Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 17
17 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 Eins og fætur toga Íslandsmeistaramót 15-22 ára í frjálsum íþróttum fór fram í Laugardalshöll um helgina. Tæpir 200 keppendur frá fjórtán félögum voru skráðir til leiks. Vegna sóttvarnaráðstafana voru áhorfendur hvergi sjáanlegir. Eggert Heimsfaraldurinn hefur reynt mikið á allt alþjóða- samstarf og ljóst að sameig- inlegt átak þarf til að komast yfir krísuna. Á það jafnt við um bóluefni, bata í ferða- þjónustu og forsendur fyrir landamæraviðskiptum. Nor- rænt samstarf hefur löngum verið afar mikilvægt í lönd- unum okkar og það mun sýna sig enn betur þegar heimsfaraldrinum lýkur, skrifa Bjarni Benediktsson, Erna Solberg, Søren Pape Poulsen, Ulf Kristersson og Petteri Orpo. Norðurlöndin munu halda sterkri stöðu sinni í alþjóða- samkeppni þegar hjólin fara að snúast á ný eftir að heimsfaraldrinum lýkur. Þá verða löndin að vera vel í stakk búin til að bregðast sameiginlega við nýjum áskorunum. Á undanförnu ári höfum við séð hvernig einstaklingar og fyrirtæki hafa orðið fyrir barðinu á landamærahindrunum og ferðatakmörkunum sem komu í kjölfar heimsfarald- ursins. Á næstu árum verður mikilvægara en nokkru sinni að setja norrænt samstarf í algjöran forgang. Ferðir til vinnu og viðskipti yfir landa- mæri eiga að vera eðlilegur þáttur í daglegu lífi fólks í löndunum. Þess vegna verð- um við að ná tökum á heims- faraldrinum og tryggja bólu- efni fyrir almenning. Norrænt samstarf er ekki aðeins mikilvægt fyrir okkur íbúa Norðurlanda, heldur lítur Evrópa og umheim- urinn allur til okkar og sam- starfs landanna á ýmsum sviðum. Við viljum standa vörð um sterka stöðu Norð- urlanda til framtíðar og bendum hér á þrjár stoðir til að hleypa nýju lífi í norræna samvinnu. 1. Norrænt samstarf um atvinnusköpun og hagvöxt Aukin alþjóðleg sam- keppni krefst sífellt meiri aðlögunarhæfni og skýrrar áherslu á nýsköpun og sam- keppnisfærni í norrænu samstarfi. Öflugir innviðir á Norðurlöndum með ferða- frelsi í forgrunni eru mik- rafvæðast. Norrænt sam- starf um rannsóknir og inn- viði er mikilvægur þáttur í að hraða þeirri þróun. Loftslagsmálin eru mála- flokkur þar sem Norð- urlöndin geta haldið öðrum Evrópulöndum við efnið, til dæmis þegar kemur að kolefnisgeymslu. Norræn aðildarríki Evrópu- sambandsins verða að beita sér fyrir því að kröfur verði hertar í viðskiptum með los- unarheimildir innan ESB, að loftslagsmarkmiðunum verði fylgt markvisst eftir og að loftslagsávinningur viðreisnarsjóðsins verði sem mestur. Flokkuninni verður að haga á þá leið að jarð- efnalaus orkuframleiðsla og skógrækt falli undir sjálf- bærar fjárfestingar. 3. Norðurlönd sem veita öryggi Bæta verður samhæfingu á neyðarviðbúnaði og birgð- um fyrir mögulegar krísur framtíðar og verður það mikilvægt viðfangsefni í dýpkuðu norrænu samstarfi. Skilvirkni í samstarfi verður einnig að einkenna sam- skipti yfirvalda landanna. Þá er norrænt samstarf í varnarmálum mikilvægur vettvangur til að skapa lang- tímaöryggi á svæðinu. Nor- ræn samvinna og ekki síst samstarf Norðurlanda við Eystrasaltsríkin er mik- ilvægt á tímum þegar nýjar áskoranir í öryggismálum blasa við á norðurslóðum og í Eystrasalti. Hlutverk og viðvera NATO í okkar hluta álfunnar er mikilvægasta skrefið til að tryggja frið, stöðugleika og velmegun í löndunum. Samstarf um mál sem varða fjölþátta- og net- ógnir þarf að dýpka. Ekki má líta fram hjá getu Norðurlandanna til að taka þátt í gerð alþjóðlegra við- miða og staðla sem byggjast á gildum og hagsmunum landanna. Þá getu mætti nýta enn betur með fleiri samnorrænum aðgerðum í samskiptum við erlend ríki. Við berum öll ábyrgð á að efla réttarríkið, lýðræði og