Morgunblaðið - 01.03.2021, Side 20
20 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
✝ Árni MagnúsEmilsson fædd-
ist í Vest-
mannaeyjum 14.
apríl 1943. Hann
lést á Landspít-
alanum 17. febrúar
2021.
Foreldrar Árna:
Emil Jóhann Magn-
ússon, f. 25.7. 1921,
d. 8.2. 2001, kaup-
maður á Þórshöfn
og í Grundarfirði, og Ágústa
Kristín Árnadóttir, f. 6.8. 1921,
d. 27.10. 2014, húsfreyja.
Systkini Árna: Aðalheiður
Rósa (látin), Aagot (látin), Gísli
Már Gíslason, Hrund (látin),
Ágústa Hrund og Emil.
Eiginkona Árna er Þórunn
Björg Sigurðardóttir, f. 1.7.
1943, tónmenntakennari. Hún er
dóttir Sigurðar Árnasonar, f.
14.7. 1900, d. 10.9. 2000, bónda á
Sámsstöðum í Fljótshlíð, og
Hildar Árnason, f. 25.5. 1913, d.
23.1. 2003, húsfreyju.
Börn Árna og Þórunnar eru:
1. Orri, f. 1964, maki Anna Rún
Ingvarsdóttir. Hún á Jóhönnu
Hrund og Þórunni Þöll Ein-
arsdætur. 2. Arna, f. 1966, hún á
Victoriu Varela með Javier Va-
rela. 3. Ágústa Rós, f. 1977, maki
Svavar Jósefsson. Þau eiga
Grundarfirði 1979-82, útibús-
stjóri Búnaðarbankans í Grund-
arfirði 1982-87, útibússtjóri
Búnaðarbankans í Garðabæ
1987-2002, útibússtjóri aðal-
banka Kaupþings í Austurstræti
2002-2004 og við Landsbankann
2004-2010. Árni var, ásamt
Sturlu Böðvarssyni, ritstjóri
fjögurra binda rits, Ísland – at-
vinnuhættir og menning 2010.
Árni æfði og keppti í knatt-
spyrnu, körfubolta og öðrum
íþróttagreinum á vegum UMFG,
var mikill áhugamaður um skák
og var nokkur ár gjaldkeri
Skáksambands Íslands, stóð fyr-
ir ýmsum skákmótum og frægu
skákmóti í Grundarfirði í tilefni
af 200 ára verslunarsögu Grund-
arfjarðar. Hann er upphafs-
maður að Friðriksmótinu sem
haldið hefur verið á vegum
Landsbankans frá 70 ára afmæli
Friðriks Ólafssonar skákmeist-
ara. Einn af stofnendum Félags
ungra sjálfstæðismanna á Vest-
urlandi og fyrsti formaður þess.
Sat í sveitarstjórn Grundar-
fjarðar frá 1974-1987 og einnig í
fulltrúa- og kjördæmisráði
flokksins á Vesturlandi. Starfaði
í Sjálfstæðisfélagi Garðabæjar
og sótti landsfundi um áratuga
skeið. Sat í stjórn Sambands ís-
lenskra sveitarfélaga og var for-
maður Samtaka sveitarfélaga á
Vesturlandi. Hann var formaður
byggingarnefndar Fjölbrauta-
skólans í Garðabæ.
Útför Árna fer fram frá Ví-
dalínskirkju í Garðabæ í dag, 1.
mars 2021, klukkan 13.
Sölku og Hrafn
Styrkár, en fyrir
átti Ágústa Rós Úlf
með Árna Fjöln-
issyni.
Árni ólst upp á
Þórshöfn frá
þriggja ára aldri til
1952. Þá flutti fjöl-
skyldan í Grund-
arfjörð þar sem fað-
ir hans varð
framkvæmdastjóri
hjá Sigurði Ágústssyni, útgerð-
ar- og alþingismanni. Árið 1987
flutti Árni í Garðabæ.
Árni var í barnaskólum Þórs-
hafnar og Grundarfjarðar,
stundaði nám við Héraðsskólann
í Skógum og lauk þaðan lands-
prófi, við MR í einn vetur, þá við
lýðháskóla í Lófóten í Norður-
Noregi og við Íþróttakenn-
araskóla Íslands á Laugarvatni
og lauk þaðan íþróttakenn-
araprófi 1962.
Árni var í sveit á Langanesi til
14 ára aldurs og næstu sjö sumur
á síldarbátum frá Grundarfirði.
