Morgunblaðið - 13.03.2021, Side 10

Morgunblaðið - 13.03.2021, Side 10
10 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Bjartsýni ríkir hvað varðar sölu lax- og silungsveiðileyfa í sumar, að því er veiðileyfasalar segja. Verð veiði- leyfa hefur víða staðið í stað eða heldur lækkað. Vaxandi áhugi er á silungsveiði. Almennt fínar bókanir „Heilt yfir eru ágætar bókanir í sumar. Sum svæðin eru svo gott sem uppseld. Á öðrum er laust eitt og eitt holl,“ sagði Ingólfur Ásgeirs- son, framkvæmdastjóri veiðifélags- ins Stara ehf. Það selur veiðileyfi í Þverá/Kjarrá, Strauma, Brennu, Langadalsá, Víðidalsá, Blöndu og Svartá. Svo eru Starir að taka við Alviðru og hluta af Bíldsfelli í Sog- inu. Hann sagði að þeir hafi lækkað verð veiðileyfa lítið eitt í samráði við landeigendur í ljósi aðstæðna og það hafi fleiri gert. „Vel ríflega helmingurinn af okk- ar erlendu gestum komst ekki í fyrra vegna Covid en stefnir á að koma á þessu ári,“ sagði Ingólfur. Sumir þeirra færðu veiðidaga sína yfir á þetta ár. Erlendu lax- veiðimennirnir koma að stærstum hluta frá Bretlandseyjum. Ingólfur sagði að gangi bólusetningar áfram vel á Bretlandseyjum og ef ekki verða miklar ferðatakmarkanir megi eiga von á mörgum breskum laxveiðimönnum. Hann sagði meiri óvissu ríkjandi varðandi komur bandarískra stangveiðimanna. „Vonandi fáum við fleiri erlenda veiðimenn en í fyrra. Það eru fáir erlendir ferðamenn sem skilja eftir meiri peninga í landinu en lax- veiðimenn.“ Ljómandi gangur í sölunni „Veiðileyfasalan hefur gengið ljómandi vel. Sumarið er bara nokk- uð vel bókað,“ sagði Jóhann Davíð Snorrason, framkvæmdastjóri Kol- skeggs ehf. Fyrirtækið er með Eystri-Rangá, Affall, Þverá hjá Fljótshlíð og austurbakka Hólsár. Jóhann sagði að flytja hafi þurft töluvert marga veiðidaga útlendra veiðimanna frá því í fyrra yfir á komandi sumar vegna faraldursins. Því er búið að ráðstafa töluvert mörgum veiðidögum sumarsins. Margir erlendir laxveiðimenn hafa veitt í Eystri-Rangá auk ís- lenskra veiðimanna. Í Affalli, Þverá og Hólsá veiða mest Íslendingar. Útlendu veiðimennirnir koma flest- ir frá Bretlandi en einnig frá Bandaríkjunum, Þýskalandi, Frakklandi, Spáni, Rússlandi og fleiri löndum. „Veiðitímabil okkar í Eystri- Rangá byrjar 1. júlí. Við erum bjartsýnir á að það hafist,“ sagði Jó- hann. „Í fyrrasumar þurftum við að selja veiðileyfi með miklum afslætti vegna þess hvað það voru margar afbókanir. Ég er bjartsýnn á sum- arið. Maður vonar bara að þetta Co- vid-dót verði búið fyrir 1. júlí.“ Íslendingar duglegir að bóka „Útlitið fyrir sumarið er mjög gott. Íslendingar hafa verið mjög duglegir að bóka í haust og allan vetur. Salan í silung og lax hefur aukist jafnt og þétt síðustu vikur. Eins höfum við fundið gríðarlegan áhuga erlendis frá,“ sagði Kristinn Ingólfsson sem á og rekur veiði- leyfavefinn veida.is. Vefurinn er stærsta markaðstorg veiðileyfa á Ís- landi, að hans sögn. „Bretar eru stærsti hópur er- lendra laxveiðimanna hjá okkur. Það er gríðarlega mikill áhugi í Bretlandi á að koma hingað til lax- veiða í sumar. Bretar sem veiða lax eru flestir eldri en 50 ára. Sá hópur er meira eða minna búinn að fá fyrri bólusetningu eða fær hana innan fárra vikna. Bresk yfirvöld til- kynntu í febrúar hvenær verður lík- lega opnað á ferðalög frá Bretlandi. Eftir það urðu Bretarnir óhræddari við að bóka veiðileyfi,“ sagði Krist- inn. Helsti þröskuldurinn nú eru flugáætlanir sem eru enn sem kom- ið er fremur götóttar, ekki síst flug frá borgum utan London. Verð á veiðileyfum hefur yfirleitt staðið í stað eða eitthvað lækkað frá síðasta ári. Þó eru dæmi um ár sem hafa aðeins hækkað. „Það hjálpar við markaðssetningu erlendis að ís- lenska krónan hefur veikst. Það er ódýrara fyrir erlenda veiðimenn að bóka og kaupa veiðileyfi nú en fyrir ári síðan,“ sagði Kristinn. Stangveiðimenn hafa áttað sig á