Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 41

Morgunblaðið - 27.02.2021, Síða 41
Eitt ogannað Eitt ogannað ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021 HANDKNATTLEIKUR Úrvalsdeild kvenna, Olísdeildin: Kórinn: HK – Stjarnan ..................... L13.30 Origo-höll: Valur – ÍBV.......................... L15 KA-heimilið: KA/Þór – FH.................... L16 Ásvellir: Haukar – Fram ....................... L17 Úrvalsdeild karla, Olísdeildin: Eyjar: ÍBV – ÍR ................................. S13.30 Framhús: Fram – KA............................. S15 Höllin Ak.: Þór – Afturelding................. S16 Hleðsluhöll: Selfoss – Stjarnan......... S19.30 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Dalhús: Fjölnir/Fylkir – Selfoss....... S13.30 Framhús: Fram U – Afturelding........... S19 KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Hertz-hellirinn: ÍR – KR................... S20.15 Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Origo-höll: Valur – KR........................... L19 Borgarnes: Skallagrímur – Keflavík..... S16 1. deild kvenna: Sauðárkr.: Tindastóll – Fjölnir b .......... L16 MG-höllin: Stjarnan – Grindavík .......... L16 Njarðt.gryfjan: Njarðvík – Hamar/Þór L16 Kennaraháskóli: Ármann – Vestri ........ L16 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Vivaldi-völlur: Grótta – Stjarnan .......... L14 Boginn: KA – HK ................................... L17 Boginn: Þór – KR .............................. L19.15 Origo-völlur: Valur – Víkingur Ó........... S13 Egilshöll: Leiknir R. – Fjölnir ............... S16 Reykjaneshöll: Keflavík – Selfoss ......... S18 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Fífan: Breiðablik – Fylkir................. L10.30 Samsungv.: Stjarnan – Tindastóll......... L12 Skessan: FH – Þór/KA .......................... L15 Jáverksvöllur: Selfoss – KR................... S14 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót 15-22 ára heldur áfram í Laugardalshöll í dag kl. 10 til 17.30 og lýk- ur á morgun þegar keppt er kl. 9.30 til 16. UM HELGINA! Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir setti í gærkvöldi nýtt Íslandsmet í 60 metra hlaupi kvenna innanhúss er hún hljóp vegalengdina á 7,46 sek- úndum á Meistaramóti Íslands 15- 22 ára í Laugardalshöll. Bætti hún metið sem hún deildi með Tiönu Ósk Whitworth um 0,01 sekúndu. Guðbjörg á nú ein Íslandsmet í 100 og 200 metra hlaupum utanhúss og 60 metra hlaupi innanhúss. Silja Úlfarsdóttir á enn metið í 200 metra hlaupi innanhúss. Kristján Viggó Sigfinnsson, efni- legasti hástökkvari landsins, vann öruggan sigur í hástökki pilta 18-19 ára. Hann var þó nokkuð frá sínu besta, þar sem hann á hæst 2,15 metra, en hæsta stökkið hans í gær var sléttir tveir metrar. Í kvennaflokki var Eva María Baldursdóttir nálægt sínum besta árangri en hún stökk hæst 1,76 metra, sem er tveimur sentimetrum frá hennar besta árangri í grein- inni. Hún reyndi þrívegis við 1,82 metra, en það tókst ekki að þessu sinni. Morgunblaðið/Eggert Íslandsmet Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir sátt með nýja Íslandsmetið í gær. Á Íslandsmetið ein Mikil óvissa er hjá mörgum íþróttaliðum í Evrópu vegna heimsfaraldurs- ins og þeirra efnahagslegu áhrifa sem honum hafa fylgt. Martin Her- mannsson er með samning við Valencia út tímabilið 2023 sem hægt er að endurskoða sumarið 2022. Martin er í góðum málum þrátt fyrir ástandið því bakland félagsins er afar traust. Eigandinn Juan Roig var í þriðja sæti síðast þegar listi var tekinn saman yfir efnaðasta fólk á Spáni. Roig er eigandi Mercadonna-verslunarkeðjunnar og mjög áhugasamur um körfu- boltaliðið. Situr á fremsta bekk á heimaleikjum að sögn Martins og lætur sig sjaldan vanta. Geysilega mikið flakk fylgir þátttökunni í Euroleague. Þegar Martin spjallaði við Morgunblaðið í vikunni var hann á leið í níu daga ferðalag daginn eftir til Rússlands, Andorra, Tyrklands og Ísrael. Hann segist þakklátur fyrir að vera hjá félagi sem hefur efni á að fljúga með leikmenn í einkaflugvél á alla þessa Evrópuleiki. Með því séu ferða- lögin mun einfaldari viðfangs á tímum veirunnar. „Ég gæti varla verið á betri stað akkúrat