Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Krabbamein hafa
áhrif á kynlíf karla á
mismunandi hátt. Þeir
sem greinast ungir
segja gjarna að kyn-
lífið hafi algerlega fall-
ið í skuggann fyrir
sjálfum sjúkdóminum
jafnvel þótt kyngetan
hafi enn þá verið fyrir
hendi. Komi heilsan til
baka verður kynlífið
aftur mikilvægt. Ungir menn sem fá
krabbamein í annað eistað læknast
oftast af meininu. Sumir þeirra segja
að kynlífið hafi aldrei verið betra en
eftir þá reynslu. Það hafi styrkt til-
finningatengslin við makann að
ganga í gegnum þetta. Karlar geta
notið kynlífs langt fram eftir aldri. Í
raun eru engin efri mörk varðandi
kynlíf karla, ef heilsan er í lagi.
Blöðruhálskirtillinn
Krabbamein verða algengari eftir
því sem aldurinn færist yfir. Algeng-
asta krabbamein karla á upptök sín í
blöðruhálskirtlinum. Meðalaldur
þeirra sem greinast er um sjötugt.
Vandamál tengd kynlífi eru ein al-
gengasta aukaverkun meðferðar við
þessu meini. Sé meinið staðbundið
við greiningu eru miklar líkur á að
það sé hægt að lækna það eða lifa
með því fram á háan aldur.
Mikilvægi kynlífs á efri árum
Þriðjungur karla milli sjötugs og
áttræðs telur kynlíf mikilvægt fyrir
lífsgæðin en jafn stór hópur segir
kynlíf ekki skipta neinu máli. Einn af
fimm segist ekki myndu velja að
gangast undir meðferð gegn stað-
bundnu krabbameini í blöðruhálsi ef
vitað væri að það hefði líklega áhrif á
kynlífið. Hins vegar segja tvöfalt
fleiri að þeir myndu alltaf velja með-
ferð þrátt fyrir aukaverkanir.
Kynlífsathafnir
Þegar valið er af handahófi segj-
ast átta af tíu körlum á aldrinum 60-
69 ára fá kynferðislega fullnægingu
að minnsta kosti einu sinni í mánuði
og hafa af því nokkra ánægju. Kyn-
lífsathafnir dragast þó saman þegar
aldurinn færist yfir og
eru sambærilegar tölur
tæplega annar hver
karl á aldrinum 70-80
ára. Aðeins þrír af tíu
hafa samfarir að með-
altali einu sinni í mán-
uði eftir sjötugt.
Stífnin
Meirihluti þeirra sem
láta fjarlægja blöðru-
hálskirtilinn verður fyr-
ir því að limurinn stífn-
ar ekki sem skyldi, ef þá nokkuð.
Þegar ristruflanir eru það miklar að
ekki er lengur hægt að hafa samfarir
án hjálpartækja hefur það mikil
áhrif á lífsgæði þeirra sem í því
lenda. Margvísleg bjargráð eru þó til
staðar eins og lyf og pumpur, en
einnig er hægt að framkvæma að-
gerðir þar sem prótesur af ýmsu tagi
eru settar inn í tippið. Best er að ráð-
færa sig við þvagfæraskurðlækni
varðandi þessi mál.
Fullnægingin
Hjá körlum sem hafa farið í að-
gerð þar sem blöðruhálskirtillinn er
fjarlægður er enginn sæðisvökvi
lengur til staðar, því framleiðsla
sæðisvökva er eina hlutverk blöðru-
hálskirtilsins. Fullnægingin verður
því þurr, en það dregur verulega úr
nautninni. Þurr fullnæging hefur
svipuð neikvæð áhrif á lífsgæði karla
og þverrandi limstífni.
Kynlíf skiptir máli fyrir vissa eldri
karla, en alls ekki alla. Það er því
mikilvægt að læknirinn ræði þessi
mál vandlega við hvern og einn áður
en meðferð er ákveðin.
Krabbamein
og kynlíf karla
Eftir Ásgeir R.
Helgason
Ásgeir R Helgason
» Þriðjungur karla
milli sjötugs og
áttræðs telur kynlíf
mikilvægt fyrir lífs-
gæðin, en jafn stór
hópur segir kynlíf
ekki skipta neinu máli.
Höfundur er dósent í sálfræði við HR
og sérfræðingur hjá Krabbameins-
félaginu.
asgeir@krabb.is
Hvern hefði órað
fyrir því að notkun
andlitsgrímna yrði
órjúfanlegur hluti hins
daglega lífs, eitthvað
sem varla var til í huga
okkar áður. Það er um-
hugsunarvert.
