Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 4
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
Guðni Einarsson
Atli Vigfússon
Það er vor í lofti og fyrstu farfugl-
arnir þegar komnir. Einnig flæktist
hingað fjöldi svartþrasta nýlega og
flækingsfuglar af nokkrum teg-
undum þegar
kröpp lægð kom
að landinu í lið-
inni viku.
„Álftir byrjuðu
að koma í febr-
úar, sem og tjald-
ar og fyrstu síla-
máfarnir,“ sagði
Yann Kolbeins-
son, líffræðingur
hjá Náttúrustofu
Norðausturlands
á Húsavík. Hann taldi líklegt að far-
fuglum fjölgaði nú þegar bregður til
sunnanáttar.
„Nú ættu að fara að koma meira
af álftum, gæsum, sílamáfum og
tjöldum. Svo held ég að það sé von á
fyrstu skógarþröstunum og heið-
lóunum innan viku ef veðurspárnar
rætast,“ sagði Yann. Nokkrar
heiðlóur þreyðu veturinn á Seltjarn-
arnesi og ef til vill líka suður með
sjó.
Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræð-
ingur var austur í Meðallandi í síð-
ustu viku og sá þar grágæsir sem
voru örugglega nýkomnar til lands-
ins því grágæsir hafa ekki vetursetu
þar. Hann var einnig í Meðallandi
viku fyrr og hafði álftum fjölgað
töluvert í millitíðinni.
„Þetta hlýtur að fara að bresta á,“
sagði Jóhann um farflugið. Hann
sagði að sílamáfi sé að fjölga smátt
og smátt en hann komi ekki að ráði
fyrr en upp úr næstu mánaðamótum.
„Þetta fer mikið í gang um mán-
aðamót mars og apríl. Þá fara að
koma gæsir, endur, lóur og fleira,“
sagði Jóhann Óli.
Bylgja af svartþröstum
„Í kjölfar lægðagangs um miðja
síðustu viku má segja að svart-
þröstum hafi bókstaflega kyngt nið-
ur á norðan- og austanverðu landinu.
Þegar hefur verið tilkynnt um nærri
1.450 fugla. Tilkynningar um nýleg-
ar komur svartþrasta ná frá Miðfirði
við Hrútafjörð alla leið austur á
Seyðisfjörð. Meginþorri fuglanna
hefur fundist á svæðinu frá Grímsey
og Skjálfanda í vestri, austur á
Langanes.“ Þetta segir Yann Kol-
beinsson. Hann segir að hér sé um
einstakan atburð að ræða og ekki
vitað til þess að þvílíkur fjöldi svart-
þrasta hafi áður hrakist hingað til
lands.
Yann nefnir um 230 svartþresti á
Kópaskeri, 165 á Þórshöfn, minnst
135 á Húsavík, 100 í Grímsey og 92 á
Raufarhöfn. Þessir fuglar voru
væntanlega á ferð frá Vestur-
Evrópu og á leið norður með Bret-
landseyjum eða til sunnanverðrar
Skandinavíu þegar þeir villtust af
leið í mildum loftmassa sem kom inn
á norðausturhornið um miðja síð-
ustu viku. Hlýindin stöldruðu reynd-
ar stutt við og í kjölfarið kom vetur á
ný. Það hefur gert ansi mörgum
fuglum erfitt fyrir og hafa þeir því
sótt hart heim að bæjum, sér í lagi
þar sem æti hefur verið hent út auk
þess sem þeir halda sig við fjörur
þar sem eitthvað bitastætt er að
finna.
Yann segir að það hafi sést ýmsir
flækingsfuglar samhliða þessari
svartþrastagöngu. Þar ber helst að
nefna þrjár hagaskvettur. Þær voru
á árum áður reglulegir flækingar um
þetta leyti en hafa verið mjög sjald-
séðar síðustu þrjá áratugi. Óvenju-
margir sönglævirkjar hafa fundist
eða fimm talsins, en oftast flækjast
þeir hingað á haustin. Einnig hefur
verið tilkynnt um fjórtán skógar-
snípur, níu vepjur, fimm söngþresti
og tvo mistilþresti svo fátt eitt annað
sé nefnt.
