar, í Alþýðubandalaginu og síðan við sameiningu vinstri- manna í Samfylkingunni. Við átt- um líka gott samstarf í málefnum Vopnafjarðar, þar sem Bubbi var formaður hafnarnefndar í mörg ár og ég í hreppsnefnd. En það voru ekki bara samfélagsmálin sem sameinuðu okkur bræður. Við gát- um líka rætt fótboltann, þar sem Bubbi var mikill Einherjamaður og mætti á alla heimaleiki félags- ins, og svo ræddum við enska bolt- ann, báðir dyggir stuðningsmenn Manchester United. Seinni árin fækkaði samveru- stundum, en við hittumst oft á heimili systra okkar af ýmsu til- efni. Alltaf var jafn gaman að spjalla við þennan mikla höfðingja um alvöru lífsins, en ekki síður að gleðjast með honum, enda hafði hann skemmtilegan húmor. Við sem stóðum Bubba næst vissum að kallið gæti komið skjótt, en samt bítur sorgin. Við systkinin frá Ásgarði, sem eftir lifum, og fjöl- skyldur söknum tryggs bróður, mágs og frænda. Mestur er þó missirinn fyrir börn Bubba og barnabörn og fjölskyldur þeirra. Megi minning um góðan mann verða ykkur styrkur. Aðalbjörn Björnsson. En í kvöld lýkur vetri sérhvers vinnandi manns, og á morgun skín maísól, það er maísólin hans, það er maísólin okkar, okkar einíngarbands, fyrir þér ber ég fána þessa framtíðarlands. (Halldór Laxness) Það er komið að vetrarlokum Bubba frænda. Nú fær hann notið maísólar um tíma og eilífð; sólar sem hann barðist fyrir að allir fengju að njóta. Bubbi, föðurbróðir minn, – leiðtoginn sjálfur – var sá þriðji elsti í hópi systkinanna níu frá Ásgarði. Þau systkini eru mér svo kær enda hafa þau verið okkur feðgum svo góð. Bubbi var eins og systkini hans; blíður og hláturmild- ur en ákveðinn þegar ástæða var til. Bubbi og Birna, kona hans, bjuggu á Vopnafirði alla mína æsku. Til þeirra var stundum farið í heimsókn og eins hittist fólk reglulega í afmælis- og fermingar- veislum, fjölskylduboðum og grill- veislum. Árið 2007 eyddum við tveimur vikum með Bubba og Birnu og fleiri Ásgarðssystkinum, í sólinni á Tenerife. Afmælið hans Bubba er mér minnisstætt. Bubbi gerði út bátinn Mána með Stebba bróður sínum frá því ég man eftir mér og fram til 2009. Það var ævintýri að fara á sjó með Bubba og Stebba. Ég var ætíð montinn af Bubba og Stebba þeg- ar ég var yngri. Ég var stoltur af því að bræður pabba míns ættu trilluútgerð. Maður heyrði oft sögur af Bubba, hversu ógnaröflugur hann hefði verið þegar hann var yngri og hversu víða hann hefði siglt. Hann bar þess merki að vera sigldur. Meira að segja í orðsins fyllstu merkingu því hann hafði nælt sér í húðflúr á handlegginn í einni siglingunni við meginlandið. Á þetta húðflúr starði maður oft gapandi á yngri árum. Þá hafði maður ekki hugmynd um öll æv- intýri Bubba. Hann hafði unnið sitt ævistarf. Þegar ég varð eldri kynntist ég Bubba enn betur. Við pabbi heim- sóttum hann stundum, buðum honum í mat eða hittum hann hjá einhverjum af systrum þeirra. Þá var pólitíkin yfirleitt rædd og ekki var komið að tómum kofunum hjá Sigurbirni. Hann, eins og systk- inin öll frá Ásgarði, ólst upp í fá- tækt og þekkti mikilvægi þess að samfélagið kæmi lítilmagnanum til aðstoðar. Síðustu ár Bubba fékk ég vel