Morgunblaðið - 01.03.2021, Page 19
UMRÆÐAN 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
hafðu það notalegt í vetur
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - sími 577 5177 - ofnasmidja.is
Eigum úrval af
miðstöðvar- og handklæðaofnum
Rafstilling ehf
Dugguvogi 23, 104 Reykjavík, sími 581 4991, rafstilling@rafstilling.is
Opið mán.-fim. 8-12 og 13-18, fös. 8-14
Hröð og góð þjónusta um allt land
Áratug
a
reynsla
Startar bíllinn ekki?
Við hjá Rafstillingu leysum málið
Jafnan höfum við,
sem búum í þessu
landi, litið á okkur
sem „þjóð“, sem „Ís-
lendinga“. En hvað
felst í þessu hugtaki
(eða orði)? Um það
kunna að vera skiptar
skoðanir, sem ef til
vill breytast í rás tím-
ans. Hér koma nokkr-
ar skilgreiningar úr
nútímanum:
Wikipedia skil-
greinir þjóð svo:
„Þjóð er samfélag
fólks byggt á sameig-
inlegu tungumáli,
landsvæði, sögu, upp-
runa eða sameiginlegri menningu.“
(Þýð. höf.)
Í pistli 2.1. 2006 á Pressan.is
fjallar Eiríkur Bergmann stjórn-
málafræðingur um hugtakið
„þjóð“. Hann segir það flókið, en
segir svo: „Almennt hefur þó verið
talið að ýmsir samverkandi þættir
geti einkennt þjóðir, svo sem af-
markað landsvæði, sameiginlegt
tungumál, einsleitur kynþáttur,
sameinandi trú, sameiginleg saga
og aðrir menningarbundnir þætt-
ir.“
Í grein í DV 30.6. 2018 ræðir
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
þjóðarhugtakið og vísar í ensk-
austurríska heimspekinginn Karl
R. Popper, sem segir að líklega
kæmust Íslendingar næst því …að
kallast þjóð, vegna þess að „þeir
töluðu sömu tungu, væru nær allir
af sama uppruna og í sama trú-
félagi, deildu einni sögu og byggju
á afmörkuðu svæði“.
Íslenska Wikipedia segir um
þetta efni: „Þjóð er stór hópur
fólks sem á sér að jafnaði sameig-
inlegt tungumál og menningu,
stundum sameiginlega sögulega
arfleifð og minningar og býr oftast
á samfelldu landsvæði við gagn-
kvæm innri viðskiptatengsl.“
Allar þessar skilgreiningar fela í
sér sameiginlega tungu, menningu
og landsvæði, en einnig sameig-
inlega sögu og trú. Úr þunga þess-
ara atriða er dregið nokkuð í síð-
ustu skilgreiningunni, sem virðist
hníga nokkuð að svo-
kallaðri fjölmenningu.
Schengen
Samkvæmt tölum
Hagstofu Íslands var
mannfjöldi á Íslandi 1.
janúar 2020 364.134. Í
grein í Morgunblaðinu
19.2. 2021 segir Hauk-
ur Logi Karlsson, að
„samkvæmt tölum
Hagstofunnar væru
hér á landi 61 þúsund
innflytjendur af
fyrstu og annarri kyn-
slóð“. Talan er vænt-
anlega rúnnuð, en ef
hún er notuð eru inn-
flytjendur um það bil
16% þeirra, sem búa í
landinu og hafa komið
hingað til lengri dvalar.
Hvers vegna? Vegna þess, að við
gerðum þá reginvitleysu að gang-
ast undir ákvæði Schengen-
sáttmálans um frjálsa för fólks.
Ýmsir komu í leit að vinnu eða
voru þegar komnir með hana, en
aðrir að leita betri kjara, til dæmis
í velferðarþjónustu. Á meðal hinna
síðarnefndu eru til að mynda þeir,
sem fá hér hæli til langs eða
skamms tíma, og hafa sumir feng-
ið það vegna linku eftirgefanlegra
stjórnvalda, sem missa móðinn,
þegar fámennir hópar taka til há-
værra mótmæla gegn löglegum
brottvísunum.
Býr þetta fólk að sameiginlegri
tungu, menningu, sögu og siðum
með þeim, sem fyrir eru?