Árni kenndi við Barnaskóla
Grundarfjarðar frá 1963, sinnti
verslunarstörfum hjá föður sín-
um í Verslunarfélaginu Grund,
var sveitarstjóri Grundarfjarðar
1970-79, framkvæmdastjóri fisk-
vinnslufyrirtækisins Sæfangs í
Ég sé þá fyrir mér, afa leiða
hann pabba, fjögurra ára kút upp
í Staðarsel á Langanesi, fjarri al-
faraleið, þar sem hann dvaldi
sumarlangt í torfbæ hjá barn-
lausum hjónum, Vigfúsi og Ragn-
heiði, sem elskuðu hann eins og
það barn sem þau þráðu að eign-
ast. Næsta ár fluttu þau í Sætún
og einnig þar var pabbi hjá þeim,
næstu sjö sumurin. Fyrstu árin
voru engar vélar og ekkert raf-
magn, en þeim mun meiri gesta-
gangur og gleði.
Þegar hann var tólf ára flutti
fjölskyldan til Grundarfjarðar.
Fjórtán ára munstraði hann sig á
síldarbát og fylgdi síldinni eftir
umhverfis landið, inn á alla firði
og vinirnir flugust á sumrin löng,
fiskuðu og þénuðu. Fyrir fyrstu
sumarhýruna keypti hann ísskáp
handa mömmu sinni.
Pabbi þreyttist seint á að segja
okkur frá æskuárum sínum sem
honum þótti svo vænt um og
sveipaði ævintýraljóma. Þau
mótuðu hann, frjálsræðið algert,
uppátækin endalaus og hann
fann til sín. Hann tapaði aldrei
þeirri gleði sem einkennir æsk-
una, fágæt blanda af glettnum
íþróttastrák og spökum öldungi
var hann.
Það var kært með þeim feðg-
um, afa og pabba. Ræðuskörung-
urinn hélt bókum að pabba og
þeir mátuðu sig hvor við annan í
innblásnum og fjörugum sam-
ræðum, undirbúningi pólitískra
skylminga og við krakkarnir
hlustuðum hugfangin á. Pabbi las
mikið og þekkt var dálæti hans á
Halldóri Laxness, sem hann vitn-
aði í öllum stundum. Bjartur var
hans maður og Gerpla sú bók
sem best hefur verið skrifuð á ís-
lenska tungu. En bókasafnið var
stórt og hann naut þess að segja
frá og kunni þá list að greina frá
atburðum eða skoðunum með svo
hárfínu og ljóðrænu orðavali að
aðeins þurfti eina hendingu til.
Stutt var í glensið og bílfarma af
sögum.Hann þekkti ættir allra og
mundi allt.
Í pabba sameinuðust í heppi-
legum hlutföllum, keppnisskap
íþróttamannsins og þor sjó-
mannsins, áhuginn fyrir fólki,
bókmenntum og listum og minn-
ingin um elskuríka æsku. Ekkert
yfirskyggði annað. Hann var fjöl-
hæfur og fjölmenntaður, glaður,
jákvæður og mildur og átti auð-
velt með að hrífa fólk, en gat líka
verið harður og fylginn sér.
Ég man ekki eftir miklu upp-
eldi af pabba hálfu. Hann var
enda þeirrar skoðunar að affar-
sælast væri að hver flygi eins og
hann væri fiðraður, en við áttum
margar samverustundir. Í öllu
hans vafstri sem sveitarstjóri í
Grundarfirði fylgdumst við með
þeirri miklu uppbyggingu sem
átti sér stað í þorpinu og sem
hann beitti sér fyrir af svo mikl-
um áhuga og þrótti og harðfylgni
ef með þurfti. Heimili okkar var
hótel og veitingastaður til
margra ára. Fæða og hýsa þurfti
fjölda verkfræðinga, arkitekta og
aðra sem að uppbyggingunni
komu, enda engin gistihús önnur
í boði. Margt var skeggrætt við
eldhúsborðið og okkur systkin-
unum fannst ekkert eðlilegra en
að fá að fylgjast með.
Þannig var það alla tíð að
margt var rætt, byggt, farið og
skoðað og stundum veitt.
Nú græt ég föður minn rétt
eins og Akkiles harmaði Patró-
klos fóstbróður sinn forðum. Vin-
ur minn er horfinn á braut og
skarð hans verður ekki fyllt. Guð
blessi minningu Árna Magnúsar
Emilssonar, pabba míns.
