Morgunblaðið - 01.03.2021, Side 23
MINNINGAR 23
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
✝ FriðrikBjörnsson
fæddist í Reykja-
vík 1. janúar 1943.
Hann lést 16. febr-
úar 2021á Líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi.
Foreldrar hans
voru Ása Friðriks-
dóttir, f. 1. desem-
ber 1920, d. 20.
febrúar 2003 og
Björn Arnórsson, f. 16. júní
1915, d. 27. mars 1961. Fljót-
lega eftir fæðingu Friðriks
skildi leiðir þeirra Ásu og
Björns. Ása giftist Ólafi Ein-
arssyni, f. 6. september 1912,
d. 19. mars 1986 og var Ólafur
uppeldisfaðir Friðriks. Systk-
ini Friðriks sammæðra eru
Þórhildur Ólafsdóttir, f. 18.
ágúst 1946, Einar Ólafsson, f.
1. des 1947 og Ingileif Ólafs-
dóttir, f. 19. janúar 1954, d.
26. ágúst 1999. Systkini Frið-
riks samfeðra eru Mekkinó
Björnsson, f. 18. apríl 1950 og
Árni Björnsson, f. 23. febrúar
1951.
Að lokinni hefðbundinni
skólagöngu fór Friðrik í Versl-
riksdóttir, f. 10. janúar 1981, í
sambúð með Steinari Óla Jóns-
syni, f. 4. júní 1982, börn
þeirra eru Heiðar Máni, f. 2.
janúar 2018 og Herdís Björk,
f. 21. apríl 2019.
Friðrik starfaði hjá Heklu
hf. í um það bil 10 ár og eftir
það lá leið hans til Heildversl-
unar Sverris Þóroddssonar.
Árið 1981 hóf hann ásamt Her-
dísi konu sinni eigin atvinnu-
rekstur, þar sem þau störfuðu
saman hlið við hlið, samfellt í
25 ár. Þau ráku og áttu heild-
verslunina Frico ehf. til
margra ára en söðluðu svo um
og hófu gistihúsarekstur á
Suðurgötu 22 frá árinu 1997
allt til ársins 2006.
Eftir að formlegum rekstri
lauk sinnti Friðrik ýmsum
gæluverkefnum auk þess sem
hann naut þess að ferðast,
spila golf og eyða tíma í sum-
arbústað fjölskyldunnar í
Grímsnesinu. Friðrik kynntist
eftirlifandi vinkonu sinni,
Kristínu Hinriksdóttur, f. 24
mars 1951, árið 2009 og voru
þau veigamikill partur af lífi
hvort annars í rúm ellefu ár
eða allt til dánardags Friðriks.
Útför Friðriks verður gerð
frá Lindakirkju í dag, 1. mars
2021, kl. 13 og verður streymt
frá athöfninni á
https://www.lindakirkja.is
Virkan hlekk má finna á
https://www.mbl.is/andlat
unarskóla Íslands
þaðan sem hann
útskrifaðist 1963.
Þaðan lá leiðin til
starfa hjá Heklu
hf., þar sem hann
kynntist eiginkonu
sinni, Herdísi
Björgu Gunngeirs-
dóttur, f. 26.9.
1947, d. 28.10.
2008, og giftu þau
sig í Árbæj-
arkirkju 15. júlí 1967. Börn
þeirra eru: 1) Gunngeir, f. 16.
apríl 1968, kona hans er Edda
Björg Sigmarsdóttir, f. 26.
ágúst 1972, börn þeirra eru
Elísa Björg, f. 7. október 1995,
Aron Andri, f. 9. júlí 1997 og
Valdís Ósk, f. 11. febrúar
2002. 2) Ásgeir, f. 14. maí.
Börn hans eru Friðrik Máni, f.
2. mars 1997, barnsmóðir Hild-
ur Guðbjörnsdóttir, f. 1. mars
1972, Kristín Theodóra, f. 25.
maí 2005, barnsmóðir Guðrún
Steingrímsdóttir, f. 6. mars
1976, Kirsten Helga, f. 23. jan-
úar 2008 og Herdís Hlín, f. 19.
febrúar, 2010, barnsmóðir
Helga Lára Ólafsdóttir, f. 23.
febrúar 1980. 3) Sigurrós Frið-
Það er skrítið að fylgjast með
kyrrðinni út um gluggann.
