Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
opið
alla daga
kl. 10–21
25. febrúar - 14. mars
Eldsmíðanámskeið var haldið há-
tíðlegt í Gömlu smiðjunni á Þing-
eyri um helgina. Þar fengu átta
nemar að smíða allt frá litlum hníf-
um og sylgjum til kertastjaka og
hurðarhjara. Námskeiðið er tveir
dagar og hefur verið haldið nokkr-
um sinnum undanfarin þrjú til fjög-
ur ár. Kennarinn var Róbert Daníel
Kristjánsson og lærisveinarnir
komnir víða að, tveir frá Hólmavík,
tveir frá Reykjavík og restin af
Vestfjörðum.
Elfar Logi Hannesson leikari,
sem var viðriðinn námskeiðið, vísar
því á bug að tilraun hafi verið gerð
til að endurgera Grásíðu, sverðið
fræga sem svæðishetjan Gísli Súrs-
son hafði not af í ýmsum aðstæðum.
Elfar segir að engin vopn hafi verið
smíðuð um helgina heldur hafi aðr-
ir þættir hins forna handverks ver-
ið í fyrirrúmi. Það er flókið, og ekki
allra, að beygja járnið undir vilja
sinn. snorrim@mbl.is
Fornri verkgrein beitt á Þingeyri til smíða margvíslegra gripa
Eldsmíðar
á slóðum
Gísla
Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Beisla eldinn Um helgina var loks hægt að halda eldsmíðanámskeið eftir að faraldur kórónuveirunnar kom í veg fyrir slíkt um hríð. Það fór vel af stað.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Vinir Vatnsendahvarfs hafa ákveðið
að kæra ákvörðun Skipulagsstofnun-
ar um að mæla ekki fyrir um nýtt
umhverfismat vegna lagningar síð-
asta áfanga Arnarnesvegar. Ákvörð-
unin er mikil vonbrigði og í raun
óskiljanlegt að enginn vilji sé til að
endurmeta hvaða áhrif þessi vegur
mun hafa á náttúru, umhverfi og
nærliggjandi byggð, segir á Face-
book-síðu samtakanna.
Vegagerðin tilkynnti Skipulags-
stofnun um breytingar á áformum
um gatnamót Arnarnesvegar og
Breiðholtsbrautar og óskaði eftir
mati á því hvort gera þurfi nýtt um-
hverfismat. Í stað mislægra gatna-
móta er nú gert ráð fyrir brú yfir
Breiðholtsbraut og tengingu Arnar-
nesvegar við Breiðholtsbraut með
ljósastýrðum gatnamótum austan við
brautina. Skipulagsstofnun komst að
þeirri niðurstöðu að framkvæmdin
væri ekki líkleg til að hafa í för með
sér umtalsverð umhverfisáhrif. Því
skuli hún ekki háð mati á umhverfis-
áhrifum en í gildi er umhverfismat
fyrir veg og gatnamót frá árinu 2003.
Niðurstaðan var meðal annars rök-
studd með því að breytt áform fælu í
sér umfangsminni umferðarmann-
virki og minna rask en þau áform
sem áður voru uppi. Einnig að breytt
útfærsla leiddi ekki til aukins ónæðis
í Fellahverfi og ekki væri heldur
ástæða til að ætla að breytingin muni
hafa áhrif á hljóðvist í Seljahverfi eða
íbúðabyggð í Kórahverfi. Breytingin
muni og draga úr ónæði vegna um-
ferðarhávaða á nálægum útivistar-
svæðum.
Breyttar forsendur
Við meðferð málsins hjá Skipu-
lagsstofnun vöktu Vinir Vatnsenda-
hvarfs og fleiri samtök athygli á því
að langt um liðið væri frá því um-
hverfismat fyrir Arnarnesveg var
gert og töldu þörf á að meta áhrifin
að nýju þar sem forsendur væru
verulega breyttar frá því matið var
gert. Meðal annars mætti vænta
meiri umferðar um Arnarnesveg sem
hafi áhrif á mengun og hljóðvist í nýj-
um íbúðahverfum við Salaskóla og á
útivistarsvæðinu á Vatnsendahvarfi.
