Morgunblaðið - 17.03.2021, Side 21
DÆGRADVÖL 21
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 17. MARS 2021
Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 – www.kemi.is - kemi@kemi.is
Hanskar á lager!
Stærðir:
• S
• M
• L
• XL
Verð kr. 3.254
100 stk í pakka.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger
„HVAÐ MEINARÐU MEÐ „ÓLÖGLEGT
VERKFALL?“ Í GÆR SAGÐIRÐU OKKUR AÐ
NOTA BARA HEILANN.“
Hermann
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að fá annað tækifæri.
ÉG ER AÐ HUGSA
TIL FRAMTÍÐAR ÞÚ VEIST…
KVÖLDMAT
FORELDRAR MÍNIR
UPPGÖTVUÐU SNEMMA AÐ
ÉGÆTTI EKKI ERINDI Í
LANGSKÓLANÁM! …
SVO ÞAÐ VAR EKKI
SAFNAÐ Í MENNTA-
SJÓÐ FYRIR ÞIG?
ÞAU SÖFNUÐU Í SJÓÐ
TIL AÐ STANDA STRAUM
AF MÁLSÓKNUM!
NEI, EN ÞAU
SÝNDU SAMT
FYRIRHYGGJU.
„SORRÍ HVAÐ ÉG ER SEIN. ÉG RAKST
Á GAMLA VINKONU OG TÍMINN FLAUG
BARA FRÁ MÉR.“
hins almenna nemanda gagnvart þeim
sem eiga á brattann að sækja verið
framsæknara og fordómalausara en
algengt er í okkar ágæta þjóðfélagi.“
Áhugamál Bryndísar eru ferðalög,
bóklestur, leikhús og golf, alls konar
líkamsrækt og útivist, en Bryndís hef-
ur m.a. hlaupið þrjú hálfmaraþon.“
Fjölskylda
Bryndís giftist 20.7. 1968 skóla-
bróður sínum úr MR, Guðmundi Þor-
geirssyni, f. 14.3. 1946, fyrrverandi yf-
irlækni og prófessor. Hann er sonur
hjónanna Þorgeirs Gestssonar, f. 3.11.
1914, d. 19.6. 2005, læknis í Reykjavík,
og Ásu Guðmundsdóttur, f. 25.6. 1918,
d. 29.1. 2012, húsfreyju og hús-
stjórnarkennara í Reykjavík.
Börn Bryndísar og Guðmundar eru
1) Þorgeir, f. 29.12. 1968, kvikmynda-
gerðarmaður frá Columbia-háskóla,
maki: Sigrún Hrólfsdóttir, myndlist-
arkona og deildarforseti í LHÍ. Þau
eiga tvö börn; 2) Sigurjón Árni, f. 11.3.
1974, rafmagnsverkfræðingur, maki:
María Rán Guðjónsdóttir bókaútgef-
andi. Þau eiga 3 börn; 3) Hjalti, f.
18.6. 1976, læknir, maki: Katrín Har-
aldsdóttir hjúkrunarfræðingur. Þau
eiga þrjár dætur; 4) Bogi, f. 10.7.
1981, lögmaður, maki: Ólafía Dögg
Ásgeirsdóttir, stjórnmála- og stjórn-
sýslufræðingur. Þau eiga þrjár dæt-
ur; 5) Ása Bryndís