Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 33

Morgunblaðið - 27.02.2021, Page 33
MINNINGAR 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 ✝ Sigrún fæddistí Reykjavík 6. febrúar 1941. Hún lést á Landspít- alanum í Fossvogi 15. febrúar 2021. Foreldrar henn- ar voru hjónin Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 1913, d. 1997, og Marinó Ólafsson verslunarmaður, f. 1912, d. 1985. Systkini Sigrún- ar voru Lovísa Margrét, f. 1937, gift Njáli Þorsteinssyni og Jón Örn, f. 1946, kvæntur Sigríði Dagbjörtu Sæmunds- dóttur. Sigrún giftist 5.10. 1962 Guðlaugi Gauta Jónssyni arki- tekt, f. 27.4. 1941. Þau skildu. Reykjavíkur. Hún lauk skyldu- námi í Melaskóla, útskrifaðist úr Kvennaskólanum 1958 og stundaði vetrarlangt enskunám í Cambridge í framhaldi af því. Eftir nám var hún var flug- freyja um nokkurra ára skeið og gegndi síðan fjölbreyttum skrifstofustörfum þar til hún gerðist læknaritari á Landspít- alanum. Það má segja að Sig- rún hafi lengst af háð baráttu um heilsufar sitt og árið 1992 var hún greind sem öryrki og stundaði ekki reglulega vinnu eftir það. Sigrún var annálaður fag- urkeri og allt í kringum hana var einkar fallegt og smart. Það átti við föt, liti, húsbúnað allan og hvað eina. Hún var lestrarhestur á fagurbókmennt- ir og hlustaði mikið á klassíska tónlist, ekki síst óperusöng þar sem hún átti sér jafnan eftir- lætissöngvara. Þessa var hún hætt að geta notið síðasta árið. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Synir þeirra eru: 1) Jón Gauti, ráð- gjafi á geðdeild í Osló, f. 5.6. 1961. Fyrri kona hans var Guðrún Bryn- dís Guðmunds- dóttir læknir, f. 20.7. 1963. Börn þeirra eru: Sigrún Elfa og Brynjólfur Gauti. Seinni kona hans er Vibeke Seim geðhjúkrunarfræðingur, f. 4.7. 1970. Börn þeirra eru: Johannes Gauti og Anna. 2) Kári Gauti læknir, f. 4.1. 1980. Kona hans er Jórunn Odds- dóttir, f. 31.5. 1986, hjúkr- unarfræðingur. Þeirra börn eru Ísold og Oddur Gauti. Sigrún ólst upp í vesturbæ Sigrún Ólöf Marinósdóttir var eftirtektarverð ung stúlka. Hún var glæsileg í allri framgöngu, fremur hávaxin og andlitsfallið suðrænt, ávallt fallega og smekk- lega klædd. Hún vakti athygli ungra manna, talaði hressilega við þá og hló þá stundum svo eft- ir var tekið. Hún kom inn í vina- hóp nokkurra unglingsstráka, sem áttu eftir að halda saman í marga áratugi. Öllum þótti þeim vænt um Sigrúnu. Lífið kom að okkur eftir ýms- um leiðum. Fyrstu kynni okkar Sigrúnar voru þau, að hún bauð mér á Kvennaskólaball, sem haldið var í gamla Sjálfstæðis- húsinu við Austurvöll. Ég var stoltur fylgdarmaður glæsilegrar konu. Nokkrum árum síðar gift- ist hún einum af mínum bestu vinum, Guðlaugi Gauta Jónssyni, sem síðar varð arkitekt. Þau hurfu til Achen í Þýskalandi og voru þar í nokkur ár. Á meðan Gauti var við nám lærði Sigrún til læknaritara. Eftir heimkomu starfaði hún um tíma á auglýs- ingastofu gömlu gufunnar, RÚV, og síðar sem læknaritari. Við hjónin, Hrefna og ég, átt- um margar góðar stundir með Sigrúnu og Gauta. Það voru gæðastundir. Sigún kenndi okk- ur að meta þýskan mat og tón- list. Hún kynnti okkur fyrir söngkonunni Hildegard Knef og bragðgóðum þýskum laukrétti, zwiebelkuche. Sjálf