Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 41
NOREGUR Bjarni Helgason bjarnih@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er spenntur fyrir nýrri áskorun á sínum ferli. Blikinn ungi, sem er tvítugur að aldri, skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við norska úrvalsdeild- arfélagið Kristiansund í vikunni. Hann kemur til félagsins frá upp- eldisfélagi sínu Breiðabliki en Brynjólfur er dýrasti leikmaður í sögu Kristiansund. Brynjólfur lék sinn fyrsta meist- araflokksleik fyrir Breiðablik sum- arið 2018 en hann á að baki 41 leik í efstu deild þar sem hann hefur skorað sjö mörk. „Þetta leggst virkilega vel í mig og ég er mjög spenntur að byrja að æfa með norska liðinu,“ sagði Brynjólfur í samtali við Morgun- blaðið. „Það verður gaman að breyta um umhverfi og prófa eitthvað alveg nýtt. Nokkur lið í Skandinavíu höfðu sýnt mér áhuga en Kristian- sund var sá klúbbur sem sýndi mér langmesta áhugann og það heillaði mig. Ég get alveg viðurkennt það að ég hef ekki fylgst neitt sérstaklega vel með norsku úrvalsdeildinni í gegnum tíðina en á sama tíma hefur maður alltaf verið duglegur að kíkja eftir því sem Íslendingarnir þarna hafa verið að gera. Það eru margir Íslendingar í deildinni í dag og Alfons [Samspted] félagi minn varð Noregsmeistari með Bodö/Glimt á síðustu leiktíð. Maður fylgdist vel með honum eins og Davíð Kristjáni [Ólafssyni] í Aalesund en við Davíð vorum liðs- félagar í Breiðabliki. Þá eru Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingi- mundarson, liðsfélagar mínir í U21- árs landsliðinu, leikmenn Ströms- godset og maður er því með ágætis- mynd af því sem hefur verið að gerast þarna að undanförnu. Ég held að þessi deild eigi eftir að henta mér vel en það verður auðvit- að bara að koma í ljós,“ bætti Brynjólfur við. Erfitt að kveðja Vegna kórónuveirufaraldursins mun Brynjólfur æfa með Breiða- bliki og halda til Noregs eftir fyrri hluta lokakeppni EM sem lýkur í lok mars en Brynjólfur var hluti af U21-árs landsliðinu sem tryggði sér sæti í lokakeppninni á síðasta ári. Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst í fyrsta lagi 1. maí en henni hefur verið seinkað um mánuð vegna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. „Auðvitað er það sérstakt að vera búinn að skrifa undir samning við félag í Noregi en vera samt áfram á Íslandi og æfa með gamla liðinu sínu. Aðstæðurnar eru hins vegar eins og þær eru í heiminum í dag vegna kórónuveirufaraldursins og það er bara eitthvað sem maður þarf að venjast. Mér líður alltaf vel í Kópavoginum og það er mjög gott að geta æft áfram með Blikunum. Ég er fyrst og fremst að einbeita mér að því að vera klár í slaginn þegar hópurinn fyrir lokakeppni EM verður tilkynntur. Ég æfi af fullum krafti og geri mér vonir um að vera í lokahópnum enda var mað- ur hluti af hópnum sem tryggði sér sæti í lokakeppninni. Það verður erfitt að kveðja Breiðablik þegar þar að kemur en markmiðið var alltaf að fara út í at- vinnumennsku þannig að maður vissi innra með sér að þessi dagur myndi renna upp.