Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
St. 36-42
Verð: 27.995.-
Vnr. GAB6697350
St. 36-41 / 3 litir
Verð: 19.995.-
Vnr. GAB6333414
NÝIR GÖTUSKÓR FRÁ GABOR
St. 36-42
Verð: 19.995.-
Vnr. GAB6607294
St. 36-41
Verð: 29.995.-
Vnr. GAB6348021
KRINGLAN - SMÁRALIND - SKÓR.IS
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
Undanfarið hefur verið unnið að því að fella tré á nýjum byggingarlóðum
við Brekkuhvarf 1a-1g í Kópavogi. Ástæðan fyrir trjáfellingunum er sú að
fyrirhugað er að reisa þrjú parhús á tveimur hæðum á lóðunum. Þær eru
staðsettar vestan Elliðavatns. Breytt deiliskipulag á lóðunum var sam-
þykkt á fundum í skipulagsráði og bæjarstjórn Kópavogsbæjar í desember
og janúar síðastliðnum.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Tré víkja fyrir parhúsum við Vatnsenda
Jóhann Ólafsson
Þór Steinarsson
„Hugsunin er sú að við séum að koma
þeim sem hafi verið án atvinnu í
lengri tíma út á vinnumarkaðinn,“
segir Katrín Jakobsdóttir forsætis-
ráðherra í samtali við blaðamann.
Hún og Ásmundur Einar Daðason,
félags- og barnamálaráðherra,
kynntu atvinnuátakið „Hefjum
störf“ á blaðamannafundi í húsnæði
Vinnumálastofnunar í gær.
Markmiðið með átakinu er að
skapa allt að sjö þúsund tímabundin
störf í samvinnu við atvinnulífið, op-
inberar stofnanir, sveitarfélög og fé-
lagasamtök. Ráðgert er að verja um
4,5 til 5 milljörðum króna í átakið.
Hverjum nýjum starfsmanni mun
fylgja allt að 472 þúsund króna
stuðningur á mánuði, auk 11,5%
framlags í lífeyrissjóð í allt að sex
mánuði. Fyrirtæki geta ráðið eins
marga starfsmenn og þau þurfa
þangað til heildarfjöldi starfsmanna
hefur náð 70. Ráðningartímabilið er
sex mánuðir, frá apríl til desember.
Katrín segir að með þessu séu
stjórnvöld í raun og veru að borga
fyrirtækjum, stofnunum, sveitar-
félögum og frjálsum félagasamtök-
um til að ráða fólk og á sama tíma
minnka atvinnuleysi.
„Markmiðið er að draga úr þessu
langtímaatvinnuleysi. Þetta er hugs-
að til sex mánaða svo verðum við að
meta stöðuna að því loknu,“ segir
Katrín.
Hún segist sjá verkefnið fyrir sér
sem viðspyrnu nú þegar sífellt fleiri
Íslendingar eru bólusettir þótt tíð-
alstórum fyrirtækjum auðveldara að
ráða starfsmenn og búa sig þannig
undir bjartari framtíð. Fyrirtæki
sem hafa færri en 70 starfsmenn
geta ráðið atvinnuleitendur sem hafa
verið án atvinnu í 12 mánuði eða
lengur með ríflegum stuðningi.
Þá geta fyrirtæki af öllum stærð-
um og gerðum nýtt sér ráðningar-
styrki sem eiga að auðvelda atvinnu-
rekendum að ráða starfsfólk og
fjölga atvinnutækifærum þeirra sem
eru án atvinnu.
Ekkert þak er á fjölda starfs-
manna sem fyrirtæki geta ráðið með
þessu úrræði.
Þá er félagasamtökum, sem rekin
eru til almannaheilla og án hagnaðar-
sjónarmiða, gert kleift með átakinu
að stofna til tímabundinna átaks-
verkefna í vor og sumar með ráðn-
ingarstyrk sem nemur fullum laun-
um samkvæmt kjarasamningum, að
hámarki 472.835 krónum á mánuði,
sem er hámark tekjutengdra bóta,
auk 11,5% mótframlags í lífeyrissjóð.
Átakinu „Hefjum störf“ ýtt úr vör
- Stefna á að skapa um sjö þúsund störf með átakinu - Allt að 472 þúsund krónur fylgja hverjum
starfsmanni, auk framlags í lífeyrissjóð - Sex mánaða ráðningartímabil - Kostar 4,5 til 5 milljarða
Morgunblaðið/Eggert
Störf Katrín og Ásmundur á fundinum í gær þar sem þau kynntu átakið.
indi af tímabundinni stöðvun notkun-
ar bóluefnis AstraZeneca séu ekki
góð. „Ég hef væntingar til þess og
trú á að ferðaþjónustan muni fara
hægt og bítandi af stað með sumrinu
og þá styðja þessar aðgerðir hver við
aðra,“ segir Katrín.
„Nú hefst viðspyrnan“
Ásmundur Einar segir að nú stytt-
ist í annan enda faraldursins.
„Daginn er tekið að lengja, sífellt
fleiri Íslendingar fá bólusetningu og
nú hefst viðspyrnan. Við erum hér að
kynna gríðarlega stórar aðgerðir
fyrir bæði atvinnuleitendur og at-
vinnulífið sem hjálpa okkur í öflugri
viðspyrnu að loknum faraldri,“ er
haft eftir Ásmundi í fréttatilkynn-
ingu. „Ég hvet fyrirtæki, stofnanir,
sveitarfélög og félagasamtök til að
nýta þetta úrræði og ráða fólk. Við
mætum óvissunni með krafti og
bjartsýni og saman keyrum við þetta
í gang.“
Átakið á að gera litlum og með-
Framsóknarflokkurinn yrði þriðji
stærsti flokkurinn á þingi og fengi um
12,7% atkvæða ef boðað væri til kosn-
inga nú, samkvæmt niðurstöðum
nýrrar skoðanakönnunar MMR.
Fylgi flokksins eykst um rúmt pró-
sentustig milli mánaða en það hefur
aukist nokkuð frá því flokkurinn hlaut
sína verstu mælingu í október, um
6,7%.
Litlar breytingar eru annars á fylgi
flokka milli mánaða. Sjálfstæðisflokk-
urinn er sem fyrr stærstur í könn-
uninni, en 21,0% segjast myndu kjósa
flokkinn. Samfylkingin er næststærst
með 13,8% fylgi og eykst það lítillega
milli mánaða.
Þar á eftir koma Vinstri-græn með
11,7%, Píratar með 11,5% og Viðreisn
með 10,0%. Miðflokkurinn nýtur
stuðnings 9,3% kjósenda og Flokkur
fólksins 5,1%. Þá fengi Sósíalista-
flokkurinn atkvæði 3,8% kjósenda, en
það myndi að öllum líkindum ekki
nægja til þingsætis.
Stuðningur við ríkisstjórnina er
53,7% eða nokkru hærri en samanlagt
fylgi ríkisstjórnarflokkanna þriggja,
líkt og hefur verið raunin allt kjör-
tímabilið. Samanlagt myndu um
45,4% kjósenda greiða ríkisstjórnar-
flokkunum þremur atkvæði sitt.
Framsókn
nær vopn-
um sínum
- Þriðji stærsti
flokkurinn á þingi