að kynnast hans rót- tæku hlið – sem rímaði að öllu leyti við skoðanir mínar og Ásgarðs- systkina. Bubbi var gegnheill jafn- aðarmaður og sýndi það í verki sem verkalýðsleiðtogi á Vopna- firði um árabil. Fyrir mér var Bubbi frændi hetja á öllum vígstöðvum; verka- maður, sjómaður og leiðtogi laun- þega. Af honum lærði ég margt og er hann ein ástæða þess að ég finn kjark til að starfa í pólitík, tala gegn óréttlæti heimsins og berja í borðið – eins og leiðtoginn gerði svo oft. Elsku frændum mínum og frænkum, börnum hans, og barna- börnum færi ég mínar dýpstu samúðarkveðjur. Bubba verður sárt saknað. Ég mun geyma minn- ingu um ljúfan frænda og róttæk- an jafnaðarmann í hjarta mínu um ókomna tíð. Hans arfleifð mun bergmála við hvert spor mitt und- ir rauðum fána, í kröfugöngum lífs míns. Bubbi var nefnilega meira en hetja; hann var verkalýðsmað- ur! Þó að framtíð sé falin, grípum geirinn í hönd, því Internasjónalinn mun tengja strönd við strönd! (Eugène Pottier/ Sveinbjörn Sigurjónsson þýddi) Bjartur Aðalbjörnsson. Sigurbjörn Björnsson ÁRBÆJARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. á öðrum sunnudegi í föstu. Sr. Þór Hauksson prédikar og þjónar fyrir altari. Félagar úr kór Árbæjarkirkju syngja undir stjórn Krisztinu Kalló Szklenár. Sunnudagaskólinn er á sama tíma í safnaðarheimilinu í umsjá Andreu Önnu Arnardóttur og Thelmu Rós Arnardóttur. Við minnum á grímu- skylduna fyrir fullorðna og höldum eins metra regluna í heiðri. ÁSKIRKJA | Guðsþjónusta og barna- starf kl. 9.30. Athugið breyttan tíma, því nú tökum við daginn snemma í Ás- kirkju og messum framvegis að jafnaði kl. 9.30, klukkan hálftíu. Jóhanna María Eyjólfsdóttir djákni leiðir sam- verustund sunnudagaskólans. Séra Sigurður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Áskirkju syngur, organ- isti Bjartur Logi Guðnason. ÁSTJARNARKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 17 með fjölskylduvænu sniði. Prest- ur er Arnór Bjarki Blomsterberg og Dav- íð Sigurgeirsson leiðir tónlistina. BREIÐHOLTSKIRKJA | Fjölskyldu- guðsþjónusta kl. 11. Steinunn Þor- bergsdóttir djákni, Steinunn Leifsdóttir og sr. Magnús Björn Björnsson sjá um guðsþjónustuna. BÚSTAÐAKIRKJA | Barnamessa og sunnudagaskóli sunnudag kl. 11. Sóley Adda og Jónas Þórir leiða stundina ásamt prestum. Guðsþjónusta á sunnudag kl. 13. Ath. tímann. Kór Bústaðakirkju syngur og kantor Jónas Þórir er við hljóðfærið. Messuþjónar aðstoða. Sr. Pálmi Matt- híasson messar. Munum handþvott og grímur. DÓMKIRKJAN | Guðþjónusta kl. 11. Séra Elínborg Sturludóttir prédikar, Kári Þormar dómorganisti og Dómkór- inn. FELLA- og Hólakirkja | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Pétur Ragnhildarson þjónar og predikar. Félagar úr kór kirkj- unnar syngja undir stjórn Arnhildar Val- garðsdóttur organista. Meðhjálpari er Kristín Ingólfsdóttir. Kaffisopi eftir stundina. FRÍKIRKJAN Reykjavík | Guðsþjón- usta sunnudag kl. 14. Séra Hjörtur Magni Jóhannsson leiðir stundina. Hljómsveitin Mantra og Sönghópurinn við Tjörnina leiða tónlistina ásamt Gunnari Gunnarssyni. Fermingarbörn og fjölskyldur þeirra eru hvött til að