Íslenskan
Í fyrrnefndri grein mælir Hauk-
ur Logi Karlsson gegn því, að í til-
lögum forsætisráðherra um breyt-
ingar á stjórnarskrá sé ákvæði um
íslensku sem ríkismál í landinu.
Hann virðist telja, að gera eigi ráð
fyrir því, að önnur tungumál, og
þá þeirra, sem hingað hafa flutt af
öðrum menningar- og málsvæðum,
njóti nokkurs konar „ríkismáls-
réttinda“ sinna tungumála.
Fari svo, verður ekki lengur ein
þjóð í þessu landi samkvæmt þeim
skilgreiningum á „þjóð“, sem fram
koma fremst í þessari grein, þar
sem „þjóð“ er talin þurfa að hafa
sameiginlegt tungumál og í fram-
haldi af því sameiginlega menn-
ingu og sögu. Til verða innan land-
steina margar þjóðir og þjóðabrot,
sem ekki eru „Íslendingar“, heldur
hver með sína tungu, siði, menn-
ingu og sögu, eins og dæmin sanna
á meginlandi Evrópu í þeim gettó-
um, sem þar hafa myndast.
Er nokkur ástæða til þess að
álíta að þróunin verði önnur hér á
landi?
Íbúarnir
Eins og fram hefur komið segir
Hagstofan íbúa hér landi rúmlega
364.134 við áramótin 2019/2020.
Samkvæmt tölunni um fjölda inn-
fluttra eru þeir um 16% íbúanna.
Innfæddir Íslendingar gera ekki
betur en svo að halda við fjölda
sínum og reyndar tæplega svo.
Viðhaldstalan er talin vera 2,1
barn á konu, en hefur undanfarin
ár tíðum farið niður fyrir þetta
viðmið.
Í langtímaspá Hagstofunnar
22.11. 2019 segir: „Ætla má að
íbúar landsins verði 434 þúsund
árið 2068 samkvæmt miðspá Hag-
stofunnar um þróun mannfjöldans.
Til samanburðar var mannfjöldinn
357 þúsund hinn 1. janúar 2019. Í
háspánni er reiknað með að íbúar
verði 506 þúsund í lok spátímabils-
ins…“
Hvaðan kemur fjölgunin, ef inn-
fæddir Íslendingar halda ekki við
fjölda sínum? Væntanlega í frekari
innflutningi fólks, en ekki síður
því, að hinir aðfluttu eignast
gjarnan fleiri börn en hinir inn-
fæddu og eru því fyrir ofan – og
jafnvel tíðum vel fyrir ofan – við-
haldsviðmiðið.
Í Danmörku er nokkuð rætt um
„befolkningsudskiftning“ (íbúa-
skipti) á einmitt þeim grunni, að
enn bætast við innflytjendur, og
einnig þeim, að þeir fjölga sér (eru
langt yfir viðmiðið 2,1) en inn-
fæddir Danir ekki. Þeim í raun
fækkar, enda þeir vel fyrir neðan
viðmiðið.
Eru íbúaskipti – og þá líka
menningar-, sögu- og siðaskipti –
sú framtíð, sem í vændum er hér á
landi?
Hvað verður þá um „íslenska
þjóð“?
Þjóð
Eftir Hauk
Ágústsson
» Framtíð „Ís-
lendinga“.
Tunga, íbúar,
menning, saga.
Haukur Ágústsson
Höfundur er fv. kennari.
Marta Guðjóns-
dóttir borgarfulltrúi
skrifar athyglisverða
grein í Morgunblaðið
16. febrúar. Marta,
sem er yfirlýstur
stuðningsmaður
Vatnsmýrarflugvall-
arins, varar við fram-
kvæmdum nærri flug-
vellinum.
Það sem er sláandi
við lestur greinarinnar er að Marta
teflir fram svipuðum rökum og við
andstæðingar flugvallarins höfum
gert árum saman: Hættan sem borg-
inni stafar af flugstarfseminni, m.a.
vegna ókyrrðar frá miðborgar-
byggðinni umhverfis völlinn; ærandi
hávaði frá fluginu í sumum borgar-
hverfum og vandræðin sem þetta
veldur við að reisa íbúðahverfi á
miðborgarsvæðinu.
Marta bendir á að í nýju hverfi
sem senn rís í Skerjafirði verði ekki
hægt að hafa opna glugga vegna há-
vaðans frá fluginu.