Þórólfur og Fauci
Aðspurður um grím-
unotkun hefur sótt-
varnalæknir gefið í skyn að þær séu
komnar til að vera, um einhverja
framtíð, ef hann fengi að ráða. Svo
mátti á honum skilja að grímu-
notkun væri undir okkur komin.
Hún væri almenn og fólki liði greini-
lega mjög vel með þær. Kolbrún
Bergþórsdóttir brást við þessu í
leiðara Fréttablaðsins með eftirfar-
andi hætti: „Það á ekki að vera hægt
að temja heila þjóð eins og hunda …
og skikka hana til að bera grímu við
hin ýmsu tækifæri og ætlast síðan til
að hún taki þessu öllu saman fagn-
andi.“ Hann ætti að prófa að vera
með andlitsgrímu lungann úr deg-
inum líkt og t.d. starfsfólk í heil-
brigðisþjónustu, í verslunum og víð-
ar. Fólk vill almennt standa sig og
axla ábyrgð. Grímurnar veita ör-
yggi, kannski falskt öryggi eins og
sóttvarnalæknir benti á í upphafi
faraldursins. Hvað hef-
ur breyst síðan þá, eru
vísindin árstíðabundin?
Hvers vegna eru grím-
ur hættar að veita
falskt öryggi? Guðrún
Bergmann fjallar ein-
mitt um þetta á heima-
síðu sinni; Grímur eða
ekki grímur. Yfirmað-
ur sóttvarna í Banda-
ríkjunum, dr. Fauci,
hefur verið álíka hvik-
lyndur og Þórólfur
Guðnason. Þar hafa
menn skipt nokkrum sinnum um
skoðun á gildi grímunotkunar. En
hafa grímur sannað gildi sitt?
CO2 eða O2
Bakteríur og veirur eru örsmáar
og þá sérstaklega veirur. Borið sam-
an við þykkt mannshárs, sem er 80
míkrómetrar, er einstök baktería
tveir míkrómetrar, 1/40 af þykkt
hárs. Veiruagnir eru hins vegar of
smáar til að mælast í míkrómetrum,
heldur eru þær mældar í nanómetr-
um; 17-140 nanómetrar (10 milljón
nanómetrar eru í einum sentimetra).
Hundruð, jafnvel þúsundir veira
komast fyrir í einni bakteríufrumu.
Veirurnar berast frá okkur í gegn-
um grímuna með úða og dropum.
Möskvastærð grímnanna er allt of
mikil til að hindra það. Auk þess
liggja þær ekki alveg þétt að andlit-
inu. Veirur geta dvalið í loftinu í
mínútur og jafnvel klukkutíma. Sýk-
ingarhætta eykst til muna í illa loft-
ræstu rými og aldrei er nógsamlega
hamrað á því hversu mikilvæg loft-
skipti innanhúss eru. Andlitsgrímur
geta verið gróðrarstía fyrir örverur
og notandinn andar að sér hluta
þess lofts sem hann andar frá sér.
Grímur og aftur grímur
Til er fjöldi rannsókna um kosti
og galla andlitsgrímna, N95-, skurð-
stofu- og baðmullargrímna. Í heim-
ildarmyndinni Maskfacts frá sein-
asta ári er málið krufið með vísan í
fjölda rannsókna. Fyrsta rann-
sóknin um gildi grímunotkunar
vegna Covid-19 kom frá Danmörku
þar sem smit var borið saman milli
tveggja hópa utandyra, með og án
grímna. Ekki kom fram marktækur
munur milli hópa. Guðrún Berg-
mann fjallar um þetta í grein sinni
þar sem fram kemur að þrjú vísinda-
tímarit, the Lancet, the New Eng-
land Journal of Medicine og JAMA
(tímarit the American Medical Asso-
ciation), hafa öll neitað að birta nið-
urstöður rannsóknarinnar. Engu að
síður hafa þessi sömu tímarit fjallað
mikið um aðrar rannsóknir, tengdar
Covid-19. Ýmsir hafa reyndar borið
þetta til baka, að þessi tímarit hafi
neitað að birta rannsóknina. En and-
litsgrímur eru reyndar hápólitískar
því þær snúa að grunnfrelsi okkar.
Hefðin
Annaðhvort veita andlitsgrímur
vernd eða ekki. Þær hafa verið not-
aðar í heilbrigðisþjónustu til fjölda
ára, en saga þeirra er lengri. Notk-
un andlitsgrímna hefur verið við lýði
í aldaraðir hjá menningar-
samfélögum vítt og breitt um heim-
inn, vegna trúar, hátíðahalda o.s.frv.
