Morgunblaðið - 13.03.2021, Blaðsíða 45
MENNING 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2021
S
amsýningin Skýjaborg var
opnuð í Gerðarsafni um
liðna síðustu helgi í
sýningarstjórn Brynju
Sveinsdóttur og Klöru Þórhalls-
dóttur. Verk fjögurra listamanna,
þeirra Berglindar Jónu Hlynsdóttur,
Bjarka Bragasonar, Eirúnar
Sigurðardóttur og Unnars Arnar
Auðarsonar, hverfast með ólíkum
hætti um mótun breyttrar samfélags-
gerðar í Kópavogi við upphaf tíunda
áratugarins; vonir og væntingar að-
fluttra og í raun hringrás hugmynda í
samfélagslegu samhengi. Sýninguna
má skoða sem hringrás, ris og hnign-
un hugmynda og hvernig framtíðar-
sýn einnar kynslóðar getur orðið að
hvata til endurskoðunar og breytinga
fyrir þá næstu. Þannig bítur hug-
myndaauðgin í halann á sér kynslóð
fram af kynslóð með kunnuglegum
hætti.
(Skýjaborg) Hamraborg
Á vef Sögufélags Kópavogs er rakin
hringrás hugmyndarinnar um
Hamraborgina til ársins 1970. Þar
kemur fram hvernig hugmynda-
samkeppni bæjarfélagsins gat af sér
ráðagerð um íbúðasamsteypu að
Hamraborg 14 til 38 sem varð að
kjarna þessarar nýju byggðar. Fyrir-
hugað var að reisa íbúðabyggð fyrir á
þriðja hundrað íbúða ásamt fjölda
fyrirtækja og verslana. Í ágætri sýn-
ingarskrá Skýjaborgar er minnst á
arkitektinn Benjamín Magnússon
sem hannaði vesturhluta Hamra-
borgar í ný-brútalískum stíl. Hafði
hann háleitar hugmyndir um þennan
nýja miðkjarna Kópavogs en þáver-
andi skortur á hagstæðu húsnæði var
hvatinn að breyttri samfélagsgerð og
kallaði á nýbreytni í hönnun og hugs-
un. Nú fjórum áratugum síðar er það
sama uppi á teningnum. Hringrás
hugmyndanna er farin af stað á ný,
og nú eins og áður sýnist sitt hverjum
Kópavogsíbúanum í þeim efnum.
Íbúarnir
Uppbygging Hamraborgar á þessum
árum og aðflutningur nýrra íbúa kall-
aði á samráð. Verk Berglindar Jónu
Hlynsdóttur „Hamraborgarrásin“
(2021) fjallar einmitt um það, tilraun
til samráðs. Í verkum sínum skoðar
Berglind Jóna svæði og byggingar,
sögu þeirra og það samfélag sem
heyrir staðnum til. Verkið er marg-
þætt, bæði í framsetningu og til
áhorfs. Þungamiðja verksins eru
VHS-upptökur frá Hamraborgar-
rásinni sem var sjónvarpsstöð þar
sem íbúar Hamraborgar og nágrenn-
is komu saman til að ræða málefni
sem tengdust umhverfi þeirra. Það er
aðeins miðillinn, máða VHS -upp-
takan, sem ljóstrar upp um aldur
þessara heimilda. Viðfangsefni þeirra
þá, húsfundir, breytingaráætlanir,
pólitískar ívilnanir, andstaða, af-
skriftir og tilhögun stjórnarstarfa,
eiga ennþá fullt erindi í dag. Hringrás
hugmynda er því samofin hringrás
orðræðunnar í þessu samhengi.
Verkið „Hamraborgarrásin“ gefur
áhugaverða innsýn í það ferli sem fer
af stað þegar tilraun er gerð til að
lýðræðisvæða stjórnsýslu og skipulag
í nafni jafnræðis. Ítarspurningar íbúa
og fundargesta skerpa síðan á þeirri
togstreitu sem myndast á milli hug-
mynda nefndarmanna og raungerðar
þeirra.
Upptaka Hamraborgarrásarinnar
talar vel við innsetningu Eirúnar Sig-
urðardóttur í sama sal. Verkin eiga
það sammerkt að hverfast um hið
mannlega – minningar, hugmyndir,
drauma og fyrirætlanir. Í samtali
þessara tveggja innsetninga má
greina skemmtilega og draumkennda
kaótík. Þannig verða raddir nefndar-
manna Hamraborgarrásarinnar að
bergmáli fortíðarinnar sem undir-
strikar einmitt með áhugaverðum
hætti afturhvarfið sem gætir í lág-
myndum Eirúnar „Heimahagar“
(2015) og „Hluti úr verkinu Eining-
arband“ (2017-2012). Orðið
minningarþræðir kom upp í hugann
þar sem ég stóð innan um verk lista-
konunnar og kveiktu útsaumuðu lág-
myndirnar og steypugæddu garn-
hnyklarnir sem héngu á nærliggjandi
veggjum á þessum hugrenningum.
Útsaumurinn, myndefnið og litavalið
á garninu verkuðu persónulegri en
steypan, byggingarplöturnar og
þvingurnar þó að uppruninn, Engi-
hjalli 3, væri sá sami. Þannig mynd-
uðu garnhnyklarnir og lausir endar
lágmyndar af þremur systrum rauð-
an minningarþráð á milli verkanna.