Orri Árnason.
Á eftir söknuði kemur þakk-
læti upp í huga mér í dag er pabbi
verður jarðsunginn. Þakklæti
fyrir að hafa átt slíkan föður í heil
43 ár. Ég velti því oft fyrir mér
hvernig pabbi fór að því að vera
eins og hann var. Afburðamaður
sem ég gat leitað til með allt og
réð mér ávallt heilt. Háskóla-
gráður þvældust ekki fyrir hon-
um en samt var hann víðmennt-
aður, ríkur í anda, kjarkaður og
kom ávallt að kjarna málsins.
Þegar nánar á málið er horft
þá liggur svarið í augum uppi.
Hann umgekkst gott fólk. Lík-
lega var það hans dýrmætasti
lærdómur. Fjögurra ára gamall
var hann sendur til bændahjóna
til sumardvalar vegna veikinda
móður hans. Í burstabæ þar sem
fyrst var hvorki rafmagn né vélar
var pabba sinnt af slíkri alúð að
hann dvaldi þar á hverju sumri til
fjórtán ára aldurs og lærði góð
gildi. Við tóku sjö sumur á síld-
veiðum. Aftur vann hann með
sómafólki við aðstæður sem 14
ára unglingar gætu vart ímyndað
sér í dag. Vinnudagar langir,
rými fyrir hvíld lítið en samveru-
stundir þeim mun betri. Pabbi
vann ungur við verslunarfélagið
Grund sem faðir hans rak í
Grundarfirði. Þeir voru vinir sem
unnu náið saman. Afi var skarp-
greindur ræðumaður, leiftrandi
húmoristi og víðlesinn dugnaðar-
forkur sem átti ógrynni bóka.
Amma nostraði við heimili og
fjölskyldu af mikilli reisn. Það
var ekki ónýtt fyrir föður minn að
njóta leiðsagnar slíks fólks og
mótast af því umhverfi sem hér
hefur verið nefnt.
Pabbi hafði sterkar skoðanir,
var rökfastur og ákveðinn en á
sama tíma mildur og skilnings-
ríkur, sem er einstök blanda.
Hann var örlátur á tíma sinn þeg-
ar fólk þurfti hjálp. Oft bauð
hann fram aðstoð áður en mér
hafði hugkvæmst að nefna nokk-
uð og ég veit að margir hafa notið
góðs af hjálpsemi hans. Hann
naut þess er öðrum gekk vel og
hafði metnað fyrir því að sam-
félag hans dafnaði.
Íslensk tunga lék í höndum
hans. Tilsvör hafði hann á reiðum
höndum og studdi með vísan í
bókmenntir. Og það sem hann
gat skemmt okkur með sögum!
Þegar hann gerði sig líklegan til
að taka til máls í margmenni vissi
fólk að von væri á góðu. Það birti
til þar sem hann kom og hann
setti brag á það sem hann snerti.
Glettni og gleði var allsráðandi.
Minningar streyma fram um
þá góðu samfylgd sem við áttum.
Ég man bílferðirnar fyrir vestan
þegar keyrt var í óveðrum yfir
fjöll og firnindi. Engum treysti
ég betur til að koma okkur upp úr
sköflum og niður ísilagðar brekk-
ur. Ég man öll ferðalögin okkar
innanlands og utan og þá var nú
gaman. Minnist þess að þvælast
um sem barn með pabba að hitta
fólk og redda málum. Óteljandi
samverustundir eru nú dýrmæt-
ar minningar. Hans gæfuspor var
að hitta mömmu og það yljar þeg-
ar ég hugsa til þess hve pabbi tal-
aði fallega um hana í mín eyru.
Undir lokin var hún það fyrsta og
síðasta sem hann nefndi þegar
við hittumst.
Ég sé hann fyrir mér á fögru
sumarkvöldi fara glettinn með
vísu í húsinu sem hann byggði
með bravúr, Sætún í Grundar-
firði, og kríurnar taka undir.
Nú er pabbi farinn í langferð
sem við öll þurfum einhvern tím-
ann að halda í en ég get huggað
mig við það að hann kveið henni
ekki. Hann bjó yfir styrk og yf-
irvegun sem var engu líkt. Við
sjáumst síðar, elsku pabbi minn,
en þangað til lifir minningin um
þig í hjarta mínu. Takk fyrir allt
og allt.