Horfa á fuglana koma sér mak-
indalega fyrir á greinum
trjánna, finna ylinn frá geislum
sólarinnar sem skína inn um
rúðuna og heyra óminn frá um-
ferðinni í fjarska. Þegar per-
sónuleg veröld manns umpólast
skyndilega og manni finnst tím-
inn standa í stað þá missir lífið
ekki úr takt. Það ríkir enn þá
sama kyrrð og daginn sem þú
kvaddir, elsku pabbi, en fjar-
vera þín er áþreifanleg, hávær
og köld.
Þú varst máttarstólpinn
minn. Við pössuðum upp á
hvort annað, hvort á sinn hátt
og við upplifðum ýmsar hæðir
og lægðir lífsins saman. Sólin
skein hvað skærast þegar nýjar
sálir sameinuðust fjölskyldunni
en kuldinn gerði líka vart sig
þig þegar við kvöddum þá sem
voru okkur kærir og nísti inn að
beini þegar við misstum
mömmu fyrir tæpum þrettán
árum. Við héldumst þétt í hend-
ur í gegnum sorgina sem fylgdi
og hún færði okkur nær hvort
öðru. Hún varpaði líka ljósi á
marga af þínum bestu eiginleik-
um. Allt það góða sem mamma
var og gerði tókst þú nú að þér
og þú gekkst greiðlega til
verka. Þú hélst utan um okkur,
bauðst okkur reglulega í vöfflu-
kaffi, kjötsúpu og lambalæri,
bakaðir óteljandi hafra-
mjölskökur og hélst heimilinu
óaðfinnanlegu. Þótt við höfum
oft gert góðlátlegt grín að
snyrtimennskunni og ofurná-
kvæmninni sem voru þitt að-
alsmerki þá var það í hrein-
skilni sagt aðdáunarvert. Allt
sem þú tókst þér fyrir hendur
gerðir þú vel og þú ætlaðist til
þess sama af öðrum. Ekkert
verkefni var of stórt fyrir þig
og þú færðist aldrei of mikið í
fang.
Þú varst einstaklega ósérhlíf-
inn og þoldir illa óvönduð verk,
leti eða seinagang. Þú lást aldr-
ei á skoðunum þínum en þú
varst líka maður orða þinna og
ég gat alltaf, alltaf leitað til þín.
Það er leitun að traustari manni
en þér og að hafa þig með sér í
liði var ómetanlegur fjársjóður.
En þú varst líka svo miklu
meira en þessi samviskusami
dugnaðarforkur. Þú varst pabb-
inn sem breiddi yfir mig á
kvöldin, kenndi mér að hjóla,
fór með mig á skauta og skíði, í
ísbíltúra og til útlanda og eftir
að ég flutti að heiman bauðstu
mér reglulega í mat, í göngu-
túr, dansaðir og hlóst með
börnunum mínum, samgladdist
yfir litlum sigrum og gast hleg-
ið að sjálfum þér. Ég er eilíf-
lega þakklát fyrir að börnin
okkar Steinars, Heiðar og Her-
dís, hafi borið gæfu til að hafa
fengið að kynnast afa sínum
þótt þau kynni hafi orðið allt of
stutt. Demanturinn þeirra er nú
týndur og er þeirra missir mik-
ill.
Ég mun sakna þín að eilífu,
elsku pabbi minn, og nú þegar
ég kveð þig, kveð ég stóran
hluta barnæsku minnar, á sama
tíma sem ég syrgi framtíðarsýn
með þig mér við hlið. Ég hef nú
fylgt þér að bryggjunni og þar
skilja leiðir okkar. Ég hélt í
hönd þína og strauk hár þitt
meðan þú gekkst um borð í
skipið sem nú hefur siglt úr
minni augsýn en þegar þú legg-
ur að landi í nýrri höfn veit ég
að þín bíður þar myndarlegur
hópur sem fagnar komu þinni.
