Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 48

Morgunblaðið - 13.03.2021, Page 48
Strokkvartettinn Siggi kemur fram á tónleikum á veg- um Kammermúsíkklúbbsins í Norðurljósum í Hörpu á morgun, sunnudag, kl. 16. Á efnisskránni eru Strengja- kvartett nr.16 op 135 í F-dúr eftir Ludwig van Beet- hoven, Strengjakvartett í Es-dúr eftir Fanny Mendels- sohn og strengjakvartettinn Hrafnaþing frá 2013 eftir Finn Karlsson. Kvartettinn skipa Una Sveinbjarnar- dóttir og Helga Þóra Björgvinsdóttir á fiðlur, Þórunn Ósk Marinósdóttir á víólu og Sigurður Bjarki Gunn- arsson á selló. Strokkvartettinn Siggi leikur strengjakvartetta í Norðurljósum LAUGARDAGUR 13. MARS 72. DAGUR ÁRSINS 2021 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í lausasölu 1.268 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Willumsson er spenntur fyrir nýrri áskorun á sínum ferli. Blikinn ungi, sem er tvítugur að aldri, skrifaði undir þriggja og hálfs árs samning við norska úrvalsdeildar- félagið Kristiansund í vikunni. „Ég held að þessi deild eigi eftir að henta mér vel,“ segir Brynjólfur í viðtali í Morgunblaðinu í dag. »41 Held að þessi deild henti mér vel ÍÞRÓTTIR MENNING en frá því lögin voru sett 1997 hafa sveitarstjórnir ekki sinnt skyldum sínum gagnvart ofanflóðum á Seyð- isfirði.“ Hann bendir enn fremur á að í skýrslum Veðurstofu Íslands frá 2002 og 2015 sé varað við hættunni. Hálfu ári eftir að sveitarfélag fái svona skýrslur eigi að liggja fyrir hvort verja eigi viðkomandi hús eða kaupa þau. „Komi skriða á húsið okkar molnar það niður,“ segir Smári. Foreldrar Smára voru bændur í Stakkahlíð í Loðmundarfirði og þar ólst hann upp, en þegar komið var að skólagöngu flutti fjölskyldan til Seyðisfjarðar. „Þau keyptu hús, sem hét Berlín, og var annað hús frá okk- ar húsi, en það fór í skriðunni,“ segir Smári sem hefur átt heima á staðn- um í um 53 ár. Hann starfaði hjá Seyðisfjarðarkaupstað en hætti að vinna fyrir um tveimur og hálfu ári og er öryrki. Sama dag og skriðan féll skoðuðu vísindamenn aðstæður. Smári gagn- rýnir að þeir hafi ekki varað við yf- irvofandi hættu og rýming húsa hafi verið handahófskennd. „Fólk slapp lifandi fyrir eintóma tilviljun,“ segir hann. Fjölskyldan bjó hjá systur Smára á Eiðum til áramóta og í mánuð í sumarhúsi Rarik í Fjarðarseli en hefur síðan verið í húsnæði sveitar- félagsins á Lónsleiru, rétt hjá höfn- inni. Smári segir að gert sé ráð fyrir að byrjað verði að leigja það aftur ferðamönnum í vor. „Tíminn frá skriðunni hefur verið okkur mjög erfiður andlega, yngri sonur okkar flosnaði upp úr skóla, og það tekur á að bíða eftir niðurstöðu í sambandi við húsið,“ segir hann. „Margir hafa sýnt okkur stuðning og velvilja, en sveitarfélagið hengir sig á nýtt hættumat, sem ég er viss um að verður ekki frábrugðið ríkjandi mati í meginatriðum, og við erum bundin í báða skó. Við höfum engan áhuga á því að leika hetjur og búa áfram undir þessari hlíð, því það er sem rússnesk rúlletta.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Hús Stefáns Smára Magnússonar og fjölskyldu við Hafnargötu á Seyð- isfirði slapp á ótrúlegan hátt í aur- flóðinu 18. desember síðastliðinn. Fjölskyldunni var gert að flytja út í kjölfarið og vill ekki búa þar lengur, en þar stendur hnífurinn í kúnni, því forsvarsmenn sveitarfélagsins vilja ekki kaupa af þeim fasteignina. „Húsið er á ógnvekjandi stað og við viljum ekki búa í því eftir það sem á undan hefur gengið, okkur líður illa í húsinu og nágrenni þess en kom- umst hvorki lönd né strönd,“ segir Smári. Samkvæmt hættumati liggur hættulegasta línan, C-línan, yfir eitt hornið á húsinu, sem er á Múla- svæði, svonefndu frímerki. Eftir að hafa fengið sér kaffisopa lagðist Smári í svefnsófa í hornherberginu og Sigríður Þ. Sigurðardóttir, eig- inkona hans, kom í herbergið á eftir honum. Horfðist í augu við dauðann „Hún horfði út um gluggann og sagði að fossinn í Búðará væri far- inn. Frá því ég flutti á Seyðisfjörð höfðu fallið þarna þrjár skriður án þess að valda miklu tjóni. Ég stóð upp til að fylgjast með þessari skriðu og við mér blasti ekki bara spýja heldur kom öll hlíðin niður á móti mér. Ég hélt að þetta væri mín síðasta stund,“ rifjar Smári upp. „Konan fór inn í eldhús en ég hugs- aði með mér að það skipti ekki máli hvar við værum, við færum hvort sem er. En svo klofnaði skriðan, fór sitthvoru megin við húsið og frí- merkið slapp, en hún tók önnur hús, meðal annars Tækniminjasafnið.“ Varnargarður hefur verið reistur fyrir ofan byggðina. „Hann er byggður úr drullu til bráðabirgða og veitir ekki vörn ef á þarf að halda,“ segir Smári. Örugg hönnun og deili- skipulag taki mörg ár og þau geti ekki beðið eftir því, en bæjaryfirvöld vilji bíða eftir nýju hættumati. „Uppkaup hafa engin fjárhagsleg áhrif á rekstur sveitarfélagsins, því ofanflóðasjóður borgar, þegar mál- um er svona háttað. Sveitarstjórn- inni ber að tryggja öryggi íbúanna, Föst á hættusvæði - Sveitarfélagið vill ekki kaupa hús sem slapp naumlega - Eins og rússnesk rúlletta að búa undir hlíðinni Morgunblaðið/Sigurður Aðalsteinsson Frá Seyðisfirði Stefán Smári Magnússon ofan við hús sitt bendir upp í hlíð- ina á skriðusárið og rofið sem myndaðist í brúnina við upptök skriðunnar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.