Morgunblaðið - 13.03.2021, Síða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
STYRKUR -HAGKVÆMNI -HÖNNUN
LANDSHÚSLandshús - Sími 553 1550 - landshus.is
KLETTARHEILSÁRSHÚS
Klettareru sterkbyggðhús – sérhönnuðaf Efluverkfræðistofu.
Húsineruhefðbundin timburgrindarhús semeru Íslandi aðgóðukunn.
Húsinafhendastósamsett, aðhluta í forsmíðuðumeiningumogaðhluta
semforsniðiðefni.Hentug lausnviðþröngaraðstæður.
Uppsetninghúsannaerafarfljótleg.
Klettar erumeðrúmgóðusvefnlofti
(hæð2,1m) semeykurnotagildi
hússinsumtalsvert.
Klettar 65 –Grunnverð kr. 8.373.000,-
Klettar 80 –Grunnverð kr. 10.807.000,-
Ítarlegar upplýsingar og
afhendingarlýsingumá
finna á vefsíðu okkar.
Húsið ámyndinni er af
gerðinni Klettar 80 sem
reist var 2019 á Vesturlandi.
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
„Framtíðin er ný ferja, sem þjónar
betur þörfum atvinnustarfseminnar
fyrir vestan og svæðinu í heild,“
sagði Sigurður Ingi Jóhannsson
samgönguráðherra, spurður um við-
brögð vegna vélarbilunar um borð í
Breiðafjarðarferjunni Baldri í fyrra-
dag. Ráðherra sagði jafnframt að
um gamalt skip væri að ræða og
þetta væri í annað skipti sem alvar-
leg vélarbilun yrði í skipinu. Í því
ljósi vildi hann skoða hvort hægt
væri að gera meiri kröfur innan gild-
andi samnings um að Sæferðir
kæmu með nýtt skip til að sinna sigl-
ingum yfir Breiðafjörð.
Bilun varð í aðalvél Baldurs eftir
hádegi á fimmtudag og drógu rann-
sóknaskipið Árni Friðriksson og
varðskipið Þór ferjuna til Stykkis-
hólms. Baldur var síðan bundinn við
bryggju í Stykkishólmi upp úr há-
degi í gær, tæpum sólarhring á eftir
áætlun, og dró dráttarbáturinn Fön-
ix ferjuna síðasta spölinn inn í höfn-
ina. 20 farþegar voru um borð í
Baldri og átta manns í áhöfn.
Sigurður Ingi segir að stjórnvöld
hafi verið með áform um að fara í
orkuskipti í ferjum þegar komi að
endurnýjun þeirra. Það hafi verið
gert með nýjum Herjólfi og einnig
hafi verið horft til Baldurs og Hrís-
eyjarferjunnar.
Fyrir einhverjum árum hafi
stjórnvöld ráðgert að hætta sigling-
um yfir Breiðafjörð þegar vegir
væru orðnir góðir. Hann segir að
Vegagerðin hefði verið að skoða
þennan möguleika, en þó svo að
lokaskýrsla um málið liggi ekki fyr-
ir, væri þetta ekki talið raunhæft.
Ráðherra segist vera sammála
þeirri niðurstöðu. „Það verður að
endurnýja þessa ferju til að mæta
þörfum framtíðarinnar, ekki síst í
atvinnulífinu, en líka þjónustu við
Flatey og þarna yfir,“ sagði Sigurð-
ur Ingi.
Um tímasetningar segir ráðherra
að samningurinn við Sæferðir renni
út 2022. Menn séu að undirbúa sig til
að vera búnir að taka ákvörðun á
þeim tímapunkti, en mögulega
mætti framlengja samninginn um
eitt ár. Í stöðunni sem nú er komin
upp sagði hann eðlilegt að taka upp
viðræður við fyrirtækið sem gerði
skipið út um hvort hægt væri að
gera úrbætur innan fyrirliggjandi
samnings.
Afskaplega óheppilegt
„Það segir sig sjálft að það er af-
skaplega óheppilegt að koma ekki
ferskum matvælum af svæðinu og á
áfangastað á réttum tíma,“ segir
Kjartan Ólafsson, stjórnarformaður
Arnarlax. Fyrirtækið átti tæp 100
tonn af laxi um borð í Baldri og varð
sólarhrings seinkun á því að varan
kæmist á suðvesturhornið.
Slátrun á Bíldudal og flutningar
suður eru stillt inn á flug og skip og
segir Kjartan afleitt að geta ekki af-
hent samkvæmt samkomulagi.
Hann sagði í gær að verið væri að
vinna úr stöðunni, sem upp væri
komin vegna tafanna, en laxinn er
seldur til Bandaríkjanna og Evrópu.
Kjartan segir að tímaþátturinn
skipti miklu máli hvað varði ferska
vöru, en einnig afhendingaröryggi.