Með tilkomu sýklafræðinnar í byrj-
un 20. aldar hófu læknar að nota
andlitsgrímur, undanfara nútíma-
skurðstofugrímna, í þeim tilgangi að
vernda sjúklinga fyrir mögulegri
sýkingu. Í heimildarmyndinni sem
vísað er til hér að framan er vitnað í
rannsókn á sýkingarhættu sjúklinga
í skurðaðgerðum þar sem enginn
marktækur munur kom fram eftir
því hvort læknar og aðrir er sinntu
aðgerðum voru með skurð-
stofugrímu eða ekki.
Mikið er til af rannsóknum um
kosti og galla andlitsgrímna. Ekki er
öruggt að allar séu þær lausar við
hagsmunaárekstra. Nóg er til af
óháðum rannsóknum. Þær benda til
þess að ástæða sé til að efast um
gagnsemi grímnanna. Samkvæmt
þeim er ráðlegt að forðast bómull-
argrímur. Í raun og veru ætti aldrei
að setja nokkuð fyrir vitin á sér sem
hindrað gæti súrefnisupptöku lík-
amans, nema þá til að verjast frost-
köldu lofti eða mengun, því súrefn-
isupptaka líkamans skerðist eftir
tiltölulega stutta notkun. Þess utan
vitum við ekki um sálfræðilegu
áhrifin af öllum þessum „bófa“-
andlitum. Hvað segja börnin okkar?
Sálarheill þeirra virðist verða út
undan í þessu fári því grímur eru
komnar til að vera í smitlausu landi,
að því er virðist. Reyndar, eftir langt
hlé, hafa tvö smit greinst utan
sóttkvíar, vonandi höldum við ró
okkar þrátt fyrir það og látum ekki
óttann ná tökum á okkur enn og aft-
ur.
Heimildir:
https://www.frettabladid.is/skodun/
takmarkanir/
https://gudrunbergmann.is/grimur-eda-
ekki-grimur/
https://themodelhealthshow.com/
maskfacts/
https://www.visir.is/g/20202040104d
Að fella grímuna
Eftir Ara
Tryggvason » Að ala á þeim ótta
sem hefur mengað
samfélag okkar með
andlitsgrímum er
grafalvarlegt, engin
vísindaleg gögn, eitt í
dag og annað á morgun
Ari Tryggvason
Höfundur er hættur störfum,
tekur þátt í Co-viðspyrnunni.
arit54@gmail.com
Hinn 26. febrúar
síðastliðinn veitti rík-
isstjórn Íslands félag-
inu Afrekshug fjög-
urra milljóna króna
styrk til þess að láta
gera afsteypu af
verki Nínu Sæmunds-
son Afrekshug eða
Spirit of Achieve-
ment, sem hefur ver-
ið táknmynd Waldorf
Astoria-hótelsins í
New York síðan 1931.
Afsteypuna vill fé-
lagið láta reisa á Hvolsvelli til
ævarandi minningar um frægustu
listakonu héraðsins og fyrstu ís-
lensku konuna sem gerði högg-
myndalist að ævistarfi og naut al-
þjóðlegrar frægðar fyrir verk sín.
Stjórn Afrekshugar skipa: Frið-
rik Erlingsson rithöfundur, Guð-
jón Halldór Óskarsson, organisti
og stjórnandi Karlakórs Rang-
æinga, Anton Kári Halldórsson,
oddviti sveitarstjórnar Rang-
árþings eystra, Rut Ingólfsdóttir,
fiðluleikari og þýðandi, og Hrafn-
hildur Inga Sigurðardóttir mynd-
listarmaður.
Spirit of Achievement /
Afrekshugur
Árið 1930 boðaði Waldorf Astor-
ia-hótelið til samkeppni meðal
myndlistarmanna í Bandaríkj-
unum um höggmynd sem skyldi
verða einkennistákn hótelsins.
Nína, þá nýflutt til New York,
sendi inn hugmynd sína að verk-
inu Spirit of Achievement. Af 400
innsendum tillögum valdi dóm-
nefndin verk Nínu. Styttan var
sett upp fyrir ofan inngang hótels-
ins árið 1931 og hefur öðlast
ódauðlegan sess sem eitt af ein-
kennistáknum borgarinnar og er
auk þess einkennandi verk fyrir
þetta tímabil í listasögunni, sem
kennt er við Art Deco.
Nína Sæmundsson
Nína Sæmundsson var fædd
Jónína Sæmundsdóttir í Nikulás-
arhúsum í Fljótshlíð 22. ágúst
1892. Nína var yngst fimmtán
systkina, fædd inn í bænda-
samfélag 19. aldar þar sem fáar
konur í alþýðustétt fengu tækifæri
til að ráða lífi sínu eða láta
draumana rætast. En upphafið að
ferli hennar varð ævintýri líkast.