Þetta þekkjum við íbúar við norð-
urenda norður/suður-brautarinnar
vel, en á góðviðrisdögum fljúga alls
konar flugvélar lágt yfir húsþök okk-
ar með ærandi hávaða á örfárra mín-
útna fresti. Þá er lítið annað að gera
en að yfirgefa garðinn og sólskinið
og flýja inn bak við lokaða glugga.
Sumir hafa neyðst til að láta setja
hljóðeinangrandi gler í glugga sína.
Það ber að þakka Mörtu kærlega
fyrir að benda á þetta og skora á
hana að beita sér fyrir því að þessu
linni.
Það er ekki innanlandsflugið sem
veldur hávaðanum, heldur sport-
flugið, útsýnisflugið, æfingaflugið,
kennsluflugið, listflugið og þyrlu-
flugið, sem þarf ekki einu sinni flug-
völl. Þessar fluggreinar, sem eru að
mestu leyti skemmtiflug, eiga að
vera farnar burt úr Vatnsmýrinni
samkvæmt stefnu stjórnvalda, en
fara hvergi. Það er í raun með ólík-
indum að þessum hávaðaflug-
greinum, sem geta verið hvar sem er
í nágrenni borgarinnar, sé leyft að
rústa „garðafriði“ (næsti bær við
heimilisfrið) hjá þúsundum Reykvík-
inga á flestum góðviðrisdögum sum-
arsins, og hneyksli að kjörnir
fulltrúar Reykvíkinga láti það við-
gangast!
Nýja hverfið í Skerjafirðinum
verður eitt eftirsóttasta hverfi borg-
arinnar, á veðursælasta stað borg-
arinnar, rétt við suðurströndina. Það
er því skiljanlegt að
borgarfulltrúar hafi
áhyggjur af hljóðvist
þar, en valkosturinn
við staðsetninguna í
Skerjafirði er einna
helst heiðalönd austur
af borginni. Umferð
frá þeirri byggð myndi
öll leggjast á stofn-
brautirnar kvölds og
morgna, sem umferð
frá Skerjafirði gerði
ekki.
Umferðaröngþveitið sem mynd-
ast á stofnbrautum kvölds og
morgna (pendlun) er eina stóra um-
ferðarvandamálið í borginni, og
áhyggjur Mörtu af umferð á Njarð-
argötu og Suðurgötu eru óþarfar.
Það hlýtur að vera fagnaðarefni
fyrir alla borgarfulltrúa að tekist
hafi, a.m.k. í bili, að stöðva útþenslu
byggðarinnar til austurs og byggja
borgina inn á við.
Nú er allt á fullu við undirbúning
nýs innanlandsflugvallar í Hvassa-
hrauni. Veðurathuganir standa yfir
þó að þegar sé ljóst að aðstæður í
Hvassahrauni eru góðar fyrir flug.
Frábær staðsetning rétt austan við
borgina, nær Keflavíkurflugvelli
sem tengir betur saman millilanda-
flug og innanlandsflug.
Nú er ekkert að gera á Keflavík-
urflugvelli, öll aðstaðan stendur
ónotuð. Það væri hægt, plássins
vegna, að flytja alla flugstarfsemi á
Reykjavíkurflugvelli til Keflavík-
urflugvallar á nokkrum dögum og
skemmtiflugið líka.
Skemmtiflugið yrði að víkja áður
en túristaflugið nær fyrri hæðum,
en innanlandsflugið gæti hæglega
verið á Keflavíkurflugvelli þar til
Hvassahraunsflugvöllur er tilbúinn.
Þar með hefðu borgarfulltrúarnir
létt hávaðaokinu af kjósendum sín-
um, og fengið alla Vatnsmýrina til
að þróa hátæknihverfið og framtíð-
armiðborg höfuðborgar Íslands.
Vatnsmýrina fyrir
fólk, ekki ærandi
skemmtiflug
Eftir Einar
Eiríksson
Einar Eiríksson
» Það er með ólík-
indum að þessum
hávaðafluggreinum sé
leyft að rústa „garða-
friði“ (næsti bær við
heimilisfrið) hjá þús-
undum Reykvíkinga á
góðviðrisdögum.
Höfundur er kaupmaður.