núna, bæði hvað varðar borg- ina og félagið. Metnaðurinn er mikill og nú er til dæmis verið að byggja glæsilega höll í Valencia sem verður eingöngu fyrir körfuboltann. Hún verður rosaleg og verður tekin í notkun á næsta ári,“ sagði Martin. Bakland félagsins afar traust VINNUVEITANDI MARTINS EINN SÁ EFNAÐASTI Á SPÁNI sem fjárfestingu og sem arftaka þessara leikmanna. Mér hefur liðið betur síðustu tvo mánuði og hef lært að sætta mig við annað hlutverk. Ég held að það sjáist á spilamennskunni hjá mér. Ef maður skoðar bestu liðin í Evrópu þá er sjaldgæft að menn skori meira en 12 til 13 stig að með- altali og spila að jafnaði 20 mínútur í leik. Í þessu leikjaálagi sem við erum í er gott fyrir skrokkinn að maður spili ekki meira en það í hverjum leik. Ég er í þannig liði að með mér eru tólf landsliðsmenn frá ýmsum lönd- um sem geta skorað. Mitt hlutverk er að virkja þá í sókninni og hafa þá ánægða. Ég kem með boltann fram völlinn og er því mikið með boltann en þeir þurfa að fá að taka sín skot. Mér finnst þetta virkilega gaman. Umboðsmaður minn hefur reyndar talað um í tvö til þrjú ár að ég væri fullkominn í þessu hlutverki,“ segir Martin en eitt kemur honum þó á óvart. „Spánverjarnir eru hrifnir af varn- arleiknum hjá mér og mér finnst heillandi að þeir setja mig oft á móti bestu mönnunum í liði andstæðing- anna. Þegar ég kom sögðust þeir hafa legið yfir leikjum með mér og sögðust hrifnir af því hversu góður ég væri í vörn. Það eru nú eiginlega ný tíðindi fyrir mér. Þannig séð. Hef alla vega aldrei litið þannig á mig en þetta gefur mér mjög mikið því heima á Íslandi stimpla mig líklega flestir sem sóknarmann. Líklega hef ég alltaf haft það í mér að geta verið góður í vörn en hef lagt minni áherslu á það, bæði í yngri flokkum og í upphafi atvinnumannaferilsins. Ég hélt að stig og stoðsendingar væru það eina sem liðin myndu taka eftir hjá bakvörðum. Maður er farinn að sjá að vörnin skiptir meira máli ef eitthvað er og ef maður vill spila í þessum gæðaflokki þá þarf maður að spila almennilega vörn. Ég hef eig- inlega uppgötvað nýja hlið á mér sem leikmaður og það er skemmtilegt að geta sýnt þessa hlið.“ Hæfni Hilmars kom á óvart Hafnfirðingurinn efnilegi Hilmar Smári Henningsson er einnig með samning við Valencia. Er á öðru ári hjá félaginu og leikur með varaliðinu. Getur Martin lagt mat á hvernig Hilmari Smára gengur að sanna sig? „Hann æfði með aðalliðinu fyrstu tvær eða þrjár vikurnar á undirbún- ingstímabilinu og heillaði mig mjög mikið. Ég hafði hvorki spilað á móti honum né með honum og hafði því lítið séð hann spila. Hann var svolítið óskrifað blað fyrir mér en það kom mér virkilega á óvart hversu vel hann stóð sig. Hann er ófeiminn og lét ekki vaða yfir sig. Ég hef því miður ekki getað séð leik hjá honum enn þá í vetur en heyri hjá mönnum í félaginu að hann sé að standa sig mjög vel. Menn eru sammála um að Hilmar eigi framtíð fyrir sér í góðu liði á Spáni og ég hlakka til að fylgjast bet- ur með honum og spila með honum í landsliðinu. Utan vallar hafa sam- skiptin verið miklu minni en maður hefði viljað. Hér er allt lokað og lítið um að vera. Hilmar hefur bara nokkrum sinnum komið í mat sem er eiginlega galið því hann er í nokkurra mínútna göngufæri frá okkur,“ segir Martin og hlær en fyrsti Íslending- urinn sem var hjá Valencia var Jón Arnór Stefánsson. Magnað orðspor Jóns Arnórs Martin segir orðspor Jóns í körfu- boltaheiminum í Evrópu vera merki- legt. „Maður finnur vel hjá þeim sem voru í liðinu, og í kringum liðið, þegar Jón Arnór var hjá Valencia að hann nýtur mikillar virðingar. Þeir kalla mig oft Stefánsson í gríni. Ég er með sama klippara og Jón var með. Hann dýrkar Jón eins og líklega flestir gera sem verið hafa í kringum hann. Þegar ég feta í fótspor Jóns Arnórs þá er gaman að finna hversu góður hann var og hversu stórt nafn hann er í íþróttinni. Maður áttaði sig aldrei á því vegna þess að maður sá enga leiki með honum heima á Íslandi þeg- ar hann lék með félagsliðum í Evr- ópu. Svo kemur maður út í atvinnu- mennskuna og kemst að því að það kannast allir við hann úti um alla Evrópu. Við Íslendingar áttum okk- ur ekki á því hversu góður Jón var þegar hann var upp á