Morgunblaðið - 27.02.2021, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
✝ Vífill Frið-þjófsson, skip-
stjóri og sjómaður,
fæddist á Seyð-
isfirði 14. maí 1942.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun
Austurlands, Seyð-
isfirði, 11. febrúar
2021. Foreldrar
Vífils voru Dagný
Einarsdóttir, f. 16.
janúar 1901, d. 6.
júlí 1968, og Friðþjófur Þór-
arinsson, f. 12. ágúst 1898, d.
22. nóvember 1984.
Systkini Vífils: Hallsteinn
Friðþjófsson, f. 4.5. 1940, d.
26.4. 2018, og drengur Frið-
þjófsson, f. 4.5. 1940, d. 5.5.
1940. Systkini Vífils sammæðra
eru 8: Guðlaug Einarsdóttir, f.
28.10. 1921, d. 28.11. 1999, Rósa
Einarsdóttir, f. 18.10. 1922, d.
5.6. 2005, Garðar Einarsson, f.
23.5. 1925, d. 20.8. 1995, Birna
Einarsdóttir, f. 28.6. 1926, d.
Vífill ólst upp á Vestdalseyri
við Seyðisfjörð. Hann bjó alla
sína tíð á Seyðisfirði og byrj-
aður ungur til sjós. Hann stofn-
aði útgerð með bræðrum sínum
Hallsteini og Aðalsteini. Þeir
festu kaup á bátnum Litla-Nesi.
Vífill veiktist og fékk heilablóð-
fall sem gerði að verkum að
hann varð að hætta vinnu árið
1985. Heilsan hafði mikil áhrif á
persónuleika hans og hægt að
segja að veikindin hafi haft já-
kvæð áhrif á hann félagslega.
Hann flutti inn á Hjúkrunar-
heimilið Fossahlíð þar sem
hann bjó þar til fyrir u.þ.b. 17
árum, en þá fékk hann annað
áfall sem gerði það að verkum
að hann var með fasta búsetu á
Heilbrigðisstofnun Seyðisfjarð-
ar allt til dánardags.
Útför Vífils verður gerð frá
Seyðisfjarðarkirkju í dag, 27.
febrúar 2021, klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni.
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/pdjaztuz/.
Virkan hlekk á streymið má
einnig nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
17.11. 1987, Sig-
urveig Einars-
dóttir, f. 18.9. 1927,
d. 10.7. 2011. Að-
alsteinn Einarsson,
f. 9.6. 1929, d. 5.4.
2010, Ingi Ein-
arsson, f. 23.11.
1930, d. 7.5. 2010,
og Einína Aðal-
björg Einarsdóttir,
f. 13.4. 1932, d.
22.6. 2004.
Vífill átti eina dóttur, Ingu
Gerði Vífilsdóttur, f. 25.7. 1963,
maki Heimir H. Eðvarðsson, f.
23.1. 1964, börn þeirra eru Eð-
varð Þór Heimisson, f. 6.4.
2000, Andri Hafsteinn Heim-
isson, f. 10.2. 1991, Ingi Björn
Harðarson, f. 10.1. 1994. Ingi
Björn er í sambúð með Bryndísi
Guðmundsdóttur, f. 22.10. 1991
og eiga þau eitt barn, Ísabellu
Sól, f. 8.1. 2020, fyrir átti Bryn-
dís Emmu Fletcher, f. 12.2.
2014.
Kynni okkar Vífils hófust, fyrir
alvöru, er við rerum saman á
Engey árið 1967. Þar sem ég var,
10 ára gamall, á sjó með pabba
ásamt mörgum öðrum góðum
Seyðfirðingum. Vífill var traustur
og ráðagóður vinnufélagi sem féll
aldrei verk úr hendi. Með okkur
tókust ævilöng vinabönd sem
aldrei féll skuggi á.
Við sem þekktum Vífil vitum
að hann varð aldrei samur eftir
alvarleg veikindi árið 1985. Hann
var þó áfram hvers manns hug-
ljúfi og aldrei var haldin veisla
innan fjölskyldunnar þar sem Víf-
ill var ekki mættur fyrstur
manna. Best þótti honum auðvit-
að ef við fengum tækifæri til að
skála í köldum bjór. Við fórum
einnig í styttri ferðalög saman.
