Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 4

Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995 Fljót, örugg og persónuleg þjónusta Allar almennar bílaviðgerðir Sonja Sif Þórólfsdóttir sonja@mbl.is Samkvæmt útreikningum eldfjalla- fræði- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands er líklegast að hraun muni flæða um miðjan Reykjanesskaga, verði af gosi þar á annað borð. Vogar á Vatnsleysuströnd er sú byggð sem liggur því næst. Daníel Arason, staðgengill bæjar- stjóra í sveitarfélaginu, segir að fólk í Vogum og á Reykjanesskaganum sé almennt rólegt og bíði eftir frekari upplýsingum frá almannavörum og sérfræðingum. „Við höfum verið að taka þann pól- inn í hæðina að þetta sé mjög óraun- hæfur möguleiki en við fylgjumst bara með. Um leið og það gerist eitt- hvað þá tökum við auðvitað á því,“ segir Daníel. „Það er auðvitað alltaf hræðsla en við erum að reyna að halda fólki rólegu og gefa því bestu upplýsingarnar sem við getum. Að mínu mati á fólk ekki að þurfa að vera hrætt en á að hafa varann á sér,“ segir Daníel. Hilmar Egill Sveinbjörnsson, að- stoðarskólastjóri Stóru-Vogaskóla, hefur ekki miklar áhyggjur af skjálftahrinunni sem gengur nú yfir Reykjanesskaga. Skjálftarnir hafa fundist vel í Vogum. Hann segir að umfjöllun í fjölmiðlum eigi það til að einskorðast við Reykjavík og hvað sé að gerast þar. „Þetta er eitt samfellt svæði, Reykjanesskaginn allur, og hann teygir sig í efri byggðir Reykjavíkur. Ef það yrði stór atburður, virkilega stór atburður, sem við kannski þekkjum ekki hér, þá liggur þetta svæði allt undir. Við sjáum eins og Holuhraunið, það rennur einhverja 40 kílómetra, það er sprungugos þar eins og það myndi verða sprungugos hér. Þá vitum við ekkert hvert það rennur,“ segir Hilmar. Yngri krakkarnir rólegri Sérfræðingum ber saman um að ef eldgos myndi hefjast á Reykjanes- skaga yrði það sprungugos og sam- bærilegt Kröflueldum eða eldgosinu í Holuhrauni. Hilmar segir að krakkarnir í skól- anum verði, eins og allir, frekar óró- legir þegar skjálftarnir ganga yfir. Hann segir krakkana í eldri bekkj- um verða órólegri en þau yngri, en að stjórnendur hafi farið í bekkina og rætt við krakkana um skjálftana og útskýrt hvað sé að gerast. Hilmar sjálfur er landfræðingur að mennt og segir að það sé gott að geta gripið í þá þekkingu þegar svona atburðir verða. Í stóra skjálftanum á miðvikudag sló raf- magni út í skólanum. „Það tók tíma að koma því á aftur og þá hrökkva krakkarnir við og er brugðið. En viðbrögðin voru rétt hjá langflest- um. Við fórum yfir þessi mál og ræddum þetta á yfirvegaðan hátt við krakkana.“ Skjálftar finnast vel í Vogum  Líklegast að hraun muni flæða um miðjan Reykjanesskaga ef gos verður  Fólk á ekki að vera hrætt en hafi varann á sér, segir staðgengill bæjarstjóra í Vogum  Umfjöllun geti einskorðast við Reykjavík Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Landfræðingur Hilmar Egill Sveinbjörnsson fer yfir kort af svæðinu. Kefl avík Vogar Grindavík Þorbjörn Trölladyngja Keilir Krýsuvík Fagra- dalsfjall 24. feb. 25. feb. 26. feb. 27. feb. 28. feb. Skjálftar yfi r stærð 3 Skjálftar yfi r stærð 4 Skjálftar yfi r stærð 5 Kort: Veðurstofa Íslands, Skjálfta-Lísa Dagsetning skjálfta Hraunfl æðilíkan ef af gosi verður við Trölladyngju Mögulegt hraunfl æði Upptök og dagsetning skjálfta á Reykjanesi frá 24. febrúar Kleifar- vatn Ármann Höskuldsson, eldfjalla- og jarðefnafræðingur við HÍ, segir að skjálftavirkni um helgina hafi ekki breytt út- reikningum hraunflæðilíkans vísindamanna. Þótt skjálft- arnir séu óþægilegir og kunni að valda hræðslu þá sé ekki allt að fara til fjandans, eins og hann orðar það. „Ef þú ætlar að horfa á þróun á Reykjanesskaga næstu 100 þúsund árin þá er nokkuð ljóst að meginhluti Reykja- ness á eftir að verða undir hrauni. Þá færum við bara bæina og húsin eins og þeir gerðu á Grænhöfðaeyjum árið 2010. Þá sléttu þeir hraunið og byrjuðu að byggja á því aftur þegar gosið var búið.