Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 28

Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 28
Jelena Ciric kemur fram á hádegistónleikum í Salnum í dag og hefjast þeir kl. 12.15. Eru þeir á dagskrá „Menn- ingar á miðvikudögum“ í menningarhúsunum í Kópa- vogi. Tónlist Jelenu er sögð laða gesti til sín með hlýju, glettni og heiðarleika. Hljóðheimur hennar er undir áhrifum frá Serbíu, þar sem hún fæddist, og Kanada, þar sem hún óx úr grasi. Þá gætir áhrifa af jarðbundinni þjóðlaga-, djass- og popptónlist. Gestir á tónleikunum verða fiðlu- og víóluleikarinn Karl James Petska og Margrét Arnardóttir harmónikuleikari. Jelena Ciric kemur fram með gest- um á hádegistónleikum í Salnum Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is „Þetta er allt að lifna við, enda hafa reglur verið rýmkaðar og við getum núna tekið á móti bæði börnum og fullorðnum, innan marka þó,“ segir Guðrún Dís Jónatansdóttir hjá Borgarbókasafninu um batnandi tíð og fleiri viðburði á vegum safnsins. „Við höfum vissulega þurft að dansa í takt við Covid-reglurnar undanfarið ár, en við tókum strax þann pól í hæðina að láta ekki deig- an síga, heldur skipuleggja dagskrá af fullum krafti. Við höfum þurft að ýta einhverju á undan okkur, fresta viðburðum og breyta dagsetn- ingum, en við höfum samt verið með margt í gangi, miðað við hvað hefur mátt á hverjum tíma,“ segir Guðrún Dís og bætir við að bóka- söfnin séu í nýsköpunargírnum. „Covid kenndi okkur meira á tæknina og við höfum verið að byggja upp þekkingu innanhúss í tengslum við streymi og upptökur. Slíkt form á viðburðum er fyrir vik- ið komið til að vera í einhverjum mæli. Við hugsum það líka út frá aðgengi, því með streymi náum við til fleiri, bæði þeirra sem eiga ekki heimangengt og þeirra sem búa úti á landi.“ Í gær var líf og fjör í OKinu í Gerðubergi, þar sem börn mættu á Fiktdaga, viðburð sem haldinn er reglulega. Í OKinu er ýmis búnaður sem hægt er að nota, undir leiðsögn starfsmanna; þrívíddarprentari, vínilskeri, barmmerkjavél, Mine- craft, Little Bits og margt fleira. „OKið er rými sem er frekar ný- tilkomið, en það er sprottið upp úr styrk sem við fengum frá barna- menningarsjóði til að hanna upplif- unarrými fyrir börn og unglinga. Í OKinu er líka eitt af þremur verk- stæðum safnsins en þetta rými býð- ur upp á margvíslega starfsemi svo sem smiðjur, fyrirlestra, hópvinnu og skapandi vinnu. Í OKinu er hægt að læra, skapa, fikta eða bara hanga. Við hvetjum kennara, frí- stunda- og félagsmiðstöðvastarfs- menn til að bóka OKið til eigin nota, bæði í kennslu og leik. Einnig geta ungmenni á eigin vegum bók- að rýmið og fengið aðstoð við að láta drauma sína verða að veru- leika.“ Ýmislegt spennandi er á döfinni í Gerðubergi, næstkomandi laugar- dag ætlar Rán Flygenring að leiða teiknismiðju fyrir krakka. „Við lögðum mikla vinnu í sýn- ingu sem stendur nú í Gerðubergi og Rán tók þátt í að skapa. Sýn- ingin heitir Heimsókn til Vigdísar, en Rán málaði beint á veggina myndir af persónum úr bók sinni Vigdís – Bókin um fyrsta konu- forsetann. Það er stórkostleg upp- lifun fyrir fólk á öllum aldri að ganga inn í söguheim bókarinnar á þessari sýningu sem lýkur í lok mars. Krakkarnir í teiknismiðjunni fá að vinna myndir sjálf inn í sýn- inguna, skrifa og teikna á veggina, búa til hluti og svo framvegis. Þau hafa frjálsar hendur, þó undir leið- sögn Ránar, svo þetta er tilvalið tækifæri fyrir krakka til að upp- götva listamanninn í sjálfum sér.“ Bókasöfnin lifna við með birtu og vori Morgunblaðið/Eggert Fiktdagar Það var líf og fjör í Gerðubergi í gær. Þau Rúnar, Ella, Lena og Kalli skemmtu sér við barmmerkjagerð. - Í OKinu er hægt að læra, skapa, fikta eða bara hanga Ármúla 10 ) 568 9950 duxiana.comHáþróaður svefnbúnaður Náttúruleg efni, einstakt handverk og PASCAL gormakerfið gera rúmin okkar að athvarfi fyrir stöðugan gæðasvefn. FRUMKVÖÐLAR SÍÐAN 1926 Klæðskerasniðin þægindi MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 76. DAGUR ÁRSINS 2021 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 739 kr. Áskrift 7.982 kr. Helgaráskrift 4.982 kr. PDF á mbl.is 7.077 kr. iPad-áskrift 7.077 kr. Haukar náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Olísdeildar karla í handbolta með 26:25-sigri á Stjörnunni á heima- velli í gærkvöldi. Á sama tíma gerði FH jafntefli við Gróttu á útivelli, 30:30. Haukar eru nú með 23 stig og FH í öðru sæti með 19 stig. Grótta hefur komið liða mest á óvart í deildinni í vetur því flestir áttu von á að liðið myndi falla niður um deild. Eftir úrslit gærdagsins er Grótta hins vegar með tíu stig, sex stigum frá fallsæti og því enginn fall- draugur á Seltjarnarnesi. »23 Haukamenn náðu fjögurra stiga forskoti á FH-inga ÍÞRÓTTIR MENNING

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.