Morgunblaðið - 13.03.2021, Qupperneq 44
44 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
Þ
að er ekki breitt bilið milli
ljóss og myrkurs í álfheimi
Ólafs Gunnars Guðlaugs-
sonar. Ein skemmd tönn í
munni álfakóngs færir hann alveg að
brún hins illa, nokkuð sem þau okk-
ar með persónulega reynslu af tann-
pínu getum alveg tengt við. Að flestu
öðru leyti er furðuveröld Benedikts
búálfs kunnugleg en kannski ekki
mjög svipmikil, samsett úr hug-
myndum héðan og þaðan um þessar
ósýnilegu handanheimsverur og
töfrum slungna tilvist þeirra, sem
við mannfólkið greinum óljóst „í
berki trjánna“ og „í straumi ánna“
samkvæmt einum af söngtextum
Karls Ágústs Úlfssonar, sem yrkir
þá ásamt Andreu Gylfadóttur og bjó
sögu Ólafs Gunnars í leikbúning.
En það er sem sagt upphaf
vandans sem leysa þarf í verkinu að
Sölvar súri, leiðtogi dökkálfanna og
bróðir Aðalsteins álfakóngs, lætur
ræna Tóta tannálfi, mitt í hans
reglulegu eftirlitsferð um munna
álfahirðarinnar. Fljótlega fara
skemmdir að hrjá hinn ljúfa álfa-
kóng og þá fer að styttast í honum
þráðurinn og þar með að flökta á
ljóshnettinum sem álfheimar sækja
birtu sína til. Viskubrunnurinn telur
að mannabarn þurfi að koma að
lausn málsins, og því sækir Bene-
dikt búálfur, heimagangur í heimum
manna til jafns við álfa, hana Dídí,
sjö ára orkubolta sem er pínu hrædd
við fótbolta, til að slást í hættuför til
bjargar Tóta, með smá hjálp frá
Daða, klígjugjörnum dreka með
umtalsvert minna sjálfstraust en
efni standa til.
Eins formúlukenndur og söng-
leikurinn um Benedikt búálf er þá
eru á honum óþarflega miklir
byggingargallar. Hann hefst á að
minnsta kosti tveimur upphafs-
lögum, þar sem álfheimar eru
kynntir fyrir áhorfendum, en síðan
þarf að kynna þá aftur fyrir Dídí
þegar hún kemur á svæðið. Mjög
óljóst er hvert verkefni Dídíar og
félaga nákvæmlega er, og á
endanum má engu muna að tann-
álfurinn sem ætlunin var að frelsa
gleymist í dýflissunni. Eins er
óheppilegt að titilpersónan skuli
vera nánast alveg laus við persónu-
leika, því það vefst annars ekkert
fyrir Ólafi Gunnari að gefa per-
sónum sínum sterkan svip.
Það má síðan hafa alls kyns skoð-
anir á hversu mikið þetta kemur að
sök fyrir heildaráhrif sýningar-
innar, sérstaklega fyrir yngri áhorf-
endur, sem eru jú markhópur
fjölskyldusýninga. Sennilega ekki
svo ýkja mikinn. Þar munar mikið
um að Leikfélag Akureyrar ræðst í
verkefnið af fullum krafti án nokk-
urs „barnaafsláttar“ í metnaði og
úrvinnslu. Benedikt búálfur er
söngleikur með öllu.
Óhjákvæmilega er tónlist Þor-
valdar Bjarna Þorvaldssonar samt
flutt með uppteknum undirleik.
Sennilega aldrei hugsuð á annan
veg, sem gefur Þorvaldi færi á að
nýta alla mögleika fullskipaðrar
sinfóníuhljómsveitar til viðbótar við
rafmagnað poppband. Tónlistin er í
stöðluðum stíl íburðarmikils söng-
leikjapopps, dálítið karakterlaus
sem slík, en aldrei minna en áheyri-
leg. Söngur er í toppklassa á öllum
póstum þó eins og endranær hafi
jafnvægið milli söngs og undirleiks
ekki verið fullkomið og hvert orð
skilist.
Leikmynd Auðar Aspar Guð-
mundsdóttur er svipmikil, einföld og
þénug og vinnur vel með lýsingu
Friðþjófs Þorsteinssonar sem ber
mikla ábyrgð á að draga fram mun-
inn á ólíkum heimum, myrkri og ljósi
og ástandinu í glímunni þar á milli.