Á unglingsaldri flutti hún til
frænku sinnar í Kaupmannahöfn
sem styrkti hana til náms. Nína
nam fyrst við hina Konunglegu
dönsku listaakademíu, var boðið
að sýna verk sín m.a. í París og
Róm en starfaði lengst af í Banda-
ríkjunum. Saga hennar er öðrum
þræði saga mikilla sigra, en um
leið harmrænna örlaga sem höfðu
mikil áhrif á líf hennar.
Nína bjó frá upphafi yfir mikl-
um viljastyrk og brennandi áhuga
á listum og þróaði sinn klassíska
stíl, þar sem hún sameinar hið
stórbrotna og hið innilega. Hin
uppreista manneskja varð eitt af
helstu þemum hennar, ásamt and-
litsmyndum, sem hún gerði að sér-
grein sinni. Þekktust er Nína fyrir
höggmyndir sínar, þ.á m. Sofandi
dreng, Móðurást og Afrekshug.
Nína lést í Reykjavík 29. janúar
1965.
Um afsteypuna
Þegar endurbætur á Waldorf
Astoria-hótelinu hófust, 2016, var
stytta Nínu tekin niður og sett í
geymslu. Hótelið lét gera þrívídd-
arskönnun af styttunni og þessi
skönnun verður notuð við gerð af-
steypunnar. Fyrirtækið Skulp-
turstöberiet í Danmörku, sem hef-
ur áratuga reynslu í þjónustu við
myndhöggvara hvaðanæva úr
heiminum, mun steypa eftirmynd
styttunnar í fullri stærð, 263
sentímetra á hæð.
Samningaviðræður um flutning
afsteypunnar til Íslands standa yf-
ir, sem og við flutningsaðila frá
tollafgreiðslu og til Hvolsvallar.
Sveitarstjórn Rangárþings eystra
hefur frá upphafi verið afar já-
kvæð gagnvart þessu verkefni,
mun taka að sér að sjá um gerð
stöpuls og undirbúning svæðisins
þar sem Afrekshugur mun standa,
á fyrirhuguðu miðbæjarsvæði
samkvæmt aðalskipulagi, en þaðan
mun hún horfa til suðurs og yfir
þjóðveg númer eitt. Aðkoma að
styttunni verður auðveld fyrir alla
þá sem vilja virða hana fyrir sér í
návígi.
Afrekshugur stendur fyrir allt
það sem við öll viljum geta búið
yfir þegar á reynir. Síðasta ár hef-
ur sýnt okkur að sem betur fer er
afrekshugur víða í okkar sam-
félagi. Þegar verkefnin fram und-
an virðast óleysanleg, þegar ekk-
ert virðist ganga eftir sem við
ætluðum okkur – þá þurfum við að
vekja afrekshuginn innra með
okkur. Sterkari brýning til góðra
verka verður varla fundin en Af-
rekshugur Nínu Sæmundsson.
Þitt framlag
Félagið Afrekshugur var stofn-
að í þeim tilgangi að safna styrkj-
um til þessa verkefnis. Þann dag
sem styttan verður afhjúpuð á
Hvolsvelli verður félagið lagt nið-
ur og ef eitthvað er inni á reikn-
ingi þess verður þeim fjármunum
skipt á milli björgunarsveitarinnar
Dagrenningar á Hvolsvelli og góð-
gerðarmála. Kostnaður við af-
steypu og flutning er áætlaður á
bilinu 8-10 milljónir.
Stjórn Afrekshugar vill hvetja
alla landsmenn, og Sunnlendinga
sérstaklega, til að leggja þessu
máli lið með 5.000 króna framlagi,
með því að senda nafn og kenni-
tölu á netfangið afrekshug-
ur@gmail.com og fá beiðni senda í
heimabanka. Þeir sem vilja
styrkja verkefnið með hærri upp-
hæð eru beðnir að tilgreina þá
fjárhæð í þessum sama tölvupósti.
Afrekshugur heima
Eftir Friðrik
Erlingsson » Sterkari brýning til
góðra verka verður
varla fundin en Afreks-
hugur Nínu Sæmunds-
son.
Stjórn Afrekshuga. F.v. Anton Kári Halldórsson,
Rut Ingólfsdóttir, Hrafnhildur Inga Sigurð-
ardóttir og Friðrik Erlingsson. Á myndina
vantar Guðjón Halldór Óskarsson.
Höfundur er í stjórn Afrekshugar.
afrekshugur@gmail.com