Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 12
12 DAGLEGT LÍF
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Skeifunni 8 | Sími 588 0640 | casa.is
ítölsk hönnun – ítölsk framleiðsla
Casa býður upp á vaxtalausar raðgreiðslur (Visa / Euro) í allt að 6 mánuði.
L 206 cm Áklæði ct. 70 Verð 609.000,-
L 206 cm Leður ct. 15 Verð 749.000,-
STAN Model 3035 rafmagn
Kristín Heiða Kristinsdóttir
khk@mbl.is
V
ið lögðum upp með að
skapa stemningu hér inni
sem við kunnum sjálf að
meta, stemningu sem við
fundum gjarnan í Berlín þar sem
við bjuggum, en þar er mikið um
litla staði þar sem ýmsu ægir sam-
an á einum og sama staðnum, kaffi-
hús sem eru líka tónleikastaðir,
plötubúðir og fatabúðir,“ segja þau
Guðrún Lárusdóttir fatahönnuður
og Pan Thorarensen tónlistar-
maður og tónleikahaldari, sem
opnuðu í síðustu viku tilraunakennt
rými við Laugaveg 2. Staðurinn
þeirra heitir Space Odyssey og er
hluti af verkefninu Sköpum líf í lok-
un, en því er ætlað að gæða miðbæ-
inn lífi með því að aðstoða skapandi
fólk með góðar hugmyndir við að
nýta tóm rými.
„Þetta er tónleikastaður og
viðburðastaður, hér er líka hægt að
kaupa sjaldgæfar vínilplötur, notuð
föt og fylgihluti. Hér geta rúmlega
þrjátíu manns verið á tónleikum,“
segir Pan sem er liðsmaður í
nokkrum hljómsveitum og sá sem
er á bak við alþjóðlegu raftónlist-
arhátíðina Extreme Chill, sem
haldin er árlega á Íslandi.
„Þessi staður hér verður í
beinum tengslum við þá tónlistar-
hátíð og viðburði tengda henni. Þar
fyrir utan ætla ég að halda tónleika
hér í hverri viku og fókusera á raf-
tónlist og hvers konar hughrifa-
tónlist. Fyrstu tónleikarnir verða
næstkomandi miðvikudag, þá ætlar
tónlistarmaðurinn Mikael Lind að
spila hér,“ segir Pan sem selur líka
torfengnar og stundum númeraðar
vínilplötur, jafnvel safngripi.
„Ég panta að utan beint frá
listamönnum sem gefa út örfá ein-
tök og það er greinilega markaður
fyrir slíkt, því þegar við opnuðum
þá runnu þessar plötur út.“
Nóg til í fataskápum fólks
Guðrún segist spennt yfir nýju
rými þeirra hjóna og þeim hluta
þess sem hún sér um.
„Hér sel ég einvörðungu notuð
föt og þetta er hugsað sem eins
konar skiptimarkaður. Hingað get-
ur fólk komið með notuð föt og ég
vel úr það sem mér líst á og vil
selja hér. Ég vel gæðavöru, sérstök
og falleg föt, hreinsa þau, gufu-
pressa, geri fín og verðlegg. Fólk
fær svo innleggsnótu í búðinni,
fimmtíu prósent af söluandvirði
flíkanna sem það kemur með,“ seg-
ir Guðrún og tekur fram að fólk
geti líka komið inn af götunni og
verslað, án þess að koma með föt.
„Ég geri ráð fyrir að nóg sé til
af fötum í skápum hjá fólki sem
hafa legið lengi óhreyfð, og ég hvet
fólk til að koma með þau til mín og
fá inneign á móti. Ég vil eldgömul
föt, ný föt og allt þar á milli,“ segir
Guðrún sem er menntuð í umhverf-
isvænni fatahönnun frá Berlín.
„Ég hef unnið við fatahönnun
og framleiðslu í fimmtán ár hjá
ýmsum fyrirtækjum, en nú langar
mig að borga til baka til umhverf-
isins. Mér finnst æðislegt að fara í
gegnum fatapoka og sjá hvað kem-
ur upp. Þetta er innlegg mitt í
hringrásarhagkerfið; að draga úr
kolefnissporunum með því að end-
urnýta. Til að sýna samfélagslega
ábyrgð langar mig líka til að bjóða
fólki að halda eftir því sem eftir er í
fatapokunum sem það kemur með
og ég vel ekki til að hengja upp í
búðinni. Mig langar að hafa einu
sinni í mánuði sölu á því í kössum
og selja ódýrt, fimm hundruð eða
þúsund krónur stykkið, og gefa
ágóðann til góðgerðarmála.
Hugsað í stóra samhenginu
Ég veit að Íslendingar kaupa
sér oft dýr föt sem kannski hafa
lengi hangið inni í skáp eða hafa
lokið hlutverki sínu hjá viðkomandi
manneskju. Mig langar að ná í
þessi fínu föt og hvet fólk til að
koma og fá innleggsnótu á móti.
Ég vil líka fá gömul föt sem eru
gersemar, til dæmis úr dánar-
búum, bæði kvenföt og karlaföt.
Ég vil hafa breidd í þessu hjá mér,
bjóða upp á fín föt og vintage,
street-föt, flotta merkjavöru sem
var tískuvara fyrir tíu tuttugu ár-
um og allt þar á milli. Ég er mjög
hrifin af fötum frá áttunda ára-
tugnum,“ segir Guðrún sem einnig
tekur á móti notuðum skóm og
fylgihlutum.
„Það getur verið gaman að
koma með fatapoka hingað og fara
í staðinn út með tösku eða skó. Ég
er alltaf að taka upp eitthvað nýtt
og því er mikil endurnýjun á slán-
um hér,“ segir Guðrún og bætir við
að hver og ein flík sem hún hengir
upp til sölu í búðinni fái mikið nost-
ur.
„Ég legg mikla vinnu í að gera
fötin fín. Við eigum að setja sem
mest af notuðum fötum inn í hring-
rásina, það þarf ekki að framleiða
meira af fötum. Margir hafa áttað
sig á því í Covid að þessi fast-
fashion-stefna mun líða undir lok.
Við verðum að hugsa um umhverfið
og framtíðina og nota öll þessi föt
sem til eru, frekar en að framleiða
stöðugt meira og kaupa alltaf
nýtt.“
Notuð föt en flott Guðrún er vandlát á valið, hvað hún selur. Bekkir Guðrún og Pan láta fara vel um sig í tónleikarýminu. Sjaldgæfar plötur Í plötuhorni eru gersemar til sölu.
Afskipt föt lifna við á tónleikastað
Þau opnuðu tilraunaými
í síðustu viku, Space
Odyssey, í miðbæ Reykja-
víkur. Þar mun tónleika-
staður og skiptimarkaður
með notuð föt verða á
einum og sama stað.
Guðrún og Pan horfa
bjartsýn til framtíðar.
Morgunblaðið/Eggert
Spennt Það er hugur í Guðrúnu og Pan, þau hlakka til að blása nýju lífi í miðbæinn með tilraunarými sínu.