Morgunblaðið - 17.03.2021, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.03.2021, Blaðsíða 23
AFP Sannfærandi Markaskorarinn Kevin De Bruyne fagnar sigri í leikslok ásamt Aymeric Laporte og John Stones á Puskás Aréna í Búdapest. Manchester City og Real Madrid tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu í gær. City tók á móti Borussia Mönch- engladbach á Puskás Aréna í Búda- pest í Ungverjalandi í síðari leik lið- anna í sextán liða úrslitum keppn- innar. Leikið var í Ungverjalandi vegna sóttvarnareglna í Þýskalandi en fyrri leikur liðanna, sem lauk með 2:0-sigri City, fór einnig fram á Pus- kás Aréna. Kevin De Bruyne og Ilkay Günd- ogan skoruðu mörk City strax á 13. og 18. mínútu og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Englandsmeistara- efnin eftir það. City vann því viðureignina samanlagt 4:0. Þá vann Real Madrid 3:1-sigur gegn Atalanta á Alfredo Di Stefano- vellinum í Madríd. Karim Benzema og Sergio Ramos voru á skotskónum fyrir Real Mad- rid áður en Luis Muriel minnkaði muninn fyrir Atalanta á 83. mínútu. Marco Asensio gerði út um vonir Atalanta með þriðja marki Madríd- inga á 85. mínútu en Spánarmeist- ararnir unnu einvígið samanlagt 4:1. Manchester City, Real Madrid, Liverpool, Borussia Dortmund, PSG og Porto verða öll í pottinum þegar degið verður í átta liða úrslit keppninnar hinn 19. mars næstkom- andi í höfuðstöðvum UEFA í Nyon í Sviss. Þá kemur í ljós síðar í kvöld hvaða tvö lið bætast við í pottinn en Bayern München leiðir 4:1 í einvígi sínu gegn Lazio og mætast liðin í München í Þýskalandi í kvöld. Chelsea leiðir svo 1:0 í einvígi sínu gegn Atlético Madrid og mæt- ast liðin í London í kvöld. bjarnih@mbl.is Stórliðin fóru örugglega áfram ÍÞRÓTTIR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021 _ Knattspyrnumaðurinn Hákon Ingi Jónsson hefur gert þriggja ára samn- ing við ÍA. Hákon Ingi er 25 ára gamall og uppalinn Fylkismaður en hann hef- ur leikið með Árbæjarliðinu alla tíð, ef undan er skilið keppnistímabilið 2016. Þá lék hann með HK í 1. deild, einmitt undir stjórn Jóhannesar Karls Guð- jónssonar, núverandi þjálfara ÍA. Þeir höfðu árið áður verið samherjar með liði Fylkis tímabilið 2015. Hákon hefur leikið 81 úrvalsdeildarleik með Fylki og skorað 11 mörk. _ Spánverjinn Israel Martin hefur lát- ið af störfum sem þjálfari körfuknatt- leiksliðs Hauka í karlaflokki. Haukar verma botnsætið í Dominos-deildinni og tók körfuknattleiksdeild Hauka því þá ákvörðun að láta Martin taka poka sinn. Hann tók við stjórn liðsins sum- arið 2019 eftir að hafa áður þjálfað karlalið Tindastóls hér á landi. Ekki hefur verið tekin ákvörðun að svo stöddu um hver muni taka við starfinu af Martin. Haukar eru í tólfta og neðsta sæti Dominos-deildarinnar með aðeins sex stig að loknum 14 um- ferðum, fjórum stigum frá öruggu sæti. _ Halldór Jóhann Sigfússon mun ekki stýra karlalandsliði Barein á Ól- ympíuleikunum í Tókýó. Handknatt- leikssamband Barein vildi halda Hall- dóri, með því skilyrði að hann léti af störfum sem þjálfari karlaliðs Selfoss. „Ég var ekki tilbúinn til að fórna mínu starfi á Selfossi,“ sagði Halldór í sam- tali við RÚV. _ Hollendingurinn Donny van de Beek, miðvallarleikmaður enska knatt- spyrnuliðsins Manchester United, vill fara frá félaginu að loknu yfirstand- andi tímabili. Van de Beek gekk til liðs við Rauðu djöflana frá Ajax síðasta sumar en hefur verið í litlu hlutverki hjá liðinu á tímabilinu. Hann hefur til að mynda aðeins byrjað tvo leiki í ensku úrvalsdeildinni og komið 11 sinnum inn á sem varamaður. _ Handknattleiksmaðurinn Aron Dag- ur Pálsson verður ekki áfram hjá sænska úrvalsdeildarliðinu Alingsås eftir tímabilið en hann er að klára sína aðra leiktíð hjá liðinu. Aron kvaðst óviss um næstu skref í samtali við Handbolta.is. „Næstu skref eru ennþá óljós. Vonandi dettur eitthvað inn á næstu vikum,“ sagði Aron Dagur við netmiðilinn. _ Zlatan Ibrahimovic er mættur aftur í sænska landsliðið í knattspyrnu eftir langa fjarveru. Framherjinn, sem er 39 ára gamall, lagði landsliðsskóna á hill- una árið 2016 eftir fimmtán ára lands- liðsferil. Hann er hins vegar í hópnum hjá Svíum sem mæta Georgíu og Kósóvó í undankeppni HM í lands- leikjaglugganum í mars. Svíar leika í B-riðli undankeppn- innar ásamt Spáni, Grikk- landi, Georgíu og Kósóvó en Janne Anderson er þjálfari Svía í dag. „Guð snýr aftur,“ skrifaði Zlatan í færslu sem hann birti á samfélagsmiðlinum