Morgunblaðið - 13.03.2021, Qupperneq 14
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Starfsgreinasamband Íslands telur
að krafa stjórnvalda um að starfs-
fólki hjúkrunarheimilanna í Fjarða-
byggð og Vestmannaeyjum verði
sagt upp vegna yfirfærslu rekstr-
arins til heilbrigðisstofnana virðist
hafa það markmið að ráða það aftur
til starfa á öðrum kjarasamningi og á
lakari kjörum. Deila heilbrigðisráðu-
neytis og sveitarfélaga er óleyst en
velferðarnefnd Alþingis hefur sam-
þykkt að taka hana til umfjöllunar.
Deilan virðist snúast um það hvort
lög frá árinu 2002 um réttarstöðu
starfsmanna við aðilaskipti að fyr-
irtækjum gildi við yfirtöku heilbrigð-
isstofnana ríkisins á rekstri hjúkr-
unarheimila frá sveitarfélögum.
Heilbrigðisráðuneytið telur að um-
rædd lög gildi eingöngu um að-
ilaskipti að fyrirtækjum. Þau gildi
hvorki um breytingar á skipulagi eða
starfsháttum stjórnvalds né tilfærslu
á verkefnum milli stjórnvalda.
Hvergi í lögunum sé að finna heimild
til handa ráðherra til að ákveða að
þau skuli gilda í tilvikum eins og rætt
er um í Eyjum og Fjarðabyggð. Tek-
ur ráðuneytið fram í tilkynningu að
forstjórum heilbrigðisstofnana beri
lögum samkvæmt að ráða til sín
starfsfólk á grundvelli auglýsingar.
Fjarðabyggð og Vestmannaeyja-
bær telja að þessi afstaða feli það í
sér að sveitarfélögin verði að segja
starfsfólki heimilanna upp störfum,
um 140 manns, með tilheyrandi
óvissu fyrir þá og heimilisfólk.
Gildir þegar hentar
Fjarðabyggð og Vestmanna-
eyjabær segja á móti að umrædd lög
hafi verið látin gilda um tilflutning
verkefna milli ríkis og sveitarfélaga.
Nefna bæjarstjórarnir flutning mál-
efna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga.
Þau hafi einnig verið látin gilda þeg-
ar hluti starfsfólks hjúkrunarheimilis
á Hornafirði fluttust frá sveitarfé-
laginu til Heilbrigðisstofnunar Suð-
urlands, sömu stofnunar og nú á að
taka við rekstri hjúkrunarheimilis í
Eyjum. Þá hafi staðið til að rétt-
arstaða starfsfólks yrði tryggð við
tilflutning hjúkrunarheimila á Ak-
ureyri til Heilbrigðisstofnunar Norð-
urlands á síðasta ári.
„Það virðist því auðvelt að beita
umræddum lögum þegar það hentar
ríkinu en bera svo við heimildarleysi
þegar það hentar ekki,“ segja bæj-
arstjórarnir í athugasemd. Það hefðu
verið ólíkt ábyrgari og faglegri við-
brögð ráðuneytisins við uppsögn
sveitarfélaganna, að þeirra sögn, að
vinna í samstarfi að farsælli yf-
irfærslu þessarar viðkvæmu starf-
semi. Þannig hefði verið hægt að
koma í veg fyrir að mál væru komin í
þennan hnút. Á því beri heilbrigð-
isráðuneytið eitt ábyrgð.
Í svari heilbrigðisráðuneytisins við
fyrirspurn Morgunblaðsins um það
af hverju umrædd lög gildi um yf-
irfærslu hjúkrunarheimila á Ak-
ureyri og Hornafirði en ekki Eyjum
og Fjarðabyggð segir að í fyrrnefndu
tilvikunum séu fyrirtæki að taka við
rekstrinum jafnvel þótt í einu tilviki
sé það fyrirtæki í eigu ríkisins.
Ráðið aftur með lakari kjörum
Sveitarfélögin hafa leitað liðsinnis
velferðarnefndar Alþingis í þessu
máli og hafa fengið svör um að nefnd-
in muni fjalla um það.
Yfirfærslan átti að fara fram 1.
apríl næstkomandi en Fjarðabyggð
og Vestmannaeyjabær óskuðu eftir
framlengingu eldri samninga um
mánuð, vegna þessa máls, og hafa
Sjúkratryggingar orðið við því.
