Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 17
MINNINGAR 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
✝
Lilja Huld Sæv-
ars fæddist 9.
júní 1939 í Reykja-
vík. Hún lést á líkn-
ardeild Landspít-
alans í Kópavogi 3.
mars 2021 eftir
stutt veikindi.
Foreldrar henn-
ar voru Svava Sig-
urbjörnsdóttir
saumakona og Ás-
grímur Þorsteins-
son bóndi á Ásbrekku í Vatnsdal.
Hálfsystkini eru Guðmundur
Ólafs Ásgrímsson, Þorsteinn Er-
lings Ásgrímsson, Sigurlaug
Ingibjörg Ásgrímsdóttir, Guðrún
Ása Ásgrímsdóttir, Ólöf Hulda
Ásgrímsdóttir og Ólafur Sigur-
björn Ásgrímsson.
Hún giftist Ernst Michalik
(Árna Péturssyni) og eignuðust
þau tvær dætur: 1) Ína Karlotta,
f. 1961. Maki Dagur Brynjólfs-
son. Börn þeirra Lilja Kristín, f.
1983, maki Brynjar Laufdal Erl-
ingsson. Börn Ísabella, f. 2009,
og Björn, f. 2019. Árni Brynjar, f.
1993. Sambýliskona Helga Rún
Heimisdóttir, barn
Ronja 2019. 2) Svava
Kristín Árnadóttir
(Egilson), f. 1966,
maki Kjartan Egil-
son (skilin) Börn: Íris
Ósk, f. 1988. Maki
Christian Gyldmark,
barn Viktor Máni, f.
2019. Magnús Freyr,
f. 1992, sambýliskona
Álfhildur Rögn
Gunnarsdóttir.
Seinni maður Lilju: Magnús Jó-
hannsson, stjúpbörn Gunnlaugur,
f. 1966, maki Arnheiður Þor-
steinsdóttir (skilin), barn Hólm-
fríður 1995. Barnsmóðir Guðný
Ósk Unnarsdóttir. Börn Alexand-
er Heiðar, f. 2014, og Viktor
Máni, f. 2016.
Jóhann, f. 1966. Hólmfríður, f.
1967.
Útförin fer fram frá Áskirkju í
dag, 17. mars 2021, klukkan 13.
Streymt verður frá athöfninni.
Stytt slóð á streymið:
https://tinyurl.com/5a7a6tht/.
Virkan hlekk má nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat/.
Níunda júní árið 1939 kom lítil
stúlka í heiminn og fékk nafnið
Lilja Huld Sævars. Dóttir Svövu
Sigurbjörnsdóttur saumakonu.
Nokkrum dögum fyrir fæðingu
dreymdi Svövu bát á lygnum sjó
sem bar nafnið Huld. Stúlkan fékk
nafnið Lilja eftir móðurömmu
sinni Huld frá bátnum og Sævars
frá hafinu. Þegar maður hugsar
um Lilju Huld þá sigldi hún á
lygnum sjó. Nærvera hennar er
minnisstæð, ró og yfirvegun og ið-
in við að láta öðrum líða vel. Hún
ólst upp í Vonarstræti og síðar í
Bergstaðastræti. Svava var
saumakona og var með verkstæð-
ið heima. Það hefur eflaust vakið
áhuga hennar á tísku og handa-
vinnu sem hefur ávallt skipað
stórt hlutverk í lífi hennar.
Á sumrin var hún í Vík í Mýrdal
þar sem hún átti sér sumarfjöl-
skyldu, þær minningar hafa alltaf
staðið hjarta hennar nær.
Leiðin lá svo í Kvennaskólann,
þar eignaðist hún sínar bestu vin-
konur þær Kristínu, Eddu, Hönnu
og Sissu og hélst sá vinskapur og
reglulegir saumaklúbbar allt
hennar líf. Hún lærði dans hjá
Rigmor Hansen og dansað var í
Gúttó og sýndi hún dóttur sinni í
Austurríki fyrir aðeins tveimur
árum að það er munur á vínarvals
og vals og hún hafði engu gleymt.
Hún starfaði á skrifstofu
Smjörlíkisgerðarinnar og á
Teiknistofu Sveins Kjarval, þar
kynntist hún Ernst Michalik.
