Morgunblaðið - 01.03.2021, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
✝ Ástþór Hlöð-versson fæddist
í Vestmannaeyjum
20. mars árið 1966.
Hann lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 17.
febrúar 2021 eftir
fjögurra ára bar-
áttu við krabba-
mein. Foreldrar
Ástþórs eru Hlöð-
ver Pálsson, f. 15.
apríl 1938 og Sonja Margrét
Gränz, f. 24. ágúst 1939.
Ástþór var einn af sjö systk-
inum, hin eru: Ólafur Ómar, f.
1959, Geir Sigurpáll, f. 1964,
Vignir Þröstur, f. 1967, Hlöðver,
f. 1972, Róbert Karl, f. 1978 og
Víóletta Ósk, f. 1979.
Hinn 9. október 1993 kvæntist
Ástþór Helgu Guðmundsdóttur,
f. 11. ágúst 1967. Foreldrar
hennar eru Guðmundur Tr.
Ólafsson, f. 9. janúar 1946 og
störfuðu saman á veitingastað í
miðbæ Óslóar.
Eftir að komið var heim frá
Noregi hóf hann störf á Smur-
stöðinni Vogum, sem seinna
sameinaðist Max1. Samhliða
vinnu þar lagði Ástþór stund á
nám í rafvirkjun og lauk bóklega
hluta þess árið 1999. Ástþór
hætti störfum hjá Max1 seinni
hluta árs 2015 og færði sig yfir
til Trefja í Hafnarfirði, þar sem
hann starfaði sem rafvirki og
lauk samhliða sveinsprófi í raf-
virkjun í febrúar 2017.
Ástþór hafði alla tíð mikla un-
un af tónlist. Síðustu 25 ár spil-
aði hann á bassa, söng og samdi
lög og texta í hljómsveitinni
Strákarnir hans Sævars. Helstu
áhugamál Ástþórs fyrir utan
hljómsveitastússið voru gít-
arsmíði, golf, ljósmyndun, íþrótt-
ir og spilaði hann einnig blak til
margra ára með Stjörnunni
ásamt bræðrum sínum.
Útför Ástþórs fer fram í Víði-
staðakirkju 1. mars 2021 kl. 15.
Allir velkomnir á meðan hús-
rúm leyfir. Athöfninni verður
streymt og hægt er að nálgast
virkan hlekk á https://youtu.be/
Fe1VgBI9Jlo
Alda Hauksdóttir, f.
21. september 1945.
Börn Ástþórs og
Helgu eru: 1) Hilm-
ar Ástþórsson, f. 31.
mars 1991, sam-
býliskona Rakel
Svala Gísladóttir, f.
21. desember 1994.
2) Elva Björk Ást-
þórsdóttir, f. 23. júlí
1995, eiginmaður
Wade Barrett Lee,
f. 3. desember 1992. 3) Berglind
Alda Ástþórsdóttir, f. 9. apríl
1999, unnusti Styr Orrason, f. 11.
janúar 2000.
Ástþór ólst upp í Garðabæ og
gekk þar í Flataskóla og Garða-
skóla. Að loknu grunnskólanámi
lagði hann stund á matreiðsl-
unám í Skútunni í Hafnarfirði og
útskrifaðist sem kokkur frá Hót-
el- og veitingaskóla Íslands árið
1987. Eftir útskrift fluttu Ástþór
og Helga til Noregs þar sem þau
Það er ótrúlega erfitt að þurfa
að kveðja þig í hinsta sinn í dag,
elsku Ástþór minn.
Við kynntumst árið 1984 í gegn-
um sameiginlegan vin og byrjuð-
um fljótlega að vera saman. Við
byrjuðum að búa saman þremur
árum síðar þegar við héldum á vit
ævintýranna og fluttum til Nor-
egs, þar sem þú vannst sem kokk-
ur og ég þjónaði á Fregatten, veit-
ingastað niðri við höfnina í Ósló.
Þetta var skemmtilegur og lær-
dómsríkur tími fyrir okkur og töl-
uðum við oft um að fara aftur
þangað í heimsókn, en gerðum
það því miður aldrei.
Við giftum okkur 9. október
1993 í Garðakirkju og saman eig-
um við þrjú yndisleg börn sem þú
varst svo óendanlega stoltur af.
