Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 01.03.2021, Qupperneq 32
32 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021 40 ára Hafdís er Vopn- firðingur en býr í Reykjavík. Hún er með BA-gráðu í sálfræði og er að klára ritgerð fyrir MS-gráðu í mannauðs- stjórnun, hvort tveggja frá HÍ. Hafdís vinnur sem ráðgjafi hjá Intellecta. Hún æfir blak með Þrótti og situr í stjórn blakdeild- arinnar. Maki: Sveinbjörn Jónsson, f. 1981, verk- fræðingur hjá Isavia. Börn: Sævar Daði, f. 2007, Klara Hlín, f. 2010, og Dagur Kári, f. 2013. Foreldrar: Pétur Hafsteinn Ísleifsson, f. 1957, verkstjóri hjá Útgerðarfélagi Akur- eyrar, búsettur á Laugum í Reykjadal, og Sigríður Karlsdóttir, f. 1957, vinnur hjá Mo- mentum gjaldheimtu, búsett í Reykjavík. Hafdís Ósk Pétursdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það er óvenjuhætt við að hugmyndir þínar verði kveðnar í kútinn í dag. Allt sem þér leiðist drepur niður frumkvæði þitt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þær aðstæður hafa skapast að þú ert í óvenjuvaldamikilli aðstöðu og því skiptir miklu máli að þú kunnir með vald þitt að fara. Gömul tækifæri munu reynast þér best þessa dagana. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það skiptir öllu máli að vera sann- ur gagnvart sjálfum sér og öðrum. Ekki trúa því sem þú vilt trúa varðandi maka eða náin vin. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Stundum er tímanum með ókunnugum vel varið, en stundum er betra heima setið en af stað farið. Aðrir sjá ekki öll mál í sama ljósi og þú. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Öllu gríni fylgir einhver alvara svo þú skalt gæta orða þinna og hafa aðgát í nær- veru sálar. Sýndu öðrum tillitssemi. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú þarft á öllu þínu að halda til þess að verja skoðanir þínar fyrir aðgangs- hörðum andmælendum. Þér tekst flest það sem þú leggur áherslu á. 23. sept. - 22. okt.  Vog Umburðarlyndi og þolinmæði er nokk- uð sem stundum er af skornum skammti hjá þér og það á við þessa dagana. Gefðu þér tíma til að finna hana svo þú fáir frið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það er ekki nóg að geta sett mál sitt fram með skemmtilegum hætti ef þú gætir þess ekki að ræðan sé líka fræð- andi. Reyndu að sjá ólíkar hliðar. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hafðu augun hjá þér og láttu einskis ófreistað til þess að komast til botns í þeim málum sem þú hefur tekið að þér. 22. des. - 19. janúar Steingeit Einhver samskiptavandi ríkir milli þín og vinnufélaga þíns. Hlustaðu á þína innri rödd, áður en ytri röddin fær að hljóma. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Spennan sem þú finnur til vegna yfirvofandi fundar með nýju fólki er til komin vegna ímyndaðs mikilvægis þess. Sýndu öðrum nærgætni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Viðskipti geta verið varasöm, þegar ekkert tillit er tekið til aðstæðna. Atorka þín mun skila sér í betri starfskjörum eða nýjum atvinnumöguleikum. Staatstheater Wiesbaden. Hann var þar á mála til 1991 en síðan þá hefur hann verið sjálfstætt starfandi söngv- ari. Hann hefur sungið nokkuð á ann- að hundrað óperuhlutverka víðs veg- ar um heim, t.d. í New York, Vínarborg, París, London, Mílanó, San Francisco, Los Angeles, Tókýó, Beijing og víðar í helstu óperuhúsum heims. „Það hefur kosti og galla að vera í lausamennsku. Maður sér meira af heiminum og fær betur borgað en að vera fastráðinn einhvers staðar. En á móti er atvinnuöryggið ekkert og það er mikil samkeppni og svo er maður minna heima hjá sér.“ Uppáhaldshlutverkin Aðspurður segist Kristinn syngja mest Wagner í seinni tíð en líka Ross- ini. „Það er kannski svolítið skrítið því þeir eru mjög ólíkir. Ég hef t.d. mikið sungið hlutverk Gurnemanz í óperunni Parsifal. Það er hlutverk sem mér þykir mjög vænt um og er eitt af stærstu bassahlutverkunum enda tók það mig um tvö ár að læra það. Svo er annað hlutverk, Ochs bar- ón í Rósariddaranum eftir Richard Strauss, ég hef sungið það nokkuð oft kórstjórn í Grindavík og var í Ís- lensku óperunni frá 1981 til 1982 og síðan 1985-1989. „Ég var í alls konar vinnu á þessum tíma, en allt í sam- bandi við söng, var til dæmis með þætti í útvarpinu um klassíska tónlist og söng í jarðarförum og á árs- hátíðum.“ Árið 1989 hófst síðan alþjóðlegur ferill þegar Kristinn var fastráðinn sem óperusöngvari við Hessisches K ristinn Sigmundsson er fæddur 1. mars 1951 í Reykjavík og ólst upp á Holtsgötu og í Gnoð- arvogi. Hann var í sveit í tvö sumur hjá afabróður sínum, Guðmundi Benónýssyni, á Gerð- hömrum í Dýrafirði og síðan tvö sum- ur á Litla-Ármóti í Flóa. Kristinn gekk í Vogaskóla og varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1971. „Það voru mikil mótunarár, ég var í Kór Mennta- skólans við Hamrahlíð og kynntist þar klassískri tónlist en áður hafði ég mest verið að hlusta á popp, Bítlana og Rolling Stones. Svo vaknaði mikill áhugi á bæði líffræði og íslensku og ég vissi ekki hvort ég ætti að velja þegar ég fór í háskólann.