sitt besta. Að sama skapi áttum við Íslendingar okkur ekki á umfanginu á körfubolt- anum í Evrópu. Hversu góðir leik- mennirnir eru í Euroleague, hversu margir lifa fyrir þessa deild og hversu miklir peningar eru í spilinu,“ segir Martin í samtali við Morgun- blaðið. AFP Ég dáist að Gylfa Þór Sigurðssyni fyrir að fara ítrekað á vítapunkt- inn þegar mikið liggur við þótt hann hafi brennt af mörgum vít- um á ferlinum. Til þess þarf and- legan styrk því það getur verið svo auðvelt fyrir neikvæðar hugs- anir að hreiðra um sig. Honum tekst að skila boltanum í netið við krefjandi aðstæður eins og í grannaslag Liverpool og Everton og þrautreyndur stjóri treystir honum fyrir vítaspyrnunum. Ef til vill lítur Gylfi á þetta eins og vítaskyttur gera í handboltanum. Þar er ljóst að ekki verður farið í gegnum ferilinn án þess að brenna af vítum. Gylfi er einnig snjall kylfingur og veit að næsta högg skiptir öllu máli. Ekki síð- asta eða þarnæsta högg. Margir kannast við að hafa ver- ið með í einhvers konar hópspjalli á netinu á tímum veirunnar. Ég hafði orð á þessu við félaga mína á dögunum. Til tals kom að senni- lega þýddi lítið fyrir mig að tala um kjark. Nú tali allir um að íþróttamenn séu með pung ef þeir eru hugrakkir. „Merkilegt að heyra karlmenn tengja pung við hugrekki. Þessi viðkvæmi húðpoki sem þolir ekk- ert,“ sagði fulltrúi líffræðinga í hópnum. Þessi skilaboð tók annar á lofti, sem sjálfur hefur verið landsliðseinvaldur. „Ef menn eru með stóran pung þá eru þeir bara viðkvæmari fyrir höggum.“ Loks lét sá þriðji í sér heyra en hann les gjarnan yfir okkur þegar hann er úfinn í skapi. „Sammála. Húðsepi sem er ekkert annað en hönnunarmistök. Að drösla líf- færum með sér í poka er ekkert nema lélegur bakþanki. Design af- terthought.“ Við svo búið lutum við höfði og minntumst þess þegar Phil Babb, leikmaður Liverpool, reyndi að færa til mark á Anfield með húð- pokanum. Það gekk ekki vel. BAKVÖRÐUR Kristján Jónsson kris@mbl.is  Manchester United mætir AC Milan, Arsenal mætir Olympiacos og Totten- ham mætir Dinamo Zagreb í 16 liða úr- slitum Evrópudeildarinnar í fótbolta en dregið var til þeirra í gær.  Björn Bergmann Sigurðarson og félagar í Molde sem slógu Hoffenheim óvænt út í 32 liða úrslitunum drógust gegn Granada frá Spáni. Þá leikur Ajax við Young Boys, Dynamo Kiev við Vill- arreal, Roma við Shakhtar Donetsk og Slavia Prag við Rangers.  Jordan Henderson, fyrirliði Liver- pool og landsliðsmaður Englands í knattspyrnu, verður frá keppni fram í apríl eftir að hafa gengist undir aðgerð vegna nárameiðsla.  Kvennalið Grindavíkur í knatt- spyrnu hefur fengið til sín 25 ára bandarískan markvörð, Kelly Lyn O’Brien. Hún lék síðast með albanska meistaraliðinu Vllaznia.  Körfuboltamaðurinn Malik Beasley, sem leikur með Minnesota Timberwol- ves í bandarísku NBA-deildinni, er kominn í 12 leikja bann. Hann var ákærður fyrir að hafa haft í hótunum við ónafngreindan einstakling en því máli lauk með sáttargjörð. NBA- deildin sætti sig hins vegar ekki við slíka framkomu hjá leikmanni.  Alfredo Quintana, markvörður Porto og portúgalska landsliðsins í handknattleik, er látinn, aðeins 32 ára að aldri, en hann fékk hjartastopp á æfingu um síðustu helgi. Quintana lék með Porto í ellefu ár og varði mark Portúgals gegn Íslandi í þremur leikj- um þjóðanna í janúar en hann var í stóru hlutverki með liðinu á heims- meistaramótinu í Egyptalandi.  Alfreð Finnbogason, landsliðs- maður í knattspyrnu, missir af fimmta leik Augsburg í röð á morgun vegna meiðsla þegar lið hans mætir Mainz.  Oddur Gretarsson landsliðsmaður í handknattleik hefur framlengt samn- ing sinn við þýska félagið Balingen til vorsins 2022, eða út næsta tímabil. Hann hefur leikið með liðinu frá 2018.  Leó Snær Pétursson, hornamaður handknattleiksliðs Stjörnunnar, hefur framlengt samning sinn um þrjú ár og er því samningsbundinn Garðabæj- arfélaginu til 2024.  Bandaríski körfuboltamaðurinn Flenard Whitfield sem lét mikið að sér kveða með Skallagrími 2016-17 og Haukum 2019-2020 er kominn til liðs við Tindastól og gæti spilað sinn fyrsta leik á mánudag þegar Sauð- krækingar mæta Stjörnunni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.