Morgunblaðið - 01.03.2021, Síða 36
36 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 1. MARS 2021
Dregið í fyrsta sinn
Fyrstu blaðaauglýsingarnar með
vinningaskránni tóku að birtast í
október 1933. Voru þær lausar við
öll slagorð eða myndskreytingar,
heldur fólu þær í sér þurra upp-
talningu á fjölda vinninga og þeim
vinningsupp-
hæðum sem
dregnar yrðu út í
hverjum mánuði.
Þá birtust nokkr-
ar auglýsingar
um nöfn og heim-
ilisföng umboðs-
manna, einkum
þó í Reykjavík og
Hafnarfirði.
Sú stefna var mörkuð strax í
upphafi að auglýsa einkum í dag-
blöðum, vikublöðum og kvik-
myndahúsum, auk fyrrnefndra
fjölpóstsendinga. Vekur nokkra at-
hygli að bíóauglýsingar hafi verið
svo ofarlega á blaði en því miður
hefur ekkert varðveist um hvernig
þeim auglýsingum hefur verið
háttað. Þá er fróðlegt að stjórn-
endur hins nýja fyrirtækis litu
ekki á útvarpið sem mikilvægan
auglýsingamiðil í upphafi.
Sala happdrættismiða hófst 2.
janúar 1934. Umboðsmenn voru þó
farnir að taka niður miðapantanir
fyrir þann tíma. Mesti þunginn í
kynningu í blöðum var í lok febr-
úar og allt fram á síðasta söludag
þann 9. mars. Daginn eftir var svo
dregið í fyrsta sinn í Iðnó.
42.641 fjórðungsmiði seldist fyrir
fyrsta útdrátt eða rúmlega einn á
hverja þrjá landsmenn. Fyrir-
komulag dráttarins var með þeim
hætti að tvö börn voru fengin til
að draga hvort úr sinni tromlunni.
Dró annað út vinningsnúmer en
hitt vinningsupphæð á sama tíma.
Las Pétur Sigurðsson svo númerin
í heyranda hljóði.
Þrír menn sátu og færðu núm-
erin samviskusamlega í bók. Einn
fulltrúi stjórnar happdrættisins,
einn starfsmaður og sá þriðji úr
sérstöku happdrættisráði sem
skipað var af ráðherra til að hafa
yfireftirlit með framkvæmdinni.
Var happdrættisráðið talið hin
virðulegasta stofnun, en í fyrsta
ráðinu áttu sæti þeir Páll Eggert
Ólason, Eggert Claessen, Gunnar
Viðar, Ragnar E. Kvaran og Sig-
urður Ólafsson.
Almenningi var boðið að fylgjast
með drættinum meðan húsrúm
leyfði og var mæting prýðileg í
fyrstu, þótt drægi úr henni með
tímanum eftir að nýjabrumið fór af
happdrættinu. Útdrátturinn tók
rúmar tvær klukkustundir, enda
þurfti að fara að öllu með gát.
Blaðamaður Alþýðublaðsins, sem
prentað var síðdegis, gat ekki beð-
ið til loka og birti blaðið því ekki
nema hluta vinningsnúmeranna
þennan sama dag.
Flest dagblöð birtu lista yfir
vinningsnúmerin og hengdu vinn-
ingaskrána út í glugga afgreiðslu
sinnar. Númerin voru jafnframt
send umboðsmönnum og lesin upp
í Ríkisútvarpinu samdægurs eða
daginn eftir. Þá var útdrættinum
sjálfum stundum útvarpað. Ef
marka má auglýsta útvarps-
dagskrá dagblaðanna voru þær
útsendingar stopular fyrsta árið en
urðu svo nokkuð reglulegar á
næstu misserum. Fyrsta útvarps-
sendingin frá útdrætti Háskóla-
happdrættisins var þegar í apríl
1934.
Þótt blaðamaður Alþýðublaðsins
hafi orðið að hlaupa heim á rit-
stjórnarskrifstofu fyrir lok fyrsta
útdráttarins gátu kollegar hans á
hinum blöðunum setið rólegir. Þau
fóru fyrr í prentun og biðu því til
morguns með að fjalla um útdrátt-
inn. Fulltrúi Morgunblaðsins virt-
ist hafa skemmt sér ágætlega en
sá þó ástæðu til að róa lesendur
sína með því að vinningum ætti
eftir að fjölga og þeir hækka þegar
liði á árið.
