Morgunblaðið - 13.03.2021, Síða 23
FRÉTTIR 23Erlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Kleppsmýrarvegur 8 | 104 Reykjavík | 581 4000 | solarehf.is | solarehf@solarehf.is
Faglegar heildarlausnir – allt á einum stað.
Samkeppnishæf verð.
Háþrýsti- og gluggaþvottur, þrif á bílakjöllurum,
hreingerning og viðhald gólfa.
Sérverkefni
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin
WHO lýsti því yfir í gær að hún sæi
enga ástæðu fyrir ríki heims til að
hætta notkun bóluefnis AstraZeneca
og Oxford-háskóla gegn kórónuveir-
unni, en nokkur ríki hafa stöðvað
tímabundið notkun þess vegna ótta
við að það geti ýtt undir blóðtappa í
fólki. Lyfjastofnun Evrópu, EMA,
ákvað í gær að setja bráðaofnæmi á
lista yfir mögulegar aukaverkanir
AstraZeneca-efnisins. Stofnunin tel-
ur bóluefnið öruggt.
Margaret Harris, talsmaður
WHO, sagði á blaðamannafundi
samtakanna að bóluefnaráð WHO
væri að skoða þau gögn um öryggi
efnisins sem hefðu borist, en lagði
áherslu á að engin tengsl hefðu fund-
ist á milli efnisins og blóðtappa-
myndunar í fólki.
„AstraZeneca er frábært bóluefni,
eins og hin efnin sem nú eru í notk-
un,“ sagði Harris en bætti við að
rannsaka þyrfti allar áhyggjur um
öryggi efnisins.
Þá ítrekaði stofnunin að engin
dauðsföll hefðu verið rakin beint til
bóluefnis, þrátt fyrir að milljónir
manna hefðu nú verið bólusettar
gegn kórónuveirunni.
Ítalía og Austurríki bættust í gær
í hóp þeirra ríkja sem hafa stöðvað
notkun efnisins, og Taíland og Búlg-
aría hafa einnig ákveðið að bíða með
að hefja bólusetningu með efninu.
Ástralar og Kanadamenn lýstu því
hins vegar yfir að þeir sæju enga
ástæðu til þess að fresta eða tefja
bólusetningar með efninu.
Lyfjastofnun Evrópu ákvað hins
vegar í gær að bæta bráðaofnæmi á
lista yfir mögulegar aukaverkanir,
en sú ákvörðun var byggð á skoðun
stofnunarinnar á 41 tilfelli mögulegs
bráðaofnæmis af um 5 milljónum
bólusetninga í Bretlandi.
Sagði sérstök nefnd stofnunarinn-
ar sem metur áhættu af lyfjum og
bóluefnum að í sumum þeirra tilfella
væri líklegt að um tengsl við bóluefn-
ið væri að ræða.
Ítalir loka skólum á ný
Ríkisstjórn Ítalíu tilkynnti í gær
að norðurhluti landsins myndi aftur
þurfa að sæta hertum sóttvarnaað-
gerðum eftir að nýjum tilfellum
fjölgaði mjög í síðustu viku.
Verður skólum, söfnum, veitinga-
húsum og krám lokað frá og með
næsta mánudegi, og ná takmarkan-
irnar meðal annars til Langbarða-
lands, sem varð einna verst úti í
fyrstu bylgju faraldursins.
Hét Mario Draghi, forsætisráð-
herra Ítalíu, því að allt yrði gert til
þess að koma í veg fyrir að atburðir
síðasta vors myndu endurtaka sig.
AFP
Bólusetning WHO segir ekki ástæðu til að hætta notkun AstraZeneca.
Engin ástæða til að hætta
- WHO segir bóluefni AstraZeneca öruggt og óhætt til notkunar - EMA bætir
bráðaofnæmi á lista yfir mögulegar aukaverkanir en telur bóluefnið öruggt
Khin Maung Zaw, lögmaður Aung
San Suu Kyi, hafnaði í gær öllum
ásökunum herforingjastjórnarinnar í
Búrma á hendur henni, en hún bar
henni á brýn í fyrradag að hafa stung-
ið undan fúlgum fjár í bæði banda-
ríkjadölum og gulli. Sagði Zaw við
AFP-fréttastofuna að ásakanirnar
væru eins og brandari, og að hann
hefði aldrei orðið vitni að jafn „ólög-
mætu skítkasti“.
Bresk stjórnvöld ráðlögðu í gær
öllum breskum þegnum að yfirgefa
Búrma, sem einnig er þekkt sem
Mjanmar, þar sem pólitísk spenna og
órói væru nú að færast í aukana og
ógnin af ofbeldi væri orðin meiri. Ráð-
lagði breska utanríkisráðuneytið því
öllum Bretum að flýja land sem fyrst
nema knýjandi þörf ræki þá til að
dvelja áfram í landinu.
Rússar lýsa yfir áhyggjum
Um 70 manns hafa nú látist í mót-
mælaöldunni sem skekið hefur landið
eftir valdarán hersins 1. febrúar síð-
astliðinn, og áætla Sameinuðu þjóð-
irnar að um 2.000 manns hafi verið
handteknir.