Keyrðum um mestallt Austur-
land og víðar.
Vífill var mikill og góður fjöl-
skylduvinur. Hann var afar góður
vinur foreldra minna en þau þrjú
tóku ófá spilin saman á Gilsbakk-
anum. Um árabil leið varla sú
vika á sjónum þar sem ég heyrði
ekki í Vífli þar sem við ræddum
landsins gagn og nauðsynjar. Eft-
ir að Vífill flutti á Suðurgötuna
skipta heimsóknir mínar þangað
hundruðum. Alltaf var gott að
hitta hann, spjalla og eiga góða
stund saman. Vífill var gestrisinn
með eindæmum og tók yfirleitt
ekki annað í mál en að bjóða
manni upp á bjór. Eftir því sem á
leið dró úr lífskraftinum en alltaf
var samt brosið, hláturinn og
húmorinn skammt undan, allt til
enda.
Um leið og ég óska vinum mín-
um góðrar ferðar á ný mið send-
um við fjölskyldan Ingu Gerði og
fjölskyldu hugheilar samúðar-
kveðjur, minningin um traustan
og góðan félaga lifir.
Sveinbjörn Orri.
Samskipti okkar Vífils byrjuðu
ekki fyrr en ég var orðin rúmlega
tvítug og hann fór að heimsækja
mig suður til Reykjavíkur. Fyrir
þann tíma hafði ég lítil samskipti
haft nema á afmælum og jólum.
Það sem mér er minnisstæðast er
að þegar hann kom þá var alltaf
mikið fjör og stutt í hlátur. Strák-
arnir mínir hlökkuðu alltaf til þar
sem það komu oftar en ekki upp
spaugilegar hliðar. Við fórum í
margar eftirminnilegar sumarbú-
staðaferðir. Í minningunni var
þetta góður tími en allt of stuttur
þar sem Vífill fékk annað áfall og
varð rúmliggjandi upp frá því.
Blessuð sé minning þín.
Inga Gerður Vífilsdóttir
og fjölskylda.
Vífill Friðþjófsson
Elsku afi minn,
sumarið 2019 er
mér svo minnis-
stætt, þá fórum við
nefnilega saman með pabba og
félögum ykkar í frábæran veiði-
túr. Við tveir gistum saman í
herbergi og það var svo gaman
að sjá hvað þú naust þess að
vera í þessum veiðitúr þrátt fyr-
ir veikindi þín. Ég mun sakna
þess að keyra bryggjurúntinn
með þér og að fara í sund. Eig-
inlega fórum við alltaf saman í
sund þegar ég var hjá ykkur.
Það er skrítið að hugsa til þess
að þú sért farinn og ég mun
sakna þess ótrúlega að fá þig
ekki til okkar til Hamborgar á
sumrin og yfir jólin. Takk fyrir
allt afi minn.
Þinn
Tómas (Tommi).
Elsku afi Tommi, besti afi í
heimi eins og við kölluðum þig
oft. Ég á óteljandi fallegar
minningar og var svo heppin að
fá að eyða svona miklum tíma
með þér.
Ég elskaði að koma upp á
Skaga til ykkar ömmu, helst
með Akraborginni og að vera
eins lengi og mögulegt var. Við
höfðum alltaf nóg fyrir stafni,
fórum endalaust á rúntinn, nið-
ur á Langasand og á hverjum
degi í sund, eins og þú gerðir
daglega.
Þú bauðst mér oft með á
skrifstofuna þína í Sementverk-
smiðjunni þar sem ég var kölluð
Tómasína og mátti prófa öll
tæki og tól. Mér þótti svo vænt
um að geta séð skorsteininn af
Sementverksmiðjunni frá Vest-
urbænum þegar við bjuggum
þar. Svona fannst mér ég alltaf
geta séð þig og sagði stolt frá
strompinum hans afa. Mér þótti
ótrúlega vænt um þennan ljóta
Tómas Jóhannes
Runólfsson
✝ Tómas Jóhann-es Runólfsson
fæddist 6. apríl
1941. Hann lést 19.
febrúar 2021.