“ Ármann tekur fram að ekkert bendi enn til þess að það fari að gjósa. „Það er í sjálfu sér ekki hægt að draga 100% ályktun að það komi kvika upp, en að sama skapi geturðu ekki sagt að það komi ekki kvika upp.“ Hættan hafi verið meiri fyrir ári þegar land reis við Þorbjörn nærri Grindavík. „Ef það opnast sprunga uppi á Trölladyngjusvæðinu þá kemur eldgos og það verður fallegt og svo renna hraunin bara í burtu. Þannig við höfum góð- an tíma til að undirbúa okkur svo lengi sem það verður þar.“ Ekki allt að fara til fjandans Andri Stefánsson, jarðefnafræðingur við Háskóla Ís- lands, segir að ef til eldgoss kæmi á Reykjanesskaga yrði eldgosið að öllum líkindum sambærilegt Kröflueldum og eldgosinu í Holuhrauni. Munurinn sé þó að ef eldgos hæfist á Reykjanesi yrði það margfalt minna. „Ef það kemur eldgos kemur upp koldíoxíð, brenni- steinsdíoxíð, vatn, saltsýra og kannski flúrsýra. Það er kannski gasið sem getur valdið hvað mestum skaða,“ segir Andri. Flúrsýran myndi hafa áhrif á umhverfið, dýralífið og fólk í nálægum byggðum en Andri segir áhrifin fyrst og fremst hvimleið fyrir fólk. „Þá fer eftir veðrum og vindum hvernig áhrifin verða.“ Hann segir þó óþarfi að hafa miklar áhyggjur af gasmengun en hennar gæti aðeins innan ákveðins kílómetrafjölda frá gosinu. Þá yrði aðgangur að öllum líkindum takmarkaður í kringum gossvæðið eins og gert var þeg- ar gaus í Holuhrauni. Óþarfi að hafa miklar áhyggjur af gasi Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veð- urstofu Íslands, segir að ekkert bendi til þess að eldgos verði vegna jarðskjálftahrinunnar sem nú gengur yfir Reykjanesskaga. „Við erum ekki að tala um nein eldgos hérna á Veðurstofunni, sú sviðsmynd er ekki inni á okk- ar borðum núna. Við erum bara að horfa upp á jarð- skjálftahrinu og erum að bregðast við henni. Við erum ekki með nein gögn sem benda til þess að það sé von á eldgosi,“ segir Kristín. Hún bætir við að svona hrinur verði á um 25 ára fresti á Reykjanesskaga og að þær virðist vera mjög öfl- ugar á um 50 ára fresti. „Þessi er vissulega mjög öflug en við þurfum að leita aftur til ársins 1933 til að finna öflugri hrinu,“ segir Kristín. „Við erum ekki að tala um eldgos“ Júlíus Jónsson, forstjóri HS Veitna á Suðurnesjum segir að orkuverið í Svartsengi sé veikasti hlekkurinn í veitu- kerfi HS Veitna á Reykjanesskaga. Hann segir að þar á bæ séu ekki jafn miklar áhyggjur af Svartsengi núna samanborið við þegar jarðhræringar voru í kringum fjallið Þorbjörn á síðasta ári. Enn fremur segir hann að starfsmenn veitnanna hafi litlar áhyggjur af vatnsbólinu við Voga á Vatnsleysu- strönd, þar sem það sé staðsett nálægt hafinu. Svartsengi veikasti hlekkurinn Skjálftahrina á Reykjanesskaga Helga Ragnarsdóttir, deildarstjóri í leikskólanum í Vogum, segir að yngstu krakkarnir á leikskólanum kippi sér lítið upp við skjálftana. Blaðamaður og ljósmyndari litu við hjá henni í gær. „Öllum á deildinni brá nema þeim, þau sitja bara og leika sér. Kannski eitt og eitt sem verður vart við eitthvað. Það var tekin ákvörðun um það að ræða þetta ekki niður í kjölinn við krakk- ana.“ Helga tók á móti blaðamanni í hesthúsum fjölskyldunnar rétt fyrir utan bæinn. Frá hesthúsunum sjást fjöllin Kelir og Fagradalsfjall vel. Hún segir að skepnurnar hafi ekki verið órólegar þegar skjálftar ganga yfir. Sjálf sé hún ekki mjög stressuð en muni þó ekki eftir annarri eins skjálftahrinu. „Ég man ekki eftir því sem barn að hafa upplifað skjálfta, jú kannski einn. En núna er þetta bara meira en á allri ævinni,“ segir Helga. Flestir taki þessu með ró og fæstir hafi áhyggjur af því að eldgos verði. „Þetta er náttúrulega alltaf óþægi- legt. Þetta ýtti aðeins við manni og maður veit af þessu.“ Helga segist mikið náttúrubarn og hræðist ekki náttúruöflin. Síðast- liðið sumar fór hún til dæmis í hesta- ferð upp á heiðina og tjaldaði á milli fjallanna. „Við vorum ekkert að spá í þessa virkni á meðan.“ Man ekki eftir öðru eins Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir Óhrædd Helga Ragnarsdóttir, íbúi í Vogum, hræðist ekki skjálftana.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.