mæta. GRAFARVOGSKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Sr. Grétar Halldór Gunn- arsson prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Grafarvogskirkju leiðir söng. Org- anisti er Hákon Leifsson. Sunnudagaskólinn er á sama tíma á neðri hæð kirkjunnar. Umsjón með honum hafa Ásta Jóhanna Harðardótt- ir, Hólmfríður Frostadóttir og sr. Arna Ýrr Sigurðardóttir. Undirleikari er Stef- án Birkisson. GRENSÁSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Eva Björk Valdimarsdóttir þjónar ásamt messuþjónum. Ásta Har- aldsdóttir kantor, annast tónlistina ásamt Kirkjukór Grensáskirkju. Þriðju- dagur: Kyrrðarstund kl. 12. Fimmtu- dagur: Núvitundarstund kl. 18.15 í kirkjunni, einnig á netinu. GUÐRÍÐARKIRKJA í Grafarholti | Guðsþjónusta og barnastarf sunnudag kl. 11. Prestur er Leifur Ragnar Jóns- son. Organisti er Hrönn Helgadóttir og kór Guðríðarkirkju syngur. Barnastarf í safnaðarheimilinu í umsjá sr. Péturs Ragnhildarsonar og Ástu Guðrúnar. Hvetjum fermingarbörn og foreldra að koma í kirkju. Meðhjálpari Guðný Ara- dóttir og kirkjuvörður Lovísa Guð- mundsdóttir. HAFNARFJARÐARKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Stefán Már Gunn- laugsson þjónar fyrir altari og prédikar og félagar úr Barbörukórnum syngja undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar. Sunnudagaskólinn á sama tíma í Von- arhöfn í umsjón Bylgju Dísar Gunnars- dóttur. HALLGRÍMSKIRKJA | Guðsþjónusta og barnastarf kl. 11. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir alt- ari. Messuþjónar aðstoða. Organisti Björn Steinar Sólbergsson. Félagar úr Mótettukór Hallgrímskirkju syngja. Kristný Rós Gústafsdóttir og Ragnheið- ur Bjarnadóttir stýra barnastarfinu. HÁTEIGSKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Kordía kór Háteigskirkju leiðir söng. Organisti er Guðný Einarsdóttir. Prestur er Eiríkur Jóhannsson. HJALLAKIRKJA Kópavogi | Sr. Kar- en Lind Ólafsdóttir leiðir guðsþjónustu 28. febrúar kl. 17. Lára Bryndís Egg- ertsdóttir organisti leiðir söng ásamt félögum úr kór Hjallakirkju. Ath! Grímuskylda er þar sem minna en metri er á milli ótengdra aðila. KEFLAVÍKURKIRKJA | Kvöld- smessa 28. febrúar kl. 20. Sólmundur Friðriksson spilar og syngur. Helga Jak- obsdóttirog Þórey Eyþórsdóttir eru messuþjónar. Sr. Erla Guðmundsdóttir þjónar. Við vekjum athygli á að kyrrðarstundir eru hafnar á ný, alla miðvikudaga kl. 12 í kirkjunni. LANGHOLTSKIRKJA | Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sr. Sigurður Jónsson þjónar við messuna, Marta og Pétur taka vel á móti krökkunum í sunnudagaskólanum. Félagar úr Fíl- harmóníunni leiða sönginn undir stjórn Magnúsar Ragnarssonar organista. Einsöng syngur Sigurbjörg Telma Sveinsdóttir, nemi í Söngskólanum. Kaffisopi að messu lokinni. Minnum á eldriborgarastarfið alla miðvikudaga kl. 12.10. LAUGARNESKIRKJA | Guðsþjón- usta kl. 11. Kór Laugarneskirkju og Kristján Hrannar Pálsson organisti. Sr. Hjalti Jón Sverrisson þjónar og prédik- ar. Sunnudagaskóli í safnaðarheim- ilinu á meðan. Mán. 1.3. Kyrrðarkvöld kl. 20. Kirkjan opnuð kl. 19.30. Kristin íhugun. Mið. 3.3. Foreldrasamvera kl. 10-12. Helgistund