Síðar hóf hún starf hjá skrif-
stofu Skeifunnar og var meðal
annars framkvæmdastjóri Bæjar-
bólstrunar ehf., dótturfyrirtækis
Skeifunnar til nokkurra ára, og
lauk starfsferlinum hjá skipadeild
Sambandsins.
Hún var félagi í Oddfellow-
reglunni yfir 50 ár þar sem hún
gegndi ýmsum störfum, meðal
annars í fjáröflunarnefnd og eru
ófáar stundir sem hún lagði lið sitt
við jóladúkkugerð sem dætur
hennar minnast vel.
Seinni maður Lilju var Magnús
Jóhannsson.
Með Magnúsi var mikið
ferðast, erlendis og innanlands.
Þau byggðu upp sumarbústað
við Hafravatn sem fékk nafnið
Brellur. Morgnar í Laugardals-
laug eða Varmárlaug voru dag-
venjur þar sem góður kunningja-
hópur myndaðist. Magnúsar og
Lilju verður lengi minnst fyrir
gestgöfgi og margar góðar veislur
voru á Brellum og á Laugarásveg-
inum þar sem hún töfraði fram
veislur og dekraði við bragðlauka
gesta sinna. Þegar kraftar Magn-
úsar fóru dvínandi stóð hún sem
klettur við hlið hans, en hann lést
2011.
Lilja tók lífinu eins og það kom
fyrir og hefur reynst dætrum og
stjúpbörnum sínum Gunnlaugi,
Jóhanni og Hólmfríði Magnús-
börnum ávallt vel, sem þau eru af-
ar þakklát fyrir. Bæði í blíðu og í
stríðu.
Hún var virk í félagstarfi aldr-
aðra á Aflagranda og Sléttuvegi.
Barnaspítali Hringsins naut
margra bútasaumsteppa sem
voru gerð í samstarfsverkefni við
Bútasaumsfélag Íslands. Ófá verk
liggja eftir Lilju og sú handa-
vinnugleði færðist yfir til dætra
hennar sem báðar finna ró í sköp-
un af ýmsu tagi.
Síðustu árin naut hún þess að
dveljast í Austurríki hjá Svövu, og
að heimsækja barnabörnin og
barnabarnabörn í Danmörku. Síð-
ustu vikurnar voru dýrmætar fyr-
ir hana þar sem hún var í góðu yf-
irlæti hjá Ínu og stórfjölskyldu
hennar. Vegna aðstæðna sl. árs
hafa netsamtöl bjargað miklu og
stundum var skálað í rauðvíni milli
Íslands og Austurríkis.
Hún var þess vitandi að tíminn
hér væri á enda og hún sagði oft
ég er sátt við mitt líf, ég er þakk-
lát, ég hef átt gott líf. Og báturinn
Huld sigldi með Liljuna á lygnum
sæ yfir á annað svið.
Með ljós í hjarta kveðjum við
þig elsku mamma,
Ína og Svava.
Þó ég sé látin, harmið mig ei með
tárum. Hugsið ekki um dauðann
með harmi og ótta.
Ég er svo nærri að hvert eitt ykkar
tár snertir mig og kvelur, þótt látin
mig þið haldið. En þegar þið hlæið
og syngið með glöðum hug, sál
mín lyftist upp í mót til ljóssins.
Verið glöð og þakklát fyrir allt sem
lífið gefur og ég, þótt látin sé, tek
þátt í gleði ykkar yfir lífinu.
(Höfundur óþekktur)
Þessar línur koma upp í hugann
þegar mér verður hugsað til minn-
ar ástfólgnu stjúpmóður Lilju
Huldar Sævars sem lést af veik-
indum sínum á líknardeildinni í
Kópavogi þann 3. mars sl.
Margs er að minnast og margs
að sakna þegar ég hugsa til baka.
Þú hefur verið í mínu lífi frá því ég
fyrst man eftir mér. Byrjaðir sem
starfsmaður hjá föður mínum í
Skeifunni húsgagnaverslun/Bæj-
arbólstrun og varðst síðar eigin-
kona hans mörgum mörgum árum
síðar. Ef ég ætti að að nefna þinn
helsta eiginleika þá var það hin
stóíska ró og góðsemi sem þú
hafðir í hrönnum. Þú varst meist-
arakokkur og aldrei var maður
fyrr sestur heima hjá þér en kræs-
ingarnar hreinlega drupu af borð-
um. Ég gantaðist alltaf við þig um
að þú gætir búið til veislumat úr
vatni og tekexi svei mér þá! Þú
varst minn allra besti vinur og
trúnaðarmaður, og þá sérstaklega
eftir andlát pabba 2011. Það sem
við gátum spjallað mikið saman og
fórum oft út að borða og enduðum
við nú oftast á Laugarás sem okk-
ur fannst nú bera af í matargerð.