mannréttindi. Öflugt samstarf landanna á komandi árum mun skipta sköpum fyrir velgengni svæðisins í heild. Afnema verður hindranir sem mynd- ast hafa milli landanna og efla samheldni á svæðinu. Við verðum að standa vörð um hagsmuni og gildi land- anna. Við, leiðtogar hóf- samra hægriflokka á Norð- urlöndum, tökum þessum verkefnum af mikilli alvöru. Greinin birtist einnig í Berl- ingske tidende í Danmörku, Da- gens industri í Svíþjóð, NRK í Noregi og Hufvudstadsbladet í Finnlandi. Eftir Bjarna Benedikts- son, Ernu Solberg, Søren Pape Poulsen, Ulf Kristersson og Petteri Orpo »Norðurlöndin munu halda sterkri stöðu sinni í alþjóðasam- keppni þegar hjól- in fara að snúast á ný eftir að heims- faraldrinum lýkur. Bjarni Benediktsson, Erna Solberg, Søren Pape Poulsen, Ulf Kristersson og Petteri Orpo . Bjarni Benediktsson er for- maður Sjálfstæðisflokksins. Erna Solberg er forsætis- ráðherra Noregs og formað- ur Hægriflokksins. Søren Pape Poulsen er formaður Íhaldsflokksins í Danmörku. Ulf Kristersson er formaður Moderaterna í Svíþjóð. Pet- teri Orpo er formaður Ko- koomus í Finnlandi. Norrænt samstarf um öryggis- mál aldrei mikilvægara ilvægir fyrir allan hagvöxt, ekki síst á landamærasvæð- um. Efnahagslegt frelsi og umbætur til að auka sam- keppnishæfni er það sem við stefnum að, ekki síst eftir að heimsfaraldri lýkur. Þá er algjört lykilatriði að löndin verði áfram aðlaðandi fyrir fjárfestingar í nýrri tækni. Ábyrg fjármálstefna, hátt atvinnustig og samkeppn- isfært atvinnulíf eru sameig- inleg markmið landanna. Mikilvægt sameiginlegt verkefni er að varðveita samkeppnisfærni, þróun og gagnsæi á innri markaði Evrópusambandsins. Nor- ræn aðildarríki Evrópusam- bandsins verða að láta að sér kveða í málum sem varða mótun fjármálastefnu og frjáls viðskipti. 2. Norðurlöndin leiðandi í grænum umskiptum Ætli Norðurlöndin að halda leiðandi stöðu sinni verðum við einnig í framtíð- inni að geta framleitt hreina raforku fyrir hagkerfi og samfélög sem eru óðum að Framtíðin er björt. Heimsfar- aldur af völdum Covid-19 virðist í rénun og hefur nýjum tilfellum á heimsvísu fækkað um 50% á sl. 30 dögum. Meira að segja í Bandaríkj- unum hefur til- fellum fækkað um 75% síðan hápunktinum var náð. Dauðsföllum hefur ekki fækkað eins mikið, en líklegt er að þeim fækki hratt á næstu vikum. Ef- laust hafa bólusetningar eitt- hvað um þetta að segja en jafn- framt virðist stór hluti sumra þjóða hafa smitast af Covid-19, sem hægir á faraldrinum. Það er t.d. talið að a.m.k. 100 milljónir Bandaríkjamanna hafi smitast. Faraldurinn virðist nánast yf- irstaðinn á Indlandi þrátt fyrir að bólusetningar séu rétt að byrja þar. Faraldurinn gæti því stöðvast að mestu náttúrulega í sumum löndum (sbr. Indland), með samblandi af bólusetn- ingum og náttúrulegu ónæmi (sbr. Bandaríkin) og að mestu með bólusetningum eins og t.d. á Íslandi. Ekki er vitað hversu lengi náttúrulegt ónæmi gegn Covid-19 endist, en það er vitað að endursýkingar eru mjög fá- tíðar (innan við 1%) og einnig hefur t.d. fundist ónæmissvar við spænsku veikinni hjá ein- staklingum sem fengu þá pest mörgum áratugum fyrr. Óvissa ríkir um virkni bóluefna gegn stökkbreyttum afbrigðum en hingað til virðist hún nokkuð góð. Fyrri skammtur gefur góða vernd Nú berast líka þær góðu frétt- ir að fyrri skammtur Pfizer- bóluefnis virðist gefa nálægt 85- 90% vernd gegn Covid-19. Seinni skammturinn hækkar þessa tölu upp í 95%. Moderna- bóluefnið gefur 80% vörn eftir fyrsta skammt. Seinni skammt- urinn eykur því virkni ekki mik- ið. Jafnframt er mikilvægt að hafa í huga að þeir fáu sem sýkj- ast eftir fyrri bólusetningu fá yf- irleitt væg einkenni og eru al- varleg veikindi afar sjaldgæf í þessum hópi. Nú er ekki vitað hversu lengi bóluefnin