Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 38

Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 38
38 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 60 ára Þormóður er Reykvíkingur, ólst upp í Vogunum en býr í Garðabæ. Hann er við- skiptafræðingur frá CBS í Kaupmannahöfn. Þormóður er kominn aftur í auglýsinga- bransann eftir hlé og er búinn að kaupa Íslensku auglýsingastofuna ásamt syni sínum. Maki: Sirrý Garðarsdóttir, f. 1960, fjöl- miðlafræðingur. Börn: Sigrún, f. 1988, Pétur Óli, f. 1988, Baldvin, f. 1993, og Þormóður, f. 2001. Foreldrar: Jón Haukur Baldvinsson, f. 1923, d. 1994, loftskeytamaður, og Þóra Margrét Jónsdóttir, f. 1925, d. 2009, húsmóðir. Þau voru búsett í Reykjavík. Þormóður Jónsson Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Fólk reynir að ná athygli þinni og vill hana alla. Ný nálgun leiðir til sigurs á hvaða sviði sem er. Þú ert gleðigjafi á öll- um sviðum. 20. apríl - 20. maí  Naut Maður er manns gaman og þú hefur mikið að gefa öðrum. Fáðu hjálp til þess að koma hugmynd þínum í framkvæmd. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þótt þér finnist þú hafa alla hluti á hreinu ertu samt ekki viss um hvaða skref þú átt að stíga næst. Bíttu á jaxlinn í nokkra daga. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Gleymdu ekki að tjá tilfinningar þínar í garð þeirra, sem standa þér næst. Einhver leggur snörur sínar fyrir þig. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er farsælla að velta hlutunum fyrir sér heldur en að bregðast strax við. Þú sérð ekki sólina fyrir makanum þessar vikurnar. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er góður tími til að ræða vandamálin við náinn vin. Vinur þinn er blindaður af ást, reyndu að draga hann niður úr skýjunum. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú munt njóta þess að vera ein/n með sjálfum/sjálfri þér í dag. Ástarsam- band stendur á brauðfótum. Þú ert við stýrið í eigin lífi. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þér hættir til að lifa lífinu eins og enginn sé morgundagurinn, stund- um þarf að hugsa aðeins lengra. Þú ert til í að synda á móti straumnum. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hættu að velta þér upp úr hlutunum. Ræddu málin við þína nánustu og sameiginlega getið þið fundið lausn. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er ekki allt gull sem glóir og margt reynist sókn eftir vindi. Hættu að láta reka á reiðanum og snúðu vörn í sókn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að hafa gild rök fyrir því að neita að taka þátt í ákveðnu sam- starfsverkefni. Einhver segir þér leynd- armál og þú verður að þegja yfir því, sama hvað. 19. feb. - 20. mars Fiskar Maður má aldrei missa sjónar á takmarkinu, jafnvel þótt eitthvað kunni að blása á móti. Gerðu líka það sem veitir þér ánægju. landi. Margir fangar á Litla-Hrauni nýttu sér þennan möguleika.“ Guðfinna hefur alltaf haft áhuga á fyrirbyggjandi aðgerðum tengdum sálfræðinni. „Að reyna að fyrir- byggja að upp komi vandi og að grípa fljótt inn í áður en vandinn verður alvarlegur. Þess vegna hafa meðferðar- og ráðgjafarstörf verið mér hugleikin ásamt því að skrifa bækur og greinar um sálfræðileg málefni. Þótt margt hafi breyst til batnaðar hvað varðar sálfræðiþjón- niðurstöðurnar. Þeir bönnuðu mér að tala opinberlega um skýrsluna. Þannig var nú pólitíkin þá.“ Bréfaskólinn sem var og hét var með fjarkennslu í sálfræði sem Guðfinna sinnti í nokkur ár. „Það var mjög þakklátt starf. Fólk af öllu landinu hafði mikinn áhuga á þessu námi. Það sendi inn verkefni sem voru leiðrétt, send til baka og gefin einkunn. Námið gaf einingar til stúdentsprófs og var örugglega fyrsta fjarkennsla í sálfræði á Ís- G uðfinna Eydal fæddist á Akureyri 27. febrúar 1946 og ólst þar upp hjá foreldrum þar til um tvítugt. Hún dvaldi oft á sumrin á Húsavík hjá afa sínum og ömmu og öðru frændfólki. Guðfinna gekk í Barnaskóla Akur- eyrar og Gagnfræðaskóla Akureyr- ar en fór síðan á Héraðsskólann á Núpi í Dýrafirði og lauk þaðan landsprófi. „Þar voru margir litríkir karakterar. Mörg svokölluð vand- ræðabörn voru send á Núp og svo voru það við hin „þessi prúðu“.