Morgunblaðið - 01.03.2021, Page 9

Morgunblaðið - 01.03.2021, Page 9
FRÉTTIR 9Innlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 Límtré • Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré • Hægvaxið gæðalímtré • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Skógræktarfélag Eyfirðinga hefur farið af stað með söfnunarátak. Það er ekki smátt í sniðum. Safna á 35 milljónum króna á einu ári til mikilvægrar tæknilegrar upp- færslu. Það bráðvantar nefnilega nýjan snjótroðara, ekki síst í ljósi þess að vetrarumferð um Kjarna- skóg verður æ meiri. Gönguskíða- æði hefur gripið um sig þar, eins og það hefur einnig gert víðar á landinu. Gamli snjótroðarinn er að sögn Sigríðar Hrefnu Pálsdóttur, formanns skógræktarfélagsins, löngu kominn til ára sinna. Ekki er ljóst hve gamall hann er nákvæm- lega, en mótorinn gæti verið orð- inn alla vega fjörutíu ára. „Það er kraftaverk að hann hangi enn þá saman og við höfum smíðað og smíðað við hann. En nú þurfum við að fara að lengja brautir og af- kasta meiru til að anna þessu,“ segir Sigríður. Það er ljóst af athugasemdum á Facebook-síðu skógræktarfélagsins að þeir sem nýta sér þjónustuna í Kjarnaskógi eru hæstánægðir með hana og virðast margir tilbúnir að leggja söfnuninni lið, enda þjón- ustan að öðru leyti kostnaðarlaus. „Mér fyndist fallegast ef okkur tæk- ist að safna peningunum bara frá venjulegu fólki sem er að nota skóg- inn og hefur sagt að það vilji styðja við okkur,“ segir Sigríður. Söfnunin á að taka eitt ár og er þegar hafin á reikningi 0302-26-193000, kt. 600269-4299. snorrim@mbl.is Troðnar slóðir Vélin hefur staðið sína plikt en annar nú illa hlutverki sínu. Æði kallar á uppfærslu  Þurfa 35 milljónir fyrir nýjan snjótroðara í Kjarnaskóg Stjórn Landssambands hestamanna (LH) mun ræða það á stjórnarfundi næstu daga hvort úrskurði dómstóls ÍSÍ, um að fella úr gildi úrskurð aga- nefndar um brot knapa á lögum fé- lagsins, verði vísað til áfrýjunardóm- stóls ÍSÍ. Guðni Halldórsson, formaður LH, telur sjálfur ólíklegt að málinu verði áfrýjað en segir að stjórnin eigi eftir að taka sína ákvörð- un. Knapinn gerði þau mistök að skrá sig í tvær greinar á sama hestinum á Skeiðleikum II sem haldnir voru í júní á síðasta ári. Löngu síðar fékk hann tilkynningu um að aganefnd LH væri með málið til skoðunar. Niðurstaða aganefndarinnar var að fella niður ár- angur hennar á umræddu móti. Dóm- stóll ÍSÍ felldi þann úrskurð úr gildi meðal annars á þeim forsendum að reglan sem bannar keppni í tveimur skeiðgreinum á sama hesti hafi verið illa kynnt. Þá væri ekki að finna skýra heimild stjórnar LH til að beina mál- um til aganefndar né að fella niður keppnisárangur án sérstakrar kæru, löngu eftir að móti lauk. Horfum til framtíðar Guðni segir að laganefnd sé langt komin með að fara yfir allt regluverk sambandsins. Ekki hafi verið vanþörf á enda lögin stagbætt, ekki nógu skýr og á köflum stangist reglur á. Þá sé tölvunefnd að fara yfir og endurbæta skráningu í Sportfeng og skil á móta- skýrslum. „Við horfum til framtíðar, skoðum hvernig við getum lært af þessu máli og gæta þess að slíkir hlut- ir geti ekki átt sér stað,“ segir Guðni. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Sigurður Bogi Formaður Guðni Halldórsson er í forystu Landssambands hestamanna. Unnið að endurskoð- un alls regluverks LH  Stjórnin tekur afstöðu til áfrýjunar Stærsta skrefið sem stigið verður eftir sameiningu sveitarfélaganna í Austur-Húnavatnssýslu er samein- ing Blönduósskóla og Húnavalla- skóla, að sögn Jóns Gíslasonar, for- manns samstarfsnefndarinnar. Í minnisblöðum starfshópa á vegum nefndarinnar sem kynntir verða á rafrænum íbúafundum næstu daga kemur fram að rekstrarhagræði er að því að sameina skólana. Jón segir að ákveðinn aðlögunartími verði gef- inn að því að leggja Húnavallaskóla niður enda þurfi að finna því góða húsnæði sem er á Húnavöllum nýtt hlutverk sem kalli á fjölbreytt störf. Fulltrúar sveitarfélaganna fjög- urra, Blönduósbæjar, Húnavatns- hrepps, Skagabyggðar og Skaga- strandar, hafa undanfarna mánuði átt í viðræðum um sameiningu. Til- lögur sameiningarnefndar verða lagðar fyrir sveitarstjórnir um miðj- an næsta mánuð og er við það miðað að íbúarnir gangi til kosninga um sameiningu 5. júní. Í þessari viku verða tveir íbúa- fundir þar sem afrakstur af vinnu starfshópa um hina ýmsu málaflokka verður kynntur og íbúum gefinn kostur á að koma sjónarmiðum sín- um á framfæri. Fundirnir verða rafrænir. Fyrri fundurinn verður miðvikudaginn 3. mars kl. 20 til 23 og sá seinni laug- ardaginn 6. mars kl. 10 til 13. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Blönduós Flestir íbúar nýs sveitar- félags yrðu til húsa á Blönduósi. Sameining grunn- skóla stærsta málið  Húnavallaskóla fengið nýtt hlutverk

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.