Morgunblaðið - 27.02.2021, Side 40
Eitt
ogannað
Eitt
ogannað
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
Lengjubikar karla
Afturelding – Grindavík .......................... 0:2
Fram – FH................................................ 2:2
Víkingur R. – Kórdrengir........................ 3:1
Fylkir – Þróttur R.................................... 4:3
Pólland
Warta Poznan – Lech Poznan................ 1:2
Aron Jóhannsson lék fyrstu 89 mínút-
urnar með Lech Poznan og skoraði 1 mark.
Holland
Go Ahead Eagles – Jong PSV ................ 1:0
Kristófer Ingi Kristinsson kom inn á
sem varamaður á 60. mínútu hjá PSV.
Þýskaland
Darmstadt – Karlsruher......................... 0:1
Guðlaugur Victor Pálsson lék allan leik-
inn með Darmstadt.
Danmörk
Vejle – Horsens........................................ 0:0
Ágúst Eðvald Hlynsson kom inn á sem
varamaður á 84. mínútu hjá Horsens.
B-deild:
Helsingör – Fredericia ........................... 1:0
Elías Rafn Ólafsson varði mark Fre-
dericia í leiknum.
England
B-deild:
Derby – Nottingham Forest ................... 1:1
Grill 66 deild karla
Hörður – Kría ....................................... 28:28
Selfoss U – Fram U.............................. 27:22
Valur U – Vængir Júpíters.................. 35:32
HK – Fjölnir ......................................... 31:21
Haukar U – Víkingur ........................... 22:25
Staða efstu liða:
Víkingur 11 10 0 1 300:260 20
HK 11 9 0 2 326:234 18
Valur U 11 8 0 3 330:317 16
Fjölnir 11 6 2 3 316:297 14
Grill 66 deild kvenna
Víkingur – HK U .................................. 25:26
Staða efstu liða:
Fram U 10 8 0 2 300:244 16
Afturelding 9 7 0 2 223:190 14
Valur U 9 6 0 3 260:225 12
Grótta 10 6 0 4 246:238 12
Þýskaland
Leverkusen – Buxtehuder ................. 20:20
Hildigunnur Einarsdóttir lék ekki með
Leverkusen.
B-deild:
Dormagen – Bietigheim ..................... 33:27
Aron Rafn Eðvarðsson varði 8 skot í
marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson
þjálfar liðið.
Fürstenfeldbruck – Gummersbach... 32:25
Elliði Snær Viðarsson skoraði 4 mörk
fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs-
son þjálfar liðið.
Danmörk
Kolding – Aarhus ................................ 32:27
Ágúst Elí Björgvinsson varði 3 skot í
marki Kolding.
Ribe-Esbjerg – GOG............................ 28:28
Daníel Þór Ingason skoraði 6 mörk fyrir
Ribe Esbjerg og Rúnar Kárason 4.
Viktor Gísli Hallgrímsson varði 20 skot í
marki GOG.
Spánn
Nava – Barcelona ................................ 21:45
Aron Pálmarsson lék ekki með Barce-
lona.
Frakkland
B-deild:
Nice – Dijon.......................................... 30:21
Grétar Ari Guðjónsson varði 14 skot í
marki Nice.
Nancy – Massy Essonne...................... 31:30
Elvar Ásgeirsson skoraði 6 mörk fyrir
Nancy og sigurmarkið.
1. deild karla
Selfoss – Vestri ................................... 104:92
Álftanes – Breiðablik ........................... 95:86
Hamar – Skallagrímur......................... 93:95
Hrunamenn – Sindri ............................ 94:89
Staðan:
Hamar 9 6 3 875:796 12
Breiðablik 9 6 3 857:784 12
Álftanes 10 6 4 912:840 12
Sindri 10 6 4 917:899 12
Vestri 10 5 5 866:919 10
Skallagrímur 10 5 5 856:847 10
Fjölnir 8 3 5 672:706 6
Hrunamenn 10 3 7 850:969 6
Selfoss 10 3 7 780:825 6
NBA-deildin
Philadelphia – Dallas ......................... 111:97
Brooklyn – Orlando............................ 129:92
New York – Sacramento.................. 140:121
Memphis – LA Clippers..................... 122:94
Denver – Washington ...................... 110:112
Milwaukee – New Orleans............... 129:125
SPÁNN
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Martin Hermannsson, landsliðs-
maður í körfuknattleik, segist um
tíma í vetur hafa verið efins um hvort
hlutverk leikstjórnanda hjá spænska
stórliðinu Valencia væri heppilegt
fyrir sig. Nú segist hann sjá hlut-
verkið í öðru og betra ljósi.
