Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 24
24 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 ✝ Rannveig Þor-valdsdóttir kennari fæddist í Reykjavík 16. mars 1980. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 20. febr- úar 2021. Foreldrar henn- ar eru Þóra Krist- insdóttir, f. 1950, og Þorvaldur Karl Helgason, f. 1950. Systkini: Ingibjörg, f. 1973, maki Vilhjálmur Kvaran, hún á þrjú börn frá fyrra hjónabandi; óskírð systir, f. og d. 1975; Helga, f. 1976, og á hún þrjú börn; Kristinn, f. 1981, maki Fríður Skeggjadóttir Þormar og eiga þau tvö börn. Rannveig ólst upp í Njarðvík þar sem faðir hennar var sóknarprestur. Fjölskyldan Sogaveg í Reykjavík. Dæturnar eru nemendur í Breiðagerð- isskóla. Að loknu kennaraprófi starf- aði Rannveig sem stærð- fræðikennari á unglingastigi við Öldutúnsskóla í Hafnarfirði, eða frá 2004. Hún var um tíma í stjórn Flatar, samtaka stærð- fræðikennara, og formaður fé- lagsins í tvö ár. Rannveig lærði ung á fiðlu í nokkur ár. Hún kynntist körfubolta í Njarðvík. Hún gekk í raðir KR á unglings- árunum og lék yfir 80 leiki í efstu deild kvenna í körfuknatt- leik og var í U-18 ára landsliði Íslands. Hún varð Íslands-, bik- ar- og deildarmeistari með KR 1999 og 2001. Hún hafði mikið yndi af að ferðast um landið með maka og svo dætrum líka, ekki síst um hálendi Íslands. Útförin fer fram frá Hall- grímskirkju í dag, 1. mars 2021, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu ættingjar, vinir og sam- starfsfélagar viðstaddir, en streymt verður frá athöfninni á https://utfor-rannveig.is. fluttist á Seltjarn- arnes þar sem hún lauk grunnskóla. Hún lauk stúdents- prófi frá MR árið 2000 og grunn- skólakennaraprófi frá Kennarahá- skóla Íslands 2004, með áherslu á stærðfræði. Hún giftist 20. mars 2010 Sverri Scheving Thorsteinsson, f. 20. febrúar 1979. Foreldrar hans eru Málfríður Ingunn Vilhjálms- dóttir, f. 1951, og Þorsteinn Scheving Thorsteinsson, f. 1952. Rannveig og Sverrir eign- uðust þrjár dætur: Áslaugu, f. 9. febrúar 2009, Ingibjörgu, f. 5. maí 2011, og Þóru, f. 11. maí 2014. Þau bjuggu um tíma í Grafarholti en fluttu svo á Elskulega systir mín er látin, söknuðurinn er mikill og sársauk- inn óbærilegur. Í rúm tvö ár háði hún erfiða baráttu við þennan hræðilega sjúkdóm sem sigraði að lokum. Að fylgjast með henni og Sverri í þessu erfiða ferli þar sem hvert áfallið á fætur öðru dundi yf- ir með þrjár ungar dætur til að hugsa um er búið að vera aðdáun- arvert og ofboðslega erfitt. Hún kvartaði aldrei, sterkari einstak- lingi hef ég ekki kynnst, svo róleg og yfirveguð, fullkomið æðruleysi. Rannveig var sjö árum yngri en ég, ári eftir að hún fæddist kom bróðir okkar Kristinn í heiminn og við orðin fjögur. Stundum var ég fengin til að passa en oftast var ég beðin að vera með Rannveigu. Það var auðsótt, hún var svo þægilegt og meðfærilegt barn. Svo falleg með blá augu, mikið dökkt hár, geislandi bros og dillandi hlátur. Allir sem sáu hana heilluðust af henni, hún var alltaf kát. Rannveig vildi ekkert fremur en fá að vera með okkur Helgu úti að leika. Hún var mjög hlýðin og gerði nánast allt sem við