Þú varst þeim góð fyrirmynd og
alltaf til staðar fyrir þau, kenndir
þeim að standa alltaf á sínu, vera
dugleg og leggja sig fram í því
sem þau tækju sér fyrir hendur,
þá yrði uppskeran góð.
Þú varst mikill námsmaður og
hafðir ótrúlega gaman af því að
læra eitthvað nýtt. Naust þess að
sitja á kvöldin í rólegheitum við
tölvuna og læra nýja hluti eins og
forritun, tónlist, ljósmyndun eða
hvað sem þér datt í hug.
Ég á eftir að sakna þess að
heyra í þér þar sem þú situr inni í
herberginu þínu og hlustar á
uppáhaldstónlistina þína, spilar
undir á bassann og syngur með.
Ég á eftir sakna húmorsins, ég á
eftir að sakna þess að taka golf-
hring saman, ég á eftir að sakna
þess að kúra uppi í sófa og horfa á
mynd, ég á eftir að sakna þess að
fara í göngutúra og taka ljós-
myndir … ég á eftir að sakna svo
mikils.
Við vorum mjög samrýnd og
okkur leið vel saman og hlökkuð-
um til þess að eldast saman,
ferðast og njóta lífsins enn frekar.
Hlökkuðum til að fá titilinn afi og
amma en Hilmar okkar og Rakel
unnusta hans eiga von á litlum
prinsi í sumar, þú varst svo glaður
og spenntur yfir því að verða afi.
Ég mun ekki þreytast á því að
segja litla peyjanum frá afa sínum
og hversu yndislegur hann var.
Minningarnar sem orðið hafa
til á lífsleið okkar eru óteljandi.
Hvort sem um var að ræða helg-
arferðir okkar, útilegur með stór-
fjölskyldunni, sumarbústaðaferð-
ir, golfferðir með vinum eða
notalegar kvöldstundir með vin-
um og ættingjum. Dýrmætustu
minningarnar hafa þó orðið til við
samverustundir með börnunum
okkar, bæði hér heima og á ferða-
lögum okkar erlendis.
Síðasta ferðin sem við tvö fórum
í saman var til Tenerife í des. 2019.
Á þeim tíma leið þér vel og nutum
við þess að fara út að borða, ganga
um á ströndinni, hlusta á músík og
slaka á, minningin um þá ferð er
mér afar dýrmæt.
Í erfiðum veikindum undanfar-
in ár sýndir þú mikið æðruleysi og
baráttuvilja. Það er sárt að þurfa
að horfa á eftir þér fara frá okkur
svona snemma. Þú varst mín stoð
og stytta.
Söknuðurinn er ólýsanlegur,
elsku Ástþór minn.
Hvíldu í friði.
Þín
Helga.
Elsku besti pabbi okkar.
Tilhugsunin um framtíð án þín
er hræðilega erfið. Að missa nær-
veru þína, væntumþykjuna, þolin-
mæðina, viskuna, úrlausnasemina,
góðu ráðleggingarnar, kímnigáf-
una, dugnaðinn, kaldhæðnina,
brandarana, sönginn og hljóðfæra-
spilið úr herbergi þínu er eitthvað
sem ekkert kemur í staðinn fyrir.
Kveðjustundin er uppfull af
söknuði og sorg, að ógleymdu
þakklætinu í þinn garð. Þegar
hugsað er til baka til bæði upp-
vaxtaráranna og síðari ára er
stuðningur þinn og mömmu ómet-
anlegur. Þolinmæðin til þess að
leiðbeina, kenna og verja tíman-
um með okkur krökkunum er
óborganleg. Það skiptir ekki máli
hvað átti að fara að læra eða leysa
úr, þú varst alltaf tilbúinn að setj-
ast niður og verja tímanum í að
kenna okkur. Ef þú kunnir það
ekki þá fórstu einfaldlega og
lærðir það í einrúmi og komst svo
aftur til að kenna okkur, „Hey, ég
er búinn að finna út úr þessu.“
Allir sem til þín tala minnast
þess hversu mikið gæðablóð og
toppeintak af manneskju þú varst
og þar tökum við krakkarnir vel
undir, enda höfum við alltaf verið
svo montin af töffaranum pabba
okkar. Þú varst kannski ekki mik-
ið að monta þig af ágætum þínum
sjálfur enda hógvær með ein-
dæmum, það lýsir þér og per-
sónuleika þínum vel. Allt sem þú
tókst þér fyrir hendur var gert
eins vel og nokkur möguleiki var
á, og helst örlítið betur en full-
komlega.