“ Háleit markmið Þrátt fyrir ungan aldur stefnir Brynjólfur hátt í framtíðinni en hann á að baki 22 leiki fyrir yngri landslið Íslands þar sem hann hefur skorað þrjú mörk. „Ég hef stefnt á að verða atvinnu- maður í fótbolta síðan ég byrjaði að sparka í bolta. Þegar ég horfi til baka yfir tíma minn með Breiðabliki er ég sáttur með það sem ég hef af- rekað með félaginu og núna tekur bara við nýr kafli á mínum ferli. Ég vonast til þess að halda áfram að þróa minn leik hjá Kristiansund því þetta er lið sem vill spila fót- bolta og ég tel að ég geti haldið áfram að bæta mig þar. Það verður auðvitað upplifun að þurfa að standa á eigin fótum og vera ekki alltaf bara í eldhúsinu hjá mömmu. Þetta er bara hluti af því að þroskast, bæði sem leikmaður og manneskja. Ég er ennþá ungur og það er nægur tími til þess að gera sig gjaldgengan með A-landsliðinu en það er að sjálfsögðu framtíðarmark- mið hjá mér að spila fyrir A- landsliðið einn daginn,“ bætti Brynjólfur við í samtali við Morg- unblaðið. Vissi innra með mér að þessi dagur myndi renna upp - Brynjólfur æfir áfram með Breiðabliki en fer til liðs við Kristiansund í apríl Morgunblaðið/Eggert Bræður Willum Þór (18) og Brynjólfur Willumssynir (14) hafa verið samherjar í Breiðabliki og 21-árs landsliðinu. Nú eru þeir báðir orðnir atvinnumenn en Willum leikur með BATE Borisov í Hvíta-Rússlandi. ÍÞRÓTTIR 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021 Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur, segir gamalt og gott máltæki, og óhætt er að segja að það hafi átt vel við í yfir- standandi kórónuveirufaraldri. Þar á ég við áhorfendur á íþróttaviðburðum, eitt af því sem var svo sjálfsagður og órjúfanlegur hluti þeirra að við- brigðin við að horfa á kappleiki og mót án þeirra, fyrst og fremst í gegnum sjónvarp, voru gríð- arleg. Hvað þá fyrir leikmenn, dóm- ara og starfsmenn viðburða í annars tómum íþróttamann- virkjum þar sem hvert einasta orð og jafnvel búkhljóð berg- málar í salnum. Sem hefur verið áhugavert út af fyrir sig. Við Íslendingar erum með þeim heppnustu á heimsvísu. Hér hefur keppni í íþróttum verið leyfð undanfarna tvo mánuði og upp á síðkastið hafa áhorfendur fengið að mæta á leiki og mót, reyndar í takmörkuðu magni og samkvæmt ströngum reglum. Sumir hafa kveinkað sér und- an því að íþróttirnar hafi þurft að lúta þyngri skilyrðum en sumt annað og telja fullvíst að öllu verði lokað á ný ef einn smitaður einstaklingur finnst á íþrótta- viðburði. Ég efa ekki að á því yrði tekið á sama hátt og tónleik- unum í Hörpu. Það var ekki við Hörpuna að sakast, sagði sótt- varnalæknir réttilega, og leyfði tónleikahald áfram. Aðalmálið er að íþrótta- hreyfingin sé samstiga, sem og allir þeir sem nú mæta með grímu í íþróttahúsin og sitja tveimur metrum frá næsta óskylda einstaklingi. Það eru sérsamböndin, félögin og svo áhorfendur sjálfir sem bera ábyrgðina, það er undir þeim komið að viðhalda þessu góða ástandi þannig að það endist þar til við verðum öll búin að fá sprautu í upphandlegginn og getum gefið veirunni langt nef. BAKVÖRÐUR Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Landsliðskonurnar Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir mætast í átta liða úr- slitum Meistaradeildar kvenna í fótbolta en lið þeirra, Bayern Mün- chen og Rosengård, drógust saman. Leikið verður með viku millibili í lok mars og sigurliðið mætir Chelsea eða Wolfsburg í undan- úrslitum. Sara Björk Gunnarsdóttir og samherjar í Evrópumeistaraliði Lyon mæta París SG en liðin eigast einmitt við í stórleik í frönsku 1. deildinni í kvöld. Sigurliðið mætir Barcelona eða Manchester City. Mætast í Meist- aradeildinni Morgunblaðið/Golli Meistaradeild Sara Björk og Glódís Perla eru í átta liða úrslitum. Axel Stefánsson, fyrrverandi lands- liðsþjálfari kvenna í handknattleik, hefur verið ráðinn þjálfari Stor- hamar sem er