Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 22
FORKEPPNI HM
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Íslenska kvennalandsliðið í handknatt-
leik er um þessar mundir statt í
Skopje í Norður-Makedóníu þar sem
það býr sig undir að taka þátt í for-
keppni HM 2021. Liðið er í riðli 2 með
heimakonum í Norður-Makedóníu
ásamt Litháen og Grikklandi. Allir
leikir riðilsins fara fram í Skopje dag-
ana 19. – 21. mars og byrjar liðið á leik
gegn Norður-Makedóníu þann 19.
mars.
Tvö lið komast upp úr öllum fimm
riðlum forkeppninnar og fara þá áfram
í umspil. Þau 10 lið sem komast áfram
mæta þar þeim 10 Evrópuþjóðum sem
spiluðu á EM 2020 og eru ekki nú þeg-
ar komin á HM. Liðin 20 leika svo
heima og að heiman um 10 laus læti á
HM. Umspilsleikirnir 10 munu fram
dagana 16.-17. apríl og 20.- 21. apríl.
Ráðgert er að HM fari fram á Spáni í
desember 2021.
Rut Arnfjörð Jónsdóttir, hægri
skytta hjá KA/Þór og reynslumesti
leikmaður íslenska liðsins, segir mikla
tilhlökkun í íslenska hópnum að fá
loksins að spila landsleiki saman, enda
ansi langt um liðið síðan síðast. Síðasti
leikur sem íslenska kvennalandsliðið
spilaði fór enda fram þann 29. sept-
ember 2019, þegar liðið tapaði 17:23
gegn Frakklandi í undankeppni EM
2020.
„Það er mikil tilhlökkun í liðinu að fá
loksins að spila landsleiki. Það er rúm-
lega eitt og hálft ár síðan við spiluðum
síðast þannig að það er mjög kærkom-
ið að fá loksins landsleiki. Það er mikill
spenningur í okkur að fara út og spila
þessa leiki,“ sagði Rut í samtali við
Morgunblaðið fyrir æfingu liðsins í
Mýrinni, TM-höll Stjörnunnar, á laug-
ardaginn áður en íslenski hópurinn
hélt utan á sunnudaginn.
Ætla sér upp úr riðlinum
Reynsluboltinn Karen Knútsdóttir
þurfti að draga sig úr hópnum vegna
þess að hún er með fjögurra mánaða
barn heima við. Arnar Pétursson,
þjálfari landsliðsins, sagði í samtali við
mbl.is um helgina að Karen sjálf og
HSÍ hafi reynt allt til þess að koma því
í kring að hún gæti komið til móts við
hópinn en að það hafi einfaldlega ekki
verið hægt. Díana Dögg Magnús-
dóttir, leikmaður Sachsen Zwickau í
Þýskalandi, verður sömuleiðis ekki
með í verkefninu vegna strangra sótt-
varnareglna þar í landi.
Rut segir hópinn þó líta vel út. „Ég
myndi segja að staðan á liðinu væri
góð. Margir af þessum leikmönnum
eru að spila mikið saman í sömu liðum
þannig að það fylgir því að þeir eru í
góðu standi. Það er auðvitað mikill
missir að Karen kemst ekki með okkur
en svona er það bara, það kemur mað-
ur í manns stað og við þurfum að púsla
því saman. Það er alveg tími til þess.“
Hún segir verkefnið leggjast vel í
hópinn. „Mjög vel. Þetta verða krefj-
andi leikir. Það er auðvitað smá öðru-
vísi að fara í verkefni þar sem maður
þekkir ekki andstæðingana mjög vel,
við þekkjum ekki leikmennina eins og
þá sem maður er alltaf að sjá hjá
stærri þjóðum. Svo er langt síðan öll
liðin spiluðu þannig að það er svona
smá óvissa auðvitað að vera að fara í
þessa leiki. En við nýtum þessa viku í
að undirbúa okkur eins vel og við get-
um fyrir leikina.“
Rut telur liðið eiga góða möguleika
á að komast upp úr riðlinum og áfram í
umspil um laust sæti á HM, en segir
að það verði þó ekki auðvelt. „Við ætl-
um að koma okkur upp úr riðlinum.