Verk Eirúnar snúast gjarnan um
samskipti manns og rýmis, hvort sem
að um ræðir huglæg eða efnisleg
rými og eða samskipti. Innsetning
Eirúnar fangar vel þá togstreitu sem
myndast á milli draumkenndra minn-
inga og hins fastmótandi, efnislega
raunveruleika.
Landið
Þegar komið er inn í nærliggjandi sal
þá blasir við verk Bjarka Bragasonar
„Garðurinn“ (ca.1945, ca. 1950, 2018).
Verkið hangir í miðju rýminu og sýn-
ir loftmynd af lóð, með einlyftu húsi
fyrir miðju og garði allt um kring.
Þrátt fyrir fyrrum persónuleg tengsl
listamannsins við húsið þá er það ekki
mannlausa byggingin sem er í for-
grunni, heldur beinir titill verksins
athyglinni að stórum garðinum.
Mannlausum mannvirkjum og
gleymdum minnisvörðum fylgir sér-
stök tilfinning. Þar er eins og von sé á
einhverjum sem aldrei kemur.
Innan verksins má finna fyrir
tveimur ólíkum hringrásum, annars
vegar er það stöðvuð hringrás þar
sem framtíðarhorfur hússins eru
ókunnar. Í því samhengi mætti segja
að loftmyndin af húsinu hangi á
teikniborðinu í sýningarsalnum. Hins
vegar er það hringrás náttúrunnar
sem tekur við í garðinum þar sem öll-
um fyrirætlunum sleppir og myndar
nýjan farveg. „Garðurinn“ fjallar um
sambýli manns og náttúru en verkið
býr einnig yfir ákveðnu tímaleysi.
Loftmyndin gæti því eins verið skoð-
uð sem heimild um hvernig á horfist
eftir að mannskepnan hverfur á braut
og hvernig náttúruleg hringrás held-
ur þá áfram óáreitt.
Unnar Örn Auðarson hefur
löngum unnið með texta, heimildir,
heimildasöfn og bókverk og notar
hann þessa miðla til þess að setja
fram geymdar heimildir í nútíma-
samhengi. Innsetning hans „Stað-
fræði gleymsku [brot]“ (2021) er stað-
sett í báðum sýningarsölunum en
einnig má finna eitt verk utan dyra.
Titillinn, upphengdu póstkortin
ásamt sýningartexta vöktu til um-
hugsunar um tilgang og áhrif kort-
lagningar og spegla ágætlega loft-
mynd Bjarka í sama sal. Vissulega
má skoða kort og kortlagningu sem
heimild í sjálfu sér, en þá vaknar
spurning um hvort að kortlagning
geti orðið til þess að við leggjum ofur-
áherslu á framtíðaráform og gleym-
um því sem áður var? Malbiksbrot og
varpaða ljósmyndasýningin á orðinu
LAND undirstrika tilhneigingu
mannsins til að koma reiðu á um-
hverfið, hvort sem er með kortlagn-
ingu eða lagningu malbiks. Undir-
titlar verkanna, til að mynda
„Hylling“ og „Mirage“, grafa síðan
undan þessum tilbúna áreiðanleika
kortlagningarinnar, sem og hug-
myndinni um eignarhald, stefnumót-
un og takmarkalaus jarðargæði. Allt
er breytingum háð og vegur inntak
verkanna salt á milli óvissu og ráða-
hags.
Skýjaborg er vel heppnuð og sýnir
verk fjögurra áhugaverðra lista-
manna sem taka með ólíkum hætti á
sambýli mannsins innan bæjarmarka
Kópavogs. Verkin standa vel ein og
sér en bæta miklu við sýningar-
frásögnina þegar þau eru skoðuð sem
heild. Sýningarskráin er einnig
skemmtileg viðbót en þar skrifar Ka-
milla Einarsdóttir rithöfundur eins
konar formála að sýningunni sem ber
yfirskriftina „Beinagrindur sög-
unnar“. Ég get aðeins tekið undir orð
Kamillu þegar hún skrifar: „Ný saga
er alltaf að verða til og nauðsynlegt
og gott að rifja allt slíkt upp.“ Þá er
aðeins spurningin hvert hringrás
hugmyndanna leiðir okkur næst?
Skýjaborg – Hringrás hugmynda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Garðurinn Verk eftir Bjarka Bragason. „Mannlausum mannvirkjum og gleymdum minnisvörðum fylgir sérstök tilfinning. Þar er eins og von sé á ein-
hverjum sem aldrei kemur,“ skrifar rýnir en í verkinu vinnur listamaðurinn út frá húsi og garði sem afi hans og amma byggðu upp og mótuðu.
Gerðarsafn
Skýjaborg bbbbn
Verk eftir Berglindi Jónu Hlynsdóttur,
Bjarka Bragason, Eirúnu Sigurðardóttur
og Unnar Örn Auðarson.
Sýningarstjórar: Brynja Sveinsdóttir og
Klara Þórhallsdóttir.
Gerðarsafn er opið alla daga kl. 10-17.
Sýningin stendur til 15. maí.
KARINA HANNEY
MARRERO
MYNDLIST
Hamraborgarrásin Berglind Jóna Hlynsdóttir vinnur með sjónvarp sem var í Hamraborg. Minningaþræðir Verk eftir Eirúnu Sigurðardóttur vísa til drauma og fyrirætlana.
Hnyklar Verkin standa vel ein og
sér en heildin er sterk á sýningunni.