Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
GEFÐU STARFSFÓLKINU
DAGAMUN
Suðurlandsbraut 30 | 577 5600 | info@oskaskrin.is | oskaskrin.is
Enginn vill fara óvarlega þegarlyf eða bóluefni eru annars veg-
ar. Fólk vill að slíkt sé prófað með
fullnægjandi hætti áður en byrjað er
að nota það og að hætt sé að nota það
ef í ljós kemur, þrátt
fyrir prófanir, að
eitthvað er að.
- - -
Nú hefur veriðákveðið að
hætta að nota Astra-
Zeneca-bóluefnið hér
á landi, í bili að
minnsta kosti.
- - -
Ástæðan mun verablóðtappi sem
kom upp erlendis og
að þess vegna verði
að skoða málið betur áður en haldið
verði áfram að bólusetja með þessu
efni.
- - -
AstraZeneca segir að rannsókn á10 milljónum gagna sýni enga
aukningu blóðtappa, frekar að bólu-
efnið dragi úr líkum á slíkum.
- - -
Nú kann að vera að einhverjirtrúi ekki AstraZeneca þó að
búið sé að bólusetja milljónir og tölu-
verð reynsla því komin á efnið, en
hvað með Lyfjastofnun Evrópu eða
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunina?
Báðar þessar stofnanir segja bólu-
efnið í lagi.
- - -
Varkárni er góð, en það er líkahægt að ganga of langt. Það má
ekki gleyma því að tafir í bólusetn-
ingu hafa líka hættu í för með sér.
Það að grafa undan bólusetningum
getur líka verið skaðlegt.
- - -
Var of varlega farið hér? Ýmislegtbendir til að svo hafi verið. Og
sé það rétt hjá forsætisráðherra að
þetta geti tafið bólusetningar um
fjórar vikur er það ekki léttvægt.
Þórólfur
Guðnason
Er ekki hægt að
vera of varkár?
STAKSTEINAR
Katrín
Jakobsdóttir
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Ragnar Þór Ingólfsson var endur-
kjörinn formaður VR til næstu
tveggja ára í atkvæðagreiðslu um
formann félagsins meðal fé-
lagsmanna. Ragnar Þór fékk 6.526
atkvæði eða 63,08% af greiddum at-
kvæðum þeirra sem tóku afstöðu.
Helga Guðrún Jónasdóttir, sem
einnig bauð sig fram til formanns,
fékk 3.549 atkvæði eða 34,3%. 271 fé-
lagsmaður tók ekki afstöðu.Á kjör-
skrá voru alls
35.919 fé-
lagsmenn. Kosn-
ingaþátttaka var
því 28,8%.
„Ég hef fundið
fyrir miklum
stuðningi en þeg-
ar kosningar eru
annars vegar tek-
ur maður engu
sem gefnu,“ sagði Ragnar í samtali
við mbl.is. í gær. Hann sagðist þó
hafa verið vongóður um að hann
hlyti eitthvað af atkvæðum og bætti
við: „Það að fá góðan meirihluta er
bara ákaflega jákvætt og gefur mér
færi á að halda áfram með þau verk-
efni sem við erum að vinna,“ sagði
Ragnar Þór.
Helga Guðrún sagðist við mbl.is
vera óskaplega þakklát fyrir allan
stuðninginn „og þakklát mínu stuðn-
ingsfólki fyrir frábæra baráttu, en
þetta bara hafðist ekki,“ sagði hún.
„Svo bara óska ég Ragnari góðs
gengis og áfram VR.“
Eftirtalin voru kjörin í stjórn VR:
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir, Jón
Steinar Brynjarsson, Helga Ingólfs-
dóttir, Sigurður Sigfússon, Krist-
jana Þ. Jónsdóttir, Þórir Hilmarsson
og Harpa Sævarsdóttir.
Ragnar Þór endurkjörinn formaður
Ragnar Þór
Ingólfsson
- 10.346 félagsmenn í VR greiddu atkvæði í kosningu formanns og stjórnar VR
Úthlutað hefur verið úr húsafrið-
unarsjóði og nema úthlutanir ársins
305 milljónum króna, en sótt var um
rétt ríflega 1,5 milljarða króna.
Fjöldi umsókna var 361 og aldrei
hafa borist fleiri umsóknir. Nefna
má að til verkefna við friðlýstar
kirkjur eru veittar 79 milljónir, 66,7
milljónir til friðlýstra húsa og til
friðaðra húsa var úthlutað 134,7
milljónum.
Af einstökum úthlutunum var
hæstu upphæðinni, sex milljónum
króna, úthlutað vegna Grænavatns-
bæjarins í Mývatnssveit. Fimm
milljónir króna fara til Akranes-
kirkju, Silfrastaðakirkju og vegna
hússins að Laxabakka við Sogið.
Fjórum milljónum er úthlutað vegna
verkefna við Hljómskálann í
Reykjavík og sömu upphæð til
Bakkaeyrar í Borgarfirði eystri.
Þá er þremur milljónum úthlutað
til Fífilbrekku við Reyki í Ölfusi og
3,5 milljónum vegna gróðurhúss á
sama stað. aij@mbl.is
Aldrei fleiri umsóknir
í húsafriðunarsjóð
Morgunblaðið/Ómar
Úthlutun Fimm milljónir fara til kirkjunnar að Silfrastöðum í Skagafirði.