Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 35
ÍÞRÓTTIR 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
hefur ekki tapað leik á heimavelli
eftir 26:22-sigur á KA. Tapið var það
fyrsta hjá KA eftir sex leiki í röð án
þess að bíða ósigur. Eftir erfiða
byrjun voru Framarar hins vegar
sterkari aðilinn og var sigurinn verð-
skuldaður.
Fram er í hörðum slag um sæti í
úrslitakeppninni á meðan KA féll úr
þriðja sæti niður í það fjórða með
tapinu. Þorgrímur Smári Ólafsson
var markahæstur heimamanna með
átta mörk og þá var Lárus Helgi
Ólafsson frábær í marki Fram, varði
17 skot, þar af eitt vítakast. Fær-
eyingurinn Áki Egilsnes skoraði sjö
mörk fyrir KA.
Fram hefur aðeins unnið einn leik
af sex á útivöllum, en takist liðinu að
laga útivallarárangurinn gæti það
komið á óvart þegar líða tekur á
tímabilið. KA verður að vinna lið
eins og Fram, ætli liðið að berjast
um efstu sætin á næstu vikum og
mánuðum.
Hákon fór á kostum
Hákon Daði Styrmisson, marka-
hæsti leikmaður deildarinnar, bætti
heldur betur í markasafnið í gær.
Eyjamaðurinn gerði sér lítið fyrir og
skoraði 15 mörk úr 16 skotum í
32:23-heimasigri ÍBV á ÍR. Hákon
hefur nú skorað 91 mark í 12 leikj-
um. Petar Jokanovic átti einnig öfl-
ugan leik fyrir ÍBV og varði 17 skot
og var með 43 prósenta markvörslu.
Gunnar Valdimar Johnsen var
markahæstur hjá ÍR með sex mörk.
Jafnræði var með liðunum framan af
en Eyjamenn stungu af í seinni hálf-
leik og unnu öruggan sigur. ÍBV er
með 13 stig og í baráttu um heima-
vallarrétt í úrslitakeppninni en ÍR er
sem fyrr límt við botninn, án stiga og
með 93 mörk í mínus í markatölu.
ÍR missti nánast alla leikmennina
sína undir lok síðasta tímabils og
hefur leikmannahópurinn hans
Kristins Björgúlfssonar lítið erindi í
efstu deild. Sigurinn var kærkominn
fyrir ÍBV eftir einn sigur í sex leikj-
um þar á undan. Líkt og Stjörnuna
vantar Eyjamenn meiri stöðugleika
til að berjast um efstu sætin.
Lokasóknin ekki fyrir hjartveika
Fram tapar ekki á heimavelli
Þægilegt hjá ÍBV gegn botnliðinu
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Öflugur Þorgrímur Smári Ólafsson lék vel í gær og skoraði 8 mörk.
HANDBOLTINN
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Selfoss fór upp í þriðja sæti Ol-
ísdeildar karla í handbolta með
naumum 29:28-sigri á Stjörnunni á
heimavelli í gærkvöldi.
Ragnar Jóhannsson skoraði sjö
mörk fyrir Selfoss og hefur hann
leikið virkilega vel síðan hann kom
til félagsins frá Þýskalandi á dög-
unum. Starri Friðriksson skoraði
sjö fyrir Stjörnuna. Selfoss hefur
brugðist vel við því mótlæti sem
fylgdi að tapa þremur leikjum í röð
um miðjan febrúar, en Selfoss vann
ÍBV í síðustu umferð og er því með
tvo sigra í röð.
„Lokamínútan var ekki fyrir
hjartveika, Selfyssingar voru skref-
inu á undan og tóku leikhlé þegar 28
sekúndur voru eftir í stöðunni 28:28.
Ragnar Jóhannsson skoraði frábært
mark þegar níu sekúndur voru eftir
og Selfyssingum tókst að verjast
lokasókn Stjörnunnar,“ skrifaði
Guðmundur Karl Sigurdórsson m.a.
um leikinn á mbl.is.