Í marsútdrættinum voru dregnir
út 200 vinningar, sá hæsti að verð-
mæti 5.000 krónur, en í loka-
útdrættinum í desember hafði
bæði vinningafjöldinn og verðmæti
hæsta vinnings tífaldast. Eða eins
og fréttaritarinn orðaði það:
„Happdrættið sjálft er byrjað, en
öll stærstu höppin eru eftir. Menn
mega því ekki örvænta um gæf-
una, þótt þeir hafi ekki hept neitt
að þessu sinni. Það er um að gera
að halda áfram og taka þátt í öll-
um dráttunum.“
Sem vænta mátti þurftu lands-
menn að læra á hið nýja spilaform,
flokkahappdrættið. Morgunblaðið
minnti á að ekki mætti henda
gömlu miðunum þótt útdrætti væri
lokið, því þeim þyrfti að framvísa
við endurnýjun. Dregið var á mán-
aðarfresti frá mars og til ársloka
þann tíunda hvers mánaðar, þó
ekki á sunnudögum eða stórhátíð-
um. Unnt var að greiða fyrir fram
fyrir miða alls ársins, en fæstir
kusu að fara þá leið heldur mættu
mánaðarlega til síns umboðs-
manns.
Flokkahappdrættisformið krefst
þess að þátttakendur taki þátt í
sérhverjum útdrætti, þar sem
vinningspotturinn safnast upp allt
árið. Þannig þurfti miðaeigandi
sem hlaut vinning í fyrsta flokki að
endurnýja miða sinn alla þá mán-
uði sem eftir voru á happdrættis-
árinu. Á sama hátt var ekki í boði
að byrja á miðju ári, nema með því
að greiða fyrir þá útdráttarflokka
sem liðnir voru. Þótti mörgum það
súrt í broti og áttu bágt með að
skilja sanngirnina í því að þurfa að
kaupa miða í útdrætti sem liðinn
væri. Afleiðingin varð sú að nær
allir miðaeigendur – 95% fyrsta
starfsárið – tóku þátt frá byrjun.
Þetta þýddi að drjúgan hluta
ársins miðaði öll auglýsinga-
starfsemi Háskólahappdrættisins
að því að minna miðaeigendur á að
endurnýja miða sína, en frá því um
miðjan desember og fram í mars
var áherslan lögð á að næla í nýja
þátttakendur og freista þeirra
gömlu á nýjan leik með því að aug-
lýsa heildarupphæð vinninga árs-
ins. Skipulag vinningaskrárinnar
studdi við þetta en 42% af heildar-
vinningsfjárhæð ársins var dregin
út í desember. Það hafði bæði
þann tilgang að halda viðskiptavin-
unum út árið og auðveldaði sölu
næsta árs að stóri útdrátturinn
væri fólki í fersku minni.
Stjórnendur happdrættisins
renndu blint í sjóinn með viðtök-
urnar og fóru því varlega fyrsta
árið. 25 þúsund númer voru á boð-
stólum, en fyrsta starfsárið var
ákveðið að gefa aðeins út tvo fjórð-
unga af hverju númeri. Fyrir vikið
var vinningaskráin fyrir 1934
strangt til tekið villandi, þar sem
viðskiptavinir gátu í raun aldrei
unnið nema helming vinnings-
upphæðarinnar. Eftir á að hyggja
reyndist þetta óþarflega mikil var-
kárni. Um 90% miðanna seldust og
ef haft er í huga að þeim var dreift
á fjölda umboðsmanna sem voru
misiðnir við kolann má ætla að
unnt hefði verið að selja fleiri miða
strax í byrjun.