Ég bið þig að faðma mömmu og
ömmu þéttingsfast frá mér og
skila ástarkveðjum inn í eilífð-
ina.
Takk fyrir allt sem þú varst
og allt sem þú gafst.
Þín dóttir,
Sigurrós Friðriksdóttir.
Það er vorhret á glugga þeg-
ar ég rita þessar línur í þeim
tilgangi að minnast æskufélaga
míns sem og kærs vinar í 70 ár.
Er ekki raunveruleiki finnst
mér. Að geta ekki gripið sím-
ann og hringt í gamlan vin og
gantast er ekki núið í mínum
huga. Við strákarnir í Her-
skólakampnum sem höfðum svo
mikið að gera að sólarhringur-
inn dugði ekki til. Við sem
stofnuðum Leynifélagið Nátt-
fara sem dó eiginlega á stofn-
fundi en gerði samt sem áður
það mikinn usla í hverfinu að
við þorðum varla að líta framan
í nokkurn mann. Þú sem sendir
mig í sveit fyrir þig, vegna þess
að þú varst búinn að ráða þig í
byggingarvinnu inni í Álfheim-
um, þar sem þú fengir miklu
hærra kaup þar en í sveitinni.
Við kynntumst í Laugarnes-
skólanum 1954 og urðum síðan
bekkjarbræður í Víkingsheim-
ilinu sem var upphafið á Réttó.
Árin okkar í handboltanum á
Hálogalandi sem átti hug okkar
allan um tíma undir stjórn Árna
Njáls. Ég minnist líka hversu
formfastur þú varst alla tíð.
Uppi í súðarherberginu þínu
varstu með bókhaldsbók. Þú
varst ekki kátur þegar ég greip
hana og las þar: „1 fl. Pólo kr.
X, 1 stk. bíómiði kr. X. Lánaði
Örra bíómiða kr. X, strætis-
vagnamiði á Hálogaland kr. X.“
Þetta var sko sannarlega þú.
Ég verð að minnast á snyrti-
mennið Frikka, þeir kostuðu oft
þrek og tár snúningarnir þínir
varðandi útlitið, hvort tennurn-
ar væru nógu vel burstaðar,
hárið í réttum skorðum og negl-
urnar nýklipptar. Skórnir ný-
burstaðir og brotið í buxunum
sómasamlegt. Formfastir voru
sunnudagarnir hjá okkur í den,
fyrst var farið á fund hjá
KFUM á Amtmannsstígnum.
Þar var hlustað á sögu og sung-
ið t.d. „Áfram Kristsmenn
krossmenn“, þá stóðum við
strákarnir allir upp og stöpp-
uðum í gólfið og sungum hástöf-
um. Að því loknu var hlaupið
upp í Austurbæjarbíó og horft á
Roy Rogers og Trigger, þótt
við værum búnir að sjá mynd-
ina þrisvar fjórum sinnum. Þeg-
ar Roy birtist á skjánum og
Trigger prjónaði þá trylltist all-
ur salurinn og öskrað var Roy-
Roy-Roy! Þetta voru sæludagar
bernskunnar. Um leið og ég
kveð þig, vinur minn, í för þinni
í Sumarlandið okkar, þakka ég
þér göngutúrinn sem hefði mátt
vera lengri. Frá Einarsstöðum
sendum við hjónin samúðar-
kveðjur til Gunngeirs, Ásgeirs
og Sigurrósar, Friðriksbarna
og barnabarna sem og Krist-
ínar Hinriksdóttur.
Ef dimma kvöldsins deyfir skyn
og dvínar ljósið bjarta
þá átt þú þennan æskuvin
sem eld í þínu hjarta.
Ef sérð þú falla heimsins hlyn
og harmur eyðir neista
þá átt þú þennan æskuvin
sem ávallt máttu treysta.
Ef þögnin magnar þungan dyn,
já, þegar yfir lýkur,
átt þú þennan æskuvin
sem aldrei frá þér víkur.
