Morgunblaðið - 27.02.2021, Blaðsíða 45
» A Song Called Hate,
heimildarmynd um
þátttöku Hatara í
Eurovision í Ísrael árið
2019, var forsýnd í Há-
skólabíói í fyrrakvöld. Í
henni er fylgst með
ferðalagi Hatara-hóps-
ins frá upphafi til enda
og hvernig honum
tókst að brjótast í gegn
með boðskap sinn og
hvernig ferðalagið
breytti listamönnunum.
Heimildarmyndin A Song Called Hate var forsýnd í fyrrakvöld í Háskólabíói
Prúðbúnar Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir
og Guðrún Stefánsdóttir voru meðal gesta.
Hátíðarstund Anna Hildur Hildibrandsdóttir, leikstjóri myndarinnar,
ávarpaði gesti fyrir sýningu. Myndin hefur hlotið góðar viðtökur víða.
Hress Hjónin og myndlistarmennirnir Ragn-
ar Kjartansson og Ingibjörg Sigurjónsdóttir.
Tihlökkun Stefán Eiríksson útvarpsstjóri og
eiginkona hans Helga Snæbjörnsdóttir.
Alla leið Már Jóhann Löve og Inga Lísa Hansen
vöktu athygli fyrir metnaðarfullan klæðaburð.
Grímuklædd Baldur Þórhallsson, Felix
Bergsson og Eliza Reid forsetafrú.
Hatari Einar Stefánsson, Klemens Hannigan og Matthías Tryggvi Haralds-
son mættu að sjálfsögðu á forsýningu en þó ekki í Hatara-gervum.
Morgunblaðið/Eggert
Vígaleg Sigríður Dagbjartsdóttir, Lilja Rut Bjarnadóttir,
Guðmundur Þór Jónsson og Alfreð Jónsson voru Hatara-leg.
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. FEBRÚAR 2021
Málverkið „Scène de rue à Montmartre“ eftir Vincent
van Gogh verður boðið upp hjá uppboðshúsinu Christie’s
í París 25. mars. Verkið er metið á fimm til átta milljónir
evra sem samsvarar 771-1.233 milljónum íslenskra
króna. Málverkið, sem þykir eitt það mikilvægasta sem
listamaðurinn málaði í París og kennt er við
Montmartre-tímabilið hans, hefur verið í einkaeigu sömu
frönsku fjölskyldunnar í meira en hundrað ár og hefur
ekki verið sýnt opinberlega frá því það var málað vorið
1887.
AFP
Sjaldséð verk eftir van Gogh boðið upp
Traversing the Void nefnist
kammerópera eftir Hildigunni
Rúnarsdóttur við texta eftir Jose-
phine Truman sem flutt verður á
öðrum tónleikum Kammermúsík-
klúbbsins á yfirstandandi starfsári.
Tónleikarnir verða í Norðurljósum
Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16.
Flytjendur eru Hallveig Rúnars-
dóttir sópran og kammerhópurinn
Camerarctica, en hann skipa fiðlu-
leikararnir Hildigunnur Halldórs-
dóttir og Bryndís Pálsdóttir, Svava
Bernharðsdóttir á víólu, Sigurður
Halldórsson á selló, Eydís Franz-
dóttir á óbó og Ármann Helgason á
klarínett.
„Við Jo kynntumst þegar ég var
á tónlistarhátíð í Ástralíu að fylgja
verki eftir mig. Við héldum sam-
bandi og nokkrum árum síðar
kviknaði hugmyndin um að vinna
saman að tónverki. Verkið var unn-
ið samhliða, hún henti í mig textum
og ég sendi á hana hugmyndir að
tónefni,“ segir Hildigunnur þegar
hún rifjar upp tilurð kammeróper-
unnar. Bendir hún á að texti
Truman fjalli um „mannkynið sem
er að eyðileggja heiminn eins og við
þekkjum hann. Tónlistin endur-
speglar textann, undirstrikar hann
stundum en beinist stundum í gagn-
stæða átt,“ segir Hildigunnur. Hún
fékk styrk frá Tónskáldasjóði RÚV
og Josephine Truman frá The Aust-
ralia Council of the Arts við samn-
ingu verksins.
Kammerópera Hallveig Rúnarsdóttir og Camerarctica á æfingu í Norðurljósum Hörpu.
Óperan Traversing the Void flutt í Hörpu