Útför Tómasar
fór fram 26. febr-
úar 2021.
skorstein.
Þú varst alltaf til
í öll ævintýri með
mér. Þegar mig
dreymdi um að
komast í útilegu
tjaldaðir þú fyrir
mig í garðinum.
Fórst með mig upp
í Byggðarsafn Þar
sem við sigldum á
kútternum út um
allan heim. Þú
kenndir mér svo margt og sagð-
ir mér alls konar sögur þegar
við rúntuðum um bæinn. Ég hef
alltaf litið upp til þín elsku afi,
þú varst með stórt hjarta, alltaf
svo yfirvegaður og gafst okkur
öllum mikið öryggi. Ég var og
er svo stolt að eiga besta afa í
heimi.
Þú varst alltaf rosalega flott-
ur og vel klæddur. Við elsk-
uðum að fara með þér í búð-
arrölt og alltaf uppfylltir þú alls
konar tískudrauma okkar. Ekk-
ert skrítið að við mæðgurnar
opnuðum fatabúð í Hamborg og
auðvitað varst þú til í að smíða
mátunarklefana fyrir okkur.
Eftir að við fluttum út hittumst
við fjölskyldan oft og reglulega
og nutum þess að fá að eyða
svona miklum tíma saman. Það
var alltaf svo gott að fá ykkur
ömmu í heimsókn og við héldum
fast í okkar hefðir. Við lifðum í
voninni að fá ykkur loksins
bráðum út til okkar, þú baðst
mig um að telja tröppurnar upp
í nýju íbúðina sem við ætluðum
að flytja í núna um helgina af
því þú ætlaðir að koma í heim-
sókn.
Síðasta ár var erfitt, ég vildi
að við hefðum getað eytt meiri
tíma saman og þú kynnst Ara
Fridrik betur. Þín mun verða
svo sárt saknað. Hvíldu í friði
elsku afi, þú munt alltaf eiga
stórt pláss í hjarta mínu.
Þín
Kristrún Sara.
Elsku Tommi. Það er óskap-
lega sárt að skrifa þessi orð. Þú
ert eini bróðir pabba og eina
systkin hans. Fjölskyldur okkar
hafa alltaf verið duglegar að
hittast og er ég svo þakklát fyr-
ir að hafa notið samveru þinnar
og Kiddýjar á aðfangadag nú
síðastliðinn. Við áttum svo góða
stund sem við munum geyma í
hjarta okkar um alla eilífð. Að-
fangadagur hefur alltaf verið
tilhlökkunarefni og á Vallar-
brautinni hjá ömmu og afa voru
alltaf haldin jól með okkur öll-
um. Við minnumst þeirra oft
sem hitabeltisstemmningar því
það varð ansi heitt í íbúðinni
þegar við vorum öll komin þar
saman og voru því jólafötin oft-
ar en ekki valin með það í huga.
Ég og þú áttum í vissu stríði yf-
ir Macintosh-dallinum því okkur
fannst tveir molar langbestir
sem voru appelsínuguli og
rauði, sem oftar en ekki eru
þeir sem flestir skilja eftir. Ég
held samt þegar ég lít til baka
að þér hafi ekkert endilega
fundist molarnir bestir, þú varst
að stríða mér með þessu og það
fannst þér ekki leiðinlegt.
Skríkjandi barnið og ungling-
urinn ég, að ærast yfir namm-
inu.
Tommi, þú varst í mínum
huga alltaf hress, skemmtilegur,
stríðinn, orðheppinn og þér
fannst gaman að segja sögur.
Gaman að rifja upp gamla tíma
og hlæja.
Ég mun sakna þess að heyra
„Þórhildur – ég ætla að segja
þér…“
Með árunum hefur þú orðið
enn líkari afa Runólfi í fasi og
ég man þegar ég hitti þig eitt
sinn eftir að hafa ekki séð þig
lengi að mér brá örlitíð í fyrstu
því mér fannst ég sjá ljóslifandi
Afa Runólf – með aðra hönd í
vasa og eitthvað að fikta með
hinni og hálfvaggandi – kannski
hreyfing sem er erfitt að lýsa,
en ég sé það fyrir mér þegar ég
hugsa um þig og líka afa.
