Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 22

Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 22
BAKSVIÐ Þóroddur Bjarnason tobj@mbl.is Bandaríska vefritið CIO Appli- cations, sem sérhæfir sig í markaðs- tækni, hefur valið áhrifavaldafyrir- tækið Ghostlamp sem eitt af tíu bestu þjónustufyrirtækjum í mark- aðstæknilausnum í Evrópu. Valgeir Magnússon forstjóri Ghostlamp, sem prýðir forsíðu nýjasta tölublaðs- ins, segir í samtali við miðilinn að rétt eins og lampi Aladdíns í ævin- týrinu í bókinni Þúsund og einni nótt, þá hjálpi Ghostlamp markaðs- fólki að skapa áhrifavaldaherferðir drauma sinna. Eins og lýst er í greininni hefur Ghostlamp upplýsingar í kerfi sínu um meira en 50 milljónir áhrifavalda um allan heim. Kerfi fyrirtækisins getur með sjálfvirkum hætti fundið, samið við og greitt áhrifavöldum fyr- ir þjónustu þeirra. Stöðug þróun í gangi Valgeir segir í samtali við Morgunblaðið að stöðug þróun sé í gangi hjá fyrirtækinu og síðar í þess- um mánuði muni fyrirtækið í fyrsta skipti hefja samstarf með tiktok- áhrifavöldum. „Það er mjög spenn- andi viðbót,“ segir Valgeir. Eins og hann útskýrir á Ghost- lamp leitarvél sem leitar uppi áhrifa- valda um allan heim. „Við vitum hvaða áhrif fólkið hefur og hvers konar fylgjendur það er með.“ Kerfið virkar þannig að þegar við- skiptavinur óskar eftir þjónustu áhrifavalda í gegnum Ghostlamp vel- ur fyrirtækið rétta samsetningu áhrifavalda og sendir þeim tilboð um samstarf. Eftir að samningar nást fjalla áhrifavaldarnir um vörur við- skiptavinarins í færslum sínum á samfélagsmiðlum. Spurður hvort áhrifavaldar séu alltaf til í tuskið þegar Ghostlamp bankar á dyrnar segir Valgeir að auðvitað séu aldrei allir tilbúnir í samstarf, en stór hluti sé reiðubúinn að vinna með fyrirtækinu. „Það fer oft eftir vörunni sem við erum að meðhöndla. Við erum að vinna með minni og meðalstórum áhrifavöldum og þeir eru oft varari um sig og vilja vera samkvæmir sjálfum sér í því sem þeir kynna fyrir aðra. Þeir eru ekki með nema það passi inn í þeirra lífsstíl. Stóru áhrifavald- arnir hafa annan hátt á því þar eru svo miklir peningar í spilinu. Þeir taka að sér nánast hvað sem er.“ Allt niður í þúsund Eins og Valgeir út- skýrir notast Ghostlamp við áhrifavalda sem eru með allt niður í eitt þúsund fylgjend- ur. Oft er þar um að ræða venjulegt fólk sem skilgreinir sig ekki endilega sem áhrifavalda og hafa margir til dæmis aldrei áður fengið greitt fyrir færslur sínar á samfélagsmiðlunum. „Fólk áttar sig ekki alltaf á að það sé með verðmæti í höndunum.“ Starfsemi Ghostlamp fer mest fram í Bandaríkjunum en einnig í Mið-Austurlöndum, Suður-Ameríku og Evrópu, að sögn Valgeirs. „Við erum líka aðeins farin að prófa okkur áfram í Afríku.“ Spurður um ár- angur af herferðun- um segir Valgeir að oftast gangi herferð- irnar vel, en það komi fyrir að þessi tegund markaðs- setningar henti ekki vörunum sem um ræðir. „Viðskipta- vinurinn verður þó aldrei fyrir skaða því okkar tilboð gengur út á að tryggja ákveðin viðbrögð. Ef illa gengur er það okkar vandamál.“ Í greininni í CIO Applications er nefnt dæmi af bandarísku verslana- keðjunni Whole Foods og vel heppn- aðri herferð þeirra með Ghostlamp en fyrirtækið óskaði eftir því að fá áhrifavalda í nágrenni við allar Whole Foods-verslanir til að kynna atlantshafsbleikju. Áhrifavaldarnir voru beðnir að elda máltíð úr bleikj- unni og birta á Instagram. Pipar TBWA á 98% Spurður um eignarhald Ghost- lamp segir Valgeir að auglýsinga- stofan Pipar TBWA eigi nú 98% af félaginu, en Valgeir er stjórnarfor- maður auglýsingastofunnar og fram- kvæmdastjóri útibús hennar í Nor- egi. „Við höfum verið að eignast meira og meira af félaginu og nýlega keyptum við aðra hluthafa út með framvirkum samningum.“ Velta Ghostlamp á síðasta ári var lítil vegna kórónuveirunnar en Val- geir á von á að tekjurnar á þessu ári fari yfir 100 milljónir króna. „Þetta er ekki risabissness eins og staðan er í dag en vaxtartækifærið er mikið.“ Aðspurður segir Valgeir að Ghost- lamp hafi verið frumkvöðull á sínu sviði en í dag séu fleiri sambærileg fyrirtæki komin á markaðinn. „Það eru þó fá fyrirtæki sem geta sett herferðir af stað hvar sem er í heim- inum eins og við getum.