Morgunblaðið - 17.03.2021, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.03.2021, Blaðsíða 20
20 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021 HÁDEGISMATUR alla daga ársins Bakkamatur fyrir fyrirtæki og mötuneyti Við bjóðum annarsvegar upp á sjö valrétti á virkum dögum, sem skiptist í, tveir aðalréttir, þrír aukaréttir, einn heilsurétt, einn Veganrétt og hinsvegar er hægt að fá matinn í kantínum fyrir stærri staði sem er skammtað á staðnum. Hólshraun 3, 220 Hafnarjörður · Símar 555 1810, 565 1810 · veislulist@veislulist.is SKÚTAN Matseðill og nánari upplýsingar á veislulist.is 40 ára Guðlaug er Eskfirðingur, ólst upp á Eskfirði og býr þar. Hún er með BA-gráðu í fé- lagsráðgjöf frá Háskóla Íslands og er aðstoð- armaður fram- kvæmdastjóra í áreið- anleikateymi hjá Alcoa fjarðaáli. Maki: Þórhallur Hjaltason, f. 1980, stýri- maður á Hákoni. Börn: Andrés Leó, f. 2003, Svanlaug Kara, f. 2013, og Rúrik Dan, f. 2019. Foreldrar: Svana Guðlaugsdóttir, f. 1961, búsett á Eskifirði, og Andrés Elisson, f. 1957, d. 2020. Þau voru eigendur Raf- magnsverkstæðis Andrésar. Guðlaug Dana Andrésdóttir Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl , Hrútur Fjötrar fortíðarinnar losna af þér í dag. Haldið á málum af festu, þá verður tek- ið tillit til ykkar. 20. apríl - 20. maí + Naut Notaðu tjáningarhæfileika þína til þess að koma máli þínu til skila. Slíkur orðs- tír mun tryggja þér þá athygli sem þú þarft til að koma málum áleiðis. 21. maí - 20. júní 6 Tvíburar Sýndu samstarfsmönnum þol- inmæði, það skiptir máli. Gerðu frekar eitt- hvað sem gefur þér sanna lífsfyllingu og gleði. 21. júní - 22. júlí 4 Krabbi Ef þú freistast til þess að skipta þér af annarra málefnum skaltu ekki búast við því að geta sinnt eigin skyldum á meðan. Nýttu þér meðbyrinn. 23. júlí - 22. ágúst Z Ljón Draumar okkar geta haft mikil áhrif á líf okkar. Taktu þér samt tíma til þess að íhuga stöðu þína í tilverunni. 23. ágúst - 22. sept. l Meyja Án nokkurs vafa verður þú að forðast samræður um viðkvæm málefni í dag. Vertu viðbúinn. Gefðu þér þennan tíma til þess að njóta lífsins. 23. sept. - 22. okt. k Vog Þú ert einbeitt/ur og tilbúin/n til að hella þér út í vinnu í dag. Ekki taka góðlát- legt grín nærri þér því þú veist vel að það býr ekkert illt að baki. 23. okt. - 21. nóv. j Sporðdreki Það gerist ekkert meðan þú sit- ur með hendur í skauti. Láttu faguryrði ekki blekkja þig, það er svarta letrið sem gildir. 22. nóv. - 21. des. h Bogmaður Þér finnast þeir sem ráða at- burðarásinni ekki hafa þína hagsmuni að leiðarljósi. Farðu varlega og gakktu úr skugga um að málstaður þinn sé þess virði að berjast fyrir. 22. des. - 19. janúar @ Steingeit Þetta er góður dagur til hvers konar viðskipta. Notfærðu þér kring- umstæðurnar og fáðu sem flesta á þitt band. 20. jan. - 18. febr. ? Vatnsberi Rasaðu ekki um ráð fram og skoðaðu málin frá öllum hliðum áður en þú tekur ákvörðun sem varðar framtíðina. 19. feb. - 20. mars = Fiskar Það kann góðri lukku að stýra að rétta fram höndina þegar aðrir gera það ekki. Eins og oftast í þannig leit, skiptir fólk- ið sem hjálpar þér meira máli en fundurinn sjálfur. fólst m.a. að í einum framhaldsskóla gæti verið vettvangur fyrir nemendur á gerólíkum námsbrautum, þ.e. í hefðbundnu bóknámi, í verknámi eða listnámi og ekki síst fyrir nemendur með fatlanir og fjölþættar áskoranir í námi.“ Sérstök námsbraut var stofnuð fyr- ir fatlaða nemendur og var Bryndís ráðin til að veita henni forystu sem og almennri námsbraut. „Kennslan fór fram í litlum bekkjum sem gaf betri tækifæri fyrir einstaklingsbunda kennslu sem þessir nemendur þurfa í ríkum mæli en kallar einnig á sér- hæfða kennslukrafta.“ Síðan eftir sjö ár í starfi aðstoðarskólameistara tók hún við starfi skólameistara, fyrst sett í tæp tvö ár en síðan skipuð 2010 örðugleikum yfir í erfiðar og truflandi félagslegar aðstæður. Oft vantaði ein- ungis viðbótarár í skólaþroska til að viðkomandi nemandi nyti sín í námi. Við spurðum þá: hvað langar þig til að gera, hvaða vonir og væntingar hefur þú? Svona var maður að spyrja til að hvetja fólk áfram, stundum tókst það og stundum ekki en það mikilvægasta er að gefa öllum tækifæri.