Það verður ekkert eins án þín
og stórt skarð í okkar litlu fjöl-
skyldu verður ei fyllt. Við mun-
um öll sakna þín og ylja okkur á
góðum minningum.
Elsku Tommi – stundum köll-
uðum við þig afa Tomma, með
von um að nú líði þér vel og
amma og afi taki vel á móti þér.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama;
en orðstír
deyr aldregi,
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Þórhildur og
fjölskyldan á B15.
Í dag verður jarðsunginn
mikill vinur okkar hjóna,Tómas
Runólfsson. Tommi eins og
hann var oftast kallaður var
ótrúlega mörgum kostum búinn.
Hann var lærður mublusmiður
og völundur í höndunum við
hvers konar verkefni, en einnig
var hann ótrúlega talnaglöggur
maður.
Það uppgötvuðu stjórnendur
sementsverksmiðjunnar þegar
Tommi vann við smíðar í verk-
smiðjunni. Þeir réðu hann til
starfa á skrifstofunni og vann
hann þar síðan allan sinn starfs-
aldur og var farsæll og virtur
starfsmaður. Vinskapur okkar
Tomma hófst í knattspyrnunni í
yngri flokkum ÍA. Þar komu
fram miklir hæfileikar hans í
þeirri íþrótt, meðal annars var
hann einn af fyrstu gulldrengj-
um Skagans og þótt víðar væri
leitað.
Hann var einnig hörkugóður
skákmaður og bridsspilari. Sem
ungir menn urðum við nánari
vinir þegar við eignuðumst vin-
konur að lífsförunautum. Þá
tóku við samverur eins og þær
gerast bestar hjá vinafólki.
Hjálpast að við íbúðagerð, farið
saman í ferðalög innanlands og
utan, skemmtanir og veiðiferðir
að ógleymdu barnauppeldi.
Aldrei bar skugga á þennan
vinskap. Það var mikil gæfa fyr-
ir Tomma að eignast hana
Kristrúnu Guðmundsdóttur fyr-
ir eiginkonu og félaga. Hún var
hans klettur í blíðu og stríðu.
Þau hafa verið samtaka á öllum
lífsins leiðum á langri ævi. Þau
eignuðust eina dóttur, hana
Fríðu Björk.
Hún gaf þeim þrjú barnabörn
og eitt langafabarn.
Þessi hópur var gullið hans
Tomma. Það hefur alltaf verið
notalegt að heimsækja þau
hjón, bæði einstök snyrtimenni
og fagurkerar og heimilið í sam-
ræmi við það. Það var mikið
áfall þegar Tommi veiktist af
gigt sem lagðist á lungu hans.
Þetta ágerðist og felldi þennan
indæla vin okkar að lokum.
Söknuður okkar hjóna er mikill,
en sárastur er söknuður Krist-
rúnar, Fríðu Bjarkar, Bjarna og
barna þeirra, Kristrúnar Söru,
Heiðrúnar og Tomma yngri. Við
biðjum alla góða vætti að gefa
ykkur styrk í sorginni.
Sendum ykkur samúðar-
kveðjur.
Þórður og Silja.
Okkur var að
berast sú harma-
fregn að Hafdís
Engilbertsdóttir
hefði lokið sinni jarðvist og væri
nú komin inn í ljósið.
Við hittum Hafdísi fyrst þegar
við vorum öll í tilhugalífinu og
munum við vel þegar Baldvin
kynnti okkur fyrir dísinni sinni.
Þar var Hafdís mætt hress og kát
eins og hennar var vandi og ein-
kenndi hana allt hennar líf. Alltaf
svo glöð, jákvæð og hvetjandi.
Höfðum reyndar heyrt frá Ingu
frænku að Baldvin ætti vinkonu
sem hefði mikinn áhuga á Víet-
namstríðinu. Að hennar sögn voru
turtildúfurnar með stöðug funda-
höld fyrir lokuðum dyrum í her-
bergi Baldvins.
