Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 40
KÖRFUBOLTINN
Kristófer Kristjánsson
kristoferk@mbl.is
Þór frá Akureyri reif sig upp úr fall-
sæti í úrvalsdeild karla í körfuknatt-
leik, Dominos-deildinni, með því að
vinna Stjörnuna 91:86 í Garða-
bænum í gærkvöldi. Var þetta jafn-
framt fyrsti útisigur Þórsara á tíma-
bilinu eftir fjögur töp í fyrstu fjórum
leikjunum.
Stjarnan er í öðru sæti deild-
arinnar, fjórum stigum á eftir topp-
liði Keflavíkur, og virtist leikurinn í
gær ætla að vera í takti við gengi lið-
anna undanfarið. Tómas Þórður
Hilmarsson skoraði 16 stig strax í
fyrsta leikhluta er Stjarnan náði
33:24-forystu en gestirnir frá Ak-
ureyri sneru taflinu við eftir hlé. Iv-
an Aurrecoechea var þar í far-
arbroddi, skoraði 29 stig og tók 16
fráköst. Spánverjinn hefur átt
nokkra ansi góða leiki í vetur en
þessi var sennilega sá allra besti.
Sömuleiðis var Ingvi Þór Guð-
mundsson öflugur í leiknum, skoraði
22 stig, en hann kom til félagsins ný-
lega frá Haukum. Þórsarar mæta
einmitt næst Haukum og þá verða
öll lið deildarinnar búin að spila 14
leiki.
Mikilvægur sigur Tindastóls
Þá var mikið í húfi í Njarðvík þar
sem heimamenn tóku á móti Tinda-
stól en bæði lið berjast um að næla í
sæti í úrslitakeppninni og voru í 9.
og 10. sæti deildarinnar með tíu stig
hvort um sig fyrir leikinn. Það voru
svo gestirnir frá Sauðárkróki sem
báru sigur úr býtum í Njarðtaks-
gryfjunni, 77:74. Gestirnir náðu
mest fimmtán stiga forystu í fjórða
leikhluta og virtust eiga sigurinn vís-
an, þökk sé meðal annars afbragðs-
leik Nikolas Tomsick sem skoraði 28
stig. Úr varð hins vegar hörku-
spenna á lokamínútu leiksins þar
sem heimamenn fengu gullið tæki-
færi til að hirða stigin. Þeir voru
með boltann í stöðunni 71:73, þegar
um 13 sekúndur voru til leiksloka, en
Antonio Hester brást bogalistin.
Gestirnir tóku því stigin tvö og
skelltu sér upp í áttunda sætið.
Fyrsti sigur
Þórs á útivelli
- Tindastóll sótti stigin til Njarðvíkur
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Öflugur Ivan Aurrecoechea var stigahæstur Þórsara frá Akureyri er þeir
unnu sinn fyrsta útisigur í vetur í Garðabænum gegn Stjörnunni í gær.
er 21 árs gömul og lék með yngri
flokkum Breiðabliks en fór 15 ára í Val
og þaðan ári síðar í Stjörnuna. Hún
kom síðan á ný í raðir Breiðabliks árið
2018 og hefur verið í lykilhlutverki hjá
Kópavogsliðinu frá þeim tíma. Hún
hefur orðið tvisvar Íslandsmeistari og
tvisvar bikarmeistari með liðinu.
_ Hilmar Snær Örvarsson úr Víkingi
varð í gær þriðji í svigi á Evr-
ópumótaröð IPC sem fram fór í Liech-
tenstein en þetta var lokadagur mót-
araðarinnar þetta tímabilið. Hilmar
lauk því keppni á tímabilinu með brons
og silfurverðlaun í svigi.
_ Sænska knattspyrnufélagið Häcken
frá Gautaborg staðfesti í gær að Diljá
Ýr Zomers væri komin til félagsins frá
Val og hefði verið samið við hana til
tveggja ára. Diljá, sem er 19 ára, lék
áður með FH og Stjörnunni en gekk til
liðs við Val fyrir síðasta tímabil. Hún á
50 leiki að baki í íslensku úrvalsdeild-
inni og í þeim þrjú mörk.
_ Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri
Chelsea, hefur áhyggjur af framherj-
anum Tammy Abraham sem virðist
ekki geta hrist af sér ökklameiðsli sem
hann varð fyrir í janúar. Englending-
urinn hefur spilað fimm leiki síðan þá
og lítið getað æft á milli og þarf hann
að undirgangast nánari læknisskoðun.