Hjá erlendum verslanakeðjum sem
geti valið úr þúsundum vöruflokka
hafi menn ekki nokkurn áhuga á að
heyra um vélarbilun um borð í ferj-
unni Baldri eða ófærð á Klettshálsi.
Á vegum Arnarlax eru flutt suður
um 500 tonn af laxi á viku hverri og
einnig eru miklir flutningar á vegum
Arctic Fish og Odda. Verðmætið sé
mikið og skipti þjóðarbúið miklu
máli.
Veikburða innviðir
„Við erum að reyna að koma þess-
ari vöru í efsta gæðaflokk þar sem
ferskleiki og afhendingaröryggi eru
lykilþættir,“ segir Kjartan. „Við
byggjum á því að samgöngukerfið
haldi, hvort sem það á við ferjuna
eða vegakerfið. Núna er staðan sú
að Gufudalur er nánast ófær vegna
vegaskemmda og hálsarnir lokaðir
vegna ófærðar sem fylgir árstíman-
um. Þegar svo kemur í ljós að skipið
er bara með eina vél blasir við að
ástandið er afskaplega slæmt og
sýnir hversu veikburða þessir inn-
viðir eru.“
Hann tók sérstaklega fram að
fyrirtækið Akstur og köfun, sem
annast flutninga fyrir Arnarlax,
hefði staðið sig einstaklega vel við
erfiðar aðstæður undanfarin miss-
eri, en þeir fengju ekki við allt ráðið.
Framtíðin ný ferja
- Baldur dreginn til Stykkishólms - Ráðherra vill skoða hvort
hægt sé að gera kröfur um nýtt skip innan gildandi samnings
Ljósmynd/Viktor Björnsson
Stykkishólmur Dráttarbáturinn Fönix ýtir Baldri í lægi ferjunnar í höfninni, minni bátar voru einnig til aðstoðar.
Alexander Kristjánsson
alexander@mbl.is
Bókanir í ferðir Ferðafélags Íslands
fyrir sumarið ganga vel. Félagið
hefur þegar fjölgað ferðum um allt
að 30% frá því sem lagt var upp með
vegna áhugans, sem kemur einkum
frá Íslendingum.
Páll Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Ferðafélagsins, segir
í samtali við Morgunblaðið að fé-
lagsmenn séu ánægðir með að sjá
þann aukna áhuga landsmanna til
að ferðast um landið, sem komið
hefur fram í kórónuveirufaraldr-
inum meðan fólk ferðast síður til út-
landa. Vonandi verði áhrifin var-
anleg.
„Það er náttúrulega okkar mark-
mið að hvetja landsmenn til að
ferðast um Ísland og því gaman að
sjá þessa fjölgun,“ segir Páll. Hann
segir aðsókn í skála félagsins einnig
töluverða, en félagið á um 40 skála
um allt land.
Ferðafélagið hefur ekki farið var-
hluta af samkomutakmörkunum
frekar en aðrar stofnanir sam-
félagsins en gistipláss í skálum fé-
lagsins eru takmörkuð við 50 í sam-
ræmi við reglur um fjöldatakmark-
anir og stærri skálum skipt upp í
sérstök sóttvarnahólf.
Mikið um dagsferðir
Skálinn í Landmannalaugum var
opnaður í lok janúar og er þar skála-
vörður á staðnum mestallan tímann.
„Það hefur verið töluverð umferð af
ferðafólki bæði á jeppum og sleðum
og eins gönguskíðum í Land-
mannalaugum,“ segir Páll en bætir
við að það sé mikið til fólk í dags-
ferðum sem gisti ekki í skálum fé-
lagsins. Þessa helgina er skálinn þó
vel nýttur því um tuttugu flugbjörg-
unarsveitarmenn gista skálann.
Ferðum fjölgað hjá Ferðafélaginu
- Framkvæmdastjóri Ferðafélagsins ánægður með aukinn áhuga - Vonast
eftir varanlegum áhrifum - Markmiðið að hvetja fólk til að ferðast um landið
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Landmannalaugar Mikil aðsókn er í ferðir sumarsins hjá Ferðafélaginu.
Lúpína er að taka yfir mosabreið-
una á nýja hrauninu í Vest-
mannaeyjum. Umhverfisstofnun
segir nauðsynlegt að uppræta lúp-
ínuna sem fyrst og hindra frekari
útbreiðslu hennar á Eldfellshrauni.
Þetta kemur fram í umsögn
stofnunarinnar um þingsályktun-
artillögu um að stofnaður verði
starfshópur til að vinna að hug-
myndum um minnisvarða í tilefni
60 ára afmælis eldgossins í Surtsey
og 50 ára afmælis eldgossins í
Heimaey árið 2023.
Morgunblaðið/Óskar Pétur Friðriksson
Hraun Eldfjöllin í Vestmannaeyjum.
Lúpína breiðist út
á Eldfellshrauni