„Mér hefur gengið þokkalega en
ég er í nýju hlutverki á vellinum. Það
er svolítið skrítið fyrir mig að vera
ekki stigahæstur eða með flestar
stoðsendingar eins og oft hefur verið
í gegnum ferilinn. Ég var fenginn
hingað til að sinna allt öðruvísi hlut-
verki. Ég var fenginn til að stjórna
liðinu en á að búa eitthvað til þegar
illa gengur. Á þá að geta gert eitt-
hvað óútreiknanlegt. Hjá Valencia
finnst mönnum geggjað ef ég skora 6
stig og gef 6 stoðsendingar. Þá er
það geggjuð frammistaða sem er al-
veg nýtt fyrir mér,“ útskýrir Martin
og viðurkennir að hann hafi átt erfitt
með að venjast breyttum leikstíl til
að byrja með.
„Það pirraði mig rosalega í byrjun
tímabilsins að vera ekki að gera allt
og að skora ekki meira. En ég er bú-
inn að þroskast inn í þetta hlutverk
og held að ég hafi þroskast mikið
sem leikmaður. Þegar ég horfi á töl-
urnar hjá mér, þá kemur í ljós að ég
er að skjóta boltanum mjög vel. Ég
hef átt marga góða leiki þótt ég sé
ekki að skora 20 stig og gefa 10-15
stoðsendingar í leik. Ég hef hins veg-
ar verið nokkuð stöðugur og hef spil-
að jafn mikið og hinn leikstjórnand-
inn Sam Van Rossom. Þriðji
leikstjórnandinn meiddist en hann og
Van Rossom hafa verið hjá félaginu í
sex og níu ár. Þeir þekkja allt inn og
út og ég vissi því að það yrði erfitt
fyrir mig að koma mér inn í hlutina.“
Euroleague í forgangi
Martin stendur í ströngu um þess-
ar mundir á miðju keppnistímabili.
Valencia er í mikilli baráttu um að ná
einu af átta efstu sætunum í Euro-
league.
„Það má kannski segja að seinni
hluti tímabilsins sé hafinn í spænsku
deildinni. Við erum búnir með þrjá
leiki í seinni umferðinni að ég held. Í
Euroleague eigum við níu leiki eftir
og segja má að gamanið sé að byrja.
Við erum í þvílíkri baráttu um að
komast í átta liða úrslitakeppnina í
Euroleague. Þar er þvílíkur grautur
og hver einasti leikur skiptir rosa-
lega miklu máli núna. Það má
kannski segja að við þyrftum að
vinna sex eða sjö af síðustu níu leikj-
unum til að vera öruggir,“ segir
Martin en í herbúðum Valencia er nú
lögð mikil áhersla á Evrópukeppn-
ina.
„Við funduðum í síðustu viku þar
sem meðal annars var farið yfir til
hvers er ætlast af okkur á þessu
tímabili. Ég veit að hjá félaginu er
lögð mikil áhersla á að við náum í úr-
slitakeppnina í Euroleague. Mér
skilst að það sé nauðsynlegt til að
tryggja sæti liðsins í keppninni á
næsta keppnistíambili. Þar eru auð-
vitað miklir fjárhagslegir hagsmunir
í húfi. Á sama tíma er þvílík upp-
bygging í körfuboltanum í Valencia
og menn eru að leggja mikla fjár-
muni í þá uppbyggingu. Maður finn-
ur að til þess er ætlast að liðið sé í
Euroleague.“
Hvað varðar væntingarnar til Val-
encia í baráttunni um spænska
meistaratitilinn segir Martin að þær
séu til staðar en um þessar mundir sé
umfjöllunin á þá leið að Barcelona sé
sigurstranglegast. Úrslitin ráðast í
úrslitarimmu í júní eftir átta liða úr-
slitakeppni sem er áþekk þeirri sem
notast er við á Íslandsmótinu.
„Það er erfitt að segja til um okkar
möguleika. Á tímabilinu höfum við
unnið Barcelona tvisvar, Real Madr-
íd tvisvar en einnig Baskonia [núver-
andi meistara]. Akkúrat þessa stund-
ina er talað um Barcelona sem
sigurstranglegasta liðið en liðið varð
bikarmeistari um daginn. Við erum
eitt þessara fjögurra liða sem geta
barist um sigurinn og við förum klár-
lega inn í úrslitakeppnina með það að
markmiði að verða meistarar. Val-
encia afrekaði það síðast árið 2017 og
við erum enn með leikmenn úr því
liði sem kunna þetta. Við viljum
vinna og annað yrði vonbrigði.“
Á að stjórna leik liðsins
Forráðamenn Valencia sóttu ekki
Martin til Alba Berlín að ástæðu-
lausu. Þótt liðið sé nú með þrjá fram-
bærilega leikmenn sem geta spilað
stöðu leikstjórnanda þá hefur Martin
fengið þau skilaboð að honum sé ætl-
að að taka við keflinu.
„Ég fékk að vita að litið væri á mig
Þroskast
inn í nýtt
hlutverk
Til mikils er ætlast af Martin
Skrítið að vera ekki stigahæstur
Evrópuleikur Martin
Hermannsson með bolt-
ann í leik gegn
ASVEL Lyon-Villeur-
banne frá Frakklandi í
Euroleague.