Þú ert okkur krökkunum mikil
fyrirmynd. Persónuleiki þinn og
nálgun á lífið sjálft og hindranir
þess voru aðdáunarverð og til eft-
irbreytni. Við komum til með að
lifa eftir því sem þú stóðst fyrir og
kenndir okkur í gegnum tíðina.
Það er líka öruggt að væntanlegi
afastrákurinn þinn fær að vita allt
um þig og hversu ótrúlegur þú
varst.
Allar minningarnar sem við
fjölskyldan höfum skapað í gegn-
um tíðina eru gersemi sem munu
lifa áfram með okkur og lýsa upp
daginn. Hvort svo sem horft sé til
utanlandsferðanna, ferðalaganna
innanlands eða til hins daglega
lífs með þér. Það var alltaf gott að
vera hjá þér og við gátum spjallað
um allt á milli himins og jarðar,
því að þú varst ekki aðeins frábær
pabbi heldur líka traustur vinur.
Orð fá því ekki lýst hvað við
söknum þín mikið pabbi. Við vit-
um þó að þú munt fylgja okkur
áfram hvert fótspor. Þegar eitt-
hvað verður erfitt eða þörf er á
hjálp munt þú án efa verða fyrst-
ur á staðinn og styðja okkur í
anda.
Við elskum þig endalaust.
Minning þín er ljós í lífi okkar.
Hvíldu í friði elsku pabbi.
Hilmar, Elva Björk og
Berglind Alda.
Það er erfitt að kveðja dreng-
inn okkar tæplega 55 árum eftir
að hann kom í heiminn. Hann háði
hetjulega baráttu við erfið veik-
indi áður en hann kvaddi okkur á
líknardeildinni í Kópavogi 17.
febrúar síðastliðinn. Ástþór er úr
sjö systkina hópi þar sem mikil
vinátta ríkir, gleðin ávallt til stað-
ar og pabbi og mamma alltaf vel-
komin með. Hann gaf mikið af sér,
var einstaklega hlýr og góður
drengur og traustur vinur. Ástþór
og Helga með gullmolana sína
þrjá hafa alla tíð verið okkur stoð
og stytta.
Elsku Helga, Hilmar, Elva,
Berglind og tengdabörn, minning-
in um góðan dreng lifir.
Mamma og pabbi
Elskulegi tengdafaðir okkar.
Mikið sem við erum þakklát
fyrir að hafa fengið að kynnast þér
og þínu fólki, öll yndisleg. Það var
alltaf jafn notalegt að koma í
heimsókn til ykkar Helgu þar sem
þið tókuð alltaf vel á móti okkur
með gleði, húmor og skemmtileg-
heitum.
Við munum sakna þess að hafa
þig ekki með okkur, en þú verður
alltaf í hjarta okkar allra um
ókomna tíð.
Þín tengdabörn,
Wade Lee, Styr Orrason og
Rakel Svala Gísladóttir.
Við kveðjum með sorg í hjarta
bróður, mág og frænda okkar Ást-
þór sem lést á líknardeildinni í
Kópavogi eftir tæplega fjögurra
ára baráttu við erfið veikindi. Ást-
þór fór alla tíð sínar eigin leiðir og
var mjög úrræðagóður. Þetta
byrjaði strax í æsku en þegar
hann var lítill gutti og sá að eitt-
hvað var í matinn sem hann kann-
aðist ekki við þá spurði hann
mömmu: „Mamma, finnst mér
þetta gott?“ Svarið var iðulega já-
kvætt og þá borðaði hann matinn
með bestu lyst.
