Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Fátt er mikilvægara en að koma
vísindalegri þekkingu í samhengi
og bókmenntirnar eru mikilvægur
miðill til þess. Á síðustu misserum
hef ég talað víða um lönd um lofts-
lagsbreytingar og áhrifin sem
þeim geta fylgt. Skilningurinn á
þessari miklu vá verður sífellt
betri og umræðan meiri og mig
langaði að taka þátt í þeirri við-
leitni þegar ég skrifaði bókina Um
tímann og vatnið,“ segir Andri
Snær Magnason rithöfundur.
Skiljanlegt samhengi
og uppfært tímaskyn
Ritið Um tímann og vatnið
eftir Andra Snæ, sem kom út á
haustdögum 2019, er önnur
tveggja bóka sem voru í sl. viku til-
efndar sem framlag Íslands til
Bókmenntaverðlauna Norður-
landaráðs. Hamfarahlýnun and-
rúmsloftsins með margvíslegum
afleiðingum, sem jafnvel eru þeg-
ar fram komnar, eru frásagn-
arefni Andra Snæs í bókinni góðu;
sem er komin út eða væntanleg í
alls 28 útgáfum á 25 tungumálum.
Algjört einsdæmi er að ís-
lensk bók komi út á svo mörgum
tungum aðeins hálfu öðru ári eftir
útgáfu.
„Þessi bók var um tíu ár í
smíðum, svo aðdragandinn var
langur,“ segir Andri Snær. „Ýmsir
náttúruvísindamenn sem ég ræddi
við sögðust hugsi yfir því hvað
sjónarmið þeirra og rannsóknir
þeirra í loftslagsmálum rötuðu
seint ef þá nokkuð inn í umfjöllun
fjölmiðla og stefnu stjórnvalda.
Þróunin væri jafnvel sögð vera
vafamál. Margvísleg gögn sem
mér bárust vöktu áhuga minn, en
kúnstin liggur alltaf í framsetning-
unni og vali á því hvaða leiðir skuli
fara. Setja þarf hlutina í skilj-
anlegt samhengi og uppfæra tíma-
skyn okkar, segir höfundurinn og
heldur áfram:
„Það að jöklarnir eru að
bráðna og yfirborð heimshafanna
gæti af þeim sökum á einhverju
tímaskeiði hækkað um 1-2 metra
ætti að kalla á tafarlaus viðbrögð.
Svo virðist sem fólk sem nálgast
eða komið er yfir miðjan aldur sé
ónæmt fyrir þessum lýsingum, að
jöklarnir séu að breytast í haf.
Eins því að Golfstraumurinn, það
reginafl sem gerir Ísland byggi-
legt, kunni að gefa eftir vegna
bráðnunar Grænlandsjökuls.
Yngra fólk mun spyrja spurningar
í þessu sambandi, skilur þessar
breytingar í samhengi við sína eig-
in ævi og mun krefjast breytinga í
atvinnuháttum. Mun ekki hafa lyst
á því að taka þátt í hegðun sem
grefur undan framtíð þeirra.“
Þurfum stefnu og markmið
Kórónuveiran hefur síðasta
árið eða svo sett líf okkar í allt
annan gír en var. Mengun og út-
blástur hefur dregist verulega
saman, sem Andri Snær telur þó
aðeins vera stundarhlé. Hann ótt-
ast að þegar tekist hefur að koma
böndum á veiruna, hugsanlega í
haust, muni sitthvað leita aftur í
sama horfið. Því þurfi stjórnvöld
um allan heim að bregðast við með
samhentu átaki, samanber að eftir
seinni heimsstyrjöldina settu
Bandaríkjamenn af stað Marshall-
áætlunina, sem gekk út á end-
urreisn úr rústum Evrópu eftir
langt stríð.
„Það þarf að koma allri losun
niður í núll eins hratt og hægt er.