Starfsgreinasamband Íslands
sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar
sem boðuðum uppsögnum á um-
ræddum hjúkrunarheimilum er
harðlega mótmælt, þess krafist að
hætt verði við þær og starfsfólkið
haldi vinnu sinni og kjörum. „Það eru
algerlega forkastanleg vinnubrögð
hjá heilbrigðisráðuneytinu að krefj-
ast þess að allt að 150 starfsmönnum
verði sagt upp [...] að því að virðist
með það að markmiði að ráða [það]
aftur til starfa undir öðrum kjara-
samningi og á lægri kjörum.“ Tekið
er fram að starfsfólkið sé flest konur
í láglaunastörfum.
Markmiðið sagt að
lækka laun fólksins
- SGS mótmælir uppsögnum - Deilan við ríkið er óleyst
Vestmannaeyjar Um eða rúmlega sextíu starfsmenn eru á hjúkrunar- og
dvalarheimilinu Hraunbúðum í Vestmannaeyjum og 35 heimilismenn.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
EPLAEDIK HEFUR ALDREI SMAKKAST BETUR!
Apple Cider Gummies eru ný og bragðgóð hlaup frá New Nordic sem innihalda hreint eplaedik.
Eplaedik hlaupin eru fullkomin fyrir alla sem vilja njóta góðs af heilsueflandi eiginleikum þess án súra bragðsins.
NÝTTInniheldur 400mg
af gæða eplaediki í
hverjum skammti.
Hámarks virkni
100% hrein og náttúruleg
vara unnin úr eplum.
Ljúffengt
eplabragÐÁn gelatíns og allra gervi
litar- og bragðefna.
SYKURLAUST
2 hlaup á dag.
MÁNAÐAR-
SKAMMTUR
Útsölustaðir: Apótek og heilsuhillur stórmarkaða.
Alls hófu 268 atvinnuleitendur nám
um seinustu áramót í framhalds-
skóla eða háskóla og aðfaranám í há-
skóla sem einnig hefur verið nefnt
háskólabrú. Þar af hófu 164 nám á
framhaldsskólastigi, 62 hófu há-
skólanám og 37 aðfaranám.
Þetta kemur fram í svari Ásmund-
ar Einars Daðasonar, félags- og
barnamálaráðherra, á Alþingi við
fyrirspurn frá Önnu Kolbrúnu Árna-
dóttur þingmanni Miðflokksins um
átakið Nám er tækifæri.
Fram kemur í svari ráðherra að
samkvæmt fjárlögum fyrir yfir-
standandi ár er gert ráð fyrir 1.728
milljónum króna vegna náms at-
vinnuleitenda á framhaldsskólastigi
sem og 971 milljón kr. vegna náms á
háskólastigi. Þar af er gert ráð fyrir
um 100 milljónum kr. vegna aðfara-
náms atvinnuleitenda.
Verður hverjum skóla greitt fyrir
hvern atvinnuleitanda sem skólinn
veitir skólavist í tengslum við átakið,
að því er segir í svarinu.
560 skráðir í lengra nám
Í nýlegri skýrslu Vinnumálastofn-
unar (VMST) um atvinnuástandið
kemur fram að í febrúarmánuði voru
560 einstaklingar skráðir í lengra
nám á framhalds- eða háskólastigi
og 301 einstaklingur var skráður í
úrræðið Nám er tækifæri þar sem
atvinnuleitendum býðst að stunda
nám á atvinnuleysisbótum í eina önn.
Í seinasta mánuði febrúar tóku
2.780 einstaklingar þátt í hinum
ýmsu vinnumarkaðsúrræðum. Um
405 einstaklingar fóru í ýmiss konar
grunnúrræði.
„Grunnúrræði eru stutt úrræði
sem standa öllum atvinnuleitendum
til boða. Þar má nefna starfsleitar-
námskeið, ferilskrárgerð, markmið-
asetningu og sjálfsstyrkingu. Þá
fóru 913 einstaklingar á ýmiss konar
námskeið. Í flestum tilvikum var þar
um að ræða íslenskunámskeið fyrir
útlendinga en einnig fóru margir á
önnur starfstengd námskeið,“ segir í
skýrslu VMST.