þeim miklu möguleikum sem Ísland býður upp á í silungsveiði. Veiði- menn frá meginlandi Evrópu hafi mikinn áhuga á silungsveiðinni, Þjóðverjar, Ítalir og Spánverjar vilji komast í góða silungsveiði á Íslandi. Góð sala á lax- og silungs- veiðileyfum fyrir sumarið - Verð hefur víða staðið í stað eða lækkað - Vona að erlendir veiðimenn komi Morgunblaðið/Einar Falur Laxveiði Kastað fyrir lax í Kirkjustreng í Þverá í Borgarfirði. Erlendir stangveiðimenn bíða margir spenntir eftir því að komast til Íslands til að veiða lax eða silung. Verð veiðileyfa hefur víða staðið í stað eða lækkað lítið eitt. Hörður Felix Harðarson hæstarétt- arlögmaður hefur tekið að sér að vinna að tillögum um mögulega styttingu á máls- meðferðartíma sakamála á rann- sóknar- og dóm- stigi, að sögn Ás- laugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, sem greindi frá þessu á Facebook í gær. Þar sagði hún að Jón Steinar Gunnlaugsson, fv. hæstaréttardómari, hafi í gær- morgun óskað eftir því að vera leyst- ur frá verkefninu. Áslaug féllst á þá beiðni. Greint var frá skipun Jóns Steinars fyrr í vikunni og sætti valið á honum nokkurri gagnrýni. Jón Steinar sakaði gagnrýnendur um að nota nafn hans til að koma höggi á dómsmálaráðherra. Hörður Felix mun kalla sérfróða aðila að borðinu til að leggja sín lóð á vogarskálarnar. Hörður skip- aður í stað Jóns Steinars Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - Jón óskaði eftir lausn frá verkefninu Landsréttur sýknaði í gær Árna Gils Hjaltason af ákæru um tilraun til manndráps. Árni hafði áður ver- ið dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur. Árna var gefið að sök að hafa stungið annan mann með hnífi við Leifasjoppu í Breiðholti í mars 2017 en maðurinn fékk þar gat í höf- uðkúpuna. Árni hefur alla tíð neit- að sök og haldið því fram að hann hafi verið að verjast árás mannsins. Málið hefur velkst um í dóms- kerfinu síðan þá. Árni var fyrst sak- felldur í héraðsdómi fyrir árásina árið 2017, en Hæstiréttur ómerkti síðar dóminn og vísaði málinu aftur í héraðsdóm. Komst héraðsdómur þá að sömu niðurstöðu og áður, en Árni áfrýjaði til Landsréttar sem hefur nú sýknað hann. Árni Gils sýknaður í Landsrétti Tvenn ummæli Aldísar Schram um föður sinn Jón Baldvin Hannibalsson í Morgunútvarpinu á Rás 2 frá 17. janúar 2019 og af Facebook voru dæmd ómerk í Héraðsdómi en átta önnur standa. Fjölmiðlamaðurinn Sigmar Guðmundsson var sýknaður af stefnu Jóns Baldvins þegar dómur var kveðinn upp í gær. Í tilvikum þeirra ummæla Aldísar sem voru dæmd sem meiðyrði var um að ræða staðhæfingu um staðreynd án fyrirvara, samkvæmt dómnum. Þar sem ummælin fjölluðu annars vegar um barnagirnd og hins vegar barnaníð var um alvarlegar staðhæfingar að ræða þar sem rík krafa er um sönnunarbyrði. Í dómn- um kemur fram að ekki voru gögn til staðar sem studdu þessi ummæli. Ummælin sem voru dæmd dauð og ómerk voru: „Fíkn, auðvitað er barnagirnd fíkn, þetta er fíkn“ og „… og sigra hann og hans barnaníð- ingabandalag“. Jón Baldvin krafðist þess að sam- tals yrðu fjórtán ummæli dæmd dauð og ómerk, þar af tíu ummæli Aldísar. Hann gerði ekki fjárkröfur á hendur Aldísi. Sigmar lét fern um- mælanna sem Jón Baldvin vildi að yrðu dæmd dauð og ómerk falla en Jón Baldvin krafði Sigmar um 2,5 milljónir króna. Í dóminum segir óumdeilt að Jón Baldvin sé opinber persóna og að viðtalið við Aldísi verði að meta í því ljósi að umtalsverður aðdragandi sé að því. Þannig hafi komið fram hópur á Facebook þar sem ýmsar konur lýstu samskiptum sínum við Jón og árið 2019 hafi Stundin birt umfjöllun undir fyrirsögninni „Konur segja frá áreitni Jóns Baldvins“. Tvenn ummæli ómerk en átta standa - Dæmt í máli Jóns Baldvins gegn Aldísi og Sigmari Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Úr dómsal Frá réttarhöldunum í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.