Þinn æskufélagi og vinur,
Örn Byström Jóhannsson
(Örri).
Tryggasti vinur minn er lát-
inn 78 ára. Kynni okkar Frið-
riks hófust þegar við vorum 6
ára, þar sem hann gekk kot-
roskinn í humátt á eftir vöru-
bifreið sem ók löturhægt upp
Háaleitisveginn, á palli hennar
var íbúðarhús, byrðingarnir
dingluðu með hliðunum, því
húsið var mun breiðara en pall-
urinn. Ég og Hebbi vinur minn
stóðum við vegkantinn og
fylgdumst spenntir með. „Þetta
er húsið mitt,“ sagði Friðrik.
Húsið var sett á grunn, efst á
hæðinni. Hér bjó Friðrik í tutt-
ugu ár eða allt þar til hann hóf
sambúð með Herdísi Gunn-
geirsdóttur.
Við tengdumst strax sterkum
vináttuböndum. Það er margs
að minnast frá þessum tíma.
Við gengum saman í Laugar-
nesskólann, hálftíma gangur,
fórum ekki hratt yfir, þurftum
að ræða hin ýmsu mál og skoða
og skynja umhverfið sem var
margbreytilegt, lífið í bragga-
hverfinu og búskapinn á sveita-
býli neðan Suðurlandsbrautar,
svo eitthvað sé nefnt. Á veturna
nýttum við Háaleitisveginn sem
sleðabraut, en þar var ágætis-
brekka. Þá var ekki bílaumferð-
inni fyrir að fara.
Að skyldunáminu loknu urð-
um við samferða í Gaggó Réttó
og þaðan í Versló, útskrifuð-
umst 1963.
Þegar komið var í gaggó var
það til siðs á þessum árum að
stunda sumarvinnu. Friðrik
hélt sig við fiskinn framan af.
Hann starfaði m.a. í Sænska
frystihúsinu og Jupiter og
Mars, að lokum réð hann sig
sem háseta á gamlan eikarbát
sem stundaði síldveiðar. Þeirri
vertíð lauk þannig að báturinn
sökk í blíðskaparveðri, skráð
sem óhapp en ástæðan mun
hafa verið aflaleysi ásamt sam-
verkandi þáttum. Eftir þetta
gerðist Friðrik landkrabbi og
réð sig í símavinnuflokk í tvö
sumur.
Að loknu skólanámi hóf Frið-
rik störf hjá Heklu hf. Í mörg
ár að lokinni vinnuviku hittumst
við reglulega á raftækjavinnu-
stofu Heklu, áður en við svifum
inn í helgina. Eftir 10 ára veru
hjá Heklu hóf Friðrik störf hjá
Sverri Þóroddssyni, heildsala
m.m., og var þar í nokkur ár.
Samhliða því hóf Friðrik að
huga að eigin rekstri og starf-
aði sjálfstætt nánast alla tíð eft-
ir að hann hætti hjá Sverri. Í
fyrstu var það aðallega inn-
flutningur, síðar fór hann yfir í
gistihúsarekstur, þegar hann
keypti sögufrægt hús, Suður-
götu 22. Það átti vel við Friðrik
að starfa sjálfstætt, hann var
hugmyndaríkur, ósérhlífinn.
Eftir að við urðum ráðsettir
og komnir í foreldrahlutverkið
dró allnokkuð úr samgöngum
okkar á milli en þó var eitt og
annað brallað. Í nokkur ár
stunduðum við laxveiði saman í
vatnaskilum Brúarár og Hvítár,
en þar hef ég löngum haft að-
stöðu. Veiðin var upp og ofan,
náðum eitt sinn við þriðja mann
12 löxum, meðalþyngdin var
11,5 pund.
Friðrik gekk í Oddfellowregl-
una 1983 og leiddi hann mig inn
í regluna árið 1988.