Þegar um sumarið var ákveðið
að fullnýta miðaupplagið fyrir árið
1935. Skyldu 10% númeranna vera
heilmiðar, 20% hálfmiðar og það
sem eftir stæði gefið út sem fjórð-
ungsmiðar. Leitað var tilboða er-
lendis í miðaprentunina og varð
þýsk prentsmiðja, Willy Kahn í
Hannover, hlutskörpust. Vakti sú
ráðstöfun litla kátínu íslenskra
prentara sem mótmæltu harðlega.
Árið eftir var íslenskum prent-
smiðjum gefinn kostur á að bjóða í
verkið og hreppti Steindórsprent
hnossið. Varð það upphafið að
langvinnum tengslum happdrætt-
isins og prentsmiðjunnar.
Fleiri breytingar þurfti að gera
frá upphaflegum áætlunum um
reksturinn. Umboðsmönnum hafði
í upphafi verið heitið 5% af and-
virði seldra miða í sölulaun. Fljót-
lega eftir að sala hófst kom í ljós
að sú þóknun væri of lág miðað við
umstang og var ákveðið strax eftir
fyrsta drátt að hækka hana aftur-
virkt í 7%. Höfðu umboðsmenn í
Reykjavík og Hafnarfirði farið
fram á að upphæðin yrði 10%, en
eftir fundarhöld með þeim var
ákveðið að mætast á miðri leið.
Ágætisbyrjun
Brúttótekjur fyrsta starfsársins
voru góðar eða nærri 117 þúsund
krónur. Þegar búið var að draga
frá einkaleyfisgjaldið í ríkissjóð
stóðu eftir rúmar 93 þúsund krón-
ur eða 1/6 hluti þess sem lögin
áætluðu að háskólabyggingin
myndi kosta. Háskólaráð gat því
óhikað hafið undirbúning að
byggingarframkvæmdum.
Fjöldi miða í boði tvöfaldaðist
milli fyrsta og annars starfsárs og
veitti því ekki af rækilegu kynn-
ingarátaki. Er líka rökrétt að ætla
að stjórnendum og starfsfólki hafi
gefist tími til að huga betur að
markaðsmálum þegar festa var að
komast á skipulag útdrátta. Útbú-
in voru auglýsingaspjöld til notk-
unar í þéttbýli og Pétri Sigurðs-
syni falið að hafa uppi á
auglýsingum fyrir erlend happ-
drætti sem hafa mætti til hlið-
sjónar.
Viðtökur Reykvíkinga við happ-
drættinu voru góðar frá fyrsta
degi, en ljóst var að gera mætti
betur úti á landi, einkum til sveita.
Var það algengt umræðuefni á
fundum stjórnar, þar sem tókust á
tvö andstæð sjónarmið: hvort rétt
væri að stofna ný umboð í hinum
dreifðari byggðum eða reyna að
halda fjöldanum í skefjum til að
umboðin yrðu ekki of mörg og smá
í sniðum.
„... öll stærstu höppin eru eftir“
Bókakafli | Fyrsti útdráttur Happdrættis Há-
skóla Íslands fór fram í Iðnó þann 10. mars árið
1934 að viðstöddu fjölmenni. Fljótlega urðu miða-
kaup í Háskólahappdrættinu fastur liður í heim-
ilishaldi stórs hluta Íslendinga, eins og Stefán
Pálsson sagnfræðingur rekur í sögu Happdrættis
Háskóla Íslands, Gleymið ekki að endurnýja.
Ljósmynd/Ljósmyndasafn Happdrættis Háskóla Íslands
Útdráttur Fyrsti útdráttur Háskólahappdrættisins fór fram í Iðnó. Ingigerður Jónsdóttir og Jónas Guðbrandsson
draga hvort úr sinni tromlunni. Aftast á sviðinu, talið frá vinstri: Helgi Zöega, Pétur Sigurðsson, Ragnar Kvaran,
Eggert Claessen, Sigurður Ólason, Ármann Jakobsson og Sigurður Jónsson. Fremst á myndinni eru blaðamennirnir
Vilhjálmur S. Vilhjálmsson og Árni Óla.
Ljósmynd/Ljósmyndasafn Happdrættis Háskóla Íslands
Spenna Mannfjöldi les vinningaskrá Háskólahappdrættisins í glugga ritstjórnarskrifstofu Morgunblaðsins.