var hún mik- ill menningarneytandi og voru góðar bækur hennar mesta yndi. Þar á eftir kom tónlistin. Hún var sannkallaður lestrarhestur, spændi í sig bækur á miklum hraða, kynnti sér ævi þekktra rithöfunda og var fróð á þessum vettvangi menningarinnar. Okkar bestu og skemmtileg- ustu ferðir voru ekki til útlanda, heldur út í litla eyju á Breiða- firði, Bíldsey, sem vinur okkar Árni Helgason í Stykkishólmi átti. Við gerðum við hann samn- ing um að fá að dvelja í eynni gegn því, að við máluðum húsið þar að utan. Í þessari eyju bjuggu forfeður mínir um tíma og síðar Sigurður Breiðfjörð rímnaskáld. Andlegi félagsskap- urinn var því í góðu lagi. Þarna leið okkur vel, hvort sem var á gönguferðum um eyna eða sitj- andi utandyra á lognværum kvöldum. Öll sáum við framtíðina í nokkrum hillingum og allar áhyggjur hurfu í ölduna, sem stöðugt gældi við grjót og sand í fjörunni, og svæfði okkur hvert kvöld. Um miðjan aldur fór heilsa Sigrúnar mjög versnandi og hún glímdi stöðugt við erfiða sjúk- dóma. Sigrún og Gauti slitu sam- vistir, en ég er ekki frá því, að samband þeirra hafi aldrei verið hlýrra og innilegra en hin síðari árin. Gauti sinnti fyrrum eigin- konu sinni af natni og kærleika. Hann fær mörg prik fyrir það. Synir þeirra, Jón Gauti og Kári, voru móður sinni góðir. Þeir hafa verið búsettir erlendis og í Co- vid-umsátrinu voru ferðir á milli landa ekki auðveldar. Nú er löngu stríði lokið. Við hjón þökkum Sigrúnu fyrir að ganga með okkur drjúgan spöl eftir lífsins holótta vegi. Þeir tín- ast nú burtu gömlu vinirnir: Stutt er lífið, lítið eitt af von, sem deyr, dálítið af draumum –og síðan ekki söguna meir. (Magnús Ásgeirsson þýddi) Árni Gunnarsson og Hrefna Filippusdóttir. Sigrún Ólöf Marinósdóttir ✝ KormákurJónsson fædd- ist á Akureyri 13. júní 1954. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Akureyri 12. febr- úar 2021. Foreldrar hans voru Jón Gunnlaugur Stef- ánsson, f. 20. janúar 1926, d. 7. desem- ber 1956, og Áslaug Kristjánsdóttir, f. 14. september 1927. Hún lifir son sinn. Systkini Kormáks í föðurætt eru: Stefán Karl, f. 18. september 1946. Hans kona Filippía Stein- maí 1951. Hans kona Pálína Dag- björt Björnsdóttir. Þau skildu. Narfi Björgvinsson, f. 27. des- ember 1959. Hans kona Hanna Hauksdóttir. Teitur Björgvinsson, f. 26. júlí 1961. Hans kona Theodóra Kristjánsdóttir. Einnig átti Kormákur fjögur uppeldissystkini, Grím, Þórhildi, Erling og Hrein Vilhjálmsbörn. Þórhildur og Erlingur eru látin. Útför Kormáks fer fram frá Einarsstaðakirkju á morgun, sunnudaginn 28. febrúar 2021, klukkan 14. Athöfninni verður streymt á Facebooksíðu kirkjunnar. Slóð á streymið: https://fb.me/e/1Y9WrE1qg/. Einnig er hægt að nálgast virkan hlekk á: https://www.mbl.is/andlat/. unn Jónsdóttir. Anna Marý, f. 4. júlí 1948. Hennar maður Jón Ragn- arsson. Þorsteinn, f. 31. maí 1952. Látinn. Sólveig Björk, f. 17. janúar 1954. Hennar maður Stef- án Björnsson. Bræður Kor- máks í móðurætt eru: Kristján Sigurbjarnarson, f. 11. janúar 1950, d. 24. apríl 2011. Hans kona Ólöf S. Valdimars- dóttir. Valtýr Sigurbjarnarson, f. 22. Harmafregn barst mér á föstudagsmorgni 12. febrúar sl. Frænka mín, Guðný Grímsdóttir, hafði