Ferðin okkar til Austurríkis sam-
an að heimsækja Svövu dóttur
þína var bara yndisleg í alla staði.
Við tvær vorum svona „haltur
leiðir blindan“, ég nýkomin úr
skurðaðgerð og þú að drepast í
fótunum og okkur rúllað í hjóla-
stólum á Keflavíkurflugvelli og í
München fram fyrir alla og fíluð-
um okkur alveg eins og drottning-
ar og það sem okkur fannst fyndið
að vera hífðar í sérstakri lyftu upp
í flugvél. Ógleymanlegt! Það sem
situr líka svo mikið eftir hjá mér
voru morgnarnir í Hall þegar við
vorum að fá okkur morgunverð
saman og spjalla um allt og ekk-
ert. Fannst það alltaf svo yndis-
legar stundir og minnti mig bara á
löngu liðna tíma. Það eru svona
litlu hlutirnir í lífinu sem skilja
alltaf mest eftir.
Á endalaust af yndislegum
minningum um samveru okkar í
gegnum árin Lilja mín. Mér finnst
alveg hræðileg sú staðreynd að þú
sért farin frá mér. Engin sím-
hringing framar þar sem mynd af
þér birtist alltaf á skjánum. Þú
varst sú allra þolinmóðasta og
elskulegasta manneskja að tala
við og eiga að. Bara toppeintak að
öllu leyti elskuleg.
Að hafa haft þig í lífi mínu í öll
þessi ár þegar litið er til baka, hafa
bara verið forréttindi mín elsku-
lega stjúpa og ég mun sakna þín
langt fram yfir dauðann og eins og
þú lofaðir mér á dánarbeði þá ætl-
ar þú að taka mér fagnandi þegar
minn tími hér á jörðu er liðinn. Ég
hreinlega hlakka til að hitta ykkur
öll þarna uppi.
Mun elska þig ávallt og sakna.
Hafðu þakkir fyrir allt og allt mín
elskulega yndislega stjúpa.
Hólmfríður Díana
Magnúsdóttir (Systa).
Við vorum svo heppin að eiga
hana elskulegu Lilju okkar sem
ömmu og langömmu. Strax við
fyrstu kynni mynduðust náin
bönd okkar á milli sem héldust
fram á síðasta dag.
Amma Lilja var einstaklega
falleg, hjartahlý og einlæg mann-
eskja. Nærvera hennar og útgeisl-
un fór ekki fram hjá þeim sem
hana hittu. Lúmskur húmoristi
sem kitlaði oft hláturtaugarnar og
verður ávallt minnst með breiðum
brosum.
Þrátt fyrir að vera búsett í Dan-
mörku erum við þakklát fyrir það
tækifæri sem okkur gafst, að hitta
hana og knúsa áður en hún hélt á
vit nýrra ævintýra.
Okkur þykir leitt að ekki hafa
gefist meiri tími en verðum æv-
inlega þakklát fyrir liljuna okkar
og fögnum þeim fallegu minning-
um sem við barnabörn og barna-
barnabörn eigum.
Beint og óbeint hefur Lilja
amma átt sterkan þátt í að móta
okkur á okkar lífsleið og verið ein
af okkar sterkustu fyrirmyndum.
Við munum halda áfram að lifa
eftir þeim lífsgildum sem hún
kenndi okkur, og sjá til þess að
ystu greinar ættartrésins tileinki
sér þau - því með þeirri jákvæðni
og góðmennsku sem í henni bjó
munu allir vegir vera bleyjuboss-
unum færir.
Þakklæti og ljúfar minningar
lifa.
Árni Brynjar Dagsson,
Lilja Kristín Dagsdóttir
og fjölskyldur.
Sofðu, hvíldu sætt og rótt,
sumarblóm og vor þig dreymi!
Gefi þér nú góða nótt
guð, sem meiri’ er öllu’ í heimi.
(G. Guðm.)
Í dag er lögð til hinstu hvílu eft-
ir nokkurra mánaða veikindi Lilja
Huld Sævars, móðursystir mín.
