Morgunblaðið - 01.03.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
PON er umboðsaðili
PON Pétur O. Nikulásson ehf.
Melabraut 21, 220 Hafnarfjörður
Sími 580 0110 | pon.is
Við bjóðum alla Jungheinrich eigendur velkomna!
GÆÐI OG ÞJÓNUSTA
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Golfstraumurinn hefur ekki verið
veikari í meira en öld, ef marka má
nýja rannsókn þýskra, breskra og
írskra vísindamanna. Ef fram fer sem
horfir og straumurinn, sem er talinn
veðurfarslegur grundvöllur þess að
Ísland sé byggilegt, heldur áfram að
veikjast eða bregst alveg, getur það
haft alvarlegar afleiðingar í för með
sér. Þegar samverkandi áhrifum
bráðnandi Grænlandsjökuls er bland-
að í málið er ljóst samkvæmt vísinda-
mönnum sem Morgunblaðið ræddi
við að illt kann að vera í efni fyrir Ís-
land.
Einar Sveinbjörnsson veðurfræð-
ingur segir það áhyggjuefni til lengri
tíma litið að Golfstraumurinn sé að
veikjast, enda sé meðalhitinn hér á Ís-
landi nátengdur yfirborðshita sjávar.
Hann segir afar ósennilegt að hita- og
seltufæribandið hingað norður eftir
bresti mjög skyndilega en bendir á að
nýjar rannsóknir sýni að veiking þess
hafi hafist fyrr en áður var talið og því
ekki alfarið loftslagsbreytingum af
mannavöldum um að kenna.
Versta atburðarásin
Loftslagsbreytingar af mannavöld-
um leiða þó eftir sem áður til þess að
Grænlandsjökull bráðni æ óðar, eins
og Júlíus Sólnes, verkfræðingur og
fyrsti umhverfisráðherra Íslands,
bendir á í samtali við Morgunblaðið.
Bráðnun jökulsins leggur svo mikið
kalt ferskvatn af mörkum til hafsins
að það gæti endanlega gengið fram af
Golfstraumnum, þar sem hann teygir
sig til Íslands. „Það sem ég hef velt
fyrir mér er hvort þessi kaldi straum-
ur sem ísbráðnunin sendir suður geti
drepið heitu kvíslarnar úr Golf-
straumnum sem við njótum hér. Ef
svo fer verður ekki gaman að búa á
Íslandi, skal ég segja þér,“ segir Júl-
íus. Í því sambandi vísar hann til
greinar James Hansen loftslagsfræð-
ings frá 2016, þar sem því er spáð að
meðalhitinn á Íslandi geti fallið um 8
gráður ef atburðarásin verður á þessa
leið. Sjálfur hefur Júlíus skrifað fjöl-
margt um loftslagsmál og gaf síðast
út bókina Global Warming: Cause,
Effect, Mitigation á Bandaríkjamark-
aði árið 2018.
Einar Sveinbjörnsson telur að haf-
straumakerfið hingað norður eftir sé í
meira jafnvægi en svo að mikil hætta
sé á að ferskvatn frá Grænlandsjökli
raski því. Það geti samt valdið frekari
röskun. „Það væri þó svona versta at-
burðarás sem við getum hugsað okk-
ur. Menn þekkja það að straumakerf-
ið á sér annars konar jafnvægis-
ástand, þannig að það getur legið
öðruvísi. Varmaflutningurinn hefur
þó verið í þessu farinu í árþúsundir og
talið er að það þurfi nokkuð mikið til
að það hrökkvi í annan gír,“ segir Ein-
ar. Júlíus bendir á að flestir vísinda-
menn telji að á kuldatímabilinu Yngra
Dryas (fyrir um 12.000 árum) hafi
bakslag orðið í yljandi áhrifum Golf-
straumsins á veðurfar í Evrópu vegna
þess að of mikill ís hafi bráðnað í hafið
og þar með truflað Golfstrauminn það
mikið að hann hafi nánast stöðvast.
Dæmin eru þannig fyrir hendi um
þessa verstu sviðsmynd og þróunin
nú er ör: Að sögn vísindamannanna í
rannsókninni sem getið er að ofan
benda veðurlíkön til þess að hnattræn
hlýnun gæti veikt Golfstrauminn um
34-45% til viðbótar fram til næstu
aldamóta, 2100.
Mælingum ábótavant
Einar segir að óháð því hvaða
ályktanir sé unnt að draga af þessum
nýju rannsóknum, sé þetta í tilfelli Ís-
lendinga fyrst og fremst áminning um
að þeir leggi sitt af mörkum til frekari
rannsókna á þróuninni, ekki síst
grunnmælinga. „Það fyrsta sem ég
hugsaði þegar ég las um þetta var: Af
hverju bætum við ekki verulega í
mæliprógrammið okkar, ef við viljum
leggja eitthvað raunverulegt og ein-
stakt af mörkum í loftslagsmálunum?
Við erum á miðju átakasvæði haf-
straumanna. Bæta þyrfti rauntíma-
vöktun og öflun gagna til rannsókna á
heimsvísu, til dæmis með Argo-dufl-
um fyrir norðan og vestan land sem
mæla hafstrauma, hita og seltu í snið-
um. Í og við Grímsey mætti koma fyr-
ir mælibúnaði sem vaktaði varma-
flæði á milli sjávar á lofthjúps, en það
eru mikilvæg gögn ásamt fjarkönnun
sem við höfum þegar. Okkur er ekk-
ert að vanbúnaði að hefjast handa nú
þegar. Áður þurfti dýra rannsókna-
leiðangra á sérbúnum skipum, en
tækninni við mælingar neðansjávar
hefur fleygt fram á síðustu árum,“
segir Einar.