Þín dóttir,
Ágústa Rós.
Þakklæti er mér efst í huga í
dag þegar ég kveð tengdaföður
minn og vin, Árna Emilsson.
Þakklæti, því það er ekki sjálf-
gefið á fullorðinsárum að kynnast
mannbætandi fólki sem auðgar líf
manns.
Ég hitti Árna og Þórunni fyrst
fyrir um áratug, í sumarhúsi
þeirra við Grundarfjörð, á fyrstu
dögum sambands okkar Orra.
Þau komu óvænt og ég hafði
áhyggjur af að koma ekki nógu
vel fyrir. Þær áhyggjur voru
óþarfar því ég vissi ekki þá, það
sem ég veit nú, að Snolli kunni þá
list öðrum fremur að skapa þægi-
legt andrúmsloft og leiða inni-
haldsríkar umræður um menn og
málefni. Úr varð hin notalegasta
stund þar sem ættfræði bar á
góma og örugglega vísanir í verk
Laxness og Íslendingasögurnar
líka.
Þetta var góð byrjun á farsæl-
um viðkynnum okkar Árna.
Hann var mikill sagnameistari og
litríkar frásagnirnar hans ein-
kenndust af glettni og hlýju í
garð samferðamanna.
Þegar ég kynntist Árna var
farið að hægjast um hjá honum
eftir fjölbreyttan og farsælan
starfsferil. Ég náði þó að kynnast
vinnugleði hans og samskipta-
hæfni þegar við Orri byggðum
okkur hús í félagi við hann.
Verkaskipting var góð, Orri sá
um hönnunina og ég um peninga-
málin, en Árni sinnti mikilvæg-
asta verkefninu sem var að
hvetja til góðra verka og halda
mönnum við efnið. Hann sá til
þess að iðnaðarmennirnir fengu
kjarngóðan mat í hádeginu, sagði
sögur og fór með vísur ásamt því
að leggja þeim lið og snattast.
Það var alltaf tilhlökkunarefni að
koma á verkstað.
Hlýjar minningar um elsku
Árna lifa áfram í hjörtum okkar
sem standa honum nærri.
Hann var með allra bestu
mönnum.
Anna Rún Ingvarsdóttir.
Elskulegur mágur minn Árni
Magnús Emilsson (Snolli, eins og
hann var oftast kallaður) er lát-
inn. Hann og Þórunn Björg systir
mín kynntust á unglingsárunum
á Héraðsskólanum að Skógum.
Mér finnst því sem hann hafi alla
tíð verið einn af fjölskyldunni
okkar, en ég var bara stelpu-
krakki þegar þau ákváðu að
leggja upp í sameiginlega lífs-
göngu. Á sama tímabili og þau
kynntust var Árni Þorsteinn
bróðir okkar systra einnig nem-
andi á Skógum og mynduðust
sterk vináttubönd milli þeirra
nafna sem héldust alla tíð en auk
vináttunnar varð systir Snolla,
Aagot, síðar sambýliskona Árna
bróður.
Kynslóðirnar koma og fara,
það er víst lífsins gangur og þeg-
ar fólk nær því að verða sjötugt
eða þaðan af eldra þá telst það
vera orðið eldra fólk sem hefur
þörf fyrir hvíld. Þá er oft sagt að
fólk setjist í helgan stein. Aldrei
sást til Snolla í þeim steini eða í
nálægð við hann því Snolli var sí-
fellt í ýmsum erindagjörðum,
verkefnum og framkvæmdum út
um borg og sveit við að rétta fjöl-
skyldunni eða vinum sínum
hjálparhönd. Það var mjög gam-
an að koma í heimsókn til hans og
Þórunnar hvort heldur það var í
Grundarfirði eða Garðabæ.
Margvíslegar umræður fóru þá í
gang og oft sagði húsbóndinn
mergjaðar sögur af kynlegum
kvistum sem annaðhvort voru
upprunnir úr bókum eða byggð-
arlögum. En það sem einkennt
hefur þau hjón sameiginlega um-
fram annað er hversu þau hafa
alltaf haft það að leiðarljósi í líf-
inu að gera öðrum gott.
Það væri hægt að telja upp svo
óteljandi atriði um ágæti Snolla
en í fáum orðum þá koma strax
upp í hugann eftirfarandi eigin-
leikar og einkenni: Hann var
mikið glæsimenni og vandaður og
góður maður. Hann var hress og
skemmtilegur, fróðleiksfús og
bjó yfir mikilli þekkingu á þjóð-
legum fróðleik og skáldskap.