efst í norsku úrvals- deildinni í kvennaflokki. Hann tek- ur við í sumar og mun þá stjórna liðinu ásamt núverandi þjálfara, Kenneth Gabrielsen. Axel var landsliðsþjálfari 2016-2019 en þjálf- aði áður um árabil í Noregi. Storhamar er frá bænum Hamri, rúma 100 km norður af Ósló, og hefur unnið alla tólf leiki sína í úr- valsdeildinni í vetur en keppni hef- ur legið niðri síðan í janúar. Axel tekur við þjálfun toppliðs Morgunblaðið/Eggert Noregur Axel Stefánsson er kominn aftur á kunnuglegar slóðir. Brynjólfur Willumsson verður fyrsti Íslendingurinn sem leikur með Krist- iansund. Liðið er nánast nýtt í fremstu röð norska fótboltans, það lék í fyrsta sinn í úrvalsdeildinni árið 2017 og hefur frá þeim tíma ávallt endað í fimmta til sjöunda sæti deildarinnar. Kristiansund er frá samnefndum 25 þúsund manna bæ á vesturströnd Noregs, skammt norðan við Molde og Álasund, en um 200 kílómetrum suð- vestan við Þrándheim. Tólf íslenskir knattspyrnumenn leika nú með ellefu af sextán liðum norsku úrvalsdeildarinnar í karlaflokki og þeir eru þessir, eftir röð liðanna á síðasta keppnistímabili: Alfons Sampsted, Bodö/Glimt (Noregsmeistari), Björn Bergmann Sig- urðarson, Molde (2. sæti), Viðar Örn Kjartansson, Vålerenga (3. sæti), Hólmar Örn Eyjólfsson, Rosenborg (4. sæti), Brynjólfur Willumsson, Kristi- ansund (5. sæti), Samúel Kári Friðjónsson, Viking (6. sæti), Viðar Ari Jóns- son, Sandefjord (11. sæti), Emil Pálsson, Sarpsborg (12. sæti), Ari Leifsson og Valdimar Þór Ingimundarson, Strömsgodset (13. sæti), Dagur Dan Þór- hallsson, Mjöndalen (14. sæti) og Adam Örn Arnarson, Tromsö (meistari B- deildar). Þau fimm lið sem ekki eru með Íslendinga í sínum röðum eru Odd, Sta- bæk, Haugesund, Brann og Lilleström. vs@mbl.is Tólf Íslendingar í ellefu liðum í norsku úrvalsdeildinni KÖRFUKNATTLEIKUR Úrvalsdeild karla, Dominos-deildin: Ásvellir: Haukar – Þór Ak................. S19.15 Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin: Blue-höllin: Keflavík – Snæfell .............. S16 1. deild karla: Ice Lagoon-höll: Sindri – Vestri............ L16 1. deild kvenna: Sauðárkrókur: Tindastóll – ÍR.............. L16 MG-höllin: Stjarnan – Njarðvík ............ L16 Hveragerði: Hamar/Þór – Vestri .......... S14 HANDKNATTLEIKUR 1. deild kvenna, Grill 66-deildin: Kórinn: HK U – Afturelding............. S13.30 Hleðsluhöll: Selfoss – Grótta ............ S13.30 Austurberg: ÍR – Valur U................. S13.30 Víkin: Víkingur – Fram U ...................... S20 KNATTSPYRNA Deildabikar karla, Lengjubikarinn: Kórinn: HK – Víkingur Ó....................... L12 Reykjaneshöll: Keflavík – ÍA ................ L12 Kópavogsvöllur: Breiðablik – Fylkir .... L13 Origo-völlur: Valur – Afturelding ......... L14 Jáverkvöllur: Selfoss – Stjarnan........... L14 Egilshöll: Fjölnir – ÍBV ......................... L15 Boginn: KA – Grindavík.................... L19.30 Vivaldi-völlur: Grótta – Vestri ............... S12 Deildabikar kvenna, Lengjubikarinn: Eimskipsvöllur: Þróttur R. – ÍBV ........ L14 BLAK Kjörísbikar karla, undanúrslit: Digranes: Hamar – Vestri ..................... L13 Digranes: HK – Afturelding.................. L20 Digranes: Úrslitaleikur kvenna............. S13 Digranes: Úrslitaleikur karla ........... S15.30 FRJÁLSÍÞRÓTTIR Meistaramót Íslands innanhúss fer fram í Laugardalshöllinni. Keppt er í dag frá 11 til 15 og á morgun frá 12.10 til 16. UM HELGINA!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.