sögðum henni að gera. Auðvitað nýttum við okkur það. Hún fékk að koma út í leiki en þá bara til að vera staur í teygjó eða snúa bandinu í snúsnú. Einnig mátti hún teikna kýlóvöllinn á götuna því hún gerði það svo vel, afskaplega vandvirk og skipulögð. Herbergið hennar var alltaf svo fínt, hver einasti hlutur átti sinn stað. Þannig hefur heimili þeirra Sverris verið alla tíð. Við Helga vorum mjög spennt- ar að sjá hvernig það færi þegar hún eignaðist börn og gæti ekki eytt svona miklum tíma í allt þetta röð og reglu-dæmi. En þar skjátl- aðist okkur heldur betur, heimilið þeirra var óaðfinnanlegt og sömu- leiðis dæturnar þrjár. Rannveig hafði alveg einstakt lag á börnum og unglingum. Ég eignaðist börnin mín þrjú á tveim- ur árum, þá var alveg ómetanlegt að hafa hana. Hún bjó þá hjá mömmu og pabba og hitti því börnin mín oft. Hún var þeim svo mikilvæg, hlý, róleg, yfirveguð en föst á sínu og kom ábendingum til þeirra á svo fallegan hátt. Þegar þau Sverrir fóru að búa fengu börnin mín oft að fara til þeirra og gista, það fannst þeim alveg geggjað. Það er því yndislegt að sjá þetta halda áfram yfir á næstu kynslóð. Nú eru það dætur mínar, Sólveig og Steinunn, sem passa frænkur sínar og allar hafa gaman af. Við vorum duglegar að ferðast saman, alveg sama hvers konar ferðalag ég stakk upp á, hún var alltaf til. Ófrísk að Áslaugu fórum við með foreldrum okkar og börn- um mínum til Kaupmannahafnar í viku. Þegar ég varð fertug var það Orlando og tókum pabba með, einnig skelltum við okkur með dætur mínar til Boston í nokkra daga. Bústaður með allan skarann okkar, aldrei vesen, allt svo áreynslulaust og notalegt. Söknuðurinn er mikill. Eftir sitja ótal minningar sem munu ylja mér alla ævi og ég mun deila með frænkum mínum til að heiðra minningu stórkostlegrar móður þeirra. Ingibjörg amma okkar lést 4. febrúar sl. ég trúi því að hún bíði með hlýja faðminn sinn til að taka á móti elsku systur minni. Guð gefi okkur öllum sem vorum svo heppin að hafa Rannveigu í okkar lífi styrk til að takast á við þessa miklu sorg. Inga systir. Við höfum öll hlutverk í lífinu. Ólík hlutverk í lífi hvert annars. Ég fékk að hafa það hlutverk að vera bróðir þinn og það hefur ver- ið gefandi. Við áttum afskaplega góða æsku. Vorum vinir og lékum okkur öllum stundum, hlógum mikið og gleymdum okkur í leik. Heima með Barbie-dúkkur, í byssó í móanum, í skotbolta og í fótbolta. Með þínum vinum, með mínum vinum; með okkar vinum. Þó að ekki muni nema ári á okkur var ég alltaf litli bróðir þinn. Það þýddi þó ekki að ég fengi einhvern afslátt hjá þér, hvorki þá né nokk- urn tímann. Ég vissi það ekki þá en veit það nú að þannig var um- hyggjan hjá þér. Að ýta við okkur sem þér þótti vænt um, enga vor- kunn og enga væmni. Það gerir mér erfitt fyrir núna. Að hugsa til þín án þess að gefast upp. Það gef- ur mér hins vegar styrk að sjá hvernig þú nálgaðist verkefni síð- ustu mánaða. Raunsæ, ákveðin, hugrökk og heiðarleg. Ég trúi því að þú hafir getað horft framan í dauðann af slíku æðruleysi af því að þú varst ánægð í eigin skinni. Glöð með það sem þú hafðir áork- að – skapað og upplifað. Fyrir 11 árum