Hjálpfús og óeigingjarn var hann
með eindæmum. Mikill sögumað-
ur með góða jarðtengingu. Úr-
ræðagóður og sjálfbjarga.
Tryggðartröll og meðvitaður um
hvað það er sem skiptir höfuð-
máli í lífinu. Vinnusamur og mik-
ill fjölskyldumaður.
Snolli bjó líka yfir ýmsum
hæfileikum sem glöddu hann
sjálfan sérstaklega í lífinu. Sem
dæmi má nefna hversu drátthag-
ur maður hann var. Hann málaði
og teiknaði flottar myndir á yngri
árum. Ég man eftir nokkrum
málverkum sem Þórunn hafði
fengið að gjöf af aflabátum,
sennilega málaðar eftir sumar-
vinnu Snolla á síld. Hann stund-
aði mikið íþróttir og fótbolta á
yngri árum og útskrifaðist sem
íþróttakennari frá Laugarvatni.
Til Noregs fóru þau Þórunn sam-
an þar sem Snolli fór í frekara
nám í íþróttafræðum. Hann hafði
mikla unun af taflmennsku og
fylgdist grannt með og kom víða
við í öllu sem við kemur skák.
Nú hefur mikið tómarúm
myndast hjá öllum þeim sem nán-
ir voru Snolla. Við í tengdafjöl-
skyldunni munum ætíð minnast
hans með innilegu þakklæti og
væntumþykju. Við sendum Þór-
unni systur okkar, Orra, Örnu og
Ágústu Rós, tengdabörnunum og
barnabörnum og systkinum
Snolla, mökum þeirra og systk-
inabörnum innilegar samúðar-
kveðjur á þessum tímamótum.
Blessuð sé minning Árna M.
Emilssonar.
Þórdís A. Sigurðardóttir.
Okkur langar til að minnast
mágs okkar og svila, Árna Emils-
sonar, sem alla tíð frá fyrstu
kynnum reyndist okkur og allri
stórfjölskyldunni einstaklega vel
og sú kynni spanna nú um 60 ár.
Þegar þau fjölskyldan bjuggu í
Grundarfirði var alltaf gott að
koma til þeirra. Þau hjónin voru
afar gestrisin og tóku ávallt sér-
lega vel á móti vinum sínum og
vandamönnum. Árni var einstak-
lega fróður og skemmtilegur
maður, vinmargur og félagslynd-
ur. Hvar sem hann kom létti
hann iðulega lundina hjá fólki
með orðhnyttni sinni og kímni.
Fáir skreyta sögur af mönnum og
málefnum eins og hann gerði.
Eftir að Árni hætti að vinna og
um hægðist voru hann og Þórunn
samhent í því að hjálpa til við það
sem þurfti í stórfjölskyldunni,
sama hvort um var að ræða flutn-
inga, málningarvinnu eða upp-
örvandi samtöl.
Árna verður saknað af okkur
öllum, en mestur er þó söknuður
hjá Þórunni, börnum, tengda-
börnum og barnabörnum. Við
sendum ykkur öllum samúðar-
kveðjur. Minning um góðan
mann lifir.
Sara og Gunnar.
Glaður, áhugasamur og
óhræddur, þannig maður var
Árni M. Emilsson „Snolli“. Við
systkinin sem vorum nokkru
yngri en hann litum ætíð upp til
hans, hann var leiðtogi í svo
mörgu, sérstaklega á sveitar-
stjórnarstiginu, þar sem hann
leiddi hið unga samfélag okkar
Grundarfjörð til öflugrar upp-
byggingar. Fáir menn hafa haft
áhrif á sitt umhverfi með eins
sterkum ummerkjum og Snolli á
Grundarfjörð, allt mannlíf og at-
vinnusköpun. Snolli studdi alla
sem vildu stuðla að uppbyggingu
atvinnulífs hvar í flokki sem
menn voru. Hann var bakhjarl
karls föður okkar, Guðmundar
Runólfssonar, er hann lét byggja
fyrir sig skuttogarann Runólf
SH, og fór ófáar ferðir til Reykja-
víkur til að tryggja verkefninu
framgang. Hann tók að sér að
stýra fiskvinnslu fyrirtækisins á
fyrstu árum þess. Hann var einn
af örfáum sem barðist fyrir því að
fisksölumál Íslendinga yrðu
frjáls, sem þau voru ekki langt
fram á 9. áratug síðustu aldar.