í Félagsmiðstöðinni Dal- braut 18-20 kl. 14. Fim 4.3. Opið hús í Áskirkju kl. 12. Helgistund og léttur hádegisverður. Virðum fjöldatakmarkanir og aðrar sóttvarnareglur. LINDAKIRKJA í Kópavogi | Sunnu- dagaskóli kl. 11. Guðsþjónusta kl. 20. Óskar Einarssonar og félagar úr Kór Lindakirkju leiða lofgjörðina. Sr. Guðni Már Harðarson þjónar. NESKIRKJA | Guðsþjónusta kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Kjartan Hugi Rúnarsson leikur á saxófón. Prestur er Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Sunnudagaskólinn hefst kl. 11. Krist- rún og Hrafnhildur Guðmundsdætur leiða hann og Ari Agnarsson leikur undir. Kaffi og samfélag á Torginu að stund- unum loknum. ÓHÁÐI SÖFNUÐURINN | Tónlistar- messa, barnarstarf, Maul eftir messu. Vörumst veiruna notum vit- vörn (grímuna) svo sem kostur er. SELJAKIRKJA | Sunnudagaskóli kl. 11 með söng og gleði, Biblíusögu og brúðuleikriti. Ávaxtahressing í lokin og mynd til að lita. Guðsþjónusta kl. 13, sr. Bryndís Malla Elídóttir þjónar, Kór Seljakirkju syngur undir stjórn Tómasar Guðna Eggertssonar, messukaffi í lokin. SELTJARNARNESKIRKJA | Fræðslumorgunn kl. 10. Hvers vegna horfa Íslendingar til Kúrda? Ögmund- ur Jónasson, fv. alþingismaður og ráðherra. Sunnudagaskóli og guðs- þjónusta kl. 11. Sr. Bjarni Þór Bjarna- son þjónar. Friðrik Vignir Stefánsson er organisti. Leiðtogar sjá um sunnu- dagaskólann. Félagar úr Kammerkór Seltjarnarneskirkju leiða almennan safnaðarsöng. Kaffiveitingar eftir at- höfn í safnaðarheimilinu. SEYÐISFJARÐARKIRKJA | Guðs- þjónusta kl. 11. Kór Seyðisfjarðar- kirkju leiðir almennan safnaðarsöng. Organisti er Rusa Petriashvili. Prestur er Sigríður Rún Tryggvadóttir. Meðhjálpari er Jóhann Grétar Einars- son ásamt fermingarbörnum. Munum gildandi sóttvarnareglur. SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA | Messa sunnudag kl. 11. Prestur er Egill Hall- grímsson. Organisti er Jón Bjarna- son. Vegna fjöldatakmarkana er hægt að tryggja sér aðgang með því að skrá sig á síðunni sregill.net. STÓRUBORGARKIRKJA Gríms- nesi | Bæna- og kyrrðarstund þriðju- dagskvöld 2. mars kl. 20.30. Vegna fjöldatakmarkana er hægt að tryggja sér aðgang með því að skrá sig á síðunni sregill.net. TORFASTAÐAKIRKJA Biskups- tungum. | Guðsþjónusta sunnudag kl. 14. Prestur er Egill Hallgrímsson. Organisti er Jón Bjarnason. Vegna fjöldatakmarkana er hægt að tryggja sér aðgang með því að skrá sig á síð- unni sregill.net. VÍDALÍNSKIRKJA | Guðsþjónusta með þátttöku fermingarbarna kl. 11. Hljómsveitin Sálmari leikur undir söng og sr. Henning Emil Magnússon þjónar fyrir altari. Almar Guðmunds- son fermingarfaðir ávarpar. Sunnu- dagaskóli í Urriðaholtsskóla kl. 10 og kl. 11 í safnaðarheimili Vídalíns- kirkju. Matthildur Bjarnadóttir æsku- lýðsfulltrúi leiðir sunnudagaskóla- starfið. VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði | Guðsþjónusta kl. 11. Kór Víðistaða- sóknar syngur undir stjórn Helgu Þór- dísar Guðmundsdóttur organista og Bragi J. Ingibergsson sóknarprestur þjónar með aðstoð messuþjóna. Morgunblaðið/Ómar Stokkseyrarkirkja

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.