Fimm blaðamenn voru ákærðir í
gær fyrir að hafa fjallað um mótmæl-
in, og segir í ákærum á hendur þeim
að þeir hafi farið gegn lögum sem
meini fólki að valda ótta eða dreifa
falsfregnum.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
fordæmdi á miðvikudaginn beitingu
ofbeldis gegn friðsömum mótmæl-
endum, og sögðu Kínverjar, sem hafa
stutt við bakið á hernum undanfarin
ár, að kominn væri tími til að leita
friðsamlegra lausna.
Rússnesk stjórnvöld lýstu því yfir í
gær að þau hefðu áhyggjur af auknu
mannfalli meðal óbreyttra borgara og
að ástandið væri mjög varhugavert.
Hafnar öllum
ásökunum
- Breskir þegnar yfirgefi Búrma
AFP
Mótmæli Lögreglan í Jangon sést
hér handtaka nokkra mótmælendur
innan um brostið götuvígi í gær.
Joe Biden Bandaríkjaforseti ávarpaði
þjóð sína í fyrsta sinn frá embætt-
istöku í fyrrinótt, þar sem hann
minntist þeirra sem hefðu látið lífið í
heimsfaraldrinum og fór yfir þann ár-
angur sem hefði náðst í baráttunni
gegn kórónuveirunni. Sagði hann
brýnt að Bandaríkjamenn héldu
áfram að huga að sóttvörnum og létu
bólusetja sig. „Nú, þegar við komum
undan dimmum vetri og höldum inn í
vongott vor og sumar, er ekki rétti
tíminn til þess að hætta að fylgja
reglunum,“ sagði Biden, og bætti við
að ef áfram yrði haldið á sömu braut
væru góðar líkur á því að Bandaríkja-
menn gætu haldið þjóðhátíðardag
sinn, 4. júlí næstkomandi, líkt og áður
fyrr. „Það myndi gera þennan sjálf-
stæðisdag mjög sérstakan, þar sem
við héldum ekki bara upp á sjálfstæði
þjóðar okkar, heldur einnig sjálfstæði
okkar frá veirunni,“ sagði Biden.
Biden fagnaði einnig í ræðu sinni
því að Bandaríkjaþing samþykkti í
vikunni neyðarpakka, þar sem 1.900
milljörðum Bandaríkjadala verður
veitt í efnahaginn. Sagði Biden pakk-
ann skipta sköpum fyrir almenna
Bandaríkjamenn.
Aðgengilegt öllum fyrir 1. maí
Ríkisstjórn Bidens hefur stefnt að
því að 100 milljónir Bandaríkjamanna
verði bólusettir fyrir lok apríl-
mánaðar, og stefnir allt í að sá áfangi
verði í höfn löngu fyrr, þar sem um 2
milljónir Bandaríkjamanna fái bólu-
efni á degi hverjum.
Hyggst Biden nú gera bóluefnið
aðgengilegt öllum fullorðnum Banda-
ríkjamönnum fyrir 1. maí. „Það er
ljós og betri tíð í vændum,“ sagði Bi-
den að lokum.
AFP
Bandaríkin Biden ávarpaði þjóð
sína vegna faraldursins í gær.
Fagni 4. júlí
líkt og fyrir
faraldurinn
Fleiri tvíburar koma nú í heiminn en
nokkru sinni áður, samkvæmt nýrri
rannsókn sem birt var í lækna-
tímariti Oxford-háskóla, Human
Reproduction, í gær. Í niðurstöðum
hennar kemur fram að nú fæðist um
1,6 milljónir tvíbura á hverju ári, og
hefur þeim fjölgað um þriðjung frá
áttunda áratug 20. aldarinnar. Er
það nú svo að ein af hverjum 42 fæð-
ingum felur í sér fæðingu tvíbura.
Christiaan Monden, prófessor við
Oxford og einn af höfundum rann-
sóknarinnar, sagði að bæði rauntala
og hlutfall tvíburafæðinga hefði ekki
verið hærra síðan mælingar hófust
um miðja 20. öld, og líklega aldrei
verið hærra í allri veraldarsögunni.
Í rannsókninni er fjölgunin eink-
um rakin til aukningar í tækni-
frjóvgun, sem aftur geti leitt til fjöl-
burafæðinga. Þá er einnig nefnt sem
orsakaþáttur sú staðreynd að konur
eignist nú oftar börn síðar á lífsleið-
inni. Þá kemur fram í rannsókninni
að aukningin sé nánast eingöngu
drifin af fjölgun tvíeggja tvíbura,
þar sem hlutfall eineggja tvíbura
hafi haldist stöðugt í fjórum af
hverjum 1.000 fæðingum.
Aldrei fleiri tvíburafæðingar í heiminum
- 1,6 milljónir tvíbura fæðast á hverju
ári - Tvíeggja tvíburum fjölgar meira
AFP
Tvíburahátíð Tvíburafæðingum hefur fjölgað á undanförnum áratugum.