_ Karen Knútsdóttir, leikmaður
Fram, hefur dregið sig út úr íslenska
landsliðshópnum í handknattleik sem
leikur í undankeppni HM í Norður-
Makedóníu um næstu helgi. Karen er
leikjahæst þeirra sem voru valdar í
hópinn, með 102 landsleiki, en í til-
kynningu frá HSÍ segir að hún hafi
dregið sig úr hópnum af persónu-
legum ástæðum, í samráði við sam-
bandið og þjálfara.
Eitt
ogannað
_ Hægri skyttan Birkir Benediktsson
hefur skrifað undir nýjan tveggja ára
samning við handknattleiksdeild Aft-
ureldingar. Birkir sleit hásin í annað
sinn á tímabilinu í vikunni og rann
handknattleiksdeildinni blóðið til
skyldunnar að standa þétt við bakið á
honum með því að bjóða honum nýjan
samning.
_ Agla María Albertsdóttir landsliðs-
kona í knattspyrnu hefur skrifað undir
nýjan samning við Íslandsmeistara
Breiðabliks til tveggja ára. Agla María
Karen
Knútsdóttir
Agla María
Albertsdóttir
Allt stefnir í æsispennandi loka-
umferð í úrvalsdeild kvenna í hand-
knattleik, Olísdeildinni, en KA/Þór
lagði HK að velli í gærkvöldi, 29:23,
í frestuðum leik úr tólftu umferð-
inni.
Leiknum þurfti að fresta tvívegis
vegna veðurs en í gær var loks
hægt að ljúka tólftu umferðinni í
Kórnum. Þar endurheimtu norð-
ankonur í KA/Þór toppsæti deild-
arinnar með nokkuð afgerandi
sigri. Staðan var 15:6, gestunum í
vil, í hálfleik og mestur var mun-
urinn 11 mörk. Rut Jónsdóttir átti
stórleik fyrir KA/Þór, skoraði níu
mörk úr tíu skotum en næst var Al-
dís Ásta Heimisdóttir með átta
mörk fyrir gestina.
Aðeins eru tvær umferðir eftir,
enda aðeins leikin tvöföld umferð
þetta tímabil. KA/Þór er á toppnum
með 19 stig og Fram er í öðru sæti
með 17. KA/Þór fær Val í heimsókn
í næstu umferð á meðan Framarar
heimsækja FH. Svo mætast topp-
liðin tvö í Framhúsinu í Safamýri í
lokaumferðinni.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Toppsætið Norðankonan Hulda Bryndís Tryggvadóttir sækir að vörn HK í
Kórnum í gær en KA/Þór tyllti sér á toppinn með öruggum sex marka sigri.
KA/Þór á toppnum
40 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Dominos-deild karla
Stjarnan – Þór Ak................................. 86:91
Njarðvík – Tindastóll ........................... 74:77
Staðan:
Keflavík 14 12 2 1289:1119 24
Stjarnan 14 10 4 1320:1235 20
Þór Þ. 14 9 5 1380:1264 18
KR 14 9 5 1268:1276 18
ÍR 14 7 7 1240:1226 14
Grindavík 14 7 7 1263:1294 14
Valur 14 6 8 1165:1193 12
Tindastóll 14 6 8 1260:1293 12
Þór Ak. 13 5 8 1137:1220 10
Njarðvík 14 5 9 1173:1203 10
Höttur 14 4 10 1219:1306 8
Haukar 13 3 10 1089:1174 6
1. deild karla
Hamar – Álftanes ............................... 104:96
Fjölnir – Breiðablik.......................... 103:109
Selfoss – Skallagrímur......................... 68:73
Staðan:
Breiðablik 11 8 3 1078:960 16
Hamar 11 8 3 1083:986 16
Sindri 11 7 4 994:975 14
Álftanes 12 7 5 1106:1034 14
Skallagrímur 12 7 5 1015:983 14
Vestri 11 5 6 939:1031 10
Fjölnir 11 3 8 959:1017 6
Hrunamenn 11 3 8 918:1055 6
Selfoss 12 3 9 924:975 6
Evrópudeildin
Valencia – Fenerbahce ....................... 66:52
- Martin Hermannsson spilaði 20 mínútur,
skoraði 11 stig, gaf 4 stoðsendingar og tók 3
fráköst.
57+36!)49,
KA og HK leika til úrslita í Kjör-
ísbikar kvenna í blaki á sunnudag-
inn eftir að hafa unnið sigra í und-
anúrslitunum í gærkvöldi.