hringt í mig deginum áður og tilkynnt mér að Kormákur, Maggi bróðir, hefði slasað sig. Ég var þá fyrir sunnan og tók fyrstu ferð norður. Hann lést um nóttina en ég gat samt verið til staðar að morgni, heimsótt aldr- aða móður og sagt henni andlát sonar. Nú leitar hugurinn heim í Kinn. Þar ól ég mína æsku heima í Hlíð þar sem ég fékk ástríkt uppeldi. Maggi bróðir ólst upp á Rauðá. Um hann á ég góðar bernskuminningar, enda Rauð- árfólk nokkuð sérstakt. Þangað var nú aldeilis gaman að koma. Spilað á fiðlu, harmonikku og orgel. Smíðaðir rokkar, já næst- um allt sem hægt er að smíða. Rauðárfólki er snilligáfa í blóð borin. Villi gamli mikill völundur og það erfðu börnin. Músíkin meðfædd, einnig úr móðurætt- inni. Þetta voru uppeldisaðstæð- ur Magga bróður. Hann naut þeirra og drakk í sig allt hið góða, vandvirkni og handverk, enda einstaklega góður smiður. Þarna ríkti vinátta, ró og friður og Grímur á Rauðá sagði mér að sér og bróður mínum hefði aldrei orðið sundurorða. Það finnst mér góður vitnisburður um þá báða. Kormákur lærði til smiðs og búnaðarstarfa. Hann vann lengst af sem smiður hjá Snæbirni Kristjánssyni og síðar hjá Krist- jáni syni hans, sem voru með verkstæði við Laugar í Reykja- dal. Áður hafði hann m.a. verið í vinnumennsku í Kálfsskinni á Árskógsströnd, bæði við smíðar og landbúnaðarstörf. Einnig vann hann í Sigtúnum í Eyja- fjarðarsveit. Öllu fólkinu á þess- um stöðum bar hann vel söguna og mat það mikils. Fyrir allt það ber að þakka. Þá lagði bróðir einnig í víking. Fór til Noregs og vann þar ýmis störf, m.a. á búi með íslenska hesta þar sem hann naut sín vel og eigandi býlisins kom með hon- um til Íslands til að kaupa hross. Mér er minnisstæður kvöldverð- ur á þáverandi heimili mínu í Kópavogi. Að sjálfsögðu lamba- kjöt í matinn. Maggi hefði nú trúlega frekar viljað ærket en það var ekki til. Mikil var gleðin, margt rætt og skrautleg tungu- málasamræða. Kormákur kvæntist sinni konu, Hólmfríði Jónsdóttur frá Fagraneskoti, 11. nóvember 2001. Þau byggðu sér einstak- lega fallegt heimili við Hólaveg á Laugum. Þeim varð ekki barna auðið. Hólmfríður lést eftir erfið veikindi 21. janúar 2006. Árið 2009 kynntist bróðir minn góðri konu, Marsibil Kristjánsdóttur, og flutti hún til hans á Hólaveg- inn þar sem þau bjuggu saman til ársins 2018. Þau áttu ljúf ár sam- an, m.a. í árlegri dvöl í hjólhýsi í Vaglaskógi. Þar trúi ég að liðið hafi margar góðar stundir við birkisins angan og blómanna ilm. Hestamennska var alltaf stór þáttur í lífi Kormáks, alveg frá bernskudögum. Marga gæðinga átti hann og naut þess virkilega að umgangast þá, bregða sér á bak og vera kóngur um stund. Vona að bróðir kær komist fljótt í hnakkinn á góðum fáki í nýrri og betri tilveru. Nú er komið að leiðarlokum. Þá er gott að geta hugsað til baka með þakklæti fyrir góðar samverustundir. Kveð með orð- um uppáhaldsskáldsins míns: Flýt þér, vinur, í fegri heim. Krjúptu að fótum friðarboðans og fljúgðu á vængjum morgunroðans meira að starfa guðs um geim. (Jónas Hallgrímsson) Móður minni sendi ég innileg- ar samúðarkveðjur og aðstand- endum öllum mína dýpstu sam- úð. Valtýr Sigurbjarnarson. Kormákur Jónsson Vesturhlíð 2 | Fossvogi | s. 551 