Morgunblaðið - 17.03.2021, Blaðsíða 2
Auður djúpúðga, Bombardiervél
Icelandair, fór í gærmorgun í sitt
fyrsta flug til Akureyrar eftir að
leiðakerfi Air Iceland Connect og
Icelandair var samþætt. Jafnframt
hefur allt sölu- og markaðsstarf í
innanlandsfluginu verið sameinað
undir vörumerki Icelandair.
Áfangastaðir Icelandair í innan-
landsflugi verða áfram Akureyri,
Egilsstaðir, Ísafjörður og Vest-
mannaeyjar. Verða þeir sýnilegir á
heimasíðu Icelandair í gegnum eina
leit, einn farmiða og tengingu við
leiðakerfið í Evrópu og N-Ameríku.
Eftir samþættinguna breytist
samstarf Norlandair við félagið
þannig að flug á áfangastaði Nor-
landair verður einungis fáanlegt á
heimasíðu þeirra en ekki í gegnum
bókunarsíðu Icelandair.
Á myndinni til hliðar stíga far-
þegar um borð í vél til Akureyrar
snemma í gærmorgun.
Fyrsta innanlandsflug til Akureyrar í gær undir merkjum Icelandair en ekki Air Iceland Connect
Samþætta
leiðakerfi
félagsins
Morgunblaðið/Árni Sæberg
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
Smiðjuvegi 4C | 200 Kópavogur | Sími 587 2202 | hagblikk@hagblikk.is | hagblikk.is
HAGBLIKK
Álþakrennur
& niðurföll
Þakrennurnar eru frá GRÖVIK VERK í Noregi
Þær eru einfaldar í uppsetningu
HAGBLIKK
Ryðga ekki
Brotna ekki
Litir á lager:
Svart, hvítt, ólitað, rautt
silfurgrátt og dökkgrátt
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jóhann Ólafsson
Skúli Halldórsson
Kvikugangurinn sem liggur suðvest-
ur af Keili og undir Fagradalsfjalli
gæti hafa lent á hafti undir Nátthaga
við suðurenda fjallsins. Stöðug
þensla mælist á svæðinu og kvika
heldur áfram að streyma upp og inn í
ganginn.
Frá þessu greinir Benedikt Gunn-
ar Ófeigsson, sérfræðingur á Veður-
stofunni á sviði jarðskorpuhreyf-
inga, um nýja gervihnattamynd af
skjálftasvæðinu sem tekin var í
fyrradag. Stóri
skjálftinn sem
reið yfir á sunnu-
dag, 5,4 að stærð,
setur mark sitt á
landslag Reykja-
nesskagans.
„Við sjáum
mjög skýr merki
frá skjálftanum.
Það sést ákveðin
færsla til norðurs
annars vegar og suðurs hins vegar,
sitthvorumegin við sprunguna þar
sem hann átti upptök sín.“
Freysteinn Sigmundsson, jarðeðl-
isfræðingur hjá Jarðvísindastofnun
Háskóla Íslands, segir stöðuna svip-
aða og áður; enn eru líkur á því að
kvika geti brotist upp á yfirborð
jarðar.
Mögulegt gossvæði stækkað
Mesta skjálftavirknin núna sé í
kvikuganginum við norðaustanvert
Fagradalsfjall. Mögulegt gossvæði
hefur, að hans mati, stækkað og er
nú bundið við Fagradalsfjall og ná-
grenni en ekki suðurhluta fjallsins
eða sunnan við það.
Hann segir tímalengdina á þróun
kvikugangsins, frá 24. febrúar, at-
hyglisverða.
Á hverjum degi streymi ný kvika
inn í ganginn en á sama tíma er hluti
af kvikuganginum að storkna og
breytast í berggang; kviku sem mun
ekki geta gosið.
Freysteinn segir enn fremur eng-
in merki um að það sé að draga úr
jarðhræringunum og engin merki
um að kvikugangurinn sé að færast
nær yfirborði jarðar en hann er á um
eins kílómetra dýpi þar sem grynnst
er á hann.
Stöðug þensla á skjálftasvæðinu
- Kvikugangurinn gæti hafa lent á hafti undir Nátthaga - Skýr merki um stóra skjálftann á sunnudag
á gervihnattamynd - Mesta skjálftavirknin núna í kvikuganginum við norðaustanvert Fagradalsfjall
Freysteinn
Sigmundsson
Morgunblaðið/Eggert
Fagradalsfjall Enn eru líkur á að
kvika geti brotist upp á yfirborðið.
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Reykjalundur hefur stöðvað tíma-
bundið innlagnir nýrra sjúklinga í
endurhæfingu vegna eftirkasta
Covid-19, að sögn Stefáns Yngva-
sonar, framkvæmdastjóra lækninga
á Reykjalundi. Viðræður standa yfir
við Sjúkratryggingar Íslands um
framhald endurhæfingarinnar. Stef-
án gerir ráð fyrir að niðurstaða fáist
á næstu dögum og vonar að hægt
verði hægt að taka inn nýja sjúk-
linga fljótlega eftir páska.
„Svigrúmið sem við höfðum í
haust er ekki lengur fyrir hendi því
við erum aftur komin með fulla
starfsemi á Reykjalundi,“ sagði
Stefán. Flestir sem hófu endurhæf-
ingu vegna Covid-19 hafa lokið henni
en um 50 manns eru á biðlista. Þær
beiðnir hafa borist á undanförnum
vikum.
„Við viljum ekki að þessi endur-
hæfing komi niður á öðrum sjúk-
lingahópum á Reykjalundi heldur að
við getum sinnt þessu samhliða og
um það snúast viðræðurnar við
Sjúkratryggingar. Þær eru á já-
kvæðum nótum en það er ekki kom-
in niðurstaða,“ sagði Stefán. Hann
sagði þetta þýða
að fjölga yrði
starfsfólki að ein-
hverju leyti.
„Við breyttum
starfseminni í
haust þannig að
sjúklingarnir
voru hálfan dag-
inn. Helming-
urinn mætti fyrir
hádegi og helm-
ingurinn eftir hádegi. Það skapaði
svigrúm varðandi húspláss og mann-
skap til að sinna fleirum. Við höfum
þetta svigrúm ekki lengur og þess
vegna þurfum við að gera þetta öðru
vísi nú,“ sagði Stefán.
Flestir eru undir sextugu
Um 70 manns hafa þegar útskrif-
ast úr endurhæfingu á Reykjalundi
vegna eftirkasta kórónuveirusmits-
ins. Þeir sem bíða endurhæfingar nú
eru fyrst og fremst fólk sem veiktist
í þriðju bylgju faraldursins í haust.
Flestir á biðlistanum eru undir sex-
tugu, eru á vinnufærum aldri og hafa
margir verið í vinnu en eru ekki
starfhæfir núna.
„Verkefnið er stórt og við viljum
leysa það,“ sagði Stefán.
Tímabundið hlé á
endurhæfingunni
Stefán
Yngvason
- Eftirköst kórónuveirufaraldursins