“ Eft- ir Núp lá leiðin í MA og lauk Guð- finna stúdentsprófi þaðan 1966. Að stúdentsprófi loknu lá leiðin til Reykjavíkur og vann Guðfinna eitt ár við Atvinnudeild háskólans. „Ætl- unin var að vinna eitt ár og safna pening og fara svo til Árósa í sál- fræði. Ég var staðráðin að fara í sál- fræði alveg frá fjórða bekk í mennta- skóla. Ég endaði hins vegar í sál- fræði í Kaupmannahöfn þar sem ég hafði kynnst manninum sínum Agli Egilssyni í millitíðinni. Hann var í eðlisfræði í Kaupmannahöfn en hafði tekið sér árs frí til að kenna í MA. Þar kynntumst við hjónin.“ Guðfinna bjó í níu ár í Kaupmannahöfn. Eftir embættispróf 1975 fór hún í fram- haldsnám og vann einnig við hjóna- og skilnaðarráðgjöf í Kaupmanna- höfn. Starfsferillinn Eftir að heim kom 1976 vann Guðfinna við Sálfræðideild skóla í ein tvö ár. Næstu árin var mikið að gera og þá byrjaði Guðfinna að skrifa í Vikuna um sálfræðileg mál- efni sem varð vinsælt lesefni. „Þetta stóð yfir í ein átta ár og fólk er enn að tala um þessi Vikuskrif við mig.“ Á svipuðum tíma sinnti Guðfinna einnig kennslustörfum við Kennaraháskólann og HÍ og í tvö ár vann Guðfinna á Heilsuvernd- arstöðinni með Halldóri heitnum Hansen yfirlækni. Verkefnið var að rannsaka geðheilsu fjögurra ára barna. „Gefin var út vegleg skýrsla um rannsóknina en henni var í raun stungið undir stól af því að sumir borgarstjórnarmeðlimir þoldu ekki ustu þá vantar enn mikið upp á. Hinu opinbera hefur ekki fundist sjálfsagt að niðurgreiða sál- fræðiþjónustu og þetta hefur verið mikil þrautaganga. Þær samstarfskonur til margra áratuga, Guðfinna og Álfheiður Steinþórsdóttir, börðust ötullega fyrir svokallaðri foreldraráðgjöf sem hafði fest sig í sessi á árunum 1979 -83. „Það urðu mikil vonbrigði þegar frumvarp um ráðgjöfina var fellt á Alþingi. Þetta var mikið hugsjóna- starf. Kannski var það lán í óláni að svona fór, því upp frá þessu stofn- uðum við Sálfræðistöðina 1983 sem var fyrsta einkafyrirtækið sem stofnað var á sviði sálfræði. Nú eru margir sjálfstætt starfandi og má segja að sálfræðingar hafi tekið völdin í sínar eigin hendur og reki nú sem betur fer öfluga geðheilbrigð- isþjónustu við hliðina á opinbera kerfinu.“ Guðfinna hefur í mörg ár unnið fyrir dómstóla sem meðdóm- ari í forsjár- og forsjársviptingar- málum. Einnig situr hún í úrskurð- arnefnd velferðarmála. Guðfinna hefur skrifað margar bækur um sálfræðileg málefni. Fyrsta bókin, sem var rituð með dönskum sálfræðingi, kom út í Dan- mörku 1979 og fjallaði um börn með hegðunarvanda hjá fóstur- fjölskyldum. Á næstu árum þar á eftir komu út nokkrar bækur sem Guðfinna og Álfheiður skrifuðu sam- an. Nútímafólk kom út 1986 og Barnasálfræðin 1995. Sú bók var til- nefnd til íslensku bókmenntaverð- launanna. Næst kom Sálfræði einka- lífsins 2001, endurútgefin 2010, og Í blóma lífsins 2003. Loks kom Ást í blíðu og stríðu 2007. Bók um tvíbura eftir Guðfinnu kom út 2001. Eftir skyndidauða eiginmanns fékk Guðfinna áhuga á að skrifa um makamissi. Í samstarfi við Önnu Ingólfsdóttur og Jónu Bolladóttur kom út bókin Makalaust líf 2012. Í Bandríkjunum kom út bókin Losing a spouse 2014 í samstarfi við Önnu. Hún er einungis seld á Amazon. Enn er von á bók um sama málefni sem þær Anna skrifa saman. „Það er mjög mikið áfall að missa góðan maka og þetta viðfangsefni hefur Guðfinna Eydal, sérfræðingur í klínískri sálfræði – 75 ára Samstarfskonur Álfheiður og Guðfinna reka saman Sálfræðistöðina. Ákvað snemma að fara í sálfræði Hjónin Guðfinna og Egill stödd við Hjálparfoss í Þjórsárdal. Afmælisbarnið Guðfinna í Skriðu- fellsskógi í Þjórsárdal. 50 ára Áskell er Akur- eyringur og ólst upp á KA-svæðinu og á Mýri í Bárðardal. Hann er viðskiptafræðingur frá Háskólanum á Akur- eyri og matreiðslu- maður frá Verk- menntaskólanum á Akureyri. Áskell er framkvæmdastjóri bílaþjónustu hjá Höldi og situr í stjórn Bílgreinasambandsins. Maki: Rakel Friðriksdóttir, f. 1977, vott- aður fjármálaráðgjafi hjá Íslandsbanka. Börn: Hilma Ösp, f. 2000, Áki, f. 2007, og Össur, f. 2011. Foreldrar: Gísli Már Ólafsson, f. 1946, fv. skrifstofustjóri, og Aðalbjörg Áskels- dóttir, f. 1950, leikskólakennari. Þau eru búsett á Akureyri. Áskell Þór Gíslason Til hamingju með daginn Reykjavík Tristan Máni Eyþórsson fæddist 12. nóv- ember 2020 kl. 22.24 á Heilbrigðisstofnun Vest- urlands á Akranesi. Hann vó 3.176 g og var 48,5 cm langur. Foreldrar hans eru Patrycja Líf Adamsdóttir og Eyþór Agnarsson. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.