1266 | utfor@utfor.is | utfor.is VIÐ ÞJÓNUM ALLAN SÓLARHRINGINN Útfararþjónusta í yfir 70 ár Sálm. 10.14 biblian.is Þú gefur gaum að mæðu og böli og tekur það í hönd þér. Hinn bágstaddi felur þér málefni sitt, þér sem hjálpar munaðarlausum. Innilegar þakkir sendum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæru móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, SVEINSÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR. Sérstakar þakkir fær yndislegt starfsfólk dvalarheimilisins Lundar á Hellu fyrir góða og hlýja umönnun. Guð blessi ykkur öll. Ólafía Ingólfsdóttir Guðmundur Elíasson Gróa Ingólfsdóttir Kristinn Karl Ægisson Hrönn Baldursdóttir Guðrún B. Ægisdóttir Kjartan Jóhannsson Friðleifur Valdimar Ægisson Fjóla Breiðfjörð Ægisdóttir Þorsteinn Þorvaldsson Guðmundur B. Ægisson Annemarie Ægisson Björg Elísabet Ægisdóttir Björg Þorkelsdóttir og fjölskyldur Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og vinsemd við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, KRISTJÖNU HEIÐBERG GUÐMUNDSDÓTTUR skrifstofustjóra, Fannborg 8. Bestu þakkir til allra þeirra sem önnuðust hana í veikindum hennar. Björgvin Gylfi Snorrason Guðfinna Alda Skagfjörð Ásgeir Valur Snorrason Hildur Gunnarsdóttir Karen Lilja Björgvinsdóttir Christian Guterres Eva Björk Björgvinsdóttir Anders Ødum Þorbjörg Ásgeirsdóttir Dagný Ásgeirsdóttir Anna Lilja Ásgeirsdóttir Tao, Soul, Matti og Solveig Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, VILLY PEDERSEN, Hrafnistu, Hafnarfirði, áður Nýbýlavegi 46, Kópavogi, lést laugardaginn 20. febrúar á Hrafnistu Hafnarfirði. Útförin fer fram frá Digraneskirkju fimmtudaginn 4. mars klukkan 11. Vefstreymi frá útför: https://youtu.be/cAThjVCJ9gQ Blóm og kransar vinsamlegast afþakkað en þeim sem vilja minnast hans er bent á Minningarsjóð Alzheimersamtakanna. Ólafur Petersen Ingibjörg Halldórsdóttir Ragnar Bogi Pedersen Sólveig Sveinsdóttir Jóna Júlía Petersen barnabörn og barnabarnabörn Ástkær eiginmaður minn, elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi, bróðir og mágur, STEFÁN ÁRNASON framhaldsskólakennari, Markarflöt 41, Garðabæ, lést af slysförum miðvikudaginn 17. febrúar. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju mánudaginn 1. mars klukkan 13. Einnig verður athöfninni streymt og hægt er að nálgast virkan hlekk á https://www.facebook.com/groups/stefanarnason Marsibil Ólafsdóttir Hrafnkell Tjörvi Stefánsson Vésteinn Stefánsson Kolbrún Hanna Jónasdóttir Bryndís Stefánsdóttir Jens Jónsson barnabörn Einfríður Árnadóttir Christer Magnusson Elskuleg kona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR GÍSLADÓTTIR, Sólmundarhöfða 7, Akranesi, lést á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi föstudaginn 19. febrúar. Útförin fer fram frá Akraneskirkju fimmtudaginn 4. mars klukkan 13. Athöfninni verður streymt frá vef Akraneskirkju. www.akraneskirkja.is Þorvaldur Valgarðsson Anna Ósk Lúðvíksdóttir Reynir Kristjánsson Hjörtur Lúðvíksson Kristín Sigurey Sigurðardóttir Bjarki Lúðvíksson Rannveig Björk Guðjónsdóttir Rósa Björk Lúðvíksdóttir Hrafn Einarsson barnabörn og barnabarnabörn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.