“ Líffræðin varð fyrir valinu og lauk Kristinn BS- prófi í því fagi 1977. Kristinn kenndi líffræði við Menntaskólann við Tjörn- ina og síðan Menntaskólann við Sund þar til hann fór út í söngnám. Söngferillinn Kristinn hóf söngferilinn frekar seint, en hann lauk söngprófi þrítug- ur að aldri og ferill hans á al- þjóðavettvangi hefst ekki fyrr en hann fer að nálgast fertugt „Ég var alltaf að syngja í kórum, bæði í Söng- sveitinni Fílharmóníu og Pólýfón- kórnum. Svo tók ég þátt í konsert- uppfærslu á La Traviata og var með þrjú minnstu hlutverkin í óperunni. Guðmundur Jónsson sem söng eitt af aðalhlutverkunum fór að hæla rödd- inni minni og sagði að ég þyrfti að gera eitthvað í þessu og ég fór að læra hjá honum í Söngskólanum í Reykjavík. Fyrst kitlaði þetta bara egóið að vera að læra hjá honum og svo leiddist maður út í þetta hægt og rólega. Svo sagði konan mín að ég þyrfti að fara til útlanda. Það tæki enginn maður mig alvarlega nema ég myndi fara út og læra og ég hlýddi því bara.“ Kristinn lauk 8. stigs prófi í Söngskólanum 1981 og var svo í söng- námi í Vínarborg 1982-1983 og Wash- ington DC 1984-1985. Eftir námið var Kristinn við kennslustörf í Nýja tónlistarskól- anum, Söngskólanum í Reykjavík og Tónlistarskólanum í Grindavík, sá um og er eitt af uppáhaldshlutverkunum. Síðan er annað Wagner-hlutverk sem er mér mjög hjartfólgið og hef sungið oft en það er Marke konungur í Trist- an og Ísold.“ Það hefur ekkert verið að gera í söngnum á liðnu ári enda hefur tón- listarlíf fallið niður vegna Covid en til stendur að Kristinn syngi á tónlist- arhátíð í Búkarest í september nk. og síðan fylgja tónleikar í Atlanta, Mün- chen og Tókýó í kjölfarið. Kristinn er því hvergi nærri hættur að syngja „Það fer eftir röddunum hversu söng- ferillinn getur orðið langur. Hjá hærri röddum eins og sópran og tenór þá er ferillinn oft búinn um fimmtugt. Ég syng samt mun minna núna en áður. Þegar var sem mest að gera var ég bara heima yfir sumarmánuðina og ég hefði getað verið að vinna allt árið, en ég vildi vera með fjölskyldunni yfir sumarið. En núna er ég að verða með elstu mönnum á sviðinu.“ Kristinn hefur verið duglegur að syngja hér heima og hefur oft sungið með Sinfóníuhljómsveit Íslands og í Íslensku óperunni. Hann hefur einnig haldið fjölmarga sjálfstæða tónleika, með Jónasi Ingimundarsyni píanó- leikara og fleirum. Hann hefur sungið inn á fjölmargar hljómplötur með inn- lendum og erlendum útgáfum, óp- erur, í hljómsveitarverkum og ljóða- söng. Frá 2013 hefur Kristinn verið gestaprófessor við Listaháskóla Ís- lands. Kristinn hefur hlotið margvísleg verðlaun og viðurkenningar fyrir söng sinn. Hann hlaut verðlaun í Belvedere-óperukeppninni 1983, Stämgaffeln 1991, sem eru sænsk verðlaun, fyrir upptöku á Don Gio- vanni. Hann hlaut Riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu 1994, var bæjarlistamaður Kópavogs 2005 og fékk Íslensku tónlistarverðlaunin 1996, 2011, 2012, 2013, fyrir söng og/ eða hljómplötu ársins. Hann hlaut menningarverðlaun DV 2010, útflutn- ingsverðlaun forseta Íslands 2011 og Grímuverðlaunin 2015, þar sem hann var valinn söngvari ársins fyrir hlut- verk sitt í óperunni Don Carlo. Hann hefur hlotið Grammy-verðlaun, en hann söng í uppfærslu með Los Ang- eles-óperunni á The Ghosts of Versa- Kristinn Sigmundsson óperusöngvari – 70 ára Fjölskyldan Jóhann, Ásgerður, Kristinn, Mikael Bjarni og Gunnar. Glæstur ferill víða um heim Veiðimaðurinn Kristinn er forfall- inn fluguveiðimaður. 30 ára Anna er Reyk- víkingur og ólst upp í Breiðholti og Graf- arvogi en býr í Mos- fellsbæ. Hún er lög- fræðingur að mennt frá Háskólanum í Reykjavík og vinnur hjá Dignu lögmannsstofu. Maki: Jóhannes Brynjólfsson, f. 1989, rafvirki hjá Rásinni. Börn: Anton Einar, f. 2010, og Re- bekka Rún, f. 2016. Foreldrar: Rebekka Ingvarsdóttir, f. 1951, d. 2008, mannauðsstjóri hjá Skeljungi, og Einar Ágúst Kristinsson, f. 1945, húsgagnasmiður og fyrrver- andi sýningarstjóri í Smárabíói og Laugarásbíói. Hann er búsettur í Reykjavík. Anna Kristrún Einarsdóttir Til hamingju með daginn SÉRBLAÐ Fermingarblaðið hefur verið eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni. NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is PÖNTUN AUGLÝSINGA: Til mánudagsins 8. mars. Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 12. mars Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.