Að frumkvæði Friðriks byrj-
uðum við að spila bridge með
eldri borgurum í Kópavogi fyrir
nokkrum árum og skemmtum
okkur vel. Okkur gekk stundum
bara þokkalega, enda höfðum
við farið á bridgenámskeið hjá
Guðmundi Páli. Við urðum að
draga okkur í hlé þegar veik-
indi Friðriks ágerðust. Eftir
það létum við okkur nægja að
taka að draga fram taflið af og
til. Ég þakka Friðriki fyrir
samfylgdina, traustið og öll þau
gæfuspor sem fylgdu ráðum
hans, það er mér mjög dýrmætt
að hafa átt hann sem vin.
Við vottum börnum Friðriks
og Herdísar, Gunngeiri, Ásgeiri
og Sigurrós, afkomendum
þeirra og Kristínu Hinriksdótt-
ur okkar dýpstu samúð.
Hermann Tönsberg og
Kristín Arnardóttir.
Sá er eftir lifir
deyr þeim sem deyr
en hinn dáni lifir
í hjarta og minni
manna er hans sakna.
Þeir eru himnarnir
honum yfir.
(Hannes Pétursson)
Ég kvaddi kæran vin minn,
Friðrik Björnsson, á fallegum
og björtum vetrardegi 16. febr-
úar síðastliðinn. Kynni okkar
hófust fyrst í Breiðholtinu
snemma á áttunda áratug síð-
ustu aldar. Ég hafði tekið að
mér að standsetja lóðina við
myndarlegt hús sem Friðrik og
Herdís höfðu reist sér í Þinga-
seli. Er mig bar að garði var
fjölskyldan að búa sig til brott-
farar í sólarlandaferð. Mín beið
hins vegar krefjandi og spenn-
andi garðyrkjuverkefni. Sam-
skipti okkar Friðriks meðan á
framkvæmdunum stóð voru
bæði mikil og góð og leiddu til
ævarandi
vináttu. Mannkostir hans
leyndu sér ekki, hann var
hreinskiptinn, traustur og stutt
í grín og glens.
Margs er að minnast þegar
litið er til baka, enda oft hist,
málin rædd og þegar þurfa
þótti glösum lyft. Minnisstæðar
samverustundir eru t.d. í
tengslum við standsetningu á
gistiheimilinu Krían við Suður-
götu og fjölmargar heimsóknir í
sumarbústaðinn í Grímsnesi.
Friðrik leiddi mig inn í Odd-
fellowregluna fyrir rúmum 20
árum sem styrkti okkar vin-
áttubönd enn frekar.
Að leiðarlokum vil ég þakka
Friðriki fyrir langa og gefandi
vináttu.
Guð blessi minningu hans.
Mínar innilegustu samúðar-
kveðjur til Gunngeirs, Ásgeirs,
Sigurrósar, barnabarnanna og
Kristínar.
Theodór Hallsson.
Friðrik
Björnsson
Traustur Vals-
maður er fallinn
frá, Guðmundur
Marísson, sem var
tíður gestur á Hlíðarenda frá því
börnin hans, Kári Marís og
Anna María, stigu sín fyrstu
skref í yngri flokkum Vals í
handbolta fyrir rúmum þremur
áratugum. Bæði áttu eftir að
gera garðinn frægan með meist-
araflokki og var Kári Marís í
sérstaklega sigursælum árgangi
og landaði fjölda titla með fé-
lögum sínum. Guðmundur lét sig
aldrei vanta þegar börnin léku
handbolta og var orðinn heima-
gangur á Hlíðarenda áður en
langt um leið.
Á yngri árum lék hann sér
með Þrótti í fótbolta og síðar í
fótbolta með Hjálparsveitinni og
Björgunarsveitinni þar sem
hann var öflugur liðsmaður.
Slíkt segir allt um þann per-
Guðmundur
Marísson
✝ GuðmundurMarísson fædd-
ist 7. ágúst 1945.
Hann lést 12. febr-
úar 2021.
Útför hans fór
fram 26. febrúar
2021.
sónuleika sem hann
hafði að geyma, sí-
fellt að hjálpa öðr-
um en lét ávallt lítið
á sér bera. Guð-
mundur var viðloð-
andi old-boys hjá
Val í fótbolta sam-
tímis því sem Kári
Marís og Anna
María voru í hand-
bolta en síðastliðna
tvo áratugi mætti
hann vikulega á Hlíðarenda og
lék sér með gömlum traustum
vinum í innanhússfótbolta. Og
hann lét sig ekki vanta þótt
hann ætti við veikindi að stríða.