Lilja var einstaklega ljúf, glaðlynd
og jarðbundin. Það var alltaf gott
að hitta hana og hún var mikill
höfðingi heim að sækja og bjó sínu
fólki alltaf sérstaklega fallegt
heimili. Lilja var listræn og mikil
handavinnukona. Fyrir nokkrum
árum gaf hún mér klukkustreng
og púða sem hún hafði hannað
með sérstaklega fallegum bláum
litum og gyllingum sem minna á
kirkjulegan refil. Alltaf þegar ég
horfði á klukkustrenginn sé ég
bláa tóna Íslands og ég hugsa til
hennar með þakklæti í hjarta.
Eftir að Lilja varð ekkja var
hún dugleg í félagslífinu og var í
handavinnuhópum víða um bæ al-
veg fram á síðasta ár þegar heim-
urinn stóð allt í einu kyrr vegna
kófsins.
Nú syrgir mamma systur sína,
en í síðasta samtali þeirra sagði
Lilja henni að hún væri sátt við
allt og þakklát fyrir sitt góða líf.
Þetta æðruleysi lýsir Lilju ein-
staklega vel og ég er glöð að
mamma geti huggað sig við þessi
orð.
Elsku Ína og Dalli og Svava
Kristín og afkomendur, ég sendi
ykkur mínar dýpstu samúðar-
kveðjur, en veit að Lilja mun lifa í
minningunni.
Dóra Ósk Halldórsdóttir.
Í september 1977 kom undirrit-
uð í skóla til Reykjavíkur. Þar
leigði ég herbergi í raðhúsi í Sæ-
viðarsundi og við hliðina bjó Lilja
frænka, Árni (Mikki) maður henn-
ar sem var danskættaður og dæt-
ur þeirra. Hjá þeim fékk ég kost
og leiðbeiningar um hvernig ég
ætti að verða Reykjavíkurmær.
Lilja var búin að tala við stúlk-
ur sem urðu mér samferða í skól-
ann og læra á Strætó. Hún var bú-
in að gefa mér verkefni við þrif á
heimili hennar og aldrei minnist
ég annars en að okkur hafi gengið
samvinnan vel.
Lilja var mjög skipulögð og
hamhleypa til verka, hvort sem
var bókhald fyrirtækja, allur
rekstur þeirra og heimilis svo ég
tali nú ekki um alla þá handa-
vinnu, saumaskap, prjóna og fönd-
ur, sem hún lagði til heimilis og fé-
lagasamtaka. Allt gerði hún þetta
án þess að maður yrði þess var.
Lilja var snillingur að töfra
fram veitingar á tíu mínútum. Ég
gleymi aldrei „smörrebrödid“ sem
hún bar fram gjarnan á kvöldin,
eitthvað annað en súrt slátur og
hræringur sem ég átti að venjast
úr sveitinni.
Eins og gerist og gengur varð
ekki mikill samgangur um tíma,
frekar við dætur hennar Ínu og
Svövu en síðustu ár höfum við hist
af og til eftir að hún missti seinni
mann sinn.
Eitt sinn kemur ömmustrákur-
inn minn til mín og biður mig um
að sauma á sig mörgæsabúning.
Úps, skyldi ég geta gert það? Þá
hugsaði ég til Lilju frænku sem
var tilbúin að hjálpa mér. Dreng-
urinn var í fallegasta búningnum
þegar upp var staðið og hann
þakkar enn hvað honum fannst
gaman að hitta Lilju og sjá alla
hlutina sem voru á hennar heimili.
Einn hlutur sem drengurinn
undraðist var reykjarpípa. Það
var ekki fyrr en við komum út í bíl
sem hann spurði mig í forundran:
„Reykir hún? Nei, þetta var minn-
ing um mann.“
Lilja hafði sérstaklega góða
nærveru, góðan húmor, talaði allt-
af vel um alla og var góður hlust-
andi.
Fyrir allt sem hún gaf mér
bæði andlegt og veraldlegt þakka
ég af heilum hug. Fallega teppið
frá henni mun halda áfram að ylja
mér á vetrarkvöldum.
Engin manneskja sem ég hef
kynnst var eins þakklát fyrir lífið
og Lilja þegar við kvöddumst í
hinsta sinn. Fyrir utan spítalann
opnuðust flóðgáttir.