Þetta verður krefjandi verkefni og það
er langt síðan við höfum verið saman
en það er alveg klárt markmið.“
Væri algjör draumur
Íslenska kvennalandsliðið í hand-
knattleik hefur ekki komist á stórmót
síðan á EM 2012 og komst síðast á HM
árið 2011. Rut, sem lék um 13 ára skeið
sem atvinnumaður í dönsku úrvals-
deildinni, tók þátt í báðum þessum
mótum og segir að það yrði sannkall-
aður draumur að fara aftur á HM, og
þá sérstaklega fyrir þá nýju kynslóð
leikmanna sem er nú að spila með
landsliðinu.
Af þeim leikmönnum sem eru í
hópnum og viðloðandi hann í dag eru
það aðeins Rut sjálf, Karen Knúts-
dóttir og Birna Berg Haraldsdóttir,
leikmaður ÍBV, sem spiluðu á HM
2011. Þá spiluðu Rut og Karen einnig á
EM 2012.
„Það væri náttúrulega algjör
draumur að fá að fara á HM og ég
vona innilega að stelpurnar fái líka að
upplifa það. Við erum mjög fáar eftir
sem vorum síðast þegar við vorum á
stórmóti. Það gefur svolítið mikið
aukalega fyrir þær að upplifa það að fá
að vera með og spila á móti stærri
þjóðum, ekki bara gegn smærri þjóð-
um í forkeppni.
Það væri algjört fyrsta skref fyrir
þær í átt að því að komast lengra. Það
er svo mikill metnaður í öllum þessum
stelpum og mikill vilji til þess að verða
betri, það er ótrúlega gaman. Síðasta
verkefni var frábært og þetta er vel
samstilltur hópur þannig að ég er bara
mjög jákvæð og bjartsýn fyrir kom-
andi tímum,“ sagði Rut að lokum í
samtali við Morgunblaðið.
Vona að þær fái líka að
upplifa það að fara á HM
- Forkeppnin fyrir HM 2021 hefst um helgina - Stefnan sett á umspilssæti
Morgunblaðið/Íris Jóhannsdóttir
Bjartsýn Rut Arnfjörð Jónsdóttir á
æfingu í Mýrinni á laugardag. Hún
hefur fulla trú á íslenska liðinu.
22 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
Meistaradeild Evrópu
16-liða úrslit, seinni leikir:
Man. City – Mönchengladbach ............... 2:0
_ Manchester City áfram, samanlagt 4:0
Real Madrid – Atalanta ........................... 3:1
_ Real Madrid áfram, samanlagt 4:1.
England
C-deild:
Blackpool – Burton ................................. 1:1
- Daníel Leó Grétarsson lék ekki með
Blackpool vegna meiðsla.
Ítalía
B-deild:
Brescia – Reggina ................................... 1:0
- Birkir Bjarnason lék fyrstu 61 mínútuna
með Brescia, Hólmbert Aron Friðjónsson
kom inn á sem varamaðuir á 75. mínútu.
Venezia – Lecce ....................................... 2:3
- Bjarki Steinn Bjarkason var allan tím-
ann á varamannabekk Venezia. Óttar
Magnús Karlsson var ekki í leikmanna-
hópnum.
50$99(/:+0$
Olísdeild karla
Grótta – FH .......................................... 30:30
Haukar – Stjarnan ............................... 26:25
Staðan:
Haukar 14 11 1 2 394:334 23
FH 14 8 3 3 413:378 19
Valur 13 8 1 4 381:349 17
Selfoss 13 7 2 4 336:321 16
Afturelding 13 7 1 5 336:339 15
KA 13 5 5 3 336:319 15
Stjarnan 14 6 2 6 381:375 14
Fram 13 6 2 5 328:326 14
ÍBV 13 6 1 6 371:358 13
Grótta 14 3 4 7 342:354 10
Þór Ak. 13 2 0 11 288:352 4
ÍR 13 0 0 13 301:402 0
.$0-!)49,
Spánn
Forca Lleida - Real Canoe.................. 81:65
- Sigtryggur Arnar Björnsson lék ekki
með Real Canoe.