Tenging Guðmundar við Val
nær reyndar til ársins 1970 en
það ár var körfuknattleiksdeild
Vals stofnuð. Þá gekk Kári bróð-
ir hans í félagið og varð fljótt
fyrirliði liðsins. Kári flutti síðan
norður á Sauðárkrók og stofnaði
körfuknattleiksdeild Tindastóls
og hefur verið aðaldriffjöðrin
þar áratugum saman.
Guðmundur var því umvafinn
íþróttafólki stóran hluta ævinn-
ar. Hann undi sér vel í góðum
félagsskap og mætti samvisku-
samlega á herrakvöld Vals, ár
eftir ár, hógværðin uppmáluð.
Við Valsmenn munum sakna
þess að sjá félaga okkar ekki
lengur á Hlíðarenda og vottum
fjölskyldu hans, vinum og vanda-
mönnum okkar dýpstu samúð.
F.h. Knattspyrnufélagsins
Vals,
Árni Pétur Jónsson
formaður.
Guðmundur Marísson, góður
vinur og félagi okkar í Knatt-
spyrnufélaginu Val, er fallinn
frá.
Guðmundur var traustur með-
limur í æfingahópi okkar eldri
drengja, sem hafa stundað fót-
boltaæfingar á fimmtudags-
kvöldum í gamla salnum í Vals-
heimilinu í nokkra áratugi.
Hópurinn hefur tekið ýmsum
mannabreytingum í gegnum tíð-
ina, en Guðmundur var lengi
fastur punktur og líklega sá okk-
ar sem hafði hvað besta ástund-
un. Guðmundur var okkar elstur
en hann var um 40 árum eldri en
þeir sem yngstir okkar eru í
hópnum í dag.
Covid hefur auðvitað haft
áhrif á knattspyrnuiðkun hóps-
ins og hafði hún legið niðri í
tæpt ár þegar við hittumst loks
á ný í Valsheimilinu þann 21.
janúar sl. Það reyndist örlaga-
ríkt kvöld og ekki sú byrjun eða
endurfundir, sem við hefðum
óskað okkur. Guðmundur veikt-
ist á miðri æfingunni án nokkurs
fyrirboða og var fluttur á spítala
þar sem hann dvaldi þar til yfir
lauk, þremur vikum síðar.
Við félagarnir í Val munum
sakna hans frá æfingum og sjá
ekki lengur þennan glaðlynda,
ljúfa og kurteisa félaga tifa yfir
völlinn eins og honum einum var
lagið. Hann hafði yndi af því að
sprikla með okkur og var það
gagnkvæmt.
Guðmundur var músíkalskur
og mætti oft með geisladiska
með upptökum af eigin laga-
smíðum á æfingar og naut
yngsti sonur minn, sem oft
mætti með mér á æfingar áður
en hann flutti utan til framhalds-
náms, góðs af, en þeir náðu afar
vel saman og var þar ekkert til
sem hét kynslóðabil, þótt tæp 50
ár væru á milli þeirra. Þetta lýs-
ir Guðmundi einkar vel.
Börn Guðmundar, þau Kári
Marís og Anna María, léku bæði
við góðan orðstír með meistara-
flokkum Vals í handknattleik og
við það má bæta að Kári bróðir
Guðmundar var einn af braut-
ryðjendum körfuknattleiksiðk-
unar í Val á sínum tíma, þannig
að Guðmundur var hluti af mik-
illi Valsfjölskyldu.
Við færum fjölskyldu Guð-
mundar okkar dýpstu samúðar-
kveðjur.
Guðmundar er sárt saknað en
minningin um góðan dreng lifir.
Fyrir hönd fimmtudagsfélaga
Guðmundar í Knattspyrnufélag-
inu Val.
Kristján Ásgeirsson.