Allt lék í höndunum á Ástþóri
og ef hann tók eitthvað að sér þá
var allt í toppmálum og öruggt að
útkoman yrði góð, sama hvort það
var í vinnu eða frístundum. Smíð-
ar, rafmagn, tölvur, tækni, gítar-
smíði, tónlist, blak og viðgerðir
voru áhugasviðin og svo fjölskyld-
an. Samband Helgu, Ástþórs og
barnanna einkenndist af sam-
heldni, hlýju og kærleika.
Ástþór var ekki mikið að hafa
sig frammi og lítið fyrir að bera til-
finningar sínar á borð. Það var því
mjög skemmtilegt að sjá rokkar-
ann kominn upp á svið og fronta
hljómsveitina Strákarnir hans
Sævars með söng, bassaleik og
lagasmíðum sem hann gerði í 24
ár. Bassinn góði sem var ómiss-
andi hluti af honum var að sjálf-
sögðu með á brúðkaupsmyndun-
um. Hann var mjög mikill
húmoristi og alltaf snöggur til
svara og fljótur að sjá spaugilegu
hliðina á öllum málum.
Hann var blakari og lék með
bræðrum sínum í áratugi í Stjörn-
unni. Það var alveg sama hvað
gekk á, hversu mikið mótlætið var
á vellinum og spennustigið hátt,
Ástþór tæklaði allar aðstæður með
stóískri ró, var algjör klettur og
var til fyrirmyndar á vellinum og
kláraði sín verkefni með miklum
sóma. Meira að segja, nokkrum
dögum áður en hann greindist af
krabbameininu þá spilaði hann
með bræðrum og vinum á öld-
ungamóti í blaki þar sem hann var
sárþjáður af verkjum allan tímann
en eins og alltaf þá gaf hann allt í
þetta og lagði sig 100% fram fyrir
liðsfélagana. Hann lét ekki heldur
sitt eftir liggja utan vallar, því
hann var hrókur alls fagnaðar í
blakpartíunum og alltaf með gít-
arinn í för og sá til þess að mikið
væri sungið og trallað.
Ástþór var ekkert mikið að
væflast með hlutina né að búa til
eitthvert vesen, orðið vesen var
líklega ekki til í orðabókinni hans.
Sjálfur vildi hann aldrei láta hafa
fyrir sér. Þegar systkinin tóku sig
saman og skelltu sér í óvissuferð
til þess að gera sér dagamun í
veikindunum, þá var Ástþór að
sjálfsögðu klár í þetta. Hann var
ekkert að flækja málin með að
spyrja hvert förinni væri heitið,
hvað stæði til eða hversu löng ferð-
in yrði. Áfangastaðurinn var Berl-
ín – og áttu systkinin frábæra ferð
saman sem er uppfull af dásam-
legum og dýrmætum minningum.
Samferðafólk Ástþórs er til
vitnis um að hann var algjörlega
óumdeildur sem afskaplega góður
gæi.
Hvíl í friði, elsku Ástþór.
Deyr fé,
deyja frændur,
deyr sjálfur ið sama.
En orðstír
deyr aldregi
hveim er sér góðan getur.
(Úr Hávamálum)
Elsku fjölskylda, við sendum
ykkur okkar dýpstu samúðar- og
baráttukveðjur.
Hlöðver Perla og fjölskylda.
Elsku Ástþór bróðir minn er
látinn.
Að tala um að hann sé farinn frá
okkur er skrýtið.
Það var bara eitt ár á milli okk-
ar þannig að ég fékk oft að vera
með honum þegar við vorum
krakkar og var aldrei mikið vesen
að hafa yngri bróðurinn með.
Við vorum mikið saman, í leikj-
um, æfðum fótbolta og blak og fór-
um báðir á námssamning í mat-
reiðslu hjá frændum okkar í
Skútunni.
Við áttum margt sameiginlegt,
eins og íþróttirnar, matreiðsluna
og tónlistina sem við hlustuðum á.
Við vorum sagðir mjög líkir í útliti
og það var nú ekki sjaldan sem
fólk ruglaði okkur saman, meira að
segja gamlir bekkjarfélagar hans
héldu stundum að þeir væru að
tala við Ástþór þegar þeir voru að
spjalla við mig.
Við vorum oft spurðir hvort við
værum tvíburar og er eitt af þeim
skiptum minnisstæðara en önnur.