Þar kom hans einharða skoðun
um frelsi einstaklingsins og
frjálsa verslun fram. Snolli var
sjálfstæðismaður. Það var ein-
stakt fyrir okkur að fá að fylgjast
með Snolla í pólitískum slag, þar
hafði hann yfirburði og dró til
Sjálfstæðisflokksins fjölda manna
bæði í kosningum til Alþingis og
ekki síst til sveitarstjórnar þar
sem hann hafði fylgi langt út fyrir
hin venjulegu flokksbönd. Þannig
var í okkar sveit að vinstrið og
framsókn þurftu að ganga í eina
lúna sæng til að hafa roð í Sjálf-
stæðisflokkinn, og dugði sjaldn-
ast til. Það var missir fyrir okkur
að sjá á eftir Snolla á höfuðborg-
arsvæðið en þangað drógu m.a.
bankarnir blóma landsbyggðar-
innar. En hann hafði óslítandi
taug til Grundarfjarðar og byggði
sér hér fallegan bústað teiknaðan
af Orra syni hans. Þar dvaldi
hann löngum og las fagurbók-
menntir.
Minningin um hinn fróma
svein mun lengi lifa meðal Grund-
firðinga. Þórunni, börnum þeirra
og barnabörnum sendum við okk-
ar innilegustu samúðarkveðju.
Börn Guðmundar og Ingu,
Guðmundur Smári
Guðmundsson.
Árni Magnús Emilsson bar
nöfn afa sinna. Hann var annað
barn foreldra sinna og var fædd-
ur í Vestmannaeyjum 1943, þar
sem foreldrar hans voru fyrstu
hjúskaparárin á heimili móður-
foreldra hans. Undirritaður (þ.e.
Guðmundur föðurbróðir Árna
Magnúsar) varð þeirrar gæfu að-
njótandi að fá að vera á því rausn-
arheimili á vetrarvertíðinni 1941
og verður ávallt þakklátur fyrir
það.
Þegar Árni Magnús var korna-
barn kom föðursystir hans,
Guðný Ragnheiður, í heimsókn.
Hún ljómaði yfir fegurð barnsins
og sagði: mikið er hann snollaleg-
ur. Þetta orð finnst ekki í orða-
bókum en gælunafnið Snolli fest-
ist við drenginn.
Þessi efnispiltur óx úr grasi á
Þórshöfn og í Grundarfirði, í
barnmargri fjölskyldu Emils og
Ágústu. Eftir að barnaskóla lauk
fór hann að heiman til náms, m.a.
suður á land, fyrst í Skógarskóla
og síðan í Íþróttakennaraskóla
Íslands á Laugarvatni. Á þessum
árum kynntumst við honum vel,
því hann gisti oft hjá okkur á leið-
inni að heiman og heim úr þessum
skólum. Þá var tímafrekara að
koma sér á milli staða en nú er.
Það var alltaf tilhlökkunarefni að
fá hann í heimsókn, því hann hafði
svo góða nærveru, var ávallt glað-
ur og reifur, kíminn, skrafhreif-
inn og minnti svo mikið á karl föð-
ur sinn, sem var sannarlega
skemmtilegur frændi. Og ekki
minnkaði aðdáun frændsystkin-
anna þegar hann sýndi snilli sína
og gekk á höndum!
Árni Magnús átti glæstan feril
bæði í störfum sínum og áhuga-
málum og farsælt líf með Þórunni
sinni, börnum og barnabörnum.
Það var alltaf jafn gaman að hitta
hann, hvort sem var á förnum
vegi, í heimsóknum eða á ættar-
mótum, nú síðast á Laugarvatni
sumarið 2019, þar sem hann var
einn af skipuleggjendum vel
heppnaðs móts. Það er sárt að
þurfa nú að kveðja hann Snolla,
sem var ímynd hreysti og lífsgleði
og við samhryggjumst Þórunni,
afkomendum og stórfjölskyld-
unni allri af heilum hug. Minning-
in um góðan dreng mun lifa með
okkur.
Guðmundur Magnússon,
Anna A. Frímannsdóttir,
börn og fjölskyldur.
„Mikið er hann snollalegur,“
varð Gunsu frænku okkar að orði
Árni Magnús
Emilsson