KA-konur unnu sannfærandi sig-
ur gegn fyrstudeildarliði Völsungs,
3:0, þar sem hrinurnar enduðu
25:13, 25:16 og 25:7. Paula Del
Olmo Gomez var stigahæst KA-
liðsins með 19 stig en Mireia Orozco
skoraði 18. KA varð bikarmeistari
kvenna í blaki í fyrsta skipti árið
2019 en bikarhelginni var aflýst á
síðasta ári vegna kórónuveirunnar.
Þá vann HK 3:1-sigur á Aftureld-
ingu í síðari viðureigninni þar sem
tvö efstu lið Mizuno-deildarinnar
mættust. Kópavogsliðið vann fyrstu
hrinuna, sem var lengst af hnífjöfn,
25:20, en Mosfellingar svöruðu með
því að vinna næstu, 25:18. Kópa-
vogsliðið tók hins vegar næstu
tvær, 25:20 og 25:16, til að tryggja
sér sæti í úrslitunum. Hjördís Ei-
ríksdóttir var stigahæst í liði HK
með 15 stig en Thelma Dögg Grét-
arsdóttir skoraði 18 stig fyrir Aft-
ureldingu.
KA og HK leika til úrslita
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Bikarhelgi Mireia Orozco (16) skoraði 18 stig fyrir KA sem leikur til úrslita í
Kjörísbikarnum í Digranesi á sunnudaginn. Þar mæta norðankonur liði HK.
Lengjubikar karla
A-deild, 4. riðill:
Leiknir R. – Þróttur R. ............................ 5:2
_ Breiðablik 12, Fylkir 9, Leiknir R. 9,
Fjölnir 3, Þróttur R. 3, ÍBV 0. Stjarnan er
komin í 8-liða úrslit en Fylkir og Leiknir R.
berjast um annað sætið.
A-deild, 2. riðill:
Fram – Kórdrengir .................................. 1:1
England
Newcastle – Aston Villa........................... 1:1
Þýskaland
Eintracht Frankfurt – Meppen.............. 1:1
- Alexandra Jóhannsdóttir lék fyrstu 45
mínúturnar með Eintracht Frankfurt.
Katar
Al-Rayyan – Al-Arabi.............................. 2:0
- Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn
með Al-Arabi. Heimir Hallgrímsson þjálfar
liðið.
Danmörk
Lyngby – Nordsjælland .......................... 0:3
- Frederik Schram var allan tímann á
varamannabekk Lyngby.
Holland
B-deild:
Excelsior – Jong Utrecht........................ 2:0
- Elías Már Ómarsson kom inn sem vara-
maður hjá Excelsior á 82. mínútu.
Nijmegen – Jong PSV ............................. 2:0
- Kristófer Ingi Kristinsson lék fyrstu 67.
mínúturnar fyrir Jong PSV.
4.$--3795.$
Olísdeild kvenna
HK – KA/Þór ........................................ 23:29
Staðan:
KA/Þór 12 8 3 1 306:264 19
Fram 12 9 0 3 351:286 18
Valur 12 6 3 3 325:268 15
ÍBV 12 6 2 4 292:271 14
Haukar 12 4 3 5 296:307 11
Stjarnan 12 5 0 7 307:316 10
HK 12 4 1 7 290:318 9
FH 12 0 0 12 230:367 0
Þýskaland
B-deild:
Bietigheim – Hamm ............................ 20:25
- Aron Rafn Eðvarðsson varði 16 skot í
marki Bietigheim. Hannes Jón Jónsson
þjálfar liðið.
Konstanz – Aue.................................... 28:26
- Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði 4
mörk fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson
varði 4 skot í marki liðsins. Rúnar Sig-
tryggsson þjálfar Aue.
Undankeppni EM karla
3. riðill:
Tékkland – Færeyjar........................... 28:20
_ Rússland 5, Úkraína 3, Tékkland 2, Fær-
eyjar 0.
Undankeppni ÓL karla
1. riðill í Svartfjallalandi:
Noregur – Brasilía ............................... 32:20
Síle – Suður-Kórea ............................... 35:36
2. riðill í Montpellier:
Túnis – Portúgal ................................... 27:34
Frakkland – Króatía ............................ 30:26
3. riðill í Berlín:
Þýskaland – Svíþjóð............................ 25:25
- Alfreð Gíslason þjálfar Þýskaland.
Slóvenía – Alsír ..................................... 36:28
%$.62)0-#