Twitter í gær. Eitt ogannað Knattspyrnukonan Fanndís Frið- riksdóttir gæti snúið aftur á knatt- spyrnuvöllinn í sumar eftir tæplega árs fjarveru. Fanndís eignaðist sitt fyrsta barn í byrjun febrúarmán- aðar en hún sneri aftur til æfinga hjá félagsliði sínu Val á dögunum. „Ég stefni á að spila í sumar,“ sagði Fanndís í samtali við instagram- síðu Heimavallarins. Sóknarkonan, sem er þrítug, á að baki 204 leiki í efstu deild þar sem hún hefur skor- að 107 mörk. Þá á hún að baki 109 A-landsleiki þar sem hún hefur skorað 19 mörk. Stefnir á að spila í sumar Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Marktilraun Fanndís hefur þrívegis orðið Íslandsmeistari á ferlinum. Handknattleikskappinn Elvar Örn Jónsson mun ganga til liðs við þýska fyrstudeildarfélagið Melsun- gen næsta sumar en þetta staðfesti þýska félagið á heimasíðu sinni í gær. Elvar kemur til félagsins frá danska úrvalsdeildarfélaginu Skjern þar sem hann hefur leikið frá 2019. Hann skrifar undir tveggja ára samning við Melsungen en þar hittir hann fyrir línumann- inn Arnar Frey Arnarsson og landsliðsþjálfarann Guðmund Þórð Guðmundsson. Elvar er 23 ára gamall og uppalinn á Selfossi. AFP Leikstjórnandi Elvar varð Íslands- meistari með Selfossi árið 2019. Frá Danmörku til Þýskalands HANDBOLTINN Jóhann Ingi Hafþórsson johanningi@mbl.is Haukar náðu fjögurra stiga forskoti á toppi Olísdeildar karla í handbolta með 26:25-sigri á Stjörnunni á heimavelli í gærkvöldi. Á sama tíma gerði FH jafntefli við Gróttu á úti- velli, 30:30. Haukar eru nú með 23 stig og FH í öðru sæti með 19 stig. Haukar voru með undirtökin nán- ast allan leikinn gegn Stjörnunni og var staðan í hálfleik 16:11. Stjörnu- menn neituðu hins vegar að gefast upp. „Allt annað var að sjá til Stjörnu- manna í upphafi síðari hálfleiks. Sig- urður Dan fór að verja í bunum og Stjörnumenn skoruðu fyrstu þrjú mörk hálfleiksins og minnkuðu þar með muninn í tvö mörk, 16:14. Haukar svöruðu því með næstu tveimur mörkum en Stjörnumenn voru ekki á því að gefast upp og minnkuðu muninn aftur í tvö mörk, 19:17. Haukar voru með þriggja marka forystu megnið af síðari hálfleiknum en þegar skammt var eftir náðu Stjörnumenn að minnka muninn niður í eitt mark, 24:23. Haukar náðu að komast í 25:23 en enn gáf- ust Stjörnumenn ekki upp og minnkuðu muninn í 25:24. Ólafur Ægir Ólafsson skoraði fyrir Hauka og kom þeim aftur í tveggja marka forystu áður en Stjörnumenn skor- uðu síðasta mark leiksins. Lokatölur því 26:25,“ skrifaði Gunnar Egill Daníelsson m.a. í umfjöllun sinni um leikinn á mbl.is. Haukar fengu þær glæsilegu fréttir fyrir leik að landsliðsmað- urinn Stefán Rafn Sigurmannsson væri orðinn leikfær í fyrsta skipti síðan hann kom til félagsins í janúar eftir tæpan áratug í atvinnu- mennsku erlendis. Stefán var snöggur að láta að sér kveða því hann var markahæstur hjá Haukum með sex mörk ásamt Ólafi Ægi Ólafssyni. Haukar hafa verið á gríðarlegri siglingu og aðeins tapað einum leik af síðustu tíu. Með innkomu Stefáns Rafns verður liðið enn sterkara og ljóst að erfitt verður að stoppa rauða liðið í Hafnarfirði. Grótta kemur á óvart Grótta hefur komið liða mest á óvart í vetur og var jafnteflið gegn FH í gær enn ein góðu úrslitin sem lærisveinar Arnars Daða Arnars- sonar ná í, en fæstir áttu von á að Grótta ætti mikið erindi í efstu deild fyrir tímabilið. Grótta hefur nú náð í tíu stig og hafa fimm þeirra komið í fimm síðustu leikjum, en Grótta hef- ur síðasta mánuðinn unnið Fram og Selfoss og nú gert jafntefli við FH. Á góðum degi er FH eitt besta lið landins en það misstígur sig of oft til að geta keppt við Hauka um deildar- meistaratitilinn. FH hefur unnið átta af fjórtán leikjum sínum til þessa en tapað stigum í sex leikjum gegn aðeins þremur hjá Haukum. FH verður að vinna leiki gegn liðum eins og Gróttu til að eiga einhvern möguleika á að fara upp fyrir granna sína í Hafnarfirði. Grótta er nú með tíu stig, sex stigum fyrir of- an fallsæti. Miðað við gengi Þórs og ÍR þar fyrir neðan þarf ansi margt að ganga á til að Grótta þurfi að hafa verulegar áhyggjur af fall- draugnum. Haldi liðið áfram á sömu braut gæti það jafnvel farið að berj- ast um sæti í úrslitakeppninni. Haukamenn náðu fjögurra stiga forskoti Morgunblaðið/Eggert Negla Adam Haukur Baumruk lætur vaða að marki Stjörnunnar í gær. - Grótta og FH skildu jöfn - Enginn falldraugur á Seltjarnarnesinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.