fékk ég símtal frá þér þar sem þú sagðir að Ingi- björg þín væri á leiðinni, en fékkst á móti sömu fréttir með Þuríði Katrínu mína. Það var því heldur betur hlegið 3 árum síðar þegar ég hringdi í þig og tilkynnti að Fríður væri ólétt að Gunnari Helga og þú gast svarað í sömu mynt, að það væri von á Þóru. Fjórar yndisleg- ar maístjörnur sem hafa alltaf náð svo vel saman. Ólíkar en sam- rýmdar. Eins og við. Yndislegar eins og þú. Ég hélt alltaf að það yrði tími fyrir næsta kafla í okkar lífi. Við fengjum önnur hlutverk hvort hjá öðru. En tíminn er vægðarlaus. Þú sveigðir ekki út frá því lífi sem þið Sverrir höfðuð komið ykkur upp. Þið leyfðuð stelpunum alltaf að fylgjast með þínum veik- indum. Ykkar veikindum. Um- hyggjan þín fólst í því að fela ekki né forðast heldur að takast á við lífið í sameiningu eins og það blas- ir við. Halda ótrauð áfram. Njóta hversdagsins án eftirsjár. Brosa í gegnum tárin með þakklæti að vopni. Áslaug, Ingibjörg og Þóra fengu að vera þátttakendur í lífi þínu fram á síðustu mínútu og fyr- ir það erum við öll þakklát. Nú hef ég fengið nýtt hlutverk í þínu lífi, elsku Rannveig. Þú ert nú farin en ég mun halda minn- ingu þinni á lofti með Sverri og stelpunum. Hjálpa þeim að rækta það sem þú hefur lagt inn í þessar fallegu manneskjur. Kristinn Þorvaldsson. Elskuleg tengdadóttir mín er fallin frá ung að árum. Hún skilur eftir sig eiginmann og þrjár ungar dætur. Það er okkur sem eftir lif- um óskiljanlegt að svona ung kona, sem ætti að eiga langt líf fram undan, þurfi að lúta í lægra haldi fyrir krabbameini. Rannveig var glæsileg ung kona, dugleg og skynsöm. Hún var róleg og yfirveguð og fyrir- myndarmamma. Gat föndrað, bakað og leikið með stelpunum sínum tímunum saman. Rannveig var mjög góður kokkur og sérstak- lega flink í bakstri. Það var alltaf spennandi að koma í barnaafmæl- in og sjá hvernig afmælistertan var skreytt í það og það skiptið. Hún kenndi unglingum í Öldu- túnsskóla stærðfræði og gekk það vel. Þar hefur yfirvegun og ljúf- mennska ábyggilega hjálpað henni mikið við að ná til unglinganna. Sverrir og Rannveig kynntust ung að árum, þau æfðu körfubolta sem unglingar hjá KR og þar í KR-húsinu hófust kynni þeirra. Hef stundum sagt að þau hafi alið hvort annað upp, því þau voru svo ung, og hafa fetað veginn saman síðan. Hafa alltaf verið mjög sam- rýnd og haft sameiginlegan áhuga á landinu okkar og ferðast saman um allt land, fyrst tvö ein og síðan með dæturnar frá því þær voru smábörn. Nú kveður hún þetta líf á afmælisdegi Sverris. Elsku Sverrir minn og ömmu- stelpurnar þrjár, foreldrar og systkini, mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Við hjálpumst öll að. Málfríður I. Vilhjálmsdóttir. Ég sit hér við stofuborðið mitt, horfi út um gluggann og finnst eins og allt sé að birta til eftir þennan erfiða vetur hjá okkur öll- um. Angan af vori í loftinu og fuglasöngur. Þess vegna er eitt- hvað svo fjarlægt að vera að skrifa minningargrein um Rannveigu bróðurdóttur mína. Hún átti heima í þessari vaxandi birtu, brosandi, glaðlynd og hógvær. Með brosi á vör, hvort sem það var þegar við hittumst í fjölskylduboð- um eða