Svartþrestirnir eru þreyttir og
sumir aðframkomnir eftir að hafa
hrakist svo lengi með veðrinu. Yann
er búinn að sjá fugla sem eiga ekkert
eftir nema að deyja.
Hins vegar segja sumir að svart-
þrestir séu svo duglegir að margir
muni lifa af og hugsanlega verpa hér
eða jafnvel snúa til baka. Á sveita-
bæjum í Þingeyjarsýslu hafa þeir
víða verið undanfarna daga og þegið
matargjafir, það er brauð, kjöt og
fleira gott. Víða eru þeir komnir inn í
útihús þar sem þeir hafa leitað skjóls
og matar. Líklega verða þeir sem
lifa til vors eða þar til veður batnar.
Fólk tilkynni um svartþresti
Athugendur á norðan- og austan-
verðu landinu eru hvattir til að
senda tilkynningar um nýkomna
svartþresti til Yanns á netfangið
yann@nna.is. Einnig þykir honum
áhugavert að fá tilkynningar og/eða
myndir um aðra flækingsfugla sem
kynnu að hafa sést síðastliðna viku.
Fyrstu farfuglarnir eru komnir
- Álftir, grágæsir, tjaldar og sílamáfar þegar farnir að koma - Brátt kemst aukinn kraftur í far-
flugið - Kröpp lægð bar fjölda svartþrasta og flækingsfugla af nokkrum tegundum til Norðurlands
Ljósmyndir/Yann Kolbeinsson
Svartþröstur Svipaður gráþresti að stærð og þekkist á löngu stéli og jöfnum svörtum lit. Goggurinn er gulur.
Hagaskvetta Nýlega komu þrjár
hagaskvettur með krappri lægð
til landsins. Tegundin hafði aðeins
sést hér 21 sinni áður.
Matvælastofnun (mast.is) hefur
lagt til við atvinnuvega- og ný-
sköpunarráðuneytið að fyrir-
skipa tímabundnar varnar-
aðgerðir eftir miðjan mars
vegna hættu á að fuglaflensa
berist til landsins. Stofnunin
hvetur alla sem halda alifugla til
að skrá fuglahald sitt á mast.is.
Þannig verður hægt að upplýsa
fuglaeigendur fljótt ef fugla-
flensusmit greinist hér.
Margir farfuglar koma frá
svæðum þar sem skæð fugla-
flensa hefur greinst bæði í villt-
um fuglum, alifuglum og öðrum
fuglum í haldi. Töluverðar líkur
eru taldar á því að alvarleg af-
brigði fuglaflensuveiru geti bor-
ist með farfuglum til landsins.
Töluverðar
líkur á smiti
FUGLAFLENSA Í EVRÓPU
Fallegar vörur
fyrir heimilið
Sendum
um
land
allt
Tjarnargötu 2 | 230 Reykjanesbæ | Sími 421 3377 | bustod@bustod.is | www.bustod.is
Nýja Tokyo línan
komin í sýningasal
Yann
Kolbeinsson
Þyrla Landhelgisgæslunnar hífði
tökulið bresku fréttastofunnar BBC
upp úr farþegabát eftir að hann lak
og varð vélarvana norður af Horn-
ströndum um fjögurleytið í gær. Auk
farþeganna sex var tveggja manna
áhöfn um borð en engum varð meint
af.
Eftir að Landsbjörg var gert við-
vart um aðstæður voru tveir björg-
unarbátar sendir á vettvang auk TF-
EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar,
en fiskveiðibáturinn Otur kom fyrst-
ur á vettvang og tók bátinn í tog, um
klukkustund eftir að tilkynnt hafði
verið um óhappið. Því næst voru far-
þegar hífðir upp í þyrlu Landhelgis-
gæslunnar og sjódælum komið fyrir í
bátnum til þess að gæta fyllsta ör-
yggis en því næst dró Gísli Jóns,
björgunarbátur Landsbjargar, far-
þegabátinn í Ísafjarðardjúp.
Þyrlan lenti með farþegana um
hálfátta í gærkvöld. veronika@mbl.is
Tökulið BBC í
háska á Ströndum
- Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti farþega
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
Hornstrandir Farþegar voru hífðir upp úr bátnum áður en hann var
dreginn. Báturinn lak og varð vélarvana norður af Hornströndum í gær.