Búningar Auðar Aspar sömuleiðis
„réttir“ á öllum póstum. Dansar
Lees Proud að vanda kröftugir og
skýrir og eins er sviðsetningarvinna
Völu Fannell hnökralaus, í rými sem
er skipað á mjög hefðbundinn hátt
með hliðarflekum og upphækkun
baka til eins og sviðsaðstæður í
Samkomuhúsinu krefjast.
Vala á líka heiður skilinn fyrir
kröftugan og skýran leikblæinn á
sýningunni, þótt þar skipti mann-
valið sennilega mestu. Hér er
samankomið algert úrvalslið í leik-
gleði og útgeislun. Konungshjón álf-
anna eru Björgvin Franz Gíslason
og Valgerður Guðnadóttir, og það er
sérlega gaman að sjá Björgvin leika
sér að skapsveiflum hins þjáða
kóngs og samspil hinnar vitru og
vænu álfadrottningar við þjáðan
eiginmanninn var skemmtilegt og
trúverðugt. Þórdís Björk Þorfinns-
dóttir er stórskemmtileg sem kraft-
mikil sjö ára Dídí, sem hefði mjög
auðveldlega getað orðið ansi þreyt-
andi, og Árni Beinteinn gefur alla
sína umtalsverðu orku og útgeislun í
sérkennilega dauft og rýrt titilhlut-
verkið. Kristinn Óli Haraldsson er
flottur tannálfur, og þótt hann þurfi
að eyða mestu af sínum sviðstíma
mæddur í búri á hann eftirminnileg-
asta söngnúmerið, bæði flutnings-
og tónsmíðalega. Hjalti Rúnar Jóns-
son er bæði Jósafat, hinn sérkenni-
lega samsetti hliðvörður álfanna, og
Sölvar súri og það gustar af honum í
báðum rullum.
Stjarna sýningarinnar verður síð-
an að teljast Birna Pétursdóttir, og
ekki bara af því hvað Daði, drekinn
með músarhjartað, er skemmti-
legur. Birna skapar einstaklega
sniðugan og frumlegan karakter úr
Daða og fangar bæði hjarta og
hláturtaugar áhorfenda. Þrír ungir
dansarar, Elfa Rún Karlsdóttir,
Helga Ólafsdóttir og Molly Carol
Birna Mitchell, fylla út í myndina á
frumsýningu, ýmist sem álfar eða
svartir skósveinar hins súra, og
fipaðist hvergi.
Gamla Samkomuhúsið heldur þétt
utan um sýninguna. Vafalaust væri
freistandi að hafa hana á rúmbetra
sviði Hofs og eiga kost á fleiri
gestum í salinn (geri ég ráð fyrir).
En verðmætin sem felast í að halda
húsinu í fullri virkni eru ótvíræð.
Salurinn í Samkomuhúsinu á
Akureyri er nú sá eini sem íslenskt
atvinnuleikhús hefur aðgang að með
„hefðbundinni“ afstöðu milli sviðs og
salar, þar sem áhorfendur horfa ekki
flestir niður á sviðið. Ekki veit ég
hvernig nákvæmlega þessi munur
virkar fyrir leikara, leikstjóra og
hönnuði, en fjölbreytni hefur gildi í
sjálfu sér og stælir ólíka listræna
vöðva. Hver veit hvenær reynist
þörf á þeim! Ekki óraði Dídí fyrir því
að framtíð heimsins ylti á því að hún
vissi hvernig fótboltamarkmaður
ber sig að, og væri undir það búin að
sigra loksins óttann.
Það er sem sagt líf og fjör á gömlu
fjölunum og vel og rausnarlega gert
við unga leikhúsgesti norðan heiða,
þótt efniviðurinn sé ekki hafinn yfir
gagnrýni okkar sem eldri erum og
teljum okkur vita allt betur.
Erjur í álfalandi
Ljósmynd/Auðunn Níelsson
Útgeislun „Hér er samankomið algert úrvalslið í leikgleði og útgeislun,“ segir í rýni um Benedikt búálf.
Samkomuhúsið á Akureyri
Benedikt búálfur bbbmn
Höfundur: Ólaf Gunnar Guðlaugsson.
Leikgerð: Karl Ágúst Úlfsson og Ólafur
Gunnar Guðlaugsson. Söngtextar:
Andrea Gylfadóttir og Karl Ágúst Úlfs-
son. Leikstjórn: Vala Fannell. Höfundur
tónlistar, útsetning tónlistar og tónlist-
arstjórn: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson.
Danshöfundur: Lee Proud. Leikmynd og
búningar: Auður Ösp Guðmundsdóttir.