Við eigum ótal minningar frá
skíða- og skútuferðum víðsvegar
um heiminn. Fyrsta skíðaferðin
okkar utan landsteinanna var til
Anzére í Sviss. Þar höfðum við
leigt stórt hús þar sem við gátum
troðist inn með barnaskarann
okkar. Mikið var hlegið og dansað
að loknum farsælum skíðadögum.
Fyrsta skútuferðin saman var til
Jómfrúaeyja í Karíbahafi. Sigling-
arnar urðu fleiri og fórum við
nokkrar ferðir bæði í Miðjarðar-
og Karíbahafið. Það sem ein-
kenndi allar þessar ferðir var
gleði, hlátur og ævintýr og var það
ekki síst gleðipinnanum henni
Hafdís
Engilbertsdóttir
✝ Hafdís Eng-ilbertsdóttir
fæddist 7. ágúst
1951. Hún lést 3.
febrúar 2021.
Hafdís var jarð-
sungin 19. febrúar
2021.
Hafdísi að þakka. Mat-
arboðin hjá Hafdísi og
Baldvini voru alltaf
tilhlökkunarefni, mat-
urinn og eftirréttirnir
voru frábærir og fal-
lega frambornir og
umræðurnar inni-
haldsríkar og
skemmtilegar.
Hafdís hefur verið
okkur mjög góð og
kær vinkona og við
álítum okkur heppin að hafa feng-
ið að fylgja henni í gegnum lífið og
búa til ómetanlegar minningar.
Hafdís var alltaf hraust og fór vel
með sig en svo bankaði vágestur-
inn upp á öllum að óvörum. Hún
sýndi hetjudáð með því að hætta
lyfjatöku og reyna óhefðbundnar
aðferðir sem styrktu hana andlega
og gerðu henni auðveldara að tak-
ast á við örlögin. Saman stóðu þau
Baldvin í gegnum þessi erfiðu
verkefni og voru alltaf samstiga.
Baldvini, börnum, tengdabörn-
um, barnabörnum og systkinum
vottum við innilega samúð og
megi minningin um Hafdísi lifa.
Svo viðkvæmt er lífið sem vordagsins
blóm
og verður að hlíta þeim lögum
að beygja sig undir þann allsherjar dóm
sem ævina telur í dögum.
Við áttum hér saman svo indæla stund
sem aldrei mér hverfur úr minni
og nú ert þú gengin á guðanna fund
það geislar af minningu þinni.
(Friðrik Steingrímsson)
Blessuð sé minning þessarar
einstöku konu sem gladdi svo
marga með yndislegri nærveru
sinni.
Katrín og Gunnar.
Elskulegur frændi okkar,
KRISTJÁN INGÓLFSSON
frá Miðfelli, Þingvallasveit,
lést á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Ási í
Hveragerði 23. febrúar.
Útförin fer fram frá Hveragerðiskirkju
miðvikudaginn 3. mars klukkan 13.
Systkinabörn hins látna
Ástkær systir, mágkona og frænka,
VIKTORÍA BRYNDÍS VIKTORSDÓTTIR
fótaaðgerðafræðingur,
Sóltúni 16,
lést á Landspitalanum 16. febrúar.
Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík
fimmtudaginn 4. mars klukkan 13. Allir velkomnir meðan
húsrúm leyfir. Einnig verður athöfninni streymt á
https://youtu.be/DLBbZIFM1Rs og hægt verður að nálgast
virkan hlekk á mbl.is/andlat
Haukur A. Viktorsson Gyða Jóhannsdóttir
Jóhann Árni Helgason Þóra Einarsdóttir
Jón Ari Helgason Ingibjörg Sæmundsdóttir
og fjölskyldur
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ERNA HÁKONARDÓTTIR,
Birkiteigi 35, Keflavík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja
sunnudaginn 14. febrúar. Útförin fer fram
frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 2. mars klukkan 13.
Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera
viðstaddir athöfnina.
Innilegar þakkir til starfsfólks heimahjúkrunar
og D-deildar HSS.
Hákon Örn Matthíasson Hildur Guðrún Hákonardóttir
Ingibjörg Samúelsdóttir Guðmundur Óli Jónsson
Karl Samúelsson Svanfríður Guðrún Gísladóttir
barnabörn og barnabarnabörn