Morgunblaðið - 13.03.2021, Síða 11

Morgunblaðið - 13.03.2021, Síða 11
FRÉTTIR 11Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 Skipholti 29b • S. 551 4422 FISLÉTTAR STUTTKÁPUR (HÆGT AÐ SNÚA VIÐ) Kr. 39.900 Skoðið laxdal.is Skoðið // hjahrafnhildi.is Engjateigi 5 // 581 2141 // hjahrafnhildi.is VOR2021 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Rostungur, sýning Náttúruminja- safns Íslands, var opnuð í marsmán- uði í fyrra, en hefur farið hljótt vegna kórónuveirufaraldursins og sam- komutakmarkana. Nú verður rykið dustað af rostungnum og sýningin opnuð upp á gátt á sunnudaginn. Sýn- ingin er í Dropanum, sérsýning- arrými safnsins á 2. hæð í Perlunni. Samkvæmt upplýsingum frá Nátt- úruminjasafninu er á sýningunni ann- ars vegar fjallað um líffræði rost- unga, viðkomu og vöxt, samfélag rostunga, sem eru mikil hóp- og sel- skapsdýr, og útbreiðslu tveggja und- irtegunda: atlantshafsrostungs og kyrrahafsrostungs á norðurhveli. Hins vegar er sagt frá alþjóðlegri rannsókn sem staðfesti að við Ísland lifði séríslenskur rostungastofn, sem dó út. Kenningar eru um að fyrstu land- námsmennirnir hafi í raun verið hér í veri, eða á rostungavertíð og hafi út- rýmt þessum stofni sem hvarf skömmu eftir landnám. Ísland hafi sem sagt í byrjun verið veiðistöð. Geirmundur heljarskinn Á sunnudag klukkan 14 heldur Bergsveinn Birgisson rithöfundur fyrirlestur á vegum Náttúruminja- safnsins í Stjörnuverinu í Perlunni. Í fyrirlestrinum mun Bergsveinn leiða út frá þessari tilgátu um að frum- landnám á Íslandi hafi snúist um veiðimenn sem komið hafi hingað til að auðgast skjótt, ekki síst á rost- ungaveiðum. Fremstur í þeim flokki var Geirmundur heljarskinn og mun Bergsveinn ræða þessar kenningar sem hann fjallar meðal annars um í bók sinni Leitinni að svarta vík- ingnum. Aðgangur að fyrirlestrinum er ókeypis og opin öllum á meðan húsrúm leyfir. Á sýningunni er fjallað um þennan meinta hlut rostungsveiða í landnámi Íslands, örnefni tengd rostungum og um afurðirnar sem menn voru að sækjast eftir. Það var fyrst og fremst húðin og lýsið, en einnig kjöt og loks skögultennurnar sem voru konungs- gersemi. Skar út í bein og tennur Einnig er sagt frá rostungakomum til Íslands á síðustu öldum og frá Jóni lærða Guðmundssyni (1574–1658) sem var sjálfmenntaður alþýðumað- ur, víðkunnur fræðimaður og skar út í bein og tennur. Jón gerði nákvæmar teikningar og lýsti rostungi sem ber með sér að hann þekkti vel til dýrsins. Þar eru einnig ljósmyndir af nokkrum frægum munum í vörslu Þjóðminjasafnsins sem taldir eru skornir í rostungstönn ásamt eft- irmynd af Lewis-taflmönnunum, sem fundust 1831 við Skotlandsstrendur og taldir eru frá 12. öld, og jafnvel frá Íslandi. Ljósmynd/Náttúruminjasafn Íslands Minjar Til hægri má sjá lengstu rostungstönn, sem fundist hefur á Íslandi, 67,5 sentimetrar. Hún er 1.300 ára gömul og fannst í Breiðavík. Við hlið hennar er hauskúpa sem vegur 12 kíló með tönnum og fannst á Snæfellsnesi 2015. Rykið dustað af rostungum í Perlunni - Sýning Náttúruminjasafnsins opnuð upp á gátt Hæstiréttur fann í gær Sigurjón Þ. Árnason, fyrrverandi bankastjóra Landsbankans, og Sigríði Elínu Sig- fúsdóttur, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra fyrirtækjasviðs bankans og síðar bankastjóra, sek um markaðsmisnotkun þegar þau störfuðu fyrir bankann árið 2008. Þau voru hins vegar sýknuð af ákæru fyrir umboðssvik. Um var að ræða endurupptöku að hluta á tveimur dómum Hæstarétt- ar, sem voru kveðnir upp í október 2015 og febrúar 2016. Sigurjón var sakfelldur að nýju fyrir markaðs- misnotkun í báðum málum og dæmdur annars vegar í 12 mánaða skilorðsbundið fangelsi og hins veg- ar í 9 mánaða skilorðsbundið fang- elsi, m.a. með hliðsjón af því, að meðferð málanna hafði tafist. Sigríður Elín var sakfelld fyrir hlutdeild í öðru brotanna en var ekki gerð refsing vegna þess að hún hafði þegar afplánað fangelsisrefs- ingu á grundvelli fyrri dóms Hæsta- réttar. Stærstu viðskiptin Í öðru málinu, sem kennt er við eignarhaldsfélagið Imon, var Sigur- jóni og Sigríði Elínu gefið að sök