Morgunblaðið - 13.03.2021, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Leigufélagið Bríet óskar eftir
byggingaraðilum til að taka þátt
í uppbyggingu íbúða víðsvegar
um landið
briet. is
Leigufélagið Bríet
Leigufélagið Bríet stefnir á uppbyggingu á hagkvæmum
leiguíbúðum og auglýsir því eftir byggingaraðilum til samstarfs.
Byggingaraðili skal vera aðalverktaki og annast framkvæmd
verkefnis í samráði við sveitarfélagið og Leigufélagið Bríeti.
Gögn fyrir samstarfsaðila er hægt að nálgast með því að senda
tölvupóst á soffia@briet.is og skal gögnum skilað fyrir
föstudaginn 9. apríl 2021.
Við val á byggingaraðilum til samstarfs verður tekið tillit til
reynslu aðila ásamt hagkvæmni og gæðum lausna.
Upplýsingar veita Soffía Guðmundsdóttir
framkvæmdastjóri Bríetar (soffia@briet.is) og
Elmar Erlendsson (elmar.erlendsson@hms.is).
Nánari upplýsingar eru að finna á briet.is
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
Tvö kórónuveirusmit greindust við
seinni sýnatöku á landamærunum á
fimmtudag en ekkert smit greindist
innanlands.
Alls eru nú 20 manns með virk
kórónuveirusmit og í Covid-eftirliti á
Landspítalanum, 19 fullorðnir og eitt
barn. Samkvæmt upplýsingum frá
Önnu Sigrúnu Baldursdóttur, að-
stoðarmanni forstjóra Landspítal-
ans, er hér bæði um að ræða fólk sem
greinst hefur innanlands og fólk sem
greinst hefur á landamærunum.
Enginn er með virkt Covid-smit á
Landspítalanum. „Hins vegar eru
þrír inniliggjandi sem voru smitaðir
en eru hjá okkur núna af öðrum
ástæðum. Þetta er einkum fólk sem
var á Landakoti,“ segir Anna Sigrún.
Þótt kórónuveirusmitum hafi
fækkað mjög að undanförnu eru enn
tvær deildir á spítalanum sem taka
við Covid-sjúklingum. Annars vegar
göngudeild, en þar er til dæmis
símaþjónusta við fólk sem smitast,
og hins vegar legudeildin sem er
hluti af smitsjúkdómadeildinni, A7.
Engin áform eru um að loka þessum
tveimur deildum að sögn Önnu Sig-
rúnar. „Enda verður kórónuveirunni
að líkindum aldrei útrýmt og þess
vegna viljum við hafa þessa þjónustu
virka. Deildirnar munu hins vegar
minnka og stækka eftir þörfum
hverju sinni. Við erum alltaf tilbúin
með rúm fyrir Covid-sjúklinga.“
Fólkið sem greindist með kórón-
uveiruna um síðustu helgi og í vik-
unni var með hið svokallaða breska
afbrigði veirunnar. Anna Sigrún seg-
ir aðspurð að ekki þurfi að með-
höndla það afbrigði með öðrum
hætti. „Nei, það skilst mér ekki. Það
gildir sama um það afbrigði og önnur
að ef fólk þarf á innlögn að halda þá
gerist það átta til 12 dögum eftir
smit. Þetta fólk hefur ekki enn þurft
að leggjast inn á spítalann en það er í
yngri kantinum og það gefur okkur
betri væntingar um bata.“
Ekki sérstök meðferð
við breska afbrigðinu
- 20 manns með virk kórónuveirusmit - Covid-deildir opnar
Ljósmynd/Þorkell Þorkelsson
Landspítali Kórónuveiran hefur sett svip sinn á starfsemi Landspítala
síðasta árið. Hér er starfsfólk á gjörgæsludeild í október á síðasta ári.
Alls hafa 28 tilkynningar borist til
Lyfjastofnunar um alvarleg tilvik í
kjölfar bólusetninga við kór-
ónuveirunni. Þar af eru 12 andlát.
„Þau eru öll úr þessum elsta hópi.
Flestar tilkynningar eru vegna
bólusetningar með bóluefni Pfizer
enda hafa flestir verið bólusettir
með því,“ segir Rúna Hauksdóttir
Hvannberg, forstjóri Lyfjastofn-
unar.
Rúna upplýsir að alls hafi 19 til-
kynningar borist vegna Pfizer-
bóluefnisins. Þar af eru öll andlát-
in 12. Fjórar tilkynningar hafa bor-
ist vegna bóluefnis AstraZenece
og fimm vegna Moderna.
Í vikunni var upplýst að þrjár til-
kynningar hafi
borist vegna
þess að fólk
hafi fengið
blóðtappa í
kjölfar bólu-
setningar og
eru þær nú til
skoðunar hjá
landlækn-
isembættinu.
Tilkynningarnar
voru vegna allra bóluefnanna
þriggja sem gefin hafa verið hér.
Rúna segir að aðrar tilkynningar
séu vegna bráðaofnæm-
isviðbragða eða andþyngsla sem
gengið hafi til baka.