á fallega heimili fjölskyld- unnar á Sogaveginum, líka í veik- indunum. Þetta er myndin sem ég hef af Rannveigu frænku minni sem var alltaf svo þakklát fyrir allt og hafði þessa yndislegu rólegu nærveru í hlédrægni sinni. Ég heyrði oft af skemmtilegum ferðalögum sem þau Sverrir fóru með stelpurnar sínar og skruppu þá á bílnum sínum í ævintýralegar fjallaferðir með veiðistöng í skott- inu. Þessar og aðrar minningar eru veganesti fyrir fjölskylduna sem verður fyrir þessum mikla missi, fyrir Sverri og dæturnar, fyrir foreldrana, þau Þorvald bróður og Þóru, og fyrir systkini Rannveigar, Ingu, Helgu og Krist- in. Samúð okkar og hugur er hjá þeim öllum. Við sem stöndum eilítið fjær geymum myndina af yndislegri ungri frænku og finnum samhljóm í þessu fallega ljóði Ingibjargar Sigurðardóttur: Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Þóra Elín Helgadóttir. Almættið minnir á sig og jörðin skelfur, við finnum fyrir vanmætti okkar. Síðan skellur myrkrið á en þá dansa norðurljósin og það birtir aðeins til í hjörtum okkar. Lífið færir okkur alls kyns verkefni og að fylgjast með Rannveigu takast á við veikindi sín af auðmýkt og ákveðni hefur sannarlega verið lærdómsríkt fyrir okkur öll. Það að geta tekist á við illvígan sjúk- dóm rétt eins og hvert annað verk- efni er ekki sjálfgefið heldur ber þess vitni hversu vel Rannveig var gerð. Kæru mágkonu minni féll aldrei verk úr hendi, allt gert með bros á vör og hún kunni svo vel að nota hláturinn til að lífga upp á hvers- dagsleikann. Hún virðist hafa fengið hæfnina að leiðbeina öðrum í vöggugjöf og ég ímynda mér að val um starfsframa hafi verið henni auðvelt og sjálfgefið. Hún ljómaði þegar hún talaði um kennsluna, þar hefur léttleikinn komið henni langt í kringum ung- lingana sem eflaust hafa stundum verið krefjandi eins og fylgir því aldursskeiði. Þessi vöggugjöf hennar nýttist vel í uppeldinu og hæfileiki hennar til að sinna móð- urhlutverkinu af bæði festu og hlýju var henni eðlislægur, allt svo áreynslulaust. Enda bera dæturn- ar þess vitni hversu góð móðir Rannveig var, í mínum huga eru þær fullmótaðir einstaklingar og klárar að takast á við lífið. Nóttina sem Rannveig kvaddi jarðlífið dreymdi mig hana. Við Kristinn stóðum með henni í óskil- greindu anddyri, hárið var glans- andi og hún var í fallegum svörtum kjól. Umræðuefnið var dætur okk- ar eins og svo oft áður en við vor- um að reyna að skipuleggja við- burð fyrir þær. Hún hafði ekki tíma, var á hraðferð, sagði bros- andi að við myndum sjá um þetta. Síðan kvaddi hún okkur hlæjandi og við horfðum á eftir henni út um dyrnar. Hún virtist tilbúin að kveðja en það vorum við ekki, samt gátum við ekki annað en brosað með henni. Með þakklæti í huga, tár á hvarmi og bros í hjarta minnumst við góðrar konu sem kom með hlýju og gleði í líf okkar allra. Elsku Sverrir, Áslaug, Ingi- björg og Þóra, við samhryggjumst ykkur, fjölskyldunni og vinum innilega. Megi ljós og hlýja fylgja ykkur um alla tíð. Fríður Skeggjadóttir Þormar. Rannveig var alltaf svo hlý og góð. Þeir sem kynntust henni segja allir það sama, „hún var allt- af brosandi“, ljósið í herberginu. Rannveig