Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 15

Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 15
Smiðir höfðu aðeins nýhafið störf við að yfirhala bar í spænsku borginni Se- villa þegar þeir gerðu óvænta uppgötv- un. Byggingin reyndist hýsa átta hundruð ára gamalt tyrkneskt baðhús, svonefnt hammam, sem var full- komlega á sig komið og veggir þess þaktir fögrum málverkum. Eftir einungis nokkur hamarshögg í veggi barsins, sem stendur í hjarta borgarinnar, kom í ljós stjörnulaga þakgluggi sem leiddi smiðina áfram á sporið. Uppgötvunin var „algjörlega óvænt“, segir Alvaro Jimenez, forn- leifafræðingur sem hefur eftirlit með öllum viðgerðum og yfirhalningum bygginga í nágrenni dómkirkju borg- arinnar. Þakglugginn sem smiðirnir sáu reyndist vera einn af samtals áttatíu og átta slíkum, á þaki þessa bars sem tekur nafn sitt af Giröldunni, La Gir- alda, sem eitt sinn var turnspíra stórr- ar mosku en gegnir nú hlutverki klukkuturns dómkirkjunnar. Og meira átti eftir að fylgja. Verka- menn sviptu smám saman hulunni af fallegum málverkum á veggjum sal- arins, sem er samtals 200 fermetrar að stærð, auk herbergja sem áður hýstu heit, volg og köld böð baðhússins. Baðhúsið, ásamt listaverkum, högg- myndum og innréttingum, hafði varð- veist fullkomlega í yfir átta hundruð ár. Bjargaði því sem hann fann Jimenez segir að meðal annars megi þakka arkitekt að nafni Vicente Tra- ver, sem í upphafi 20. aldar ákvað að fela baðhúsið vandlega þegar hann kom fyrir tveimur hæðum til viðbótar í húsinu. „Við héldum að arkitektinn hefði eyðilagt það en okkur er ljóst núna að hann bjargaði því,“ segir fornleifa- fræðingurinn. „Hann bjargaði því sem hann fann og varðveitti það fyrir fram- tíðina.“ Almóhadar lögðu undir sig Sevilla árið 1147 og var borgin önnur höf- uðborga í veldi þeirra, ásamt Marra- kesh í Marokkó. „Dómkirkjan í Sevilla var byggð á því sem eftir var af Aljama-moskunni, en bygging hennar hófst árið 1172 og var hún vígð árið 1198 þegar lokið var við bænaturninn, La Giralda,“ segir Jimenez. „Böðin eru staðsett í suður- hluta borgarinnar, sem Almóhadarnir breyttu í pólitíska, trúarlega og efna- hagslega miðju veldis síns.“ Barinn mun opna bráðlega að nýju en verður nú eins konar lifandi safn. Hefur honum verið gjörbreytt til að endurspegla betur sögu hússins og gefa færi á að skoða íslömsk listaverk og arkitektúr, rétt eins og íbúar borg- arinnar gerðu fyrir átta öldum. Fundu baðhús á bak við barveggi AFP Sevilla Barinn stendur í hjarta borgarinnar, nærri dómkirkjunni. Áður réðu þarna ríkjum Almóhadar sem komu norður yfir hafið frá Afríku. Drykkir Barborðið á Giröldu, sem dregur nafn sitt af klukkuturni dómkirkju borgarinnar, sem áður var bænaturn. Skraut Loft baðhússins er skreytt 88 útskornum þakgluggum. Lagnir Verkamenn skoða gamlar pípulagnir baðhússins á bak við veggi barsins. Aðeins nokkur hamarshögg höfðu verið slegin þegar það kom í ljós.  Átta hundruð ára gamalt tyrkneskt baðhús á Spáni  Framsýnn arkitekt í upphafi tuttugustu aldar FRÉTTIR 15Erlent MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 • Þreyta og þróttleysi geta verið merki um að mikið álag sé á lifrinni. • Lifrin er allt í senn; vinnslustöð, geymsla og dreifingarmiðstöð því allt sem við látum í okkur eða á, fer í vinnsluferli í lifrinni. • Lifrin sinnir yfir 100mismunandi störfum í líkamanum og tengist hún beint eða óbeint allri líkamsstarfseminni. • Active Liver inniheldur kólín sem stuðlar að viðhaldi eðlilegrar starfsemi lifrar og eðlilegum efnaskiptum. Auk þess inniheldur það ekstrakt frá mjólkurþistil, túrmerik, þistilhjörtum og svörtum pipar. Fæst í apótekum, heilsubúðum og stórmörkuðum. Léttu lifrinni lífið Minnst átján létust í átökum milli mótmælenda og lögreglu í Mjanmar í gær. Um er að ræða mannskæðasta dag mótmælanna frá upphafi, en þau hófust í kjölfar valdaráns mjan- marska hersins 1. febrúar. Mótmælendur létust í borgunum Yangon, Dawei og Mandalay. Lög- regla er sögð hafa beitt skotvopnum, táragasi og gúmmíkúlum gegn mót- mælendum. Mótmælin hafa að stærstum hluta til verið friðsöm þangað til á laugardag þegar lög- regla tók að beita auknu valdi. Á meðal þeirra sem hafa verið hand- teknir er leiðtogi stjórnarinnar sem var hrakin frá völdum, Aung San Suu Kyi. Myndbrotum af mótmælunum í gær var deilt víða á samfélagsmiðlum og sýndu þau mótmælendur flýja lög- reglu sem eltir marga hverja uppi, uppsetningu heimatilbúinna veg- tálma og blóðuga mótmælendur leita sér læknisaðstoðar. Til viðbótar við þá sem látnir eru, eru tugir slasaðir eftir harkaleg átök. Skotvopnum var beitt í fjölda tilfella, samkvæmt BBC. AFP Blóðug mótmæli Herinn lét sverfa til stáls í Mjanmar um helgina. Blóðugasti dagur mót- mælanna í Mjanmar  Mánuður liðinn frá valdaráni hersins

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.