Ég votta Svövu, Ínu og Dalla,
barnabörnum og langömmubörn-
um dýpstu samúð.
Þín frænka,
Ólöf Þorsteinsdóttir.
Lilja Huld Sævars HINSTA KVEÐJA
Elsku Lilja. Vinátta okk-
ar hefur staðið í tæp sjötíu
ár, síðan við hittumst í
Kvennó 1952. Margs er að
minnast. Hafðu þökk fyrir
allt og allt.
Ég sakna þín.
Kristín Eiríka Gísladóttir.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÆVAR GUÐMUNDSSON,
verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju
fimmtudaginn 18. mars klukkan 13.
Vinir og ættingjar velkomnir meðan húsrúm
leyfir en í ljósi aðstæðna eru gestir beðnir að hafa með sér á
blaði nafn, símanúmer og kennitölu. Sérstakar þakkir færum við
starfsfólki Droplaugarstaða fyrir góða og hlýja umönnun.
Streymt verður frá athöfninni á slóðinni www.skjaskot.is/aevar
Laufey Barðadóttir
Þuríður Ævarsdóttir
Ragnheiður M. Ævarsdóttir Gísli Baldvinsson
Þórdís L. Ævarsdóttir Bjarki Stefánsson
Ævar Gunnar Ævarsson Helga G. Óskarsdóttir
og barnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
ÞÓRHALLA KRISTJÁNSDÓTTIR,
Kópavogsbarði 9,
er látin. Útför hennar fer fram frá
Seltjarnarneskirkju föstudaginn
19. mars klukkan 15. Kirkjugestir eru beðnir að skrá sig við
innganginn. Athöfninni verður streymt á slóðinni
www.sonik.is/thorhalla
Inga Harðardóttir Jón Rafns Runólfsson
Hörður Harðarson Árný Sigríður Daníelsdóttir
Anna Harðardóttir Christian Bigum
Árni Harðarson Karitas Ívarsdóttir
Björn Harðarson Guðrún Erla Geirsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn
Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir og amma,
STEINUNN GUÐBJÖRG
VALDIMARSDÓTTIR
ljósmóðir,
Boðaþingi 3, Kópavogi,
varð bráðkvödd á heimili sínu fimmtudaginn 11. mars. Útförin
fer fram frá Lindakirkju mánudaginn 22. mars klukkan 15.
Aðstandendur og vinir eru velkomnir meðan húsrúm leyfir
(hámark 200 manns). Vinsamlega mætið með nafn, kennitölu
og símanúmer á miða.
Steingrímur Dagbjartsson
Þórhallur Steingrímsson Rosa Maria Steingrímsson
Kristín Steingrímsdóttir Elvar Daði Eiríksson
Hallgrímur Jón, Steingrímur Karl og Kristinn Þór
Auðunn Orri, Steinunn Silja og Andri Hrannar
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma
og langamma,
HELGA ÞORGEIRSDÓTTIR
frá Seyðisfirði,
lést á Landspítalanum í Fossvogi
mánudaginn 8. mars. Útförin fer fram
frá Fossvogskirkju föstudaginn 19. mars klukkan 15.
Útförinni verður streymt en það verður auglýst síðar.
Margrét Jónsdóttir Árni K. Magnússon
Jónas P. Jónsson Anna M. Sveinbjörnsdóttir
Kristján Jónsson Birna Guðmundsdóttir
Unnur Jónsdóttir Þórður Þórisson
barnabörn og barnabarnabörn
Heittelskuð og yndisleg eiginkona mín,
móðir okkar, tengdamóðir, amma og
langamma,
ÓLÖF GUÐMUNDSDÓTTIR,
Norðurgötu 40, Akureyri,
lést á Hjúkrunarheimilinu Lögmannshlíð
mánudaginn 15. mars. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
föstudaginn 26. mars klukkan 13. Vegna aðstæðna í
þjóðfélaginu eru fjöldatakmarkanir. Munum skráningu hjá
aðstandendum. Streymt verður frá athöfninni á vef
Akureyrarkirkju.
Friðrik Sigurjónsson
Kristján Viktor Kristjánsson Laufey Ingadóttir
Jóhanna María Friðriksdóttir Gunnar Vigfússon
Heiðbjört Ída Friðriksdóttir Jón Sigtryggsson
barnabörn og langömmubörn