er systir mömmu minn- ar en ég leit á hana sem stóru syst- ur mína. Ef ég lenti í erfiðleikum með námið gat ég leitað til hennar, hún var alltaf til í að hjálpa. Þegar ég þurfti að fara í pössun vildi ég alltaf vera hjá henni og Sverri. Ár- ið 2009 eignuðust þau hana Ás- laugu, næst Ingibjörgu og svo Þóru. Þetta eru litlu frænkur mín- ar sem ég mun ávallt passa upp á og vera til staðar fyrir. Ég elskaði Rannveigu svo mikið og er þakklát fyrir þann tíma sem ég fékk með henni. Hún kenndi mörgum krökkum sem eru núna með mér í skóla. Þau tala öll svo vel um hana. Ég leit alltaf upp til hennar, var fyrirmynd í svo mörgu. Alltaf í góðu skapi og góð við alla, þannig ætla ég að vera. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn) Sólveig frænka. Fimm dögum eftir að þú varðst mamma gat ég ekki beðið lengur og tilkynnti þér að ég kæmi daginn eftir til að hitta ykkur mæðgur. Daginn eftir þótti frumburði mín- um hins vegar tilvalið að koma í heiminn og við urðum því mömmur í sömu vikunni. Þú varst svo fegin að ég hefði ekki náð að koma því þá þurftir þú ekki að segja mér hvað þetta hefði verið vont. Í staðinn hittumst við með ungana okkar, báðar reynslunni ríkari, og gátum látið allt flakka um þennan merkilega viðburð, fæðingu frumburða okkar. Þetta var þó ekki verra en svo að við eignuðumst báðar tvö börn í við- bót, þau yngstu árið 2014 og aðeins ár er á milli miðjubarnanna okkar. Þú varst og ert mín besta vin- kona. Heimurinn verður aldrei eins án þín og það er undarlegt að hugsa til þess að það er tíminn sem ég mun aldrei fá með þér sem mun hjálpa mér að sefa sorgina sem býr í hjarta mínu. En það er svo margt að þakka fyrir og ég ætla að einblína á tímann sem við fengum saman í stað tímans sem hefur ver- ið tekinn af okkur. Ég ætla að þakka fyrir allar minningarnar sem ég á í stað þess að syrgja minningarnar sem ég mun aldrei fá. Ég ætla að vera þakklát frekar en reið, og glöð frekar en leið. Ég kom heim sama dag og þú lagðist inn á spítalann í janúar. Verandi hér tókst mér að gleðja þig nokkrum sinnum og stytta þér stundir en það sem þú gerðir fyrir mig er ólýsanlegt. Þú leyfðir mér að vera þér til halds og trausts og ég er þér óendanlega þakklát fyrir að hafa treyst mér fyrir þessu mikilvæga hlutverki. Kannski gerðirðu það af því að við vorum alltaf frekar léttar á því, vorum ekki mikið að gráta yfir ástandinu eða eyða dýrmætum tíma í að sitja saman með kvíðahnút í maganum heldur lyftum við hvor annarri upp. Það var bara ekkert drama hjá okkur en það er einmitt það síðasta sem þú sagðir við mig á líknardeildinni, „bara ekkert drama“, og svo hlógum við saman í síðasta sinn. Þú sagðir líka við mig í vor að þú vildir ekki fresta neinu sem þú þyrftir ekki að fresta. Þannig að við frestuðum engu og að launum hlaut ég yndislegar minningar sem ég mun lifa á um aldur og ævi. Þú gafst mér nefnilega það dýr- mætasta sem þú gast gefið – tím- ann þinn – en hann er það eina sem við eigum sannanlega tak- markað af í þessu lífi. Þú lifir áfram í yndislegu stelp- unum þínum og ég hlakka svo til að sjá þær vaxa úr grasi í faðmi pabba síns sem passar þær svo