Þá vorum við báðir að vinna sem
matreiðslumenn. Ástþór vann á
Lækjarbrekku og ég á veitinga-
staðnum við hliðina. Við vorum
báðir á vakt eitt kvöldið og þá kom
starfskona frá Lækjarbrekku yfir
til okkar til að fá eitthvað lánað,
sér mig í eldhúsinu og segir: „Hva,
ert þú að vinna líka hér?“ Ég sagð-
ist þá bara vera að vinna smá
aukavinnu og hún mætti ekki
segja eiganda Lækjarbrekku frá
því. Hún sagði að það væri ekkert
Ástþór
Hlöðversson
✝ Ingibjörg Þor-valdsdóttir
fæddist á Akureyri
þann 22. desember
1938. Hún lést á
Dvalar- og hjúkr-
unarheimilinu Hlíð
þann 18. febrúar
2021. Foreldrar
Ingibjargar voru
hjónin Sigurlaug
Benediktsdóttir, f.
7.7. 1903, d. 22.8.
1995, og Þorvaldur Kr. Jónsson,
f. 30.10. 1902, d. 1.4. 1965. Ingi-
björg átti einn bróður, Ragnar
Þorvaldsson, f. 25.2.1947, d. 11.8.
1996.
esi Gunnari Bjarnasyni. Börn:
Arndís og Bjarney Hilma. Áður
átti Hilmar Guðveigu Jónu, f.
19.6. 1962. Eiginmaður hennar
er Stefán Örn Ástvaldsson og eru
þeirra börn Brynja og Hlynur.
Ingibjörg ólst upp á Akureyri
en fór í Húsmæðraskólann í
Reykjavík veturinn 1957-58, eftir
það starfaði hún meðal annars
hjá Landssímanum og í móttöku
á Heilsugæslustöðinni á Ak-
ureyri.
Útförin fer fram frá Akureyr-
arkirkju 1. mars klukkan 13.30.
Vegna aðstæðna verða einungis
nánustu ættingjar viðstaddir. At-
höfninni verður streymt á fa-
cebook-síðunni Jarðarfarir í Ak-
ureyrarkirkju – beinar
útsendingar. Stytt slóð á streymi:
https://tinyurl.com/mj3w8kut.
Virkan hlekk á streymi má
finna á:
https://www.mbl.is/andlat.
Hún giftist Hilm-
ari H. Gíslasyni, f.
29.2. 1936, bæj-
arverkstjóra á Ak-
ureyri og eignuðust
þau þrjú börn. 1)
Þorvaldur Kristinn,
f. 2.4. 1965, í sam-
búð með Öldu Óm-
arsdóttur. Börn:
Ingibjörg Íris, Sara
og Rannveig Tinna.
2) Ólafur Gísli, f.
12.2. 1967, kvæntur Evu Sif
Heimisdóttur. Börn: Eva Kristín
og Emma Guðrún. Eva Sif á einn-
ig Ölmu Karen og Daníel Þór. 3)
Kristín, f. 10.7. 1969, gift Jóhann-
Mamma var einstök kona. Hún
hugsaði alla tíð mest um aðra, var
góður vinur, þolinmóð og hjálp-
söm. Það var ábyggilega oft
krefjandi að vera móðir okkar en
það var fátt sem haggaði
mömmu. Hún skipti aldrei skapi,
vann sín verk í hljóði og gekk allt-
af hreint til verks án nokkurs asa.
Handverk lék í höndunum á
henni. Hún var alltaf með eitt-
hvað á prjónunum, langoftast var
það eitthvað handa öðrum. Hand-
bragð og frágangur var alltaf til
fyrirmyndar.
Mamma var dugleg að rækta
fjölskylduböndin og sinna fólkinu
sínu. Afi lést tiltölulega ungur
eftir erfið veikindi. Mamma var
kletturinn hennar ömmu og að-
stoðaði hana alla tíð og reyndist
Ragnari bróður sínum afar vel.
Það var henni mikið áfall þegar
hann lést rétt fyrir fimmtugt.
Eftir að við systkinin fluttum
að heiman skapaðist skemmtileg
hefð. Á hverju sunnudagskvöldi
hittumst við öll saman í Jörva-
byggðinni. Þar voru allir ávallt
velkomnir og oftar en ekki ein-
hver sem bættist óvænt í hópinn.