Framarar, sem leika í 1. deild, neit-
uðu að gefast upp gegn úrvalsdeild-
arliði FH er liðin mættust á Fram-
velli í Safamýri í 2. riðli í
Lengjubikar karla í fótbolta í gær-
kvöldi. Lokatölur urðu 2:2 eftir að
FH komst í 2:0 með mörkum Péturs
Viðarssonar og Baldurs Loga Guð-
laugssonar um miðjan seinni hálf-
leik. Alex Freyr Elísson og Þórir
Guðjónsson jöfnuðu á síðasta kort-
erinu og tryggðu Fram sterkt stig.
Bæði lið eru með fjögur stig eftir
þrjá leiki.
Fylkir vann Þrótt frá Reykjavík í
miklum markaleik í Árbæ, 4:3.
Nikulás Val Gunnarsson skoraði
tvö marka Fylkismanna, Hákon
Ingi Jónsson eitt og eitt markanna
var sjálfsmark. Baldur Hannes
Stefánsson skoraði tvö mörk fyrir
Þrótt og eitt markið var sjálfsmark.
Halldór Jón Sigurður Þórðarson,
Helgi Guðjónsson og Nikolaj Han-
sen gerðu mörk Víkings í Reykja-
vík í 3:1-sigri á Kórdrengjum á Vík-
ingsvelli og Grindavík vann
Aftureldingu í Mosfellsbæ, 2:0.
Morgunblaðið/Eggert
Mark Þórir Guðjónsson skoraði jöfnunarmark Framara gegn FH í gær.
Fram gafst ekki upp
Landsliðsmaðurinn Jóhann Berg
Guðmundsson verður ekki með Burn-
ley er liðið leikur við Tottenham í
ensku úrvalsdeildinni í fótbolta á
morgun. Jóhann meiddist gegn Ful-
ham á dögunum og lék ekki gegn West
Brom í síðasta leik. Meiðslin eru þó
ekki talin alvarleg, en Jóhann hefur
misst mikið úr á tímabilinu vegna
meiðsla.
Markvörðurinn Aron Rafn Eðvarðs-
son og þjálfarinn Hannes Jón Jónsson
yfirgefa þýska handknattleiksfélagið
Bietigheim eftir tímabilið. Konstantin
Poltrum leysir Aron af hólmi og Iker
Romero tekur við stjórn liðsins af
Hannesi. Aron Rafn, sem á 84 A-
landsleiki að baki, hefur verið orðaður
við uppeldisfélagið sitt Hauka.
Knattspyrnumaðurinn ungi Andri
Fannar Baldursson verður ekki með
ítalska liðinu Bologna í næstu leikjum
þess í A-deildinni. Félagið skýrði frá
því í gær að hann ætti við vöðvatogn-
un að stríða og þyrfti tvær til þrjár vik-
ur til að jafna sig. Hann myndi ekki
vera í hópnum í leikjum gegn Lazio,
Cagliari og Napoli á næstu vikum en
gæti mögulega komið inn á ný þegar
Bologna mætir Sampdoria 14. mars
eða gegn Crotone 20. mars. Andri er
aðeins 19 ára gamall og hefur leikið
fimm leiki með Bologna á leiktíðinni.
Knattspyrnudeild Vals og Almarr
Ormarsson hafa komist að sam-
komulagi um að Almarr leiki með félag-
inu næstu tvö árin. Almarr hefur verið
fyrirliði KA síðustu ár og hefur leikið
231 leik í efstu deild hér á landi og
skorað í þeim 39 mörk. Þá hefur hann
leikið 69 leiki í B-deild og gert níu mörk
og skorað 13 mörk í 45 bikarleikjum.
Dalvíkingurinn Heiðar Helguson,
fyrrverandi landsliðsmaður í knatt-
spyrnu, er kominn í þjálfarateymi hjá
Kórdrengjum sem leika í 1. deild Ís-
landsmótsins í knattpyrnu í sumar.
Knattspyrnumaðurinn Hans Viktor
Guðmundsson, fyrirliði Fjölnis, verður
frá keppni næstu 3-4 mánuði vegna
meiðsla sem hann varð fyrir á æfingu
með Fjölni á dögunum. Hans er í gipsi
og missir væntanlega af byrjun tíma-
bilsins, en Fjölnir leikur í 1. deild á
næstu leiktíð eftir fall úr efstu deild
síðasta sumar.
Körfuknattleikskonan Sólrún Inga
Gísladóttir var valin í úrvalslið Sun-
deildarinnar í bandaríska háskólabolt-
anum, en tímabilinu lauk í vikunni. Sól-
rún, sem lék með Haukum áður en hún
hélt til Georgíu í Bandaríkjunum í há-
skóla, hefur verið í úrvalsliði deild-
arinnar öll fjögur tímabilin sem hún
hefur leikið með Georgia Mariners.