“ Sú hugsun féll mjög vel að stefnu- mörkun nýs framhaldsskóla, Borg- arholtsskóla, sem tók til starfa undir forystu Eyglóar Eyjólfsdóttur 1996. „Framhaldsskóli fyrir alla“ var leið- arstefið í stefnumörkun skólans. „Eygló var nýkomin frá Bandaríkj- unum og hún sá ýmislegt sem hana langaði að koma í framkvæmd. Í því B ryndís Sigurjónsdóttir fæddist í Reykjavík 17. mars 1946 og er Reyk- víkingur í húð og hár. Fjölskyldan bjó fyrst í Norðurmýrinni en flutti síðar í Voga- hverfi. Bryndís gekk í Langholtsskóla og síðan í Kvennaskólann og Mennta- skólann í Reykjavík. Hún lauk stúd- entsprófi úr máladeild 1966 og þá lá leiðin í heimspekideild Háskóla Ís- lands þar sem hún lagði stund á sagn- fræði og frönsku. BA-prófi ásamt kennsluréttindum lauk hún 1970 og þá hófst kennsluferillinn. og kenndi hún sögu til landsprófs við Ármúla- skóla í fjögur ár. „Vorið 1974 urðu tímamót í lífi okk- ar er við héldum til Bandaríkjanna, maðurinn minn til framhaldsnáms í læknisfræði, ég með óráðin mennta- áform, en nóg að gera með tvo litla stráka. Fljótlega fór ég þó að íhuga hvernig ég gæti nýtt fyrir sjálfa mig þetta tækifæri að búa í stórborg í Am- eríku og eftir að hafa kennt sögu þá langaði mig að vita meira hvernig fólk lærir. Ég fann öflugan háskóla í ná- grenninu, John Carrol University, sem lagði sérstaka rækt við kennslu- fræði.“ Ári seinna hóf Bryndís meist- araprófsnám í kennslufræðum, sem hét „exceptional learner“. Þar var lögð áhersla á sterkustu nemendurna annars vegar og hins vegar þá sem veikast standa og þurfa sérstök úr- ræði vegna námsörðugleika eða ann- arra vandamála sem trufla nám og skólagöngu.“ Lauk hún náminu með meistaragráðu 1980. Starfsferill „Fljótlega eftir að við fluttum heim sumarið 1982 kom í ljós að það var eftirspurn eftir þessari sérhæfingu. Ég fékk vinnu í Réttarholtsskóla þar sem stofnuð hafði verið fornámsdeild fyrir nemendur sem af ýmsum ástæð- um þurftu viðbót við hefðbundið gagnfræðaskólanám áður en lengra yrði haldið í námi eða út á vinnumark- að. Eitt af stuðningsúrræðunum voru einstaklingsbundin viðtöl við nemend- urna sem margir höfðu mjög brotna skólasögu að baki. Ástæðurnar voru fjölbreyttar, allt frá sértækum náms- og gegndi starfinu til starfsloka 2016. „Til að búa mig undir þá áskorun fór ég í meistaraprófsnám í opinberri stjórnsýslu við HÍ (MPA). Verkefni voru mörg og gríðarlega áhugaverð. Afreksíþróttir bættust við fyrra námsval og hafa dregið að öflugt námsfólk sem styrkir skólann á öllum sviðum, hvort sem er í bóknámi, verk- námi eða listnámi. Stóra verkefnið var alltaf að þróa skólann áfram sem framhaldsskóla fyrir alla. Í 10 ár var ég fulltrúi Íslands í European Agency for Development of Special Educa- tion, skipuð af menntamálaráðherra, og voru fundir haldnir vítt og breitt um Evrópu tvisvar á ári. Þetta er samstarfsvettvangur 27 Evrópuþjóða sem hefur það verkefni að fjalla um hvernig öllum unglingum 16 ára og eldri skyldi tryggð menntun í fram- haldsskóla.“ Staða fatlaðra nemenda í Borg- arholtsskóla hefur oft vakið athygli. Þótt kennsla þeirra fari að mestu fram í sérbekkjum við sérkennsluað- stæður blandast þeir fullkomlega öðr- um nemendum í skólalífinu og þeim er teflt fram fyrir hönd skólans. Reynslan hefur verið mjög góð og ber öflugu kennaraliði skólans fagurt vitni. „Að mínu mati er þó sérstaklega athyglisvert hve mikinn ávinning skólasamfélagið í heild hefur haft af blönduninni og iðulega hefur viðhorf Bryndís Sigurjónsdóttir, fyrrverandi skólameistari – 75 ára Barnabarnalán Bryndís, Guðmundur og barnabörn í Wisconsin 2016. Árangursrík blöndun í skólanum Skólameistarinn Bryndís við jóla- útskrift Borgarholtsskóla 2012. Í Wisconsin Bryndís ásamt dóttur og tengdadætrum árið 2016. 30 ára Árný Fjóla ólst upp í Norðurgarði á Skeiðum og býr í Berlín, en er með annan fótinn á Skeiðum. Hún er að klára BA-gráðu í mannfræði frá Háskóla Íslands. Árný Fjóla er listakona og er í hljómsveitinni Gagnamagninu. Maki: Daði Freyr Pétursson, f. 1992, tón- listarmaður. Dóttir: Áróra Björg, f. 2019. Foreldrar: Ásmundur Lárusson, f. 1970, bóndi í Norðurgarði og hljóðfærasmiður, og Matthildur Elísa Vilhjálmsdóttir, f. 1969, leikskólakennari í Leikholti á Skeiðum, bú- sett í Norðurgarði. Árný Fjóla Ásmundsdóttir Til hamingju með daginn Börn og brúðhjón Á opnunni „Íslendingar“ í Morgunblaðinu er sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks, svo sem stórafmælum, hjónavígslum, barnsfæðingum og öðrum tímamótum. Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð. Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.