“ Hann segir að Ghostlamp njóti ákveðinnar sérstöðu þar sem fyrir- tækið vinni út frá viðskiptavinunum og finni áhrifavalda sem henta í hvert skipti. Önnur fyrirtæki vinni hins vegar beint með áhrifavöldum og selji þjónustu þeirra eins og um- boðsskrifstofa. „Ghostlamp er þróað innan auglýsingastofu sem gerir að verkum að hugsunarhátturinn er öðruvísi. Við hugsum meira um áhrifavaldana eins og fjölmiðla sem við kaupum birtingar hjá.“ Valið meðal þeirra bestu í markaðstæknilausnum AFP Markaðsmál Ítalskir tiktok-áhrifavaldar að störfum. - Ghostlamp bætir við tiktok-áhrifavöldum - 50 millj. manna - 100 m.kr. tekjur Áhrif » Stofnað 2014. » Ghostlamp er markaðstorg á vefnum sem gerir fyrir- tækjum og auglýsingastofum kleift að virkja áhrifavalda á samfélagsmiðlum hvar sem er í heiminum. » Af samfélagsmiðlunum er Instagram mest notað, þá Tik- Tok og SnapChat. » Tilraunir með tiktok-áhrifa- völdum byrja í Bandaríkjunum. » Ghostlamp er í eigu auglýs- ingastofunnar Pipars TBWA. » Prófa sig áfram í Afríku. Forsíðumyndin af Valgeiri Magnússyni. 22 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 ÁR 30% AFSLÁTTU R AF OHAUS VOGU M sér verkum. Úlfar verður sem fyrr stjórnarformaður og Svafa verður áfram varaformaður. Stjórnarlaunin óbreytt Á fundinum var samþykkt að stjórnarlaun í félaginu yrðu óbreytt frá liðnu ári. Þannig verða laun stjórnarmanna 330 þúsund krónur á mánuði og stjórnarformanns 660 þúsund krónur. Varaformaður fær greiddar 495 þúsund krónur. Á fundinum bar hluthafi fram spurn- ingu um hvort stjórnin hefði hug- leitt að lækka laun sín vegna þeirr- ar stöðu sem fyrirtækið væri í. Úlfar Steindórsson var til svars og benti á að stjórnin hefði lækkað laun sín á tímabili í faraldrinum. Hins vegar bæri að líta til þess að launin væru ekki há litið til þeirrar miklu vinnu sem fælist í starfi stjórnarinnar á þessum tímum. Í fram- sögu sinni minntist Nina Jonsson á að stjórnin hefði haldið allt að 50 fundi á síð- astliðnu starfsári. Heimild til kaupa á eigin bréfum Á fundinum var sam- þykkt tillaga stjórnar um að félag- inu yrði heimilt að kaupa allt að 10% af útgefnum hlutabréfum í sjálfu sér á næstu 18 mánuðum. Bogi Nils Bogason, forstjóri félags- ins, ítrekaði í skýrslu sinni að félag- ið væri vel í stakk búið til þess að takast á við samkeppni á flugmark- aði þegar markaðir opnuðust á nýj- an leik. Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is Stjórn Icelandair Group mun haldast óbreytt næsta starfsárið. Það varð niður- staða á aðalfundi félagsins sem haldinn var síðdegis í gær. Tilnefningarnefnd fé- lagsins hafði gert tillögu um að stjórnarmennirnir fimm fengju endurnýjað umboð og varð það reyndin. Fjögur önnur framboð bárust í aðdraganda fundarins en eitt þeirra var dregið til baka síðastliðinn miðvikudag. Í stjórn Icelandair Group sitja því Úlfar Steindórsson, Svafa Grön- feldt, Guðmundur Hafsteinsson, John F. Thomas og Nina Jonsson. Að loknum aðalfundi hittist endur- kjörin stjórn á fundi og skipti með Stjórn Icelandair endurkjörin - Aðalfundur félagsins haldinn í skugga kórónuveirunnar - Tekjur á síðasta ári ekki svipur hjá sjón og tapið mikið - Forstjóri segir félagið í stakk búið til sóknar Úlfar Steindórsson Guðmundur Hafsteinsson Svafa Grönfeldt Nina Jonsson John F. Thomas 13. mars 2021 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 128.13 Sterlingspund 179.03 Kanadadalur 101.9 Dönsk króna 20.614 Norsk króna 15.193 Sænsk króna 15.137 Svissn. franki 138.59 Japanskt jen 1.1814 SDR 183.47 Evra 153.3 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 184.8005 Hrávöruverð Gull 1736.35 ($/únsa) Ál 2149.5 ($/tonn) LME Hráolía 68.45 ($/fatið) Brent « Lífeyrissjóðurinn Gildi mun gera at- hugasemdir við og greiða atkvæði gegn tillögu stjórnar Arion banka um starfs- kjarastefnu sem lögð verður fram á aðalfundi félagsins næsta þriðjudag. Þetta kemur fram í tilkynningu á heima- síðu Gildis. Sjóðurinn er stærsti hluthafi bankans með 9,61% hlut. Í tilkynningunni segir einnig að í bók- un frá Gildi sem lögð verður fram á fundinum segi m.a: „Stjórn bankans hefur ekki með fullnægjandi hætti rök- stutt þörfina og tilgang þess að nýta heimild til þess að koma á fót árangurs- tengdu launakerfi, aukningu kauprétta og áskriftarréttindum. Laun stjórnenda bankans virðast að mati sjóðsins, þegar tillit er tekið til möguleika á árangurs- tengdum greiðslum, kaupréttum og áskriftarréttindum, hærri en það sem gengur og gerist hjá öðrum íslenskum bönkum og skráðum fyrirtækjum sem starfa á íslenskum markaði.“ Gildi leggst gegn starfs- kjarastefnu Arion banka STUTT

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.