Fram ósigrað á heimavelli
Fram er enn eina liðið sem enn
Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir, besti
spretthlaupari Íslands, var hálfri
sekúndu frá Íslandsmeti Silju Úlf-
arsdóttur í 200 metra hlaupi innan-
húss er hún hljóp á 24,29 sek-
úndum og bar sigur úr býtum í
greininni á Meistaramóti Íslands
15-22 ára í gær á nýju mótsmeti.
Besti tími Guðbjargar er 23,98 sek-
úndur. Hún hljóp á 24,42 sek-
úndum á Reykjavíkurleikunum í
byrjun febrúar og færist hún því
nær sínum besta tíma eftir langt
hlé á keppni vegna kórónuveir-
unnar. Guðbjörg á Íslandsmetið í
100 og 200 metra hlaupum utan-
húss og 60 metra hlaupi innanhúss.
Þórdís Eva Steinsdóttir varð
önnur í hlaupinu á 24,85 sek-
úndum.
Júlía Kristín Jóhannesdóttir setti
nýtt mótsmet í flokki 16-17 ára er
hún hljóp 60 metra grindahlaup á
8,70 sekúndum. Birna Kristín
Kristjánsdóttir setti mótsmet í
sömu grein í flokki 18-19 ára er
hún hljóp á 8,76 sekúndum. Þá setti
Birna Kristín Kristjánsdóttir nýtt
mótsmet í 18-19 ára flokki í lang-
stökki er hún stökk 6,08 metra.
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Spretthörð Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir einbeitt fyrir hlaupið í gær.
Guðbjörg hálfri sek-
úndu frá metinu
Fram og KA/Þór styrktu stöðu sína
á toppi Olísdeildar kvenna í hand-
bolta með stórsigrum á laugardag.
Valur og Stjarnan misstigu sig hins
vegar.
Fram vann sinn fjórða sigur í röð
er deildarmeistararnir heimsóttu
Hauka á Ásvelli. Framarar voru
með völdin frá fyrstu mínútu og var
sigurinn aldrei í hættu, þrátt fyrir
að Haukar hafi minnkað muninn í
tvö mörk í seinni hálfleik, en loka-
tölur urðu 32:24. Steinunn Björns-
dóttir hefur verið lygilega snögg að
jafna sig á því að hafa misst sjón á
öðru auga tímabundið en landsliðs-
konan skoraði átta mörk fyrir
Fram.
KA/Þór er á enn meira flugi en
34:17-sigurinn á FH á heimavelli
var sjötti sigur norðankvenna í röð.
FH er án stiga á botninum og er
mikill getumunur á liðunum. Hulda
Bryndís Tryggvasdóttir og Ásdís
Guðmundsdóttir skoruðu sjö mörk
hvor fyrir KA/Þór. Fram og KA/
Þór mætast í stórleik í Safamýri
annað kvöld klukkan 19:30.
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals
léku sinn fjórða leik í röð án sigurs
er ÍBV mætti á Hlíðarenda og vann
21:20. ÍBV var yfir nánast allan tím-
ann og var sigurinn verðskuldaður,
þrátt fyrir að Valur hafi farið illa
með fín tækifæri til að jafna í lokin.
Sigurinn var kærkominn fyrir ÍBV
eftir tvö töp í röð. Birna Berg Ha-
ralsdóttir skoraði sjö mörk fyrir
ÍBV, flest með neglum fyrir utan.
HK vann ekki síður kærkominn
28:26-sigur á Stjörnunni eftir fjóra
leiki í röð án sigurs. HK er nú að-
eins tveimur stigum frá Haukum í
sjöunda sæti. Sigríður Hauksdóttir
og Elna Ólöf Guðjónsdóttir gerðu
fimm mörk hvor fyrir HK.
Efstu liðin styrktu
stöðuna á toppnum
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Eyjar Sunna Jónsdóttir rífur sig
lausa frá Huldu Dís Þrastardóttur.
KÖRFUKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin:
IG-höllin: Þór Þ. – Njarðvík ................ 18.15
Blue-höllin: Keflavík – Höttur ............ 19.15
HS Orkuhöllin: Grindavík – Valur ...... 19.15
MG-höllin: Stjarnan – Tindastóll ........ 20.15
HANDKNATTLEIKUR
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Ásvellir: Haukar – Grótta......................... 18
Höllin Ak.: Þór – Afturelding................... 19
Origo-höllin: Valur – FH...................... 19.40
1. deild kvenna, Grill 66-deildin:
Hertz-höllin: Grótta – Valur U................. 20
KNATTSPYRNA
Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn:
Origo-völlur: Valur – Keflavík.................. 19
Í KVÖLD!
Dominos-deild karla
ÍR – KR ................................................. 84:91
Staðan:
Keflavík 10 8 2 914:815 16
Þór Þ. 10 7 3 984:876 14
KR 11 7 4 1006:1013 14
Stjarnan 10 7 3 952:879 14
Njarðvík 10 5 5 862:872 10
ÍR 11 5 6 970:987 10
Tindastóll 10 5 5 922:926 10
Grindavík 10 5 5 874:911 10
Valur 10 4 6 813:839 8
Höttur 10 3 7 888:941 6
Þór Ak. 10 3 7 876:934 6
Haukar 10 2 8 833:901 4
Dominos-deild kvenna
Valur – KR ............................................ 73:46
Skallagrímur – Keflavík ...................... 67:71
Staðan:
Keflavík 9 9 0 758:646 18
Valur 11 9 2 813:658 18
Haukar 11 7 4 735:705 14
Fjölnir 11 6 5 800:786 12
Skallagrímur 11 5 6 734:785 10
Breiðablik 10 3 7 595:620 6
Snæfell 10 2 8 706:768 4
KR 11 1 10 722:895 2
Spánn
Andorra – Valencia............................. 84:72
Haukur Helgi Pálsson skoraði 5 stig, tók
5 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á 18 mín-
útum með Andorra.
Martin Hermannsson skoraði 4 stig, tók
3 fráköst og gaf 3 stoðsendingar með Val-
encia á 13 mínútum.
B-deild:
Girona – Real Canoe ........................... 87:62
Kári Jónsson skoraði 7 stig, tók 1 frákast
og gaf 1 stoðsendingu á 16 mínútum með
Girona.
Sigtryggur Arnar Björnsson skoraði 7
stig, tók 4 fráköst og gaf 1 stoðsendingu á
23 mínútum með Canoe.
Þýskaland
Bamberg – Fraport Skyliners ........... 78:62
Jón Axel Guðmundsson skoraði 7 stig og
tók 3 fráköst á 29 mínútum með Fraport.
Olísdeild karla
ÍBV – ÍR................................................ 32:23
Fram – KA ............................................ 26:22
Þór – Afturelding .............................. frestað
Selfoss – Stjarnan................................. 29:28
Staðan:
Haukar 11 8 1 2 315:275 17
FH 11 7 2 2 327:294 16
Selfoss 12 7 1 4 312:297 15
ÍBV 13 7 1 5 384:355 15
KA 12 5 4 3 312:295 14
Valur 11 6 1 4 318:301 13
Afturelding 11 6 1 4 276:286 13
Stjarnan 12 5 2 5 328:322 12
Fram 12 5 2 5 299:302 12
Grótta 11 3 3 5 270:269 9
Þór Ak. 11 2 0 9 243:286 4
ÍR 13 0 0 13 302:404 0
Olísdeild kvenna
HK – Stjarnan ...................................... 28:26
Valur – ÍBV........................................... 20:21
KA/Þór – FH ........................................ 34:17
Haukar – Fram..................................... 24:32
Staðan:
KA/Þór 10 7 2 1 250:214 16
Fram 10 8 0 2 298:241 16
ÍBV 10 5 1 4 245:226 11
Valur 10 4 3 3 262:231 11
Stjarnan 10 5 0 5 265:257 10
Haukar 10 4 1 5 248:259 9
HK 10 3 1 6 243:266 7
FH 10 0 0 10 193:310 0
Þýskaland
B-deild:
Werder Bremen – Sachsen Zwickau 24:27
Díana Dögg Magnúsdóttir skoraði 6 mörk
fyrir Sachsen Zwickau.