að að hafa ranglega látið líta svo út að fjárfestir hefði lagt fé til hlutabréfa- kaupa í bankanum og gefið þannig ranga mynd af verðmæti bréfanna. Fram kom í málinu, að þeim hefði verið kunnugt um að staða Imon væri bágborin og þær tryggingar sem félagið hefði lagt fram í tengslum við lánveitinguna væru ófullnægjandi. Þá hefðu viðskiptin verið afar umfangsmikil, enda um að ræða stærstu viðskipti með hlutabréf í Landsbanka Íslands hf. á árinu 2008. Hæstiréttur dæmdi Sigurjón upphaflega í þriggja og hálfs árs fangelsi og Sigríði Elínu í 18 mán- aða fangelsi og sagði að brot þeirra hefðu beinst í senn að öllum al- menningi og fjármálamarkaðinum hér á landi og yrði tjónið, sem af brotunum hlaust, ekki metið til fjár. Þau Sigurjón og Sigríður Elín fóru þess síðan á leit við endur- upptökunefnd að mál þeirra yrði tekið upp að nýju. Sigríður Elín hafði m.a. sent kvörtun til Mann- réttindadómstóls Evrópu, sem komst að þeirri niðurstöðu, að einn af dómurunum í Hæstarétti hefði verið vanhæfur til að dæma í máli hennar þar sem hann átti umtals- verðan hlut í Landsbankanum þeg- ar bankinn fell haustið 2008. Kerfisbundin misnotkun Í dómi Hæstaréttar í gær segir m.a. að brot Sigurjóns hefðu verið þáttur í kerfisbundinni markaðsmis- notkun bankans, Á hinn bóginn yrði það metið honum til málsbóta að hann vann verkið með hagsmuni bankans að leiðarljósi og hefði að nokkru gengist við þeirri háttsemi sem honum var gefin að sök. Varðandi refsingu Sigríðar Elínar segir dómurinn að umrædd við- skipti hafi ekki getað átt sér stað nema með samþykki hennar. Hæfi- leg refsing hennar hefði verið fjög- urra mánaða skilorðsbundið fang- elsi en hún hafi nú þegar afplánað 16 mánaða fangelsisrefsingu og verði því ekki gerð refsing í málinu. Sakfelld á ný fyrir markaðsmisnotkun - Dómar skilorðsbundnir vegna tafa Morgunblaðið/Golli Í dómi Sigurjón Þ. Árnason ásamt lögmönnum í réttarsal. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Kirkjuþing hefur frestað umfjöllun um heimild til sölu prestsbústaða og jarða til fundar kirkjuþings á hausti komanda. Sala á prestssetrinu á Syðra-Laugalandi í Eyjafjarðarsveit er í þeim pakka. Eftir sameiningu Akureyrar- og Laugalandsprestakalla er ekki leng- ur búsetuskylda prests á staðnum og er presturinn, Jóhanna Gísladótt- ir, að huga að byggingu eigin íbúðar- húss annars staðar í sveitinni eftir að ekki tókust samningar um kaup hennar á bústaðnum og einhverjum útihúsum. Prestssetur í tæp 90 ár Það hefur verið stefna þjóðkirkj- unnar að sameina prestaköll og byggja upp öflugri starfsstöðvar þar sem fleiri prestar vinna saman. Séra Jóhanna hefur nú starfsaðstöðu á Akureyri með prestum Akureyrar- kirkju sem þar voru fyrir en sinnir eigi að síður kirkjunum sex í fyrr- verandi Laugalandsprestakalli. Prestssetur hefur verið á Syðra- Laugalandi í Öngulsstaðahreppi hin- um forna frá árinu 1935 að ríkið keypti jörðina í því skyni. Áður var prestssetrið í Saurbæ í Saurbæjar- hreppi hinum forna. Séra Benjamín Kristjánsson var fyrsti presturinn sem bjó á Syðra-Laugalandi. Verðmæt hitaréttindi Prestsbústaðurinn er frá árinu 1926 en Benjamín lét byggja við hann árið 1948. Þar er einnig skrif- stofa prestsins. Auk þess eru gömul útihús á jörðinni. Þá fellur býlið Brúnir undir kirkjujörðina. Jörðinni fylgja hlunnindi, jarðhiti sem meðal annars er nýttur til upphitunar á Akureyri. Fram kom á fundi í einni sókninni að reiknað væri með að 130 milljónir fengjust fyrir eignina. Pétur G. Markan, samskiptastjóri biskupsstofu, segir að ekki sé komið að sölu. Ef kirkjuþing samþykki heimild til að selja jörðina taki við úrvinnsla, meðal annars vegna hlunninda, og metið í hvaða formi salan fari fram. Tekur Pétur fram að margir hafi sýnt áhuga á eigninni. Stefnt að sölu prestsset- ursins í Eyjafjarðarsveit Morgunblaðið/Benjamín Baldursson Prestssetur Íbúðarhús prestsins á Syðra-Laugalandi er hálffalið í gróðri á austurbakka Eyjafjarðarár. Þar hefur setið prestur í bráðum níutíu ár. - Presturinn byggir annars staðar í sveitinni

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.