268 atvinnuleit-
endur hófu nám
- 164 í framhalds-
skólanámi og 62 á há-
skólastigi um áramót
Morgunblaðið/Golli
Þjóðarbókhlaðan Boðið er upp á
námsleiðir í átakinu Nám er tækifæri.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Viðtökurnar hafa klárlega farið
langt fram úr okkar væntingum. Það
er alveg ljóst að þarna var til staðar
mjög mikil eftirspurn,“ segir Óli Rún-
ar Jónsson hjá Borg brugghúsi.
Athygli hefur vakið að úrval af
áfengislausum bjór og svokölluðum
léttbjór hefur aukist hratt í mat-
vöruverslunum að undanförnu. Hinn
íslenski Pilsner og sams konar 2,25%
léttbjórar hafa lengi notið vinsælda
en síðustu mánuði hefur bæst við
áhugavert úrval af metnaðarfullum
íslenskum bjórum sem flokkast flest-
ir sem áfengislausir. Borg reið á vaðið
með áfengislausum Bríó síðasta sum-
ar og hefur hann selst afar vel að
sögn Óla.
„Við áætlum að sala áfengislausra
og áfengissnauðra bjóra á seinasta
ári hafi verið á bilinu 1,6-1,8 milljónir
lítra hér á landi. Við eigum von á auk-
inni sölu þarna, jafnvel að hún fari yf-
ir tvær milljónir lítra í ár. Þar munar
mest um vöxt í sölu á áfengislausum
bjór. Við teljum að sá flokkur muni
margfaldast á næstu misserum,“ seg-
ir Óli Rúnar.
Aðspurður segir Óli að auknar vin-
sældir áfengislausra bjóra megi rekja
til gæða þeirra. „Þetta er bara eins og
annar bjór, þetta er ferskvara. Það
urðu tímamót þegar Íslendingar fóru
í fyrsta skipti að geta nálgast nokk-
urra daga eða vikna gamlan áfeng-
islausan bjór. Fólk kann greinilega að
meta þetta.“
Borg fylgdi Bríó eftir með áfeng-
islausum jólabjór, Froðusleiki, og á
dögunum kom svo þorrabjórinn
Hrymur. Þessa dagana er svo Sunna
að koma í verslanir. Hún er að sögn
Óla gerð eftir sömu uppskrift og
nafna hennar sem fæst í Vínbúðinni.
„Hún er bara brugguð með minna af
öllu, minna af malti og minna af huml-
um. Svo eru fleiri áfengislausir bjórar
á teikniborðinu sem líta dagsins ljós á
næstu vikum,“ segir Óli Rúnar.
Fleiri íslensk brugghús hafa kynnt
til sögunnar áfengislausa eða áfeng-
issnauða bjóra. Víking setti í sölu
Hvít jól fyrir jólin og Einstök býður
upp á Arctic Pale Ale. Einstök setti
líka á markað kókoshnetu-stout á
dögunum sem er 0,5 að styrkleika og
gerður í samstarfi við breska fyrir-
tækið Big Drop.
Þá blandaði brugghúsið Ölverk í
Hveragerði sér í þennan leik með
Litlahver sem seldur er í Melabúð-
inni og í ýmsum verslunum á Suður-
landi. „Þetta hefur gengið mjög vel.
Við erum búin að selja heilan tank og
meira er á leiðinni,“ segir Elvar
Þrastarson, einn eigenda Ölverks.
„Það er mikið um þetta úti í heimi.
Brugghús eru með 1-2 létta bjóra á
krana meðfram hinum og ég hugsa að
þetta sé framtíðin. Við á Ölverki höf-
um alltaf verið með einn léttan bíl-
stjórabjór á krana svo fólk geti fengið
sér bjór og pítsu og keyrt eftir það,“
segir Elvar.
Litlihver er að sögn Elvars ekki
hefðbundinn léttbjór, hann er dökkur
og bragðmeiri en slíkir bjórar eru oft-
ast. „Þetta er aðeins meiri kraftbjór,“
segir bruggarinn.
Úrval Áfengislausir og áfengissnauðir bjórar frá Einstakri, Borg og Ölverki.
Salan gæti farið yfir
tvær milljónir lítra
- Áfengislausir bjórar í mikilli sókn