Skipulagsstofnun taldi sig ekki
hafa lagaheimild til að ákveða endur-
skoðun á umhverfismati nema þegar
framkvæmdir hefðu ekki hafist innan
tíu ára. Í þessu tilviki hefðu fram-
kvæmdir við Arnarnesveg hafist árið
2004.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
mælti með umhverfismati
Helga Kristín Gunnarsdóttir úr
hópnum Vinir Vatnsendahvarfs er
ósátt við afgreiðslu Skipulagsstofn-
unar og segir að álitið verði kært til
úrskurðarnefndar umhverfis- og
auðlindamála. Hún telur að ekki hafi
verið tekin almennileg afstaða til
þeirra atriða sem bent var á. Segir
hún að framkvæmdir hafi í raun ekki
hafist á árinu 2004, aðeins hafi verið
byrjað að grafa úr hlíðinni og færa til
efni. Þarna sé Vegagerðin að nýta sér
glufu í lögunum og veltir því fyrir sér
hvort það sé siðferðilega rétt. Rétt sé
að bera málið undir fleiri og þess
vegna sé því skotið til úrskurðar-
nefndar. Þá bendir hún á að Heil-
brigðiseftirlit Reykjavíkur hafi mælt
með nýju umhverfismati en alveg
hafi verið litið fram hjá því.
Kæra úrskurð um umhverfismat
Morgunblaðið/Eggert
Arnarnesvegur Vegurinn hefur verið lagður að hluta en lokakaflinn eftir.
Vinir Vatnsendahvarfs eru ósáttir við þá niðurstöðu Skipulagsstofnunar að láta ekki fara fram nýtt
umhverfismat um lagningu lokaáfanga Arnarnesvegar Stofnunin telur sig ekki hafa heimild til þess
Ekki hafa fengist heimildir til að
bólusetja flugliða og annað starfsfólk
flugfélaga sem á í samskiptum við
flugfarþega og fólk erlendis vegna
starfa sinna. Formenn félaga flug-
freyja og flugmanna styðja óskir Ice-
landair um koma þessu fólki framar í
bólusetningarröðina.
„Mikil áhersla er lögð á að tryggja
að smit berist ekki hingað yfir landa-
mæri. Þetta starfsfólk er að halda
uppi samgöngum við landið og fer út
fyrir landamærin og kemst í snert-
ingu við fólk um borð í flugvélum og
erlendis. Þótt smithætta sé lítil um
borð í flugvélum er hún samt einhver
og fólkið er lengur í snertingu við
farþega en margir aðrir sem koma
að komufarþegum,“ segir Jens Þórð-
arson, framkvæmdastjóri flug-
rekstrarsviðs Icelandair.
Hann bætir því við að Icelandair
vilji vinna með stjórnvöldum í bar-
áttunni gegn kórónuveirufaraldrin-
um en telji bólusetningu starfsfólks-
ins mikilvægan hlekk í því að
viðhalda þeim góða árangri sem
náðst hafi.
Ekki í forgangshópum
Icelandair hefur fengið synjun hjá
embætti landlæknis og heilbrigðis-
ráðuneytinu við ósk um bólusetningu
framlínustarfsfólks síns. Jens áætlar
að um sé að ræða eitthvað á þriðja
hundrað manns. Þau svör fengust
frá fulltrúa stjórnvalda í gær að flug-
liðar væru ekki í forgangshópi, sam-
kvæmt reglugerð ráðuneytisins. Ef
þeir yrðu færðir fram myndu ein-
hverjir aðrir færast aftar í röðina.
Einhverjir hópar sem vinna í flug-
stöð Leifs Eiríkssonar hafa verið
bólusettir en ekki fengust upplýsing-
ar í gær um hvaða starfsfólk það er.
Flugfreyjufélag Íslands og Félag
íslenskra atvinnumanna vilja að fé-
lagsmenn þeirra fái bólusetningu
sem fyrst, vegna eðlis starfa þeirra.
Berglind Hafsteinsdóttir, formaður
Flugfreyjufélagsins, bendir á að
sums staðar erlendis njóti þeir sem
vinna við farþegaflutninga forgangs
við bólusetningu. helgi@mbl.is
Framlínustarfsfólk í flugi
fái forgang við bólusetningu
Icelandair telur það lið í að viðhalda góðum árangri