verja okkur og á það við bæði ef við fáum einn skammt eða tvo. Hins vegar eru vísbendingar um að jafnvel sé betra að bíða lengur með seinni skammt bóluefnis til að fá langtímavernd, eins og sýndi sig t.d. í bólusetningum við HPV-sýkingu. Við vitum samt vissulega ekki hvað er best að gera til að hámarka lang- tímavernd bóluefna gegn Co- vid-19 en ólíklegt er að það minnki langtímavirkni að seinka seinni skammti um tvo mánuði. Bretar tóku djarfa ákvörðun Bretar tóku þá ákvörðun að seinka gjöf seinni skammts bóluefna og gefa hann þremur mánuðum seinna. Þetta er gert til þess að hægt sé að bólusetja sem flesta á sem skemmstum tíma og þannig hámarka vernd bóluefna fyrir samfélagið í heild. Svo virðist sem Bretar hafi veðj- að á réttan hest og hefur nýsmit- um í Bretlandi fækkað um 80% síðan 10. janúar, þrátt fyrir hið „bráðsmitandi“ breska afbrigði. Þegar niðurstöður rannsókna gefa til kynna mjög góða vernd eftir einn skammt bóluefnis þá er siðferðilega erfitt að réttlæta að láta hluta fólks vera al- gjörlega óvarið á meðan aðrir fikra sig úr 90% í 95% vernd. Þetta á sér- staklega við í lönd- um þar sem farald- urinn er útbreiddur og margir deyja af hans völdum á degi hverjum. Staðan á Íslandi Við búum svo vel að eiga heima á strjálbýlasta landi Evrópu og að vera eyja lengst norður í hafi. Við erum líka vel upplýst þjóð og lítið og samheldið samfélag. Það hefur því gengið nokkuð vel að takast á við faraldurinn hér, þ.e.a.s. að því leyti að takmarka smit og afleiðingar þeirra. Hins vegar hafa afleiðingar af aðgerð- um gegn faraldrinum verið al- varlegar og þær eru sennilega ekki komnar að fullu fram enn. Þar má nefna seinkun nauðsyn- legra skurðaðgerða og skimunar við krabbameinum, aukið ofbeldi gegn börnum, aukið heimilis- ofbeldi og aukna drykkju áfeng- is og vandamál því tengd. Ísland er háðara ferðamannastraumi en löndin í kringum okkur og nú er svo komið að við erum með mesta atvinnuleysi á Norð- urlöndum. Það er vel þekkt að atvinnuleysi leiðir af sér dauðs- föll og fleiri hörmungar. Rík- issjóður starfar í ósjálfbæru um- hverfi og safnar skuldum, sem mun koma niður á nauðsynlegri þjónustu og velferð á komandi árum. Þetta alvarlega ástand á Íslandi skapast að mestu vegna aðgerða gegn Covid-19 en leggst misjafnlega illa á samfélagið. Þeir sem eru í fílabeinsturni akademíunnar og/eða í þægilegu starfi hjá ríkinu hafa það bara nokkuð gott. Það eru þessir að- ilar sem hafa mestan aðgang að fjölmiðlum og stýra því um- ræðunni. Áskorun til stjórnvalda Af ofantöldu er ljóst að nauð- synlegt er að stytta faraldurinn og aðgerðir gegn honum eins og kostur er. Hver vika skiptir máli. Í ljósi nýjustu gagna er ekki siðferðislega verjandi að halda áfram með bólusetningar eins og stefnt var að. Við eigum að fara að dæmi Breta og lengja bilið milli bólusetninga um þrjá mánuði. Þannig er hægt að klára fyrri bólusetningu landsmanna mun fyrr en ella, minnka hratt hömlur innanlands og gefa tón- inn fyrir gott ferðamannasumar en þar eru gífurlegir hagsmunir í húfi. Mikill ferðavilji er til stað- ar og bólusettum fjölgar hratt. Þessi leið mun líka minnka að einhverju leyti allan þann óbeina skaða sem aðgerðir gegn Co- vid-19 valda og koma lífinu í eðli- legt horf með vorinu. Ágætu stjórnmálamenn, ég skora á ykkur á íhuga vandlega þennan kost og sýna þá djörfung sem þarf til að taka réttu ákvörð- unina. Flýtum enda- lokum kófsins Eftir Jón Ívar Einarsson Jón Ívar Einarsson »Nýjar upplýs- ingar um virkni Covid-19-bóluefna kalla á ferska nálgun. Mikilvægt er að stjórnvöld íhugi að breyta um stefnu til að flýta opnun landsins. Höfundur er prófessor við læknadeild Harvard-háskóla. jeinarsson@bwh.harvard.edu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.