Morgunblaðið/RAX
Snjór í Keflavík Óblítt veðurfar þekkja Íslendingar af eigin raun en geta líklega fæstir séð fyrir sér hve miklu verra það væri án Golfstraumsins.
Straumurinn skiptir öllu
Blikur á lofti um styrk Golfstraumsins, sem skiptir öllu fyrir Ísland Bráðnun
Grænlandsjökuls gerir illt verra Gætum lagt meira af mörkum til rannsókna
GRÆNLAND
AFRÍKA
Norður-
AMERÍKA
EVRÓPA
ASÍA
Norður-
Atlantshaf
SARGASSO
Þanghafið
„Kald
i veggu
rinn”
Irminger gre
inin
Labrador straum
ur
Flo
rid
a s
tra
um
ur
Nor
ska
gre
inin
Ves
tur
-Græ
nlan
dsst
raum
urAustur-Græ
nlandsstraum ur
Karíbahafsstraumur
Antilles straumur
Norður-Miðbaugsstraumu
rinn
Ka
na
rís
tr
au
m
ur
Gvæj
Norð
ur-Atlantshafs
hringrásin
Golf
straum
urinn
Einar
Sveinbjörnsson
Júlíus
Sólnes
Tugir hreindýra drepast þegar þau
verða fyrir bíl á Austurlandi á
hverju ári. Þannig voru skráðir 27
árekstrar á síðasta ári og það sem af
er þessu eru dýrin orðin tólf. Hefur
þetta verið viðvarandi ástand í lang-
an tíma, að sögn Skarphéðins G.
Þórissonar, líffræðings hjá Nátt-
úrustofu Austurlands. Það er ekki til
marks um aukningu þótt fólk verði
meira vart við viðvaranir um hrein-
dýr á vegum í fjölmiðlum.
Á 20 ára tímabili frá árinu 1999
urðu 340 hreindýr fyrir bíl, sam-
kvæmt skráningu Náttúrustofu
Austurlands. Fram kemur í skýrslu
sem Náttúrustofan gaf út á árinu
2018 að flestar ákeyrslur verði í
skammdeginu þegar hreindýr sækja
á láglendi til fæðuöflunar og eru þar
af leiðandi nær vegum á sama tíma
og skilyrði eru almennt verri til
aksturs í hálku, myrkri og vetr-
arfærð. Skapar þetta einnig hættu
fyrir vegfarendur og veldur eigna-
tjóni. Árekstrar að sumarlagi eru fá-
tíðir þótt umferðarþungi sé þá mun
meiri en á vetrum, enda halda dýrin
sig þá meira til fjalla.
Algengast í Lóni
Á þeim tíma sem skýrslan nær til
urðu flest dýrin fyrir bíl á vegkafl-
anum milli Hafnar í Hornafirði og
Djúpavogs, einkum í Lóni.
Til að draga úr árekstrum er mik-
ilvægt að skilja hvar og hvenær þeir
verða og merkja staðina vel, bæði
með skiltum og á upplýsingavef
Vegagerðarinnar. Náttúrustofan og
Vegagerðin reyna að vara vegfar-
endur við, eftir því sem upplýsingar
berast. Skarphéðinn bendir á að
menn hætti að taka eftir merkingum
ef þeir aka sama veginn oft en sjái
aldrei hreindýr. Því bendir hann á
þann möguleika á að setja upp blikk-
andi ljós á þekktum hættuköflum
þegar vitað er að hreindýr halda sig
við veginn. helgi@mbl.is
Ekið á tugi
hreindýra á
hverju ári
Áhersla lögð á að
vara vegfarendur við
Morgunblaðið/Eggert
Berufjörður Hreindýr halda sig oft
við vegina í skammdeginu.
Margt var um manninn á vettvangi
næturlífsins í miðbæ Reykjavíkur
um helgina, sem var fyrsta helgin
eftir að sóttvarnatilslakanir tóku
gildi á miðvikudaginn. Nú máttu 50
vera saman í hverju hólfi og sömu-
leiðis var afgreiðslutími lengdur til
ellefu. Þessar heimildir voru víðast
hvar gernýttar og sást það tilfinn-
anlega á fullum bílastæðum í mið-
bænum.
Á Akureyri fóru hlutirnir ekki
alls kostar eins friðsamlega fram,
en þar greip lögregla til lokunar á
veitingastað sem var enn með gesti
inni eftir klukkan ellefu um kvöld-
ið. Öðrum veitingastað var lokað
vegna útrunnins veitingaleyfis.
Lögreglan á höfuðborgarsvæð-
inu fór í reglubundið eftirlit með
veitingahúsum í miðborginni og í
dagbók lögreglunnar sagði að
skerpa hefði þurft á nokkrum
reglum. Á meðal þeirra reglna er
sú skylda að þjóna gestum til
borðs, en ekki leyfa þeim að panta
við barinn.
Eitt kórónuveirusmit greindist
innanlands um helgina og viðkom-
andi var í sóttkví. Fram kom að
smitið tengdist landamærasmiti
sem kom að utan. Þá greindist eitt
smit á landamærunum. Síðast
greindist smit utan sóttkvíar inn-
anlands 1. febrúar og þá höfðu liðið
tólf dagar frá smiti utan sóttkvíar.
Aðeins sautján eru í sóttkví á Ís-
landi og 14 í einangrun vegna
smits. Nýgengi innanlands miðað
við hverja 100 þúsund íbúa síðustu
tvær vikur nemur 0,3 og hefur ekki
verið minna síðan 22. júlí.
snorrim@mbl.is
Veitingastaðir og barir
höfðu varla undan
Fyrsta helgin eftir tilslakanir Veiran liggur í láginni
Morgunblaðið/Eggert
Opið til 23 Veitingastaðir og barir
fengu aukið svigrúm í síðustu viku.