Mamma eldaði alltaf meira en
nóg. Það voru líka haldnar mynd-
arlegar veislur þegar eitthvað
stóð til. Það var sama hvert til-
efnið var, matarboð, sauma-
klúbbur eða afmæli, borðin svign-
uðu undan kræsingum. Mamma
átti alltaf að minnsta kosti eina
fermingarveislu í frystinum.
Barnabörnin elskuðu ömmu.
Það var auðvelt því reglurnar
voru fáar og nóg af ís og súkku-
laði. Hún hafði endalausa þolin-
mæði til að leiðbeina þeim og
kenna. Var þá gjarnan tekið í spil
en mamma var alltaf með spilin
nálæg. Ósjaldan sátu þær vinkon-
ur, mamma og Hulda, og spiluðu
rommý í eldhúsinu. Það var að
sjálfsögðu alltaf talið og öll úrslit
skráð í bók.
Mamma og pabbi voru dugleg
að ferðast til útlanda en pabbi
vildi helst fara í ferðir með golf-
settið í farangrinum. Kom það
fyrir að mamma sat í golfbílnum
og prjónaði meðan pabbi spilaði á
golfvöllum, m.a. í Flórída.
Mamma hafði mjög gaman af því
að versla þegar hún fór utan. Það
skipti ekki máli hvort ferðin var
einn dagur eða einn mánuður.
Það fengu allir gjafir við heim-
komu.
Mamma og pabbi hafa alltaf
átt frábæra vini. Vinahópurinn
hefur ræktað vinskapinn og deilt
sorgum og gleðistundum.
Mamma fékk sinn skerf af veik-
indum á lífsleiðinni og það hefur
svo sannarlega sýnt sig í veikind-
um, bæði mömmu og pabba, hve
mikilvægt það er að eiga rækt-
arsama vini. Fyrir það viljum við
fjölskyldan þakka. Síðustu árin
naut mamma frábærrar aðhlynn-
ingar á Dvalar- og hjúkrunar-
heimilinu Hlíð og eru starfsfólki
þar færðar hlýjar kveðjur.
Takk fyrir allt elsku mamma,
Þorvaldur, Ólafur
og Kristín.
Mig langar með nokkrum orð-
um að minnast elskulegrar
tengdamóður minnar, Ingibjarg-
ar Þorvaldsdóttur.
Allt frá því ég kom fyrst til
þeirra Ingibjargar og Marra,
haustið 2005, mætti mér afslapp-
að og hlýtt viðmót. Allar götur
síðan, þegar við Óli komum norð-
ur, beið Ingibjörg eftir okkur
með heitt kaffi á könnunni og
norðlenskar smurbrauðstertur á
borðum, sama hversu seint við
vorum á ferðinni, „hringdu í mig
þegar þið rennið fram hjá Þela-
mörk, þá set ég á könnuna“. Síð-
an voru uppábúin rúm klár, fyrir
okkur fjölskylduna, hvort sem
það vorum við Óli tvö, Alma og
Daníel með eða öll hersingin eftir
að Eva Kristín og Emma Guðrún
bættust í hópinn, alltaf pláss í
Víðilundinum. Mikið þótti mér
líka vænt um hvað þau tóku Ölmu
mína og Daníel minn inn í fjöl-
skylduna eins og þeirra eigin og
þegar þau voru með í för brást
ekki að Ingibjörg bauð upp á
Greifapizzu kvöldið fyrir brott-
för.
Við Ingibjörg áttum margar
góðar stundir við eldhúsborðið í
Víðilundinum, spjalla með kaffi
eða kók í bolla og smá kruðerí og
ósjaldan tókum við spilastokkinn
upp og spiluðum rommý og þar
var Ingibjörg í essinu sínu.
Yndisleg kona sem ég er svo
þakklát fyrir að hafa kynnst,
traust, ósérhlífin og æðrulaus.
Hún var búin að fá sinn skammt
af þrautum en er núna komin í
sumarlandið – ótal dýrmætar
minningar um einstaka konu lifa
eftir hjá okkur.
Blessuð sé minning hennar
Eva Sif Heimisdóttir.
Ingibjörg
Þorvaldsdóttir