vel. Þetta verður allt í lagi elsku Rannveig, þú stóðst þig svo vel og þú verður alltaf með okkur öllum. Hafðu engar áhyggjur, þú getur hvílt þig núna. Elsku Sverrir, Áslaug, Ingi- björg og Þóra. Þið eigið alla mína samúð og ég er algjör forréttinda- pési að fá að vera vinkona ykkar. Þín Guðrún. Elsku Rannveig vinkona er far- in. Við Rannveig kynntumst fyrst 10 ára gamlar þegar ég flutti til Njarðvíkur og urðum við fljótt bestu vinkonur. Þar með hófst yfir 30 ára vinátta sem lýkur nú, allt of snemma, en eftir standa ótalmarg- ar góðar og skemmtilegar minn- ingar. Það var ekki annað hægt en að laðast að Rannveigu þar sem hún var með einstaklega jákvæða nærveru og var alltaf brosandi. Við Rannveig náðum að verða samferða í gegnum marga mikil- væga kafla í lífinu. Við fórum báð- ar í Menntaskólann í Reykjavík þar sem við vörðum nánast öllum fjórum árunum okkar saman, í sama bekk og bjuggum í næstu götu við hvor aðra. Samgangurinn var því mikill og var ýmislegt skemmtilegt brasað á þessum ár- um. Við deildum saman herbergi í útskriftarferðinni okkar úr MR en Rannveig skaðbrann í ferðinni eft- ir of langa sólstrandarlegu og ég bar á hana öll smyrsl sem til voru til að reyna að draga úr brunan- um. Það sem við höfum hlegið að þessari ferð og því hvað okkur datt í hug að bera á þessi brunasár. Við eignuðumst síðan fyrstu börnin okkar með nokkurra mánaða millibili og náðum að verja góðum tíma saman í fæðingarorlofunum okkar, Rannveig og Sverrir með þrjár stelpur og við Gummi með þrjá stráka. Rannveig var nokkr- um mánuðum á undan mér með fyrsta barn og var ómetanlegt að eiga svona góða vinkonu sem var nýbúin að ganga í gegnum allt það sem ég var að ganga í gegnum. Sem mamma var Rannveig með allt á hreinu, róleg og yfirveguð. Stelpurnar hennar eru til fyrir- myndar og allt á sínum stað á heimilinu. Ég veit ekki hvernig hún fór að þessu en þetta var í mínum huga einstakt. Síðustu árin stendur upp úr minningabunkan- um þegar Rannveig kom að heim- sækja mig þar sem ég var búsett í Svíþjóð og við töluðum og hlógum saman í fjóra daga samfleytt. Við hefðum örugglega getað talað saman í 40 daga í viðbót án þess að skorta umræðuefni. Við náðum svo að fara í eina ómetanlega ferð í viðbót saman til Stokkhólms með MR-saumaklúbbnum þar sem við vorum aftur herbergisfélagar, rifj- uðum upp gamla tíma og bættum Rannveig Þorvaldsdóttir HINSTA KVEÐJA Hvað sem hver segir er fegurðin ekki skraut heldur kjarni lífsins (Sigurður Pálsson) Sorgin hefur barið að dyrum, en minningarnar lifa. Rannveig bar með sér geisla. Elsku vinir. Innilegar samúðarkveðj- ur. Þorlákur Helgi og Kristjana. Morgunblaðið birtir minn- ingargreinar endurgjalds- laust alla útgáfudaga. Lengd | Minningargreinar sem birtast í Morgunblaðinu séu ekki lengri en 3.000 slög. Ekki er unnt að senda lengri grein. Lengri greinar eru eingöngu birtar á vefnum. Hægt er að senda ör- stutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síð- una. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu að- standendur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýsingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.