Svíþjóð
Kristianstad – Redbergslid ................ 32:29
Teitur Einarsson skoraði 7 mörk fyrir
Kristianstad og Ólafur Guðmundsson 2. .
Alingsås – Ystad IF ............................. 33:27
Aron Dagur Pálsson skoraði 4 mörk fyr-
ir Alingsås.
endaði í 5. sæti og fékk 74,44 FIS-stig.
Fríða Kristín Jónsdóttir endaði í 46.
sæti.
Íslandsmótið í knattspyrnu mun
haldast óbreytt eftir að tvær tillögur
um lagabreytingu sem sneru að leng-
ingu tímabilsins í efstu deild karla
voru felldar á 75. ársþingi Knatt-
spyrnusambands Íslands á laugardag.
Knattspyrnumaðurinn Halldór Jón
Sigurður Þórðarson, leikmaður Vík-
ings í Reykjavík, kinnbeinsbrotnaði um
leið og hann skoraði fyrsta mark liðs-
ins í 3:1-sigri á Kórdrengjum í Lengju-
bikarnum á föstudaginn var. Auk þess
að kinnbeinsbrotna er Halldór með
sprungu í höfuðkúpu upp að öðru aug-
anu. Fótbolti.net greindi frá.
Markvörðurinn Rúnar Alex Rún-
arsson meiddist á hné á æfingu með
enska knattspyrnuliðinu Arsenal á
dögunum og er frá keppni vegna
þessa. Ekki er víst hve alvarleg meiðsl-
in eru og hve lengi Rúnar verður frá
keppni en samkvæmt frétt á heima-
síðu félagsins á eftir að skoða
meiðslin frekar.
Oliver Stefánsson og Finnur Tóm-
as Pálmason léku báðir sinn fyrsta
leik fyrir sænska liðið Norrköping í
4:1-sigri á Sandviken í sænska bik-
arnum í fótbolta í gær. Finnur lék
fyrri hálfleikinn og Oliver kom inn á
sem varamaður á 84. mínútu. Ísak
Bergmann Jóhannesson lék fyrstu
80 mínúturnar. Þá lék Aron Bjarna-
son sinn fyrsta leik fyrir Sirius er
hann kom inn á sem varamaður á 59.
mínútu er liðið gerði 1:1-jafntefli við
Trelleborg í sömu keppni.
Jón Guðni Fjóluson skoraði sitt
fyrsta mark fyrir Hammarby er liðið
vann öruggan 3:0-sigur á Oskarhamn í
sænska bikarnum í fótbolta í gær.
Hann gerði fyrsta mark liðsins á 6.
mínútu. Jón Guðni kom til Hammarby
frá Brann á dögunum.
Ómar Ingi Magnússon skoraði 8
mörk fyrir Magdeburg og var marka-
hæstur í 27:24-sigri á Melsungen í ís-
lendingaslag í þýsku 1. deildinni í
handbolta í gær. Gísli Þorgeir Krist-
jánsson skoraði 4 mörk. Arnar Freyr
Arnarsson komst ekki á blað hjá Mel-
sungen, sem Guðmundur Guðmunds-
son þjálfar. Bjarki Már Elísson var
markahæstur með 7 mörk fyrir Lemgo
í 26:33-tapi fyrir Bergischer á útivelli.
Arnór Þór Gunnarsson skoraði 3 mörk
fyrir Bergischer.
Aron
Bjarnason
Rúnar Alex
Rúnarsson