NBA-deildin
Brooklyn – New York ...................... 117:112
Detroit – San Antonio ........................ 99:109
Dallas – LA Clippers.......................... 99:109
Denver – Indiana.............................. 121:106
Phoenix – Memphis............................ 122:99
Golden State – LA Lakers................. 97:128
57+36!)49,
UEFA hefur
sett fram ský-
lausa kröfu til
allra tólf land-
anna sem munu
halda EM 2020 í
knattspyrnu í
sumar um að
leyfa áhorf-
endur á öllum
leikjum mótsins.
„Það eru
nokkrar mismunandi sviðs-
myndir, en möguleikinn á að
spila leiki á EM án áhorfenda er
ekki lengur til staðar. Allar hýs-
ingarborgir verða að ábyrgjast
að áhorfendur verði leyfðir á
leikina sem fara þar fram,“ sagði
Aleksander Ceferin, forseti
UEFA, í samtali við Sky Sports í
gær.
Hve margir áhorfendur koma
til með að geta farið á hvern leik
mun fara eftir sóttvarnarreglum
hvers lands, en nú er það ljóst að
UEFA muni halda uppi kröfu um
tiltekinn lágmarksfjölda áhorf-
enda, ellegar eigi tiltekin lönd og
leikvangar í þeim löndum á hættu
á að missa leiki.
Krefjast
áhorfenda
Aleksander
Ceferin
Handknattleikur
Úrvalsdeild karla, Olísdeildin:
Hlíðarendi: Valur - ÍBV ............................ 18
Höllin Ak.: Þór - ÍR ................................... 19
Hleðsluhöll: Selfoss - Afturelding....... 19.40
Körfuknattleikur
Úrvalsdeild kvenna, Dominos-deildin:
Dalhús: Fjölnir - Snæfell .......................... 18
Ásvellir: Haukar - Skallagrímur ......... 19.15
Blue-höllin: Keflavík - KR ................... 19.15
Smárinn: Breiðablik - Valur ..................... 20
Í KVÖLD!
Knattspyrnukonan Hólmfríður
Magnúsdóttir hefur lagt skóna á
hilluna eftir farsælan 20 ára feril.
Hólmfríður er næstmarkahæsta
landsliðskona Íslands frá upphafi
með 37 mörk í 113 A-landsleikjum.
Aðeins Margrét Lára Viðarsdóttir
hefur skorað meira fyrir landsliðið
eða 79 mörk. Hólmfríður, sem er 36
ára, lék lengst af með KR en hún
hefur einnig leikið með Selfossi,
ÍBV og Val hér heima og Avaldsnes
í Noregi, Fortuna Hjörring í Dan-
mörku, Kristianstad í Svíþjóð og
Philadelphia í Bandaríkjunum.
Hólmfríður
lætur gott heita
AFP
Hætt Hólmfríður Magnúsdóttir
hefur lagt skóna á hilluna frægu.
Alfreð Finnbogason, landsliðs-
maður í fótbolta, verður ekki með
íslenska landsliðinu er það mætir
Þýskalandi, Armeníu og Liechten-
stein í undankeppni HM síðar í
mánuðinum vegna kálfameiðsla
sem hann hefur glímt við undan-
farið.
Alfreð staðfesti tíðindin í samtali
við blaðamann á heimasíðu þýska
knattspyrnusambandsins. „Ég tal-
aði við landsliðsþjálfarann í síðustu
viku og ég verð ekki í hópnum þar
sem ég er enn meiddur á kálfa,“
sagði Alfreð.
Alfreð ekki með
landsliðinu
Morgunblaðið/Eggert
Meiddur Alfreð Finnbogason missir
af næstu landsleikjum Íslands.