Ljósahönnun: Friðþjófur Þorsteinsson.
Hljóðmynd. Árni Sigurðsson. Hár og
gervi: Harpa Birgisdóttir og Heiðdís
Óladóttir Austfjörð. Brúðugerðar-
meistari: Greta Clough. Leikarar: Árni
Beinteinn Árnason, Þórdís Björk Þor-
finnsdóttir, Birna Pétursdóttir, Björgvin
Franz Gíslason, Valgerður Guðnadóttir,
Kristinn Óli Haraldsson og Hjalti Rúnar
Jónsson. Dansarar: Berglind Eva
Ágústsdóttir, Elfa Rún Karlsdóttir, Molly
Carol Birna Mitchell og Helga Ólafs-
dóttir. Leikfélag Akureyrar og Sinfóníu-
hljómsveit Norðurlands frumsýna í
Samkomuhúsinu á Akureyri laugardag-
inn 6. mars 2021.
ÞORGEIR
TRYGGVASON
LEIKLIST
Söngkonan Marína Ósk og gítar-
leikarinn Mikael Máni stýra „Syngj-
um saman“ í annað sinn í Hannesar-
holti á morgun, sunnudag, kl. 14. Í
tilkynningu frá tónleikastað kemur
fram að Marína Ósk og Mikael Máni
hafi starfað saman sem djassdúett í
rúm sex ár og getið sér gott orð.
Fyrsta plata þeirra, Beint heim, var
tilnefnd til Íslensku tónlistarverð-
launanna 2018 og sólóplötur þeirra
beggja árið 2020.
„Hannesarholt hlúir að innsta
kjarna íslenskrar menningar, söng-
hefðinni, og býður upp á samsöng
fyrir alla, unga sem aldna, Íslend-
inga sem aðflutta, undir stjórn
kunnáttufólks, eins og við höfum
gert frá stofnun 2013, þar sem
textar birtast á tjaldi og allir taka
undir. Gestir eru nú velkomnir í sal,
en einnig er streymt frá stundinni á
fésbókarsíðu Hannesarholts,“ segir
í tilkynningu frá staðnum. Miðar
eru seldir á vefnum tix.is.
Syngjum saman með Marínu og Mikael
Dúett Marína Ósk og Mikael Máni.
Stöplar nefnist sýning sem Unnar
Ari Baldvinsson opnar í Hann-
esarholti í dag, laugardag, milli kl.
15 og 17. Um er að ræða fimmtu
einkasýningu Unnars.
„Hugmyndin að stöplunum er
jafnvægið á litum, formum, mynd-
inni sjálfri og rammanum í kring.
Litir samsettir með formum sem
teygja sig yfir og út fyrir rammann.
Rammarnir eru smíðaðir sérstak-
lega í kringum tréplötur og litirnir
flæða yfir. Stöplar eða stoð sem
tengist beint í þýðinguna á orðinu
ásamt því að tengja í við/tré sem er
notaður í bygg-
ingarefni eða tré
sem standa föst í
jörðinni. Hörð
skil á litunum og
rammanum
mynda stuðning
við myndina
sjálfa. Verkin
eru sínir eigin
stöplar,“ segir í
tilkynningu frá sýningarstað.
Sýningin stendur til 15. apríl og
er opin alla daga nema mánudaga
milli kl. 11.30 og 17.
Unnar Ari sýnir Stöpla í Hannesarholti
Unnar Ari
Baldvinsson
Tónlistar- og leikkonan kunna, Lady Gaga, var í gær
ásamt mótleikara sínum, Adam Driver, við undirbún-
ing töku atriðis á dómkirkjutorginu í Mílanó fyrir sann-
sögulega spennumynd leikstjórans Ridleys Scott. Við
æfingu á senunni gengu grímuklæddir aukaleikarar í
kringum stjörnurnar. Kvikmyndin mun heita House of
Gucci og fjallar um „svörtu Gucci-ekkjuna“ svokölluðu,
Patriziu Reggiani, sem var dæmd fyrir að skipuleggja
morðið á eiginmanni sínum, Maurizio Gucci, sem stýrði
Gucci-tískuhúsinu fræga.
Fjöldi kunnra leikara leikur í myndinni auk Lady
Gaga og Driver, þar á meðal Al Pacino, Jared Leto,
Jack Huston, Reeve Carney og Jeremy Irons. Fyr-
irhugað er að frumsýna myndina í nóvember.
AFP
Stjörnur við kvikmyndatöku í Mílanó