Tólf tilkynningar um andlát
28 TILKYNNINGAR UM ALVARLEG ATVIK TIL LYFJASTOFNUNAR
Rúna Hauksdóttir
Hvannberg
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Íbúar Suðurnesja hafa ekki haft
mikið samband við heilsugæslu-
stöðvar Heilbrigðisstofnunar Suð-
urnesja vegna áhrifa jarðskjálfta-
hrinunnar á líðan og heilsu þeirra.
Alma María Rögnvaldsdóttir, fram-
kvæmdastjóri hjúkrunar, segir þó
að þegar fólk mæti í viðtöl við lækni
eða hjúkrunarfræðing láti sumir
þess getið að jarðskjálftarnir hafi
slæm áhrif. Það á mest við um íbúa
Grindavíkur.
Mörgum íbúum Grindavíkur hef-
ur ekki orðið svefnsamt í þeirri öfl-
ugu jarðskjálftahringu sem nú hef-
ur staðið á þriðju viku. Svefnleysið
hefur áhrif á líðan fólks og getur
haft áhrif á vinnu. Alma segir að
einnig finni hluti fólks til óróleika
og kvíða vegna ástandsins.
Ljóst er að sumir ná að laga sig
að aðstæðum en aðrir eigi erfiðara
með að venjast stöðugum hristingi.
Segir Alma að hugræn meðferð
sé helsta hjálpin við kvíða. Óttar G.
Birgisson, sálfræðingur hjá HSS,
hefur tekið saman leiðbeiningar um
kvíðaviðbrögð sem starfsfólk stofn-
unarinnar afhendir þeim sem á
þurfa að halda.
Hann bendir á að þótt kvíði sé
eðlileg tilfinning í aðstæðum eins
og þeim sem Suðurnesjamenn eru
nú að upplifa geti hann verið
óþægilegur en aldrei hættulegur.
Hvetur hann fólk til að ræða við
vini og vandamenn um líðan sína.
Hins vegar sé ekki ráðlegt að
sökkva sér um of í fréttir og upp-
lýsingar um jarðskjálfta. Minnir
hann á að kvíði sé eðlileg tilfinning
sem gangi yfirleitt yfir um leið og
athyglin fer á eitthvað annað.
Ekki búist við neðansjávargosi
Kvikugangurinn upp af dalnum
Nátthaga suður af Fagradalsfjalli
heldur áfram að stækka, sam-
kvæmt upplýsingum vísindaráðs al-
mannavarna, en nokkur óvissa er
talin um hversu hratt kvikan
flæðir. Nú telja vísindamenn ólík-
legt að gossprunga sem kynni að
opnast suður af Fagradalsfjalli nái
til sjávar og því ólíklegt að gos
verði neðansjávar með tilheyrandi
öskugosi.
Morgunblaðið/Eggert
Fagradalsfjall Kvikugangurinn hefur ekki færst suður fyrir Nátthaga.
Svefnleysi og
kvíði hrjáir fólk
- Fólk hvatt til að hugsa um annað
Bólusetningardagatal íslenskra
stjórnvalda mun taka breytingum
eftir að ljóst varð að tafir verða á
afhendingu bóluefnis frá AstraZe-
neca til allra landa í samstarfi
Evrópuþjóða um kaup á bóluefni.
„Við erum að horfa á það að okkar
tímaáætlanir gætu hliðrast aftur
um fjórar vikur en AstraZeneca er
stór liður í okkar bóluefnisöflun,“
segir Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra.
Stjórnvöld hafa áður greint frá
því að meirihluti þjóðarinnar verði
bólusettur við Covid-19 fyrir lok
annars ársfjórðungs; fyrir júnílok.
Katrín segir hins vegar að bólu-
efni belgíska lyfjafyrirtækisins
Janssen, sem er í eigu Johnson &
Johnson, sé ekki inni í núverandi
áætlunum stjórnvalda en samið
hefur verið um 235.000 skammta
frá fyrirtækinu.
Bóluefni Janssen fékk markaðs-
leyfi á Íslandi á fimmtudag og beð-
ið er eftir afhendingaráætlun frá
fyrirtækinu. Vonir standa til að
hægt verði að hefja bólusetningu
með efninu í næsta mánuði en
ólíkt þeim efnum sem hafa fengið
markaðsleyfi hér á landi hingað til
þarf einungis eina sprautu; ekki
tvær.
„Auðvitað vonar maður að það
geti flýtt fyrir á móti en við viljum
líka horfast í augu við það að
þarna er komin töf,“ segir Katrín.
Spurð segist forsætisráðherra
vitanlega hafa orðið fyrir von-
brigðum með fregnirnar af bólu-
efni AstraZeneca. „Þetta er graut-
fúlt en svona er þetta og svona er
þessi veira.“ johann@mbl.is
Tefur áætlanir
um fjórar vikur
- Grautfúlt, segir forsætisráðherra
Morgunblaðið/Eggert
Bólusetning Tafir verða á áætl-
unum stjórnvalda á næstunni.