Neytendur og markaðurinn munu
ekki sveigja heiminn í rétta átt. Til
þess þarf stefnu og markmið
stjórnvalda, eflt vísindastarf, fjöl-
þjóðlega samvinnu og fleira.“
Þjóðgarð má útfæra
Fyrir Alþingi liggur frum-
varp umhverfisráðherra um stofn-
un hálendisþjóðgarðs. Margir eru
málinu sannarlega fylgjandi, en
fólk sem erjar landið, hvort heldur
bændur eða ferðagarpar, er margt
því mótfallið og ber við að gengið
sé á nytja- og ferðarétt um öræfin,
sem löng hefð sé fyrir.
„Núna virðist þetta mál fast í
hrepparíg, því miður. Þá væri
vænlegt að horfa til þess hvernig
til hefur tekist með Vatnajökuls-
þjóðgarð. Ég veit ekki til þess að
íbúar eða sveitarfélög vilji spóla til
baka, að fenginni reynslunni þar.
Það þarf samt auðvitað alltaf að
bæta og breyta stjórnsýslu. Efna-
hagslegan ávinning af þjóðgarði
má meta á ýmsa lund, en stóra
málið er að hálendi Íslands og víð-
erni þess eru fjársjóður og engin
önnur þjóð á sambærilegan. Þann
veruleika þurfum við að hafa í
huga þegar skelfing fyrstu ára
þessarar aldar er rifjuð upp. Tími
þegar öðru hverju náttúruundri
landsins skyldi fórnað fyrir stór-
iðjustefnuna sem þá gekk yfir. Ég
tel því allt mæla með stofnun þjóð-
garðs, sem er ekki kaþólsk kirkja
með óumbreytanlegum lögmálum.
Þjóðgarð má alltaf stækka, vernd-
aráætlunum má breyta og útfæra
betur eftir því sem viðhorf
þróast.“
Saga sem hafði áhrif
Bókmenntaverðlaun Norður-
landaráðs verða afhent í nóv-
ember nk., enda þótt tilnefningar
hafi verið kynntar nú í febrúar.
„Þetta er ánægjulegt en ég er þó
rólegur, samanber að bók mín,
Tímakistan, var tilefnd til þessara
sömu verðlauna fyrir átta árum.
Meginmálið er að Tíminn og vatn-
ið er bók og saga sem hafði áhrif;
skilaði því að margir eiga auðveld-
ara en áður með að skilja hvað
loftslagsbreytingar geta raun-
verulega haft í för með sér. Það
finn ég vel bæði á fyrirlestrum og
á samtölum á vegi við fólk sem hef-
ur kynnt sé loftslagsvána og lætur
sig mál varða. Slík samtöl segja
mér að rithöfundar geta komið
ýmsu til leiðar með skrifum sín-
um,“ segir Andri Snær að síðustu.
Tíminn og vatnið eftir Andra Snæ Magnason tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Rithöfundur Þjóðgarð má alltaf stækka, verndaráætlunum má breyta og
útfæra betur eftir því sem viðhorf þróast, segir Andri Snær í viðtalinu.
Koma losun
niður í núllið
VR • Kringlunni 7 • 103 Reykjavík • Sími 510 1700 • vr@vr.is • vr.is
Frambjóðendur til
formannsVR kynna sig
Tvö einstaklingsframboð eru til formanns VR: framboð
núverandi formanns – Ragnars Þórs Ingólfssonar – og framboð
Helgu Guðrúnar Jónasdóttur. Þá eru 11 einstaklingsframboð til
stjórnar en alls verður kosið til sjö sæta í stjórn og þriggja
í varastjórn.
Allir VR félagar eru velkomnir.
Frambjóðendur til formanns og stjórnar VR kjörtímabilið
2021–2023 kynna sig og áherslur sínar á kynningarfundi VR
á fjarfundarforritinu Zoom, fimmtudaginn 4. mars kl. 20.00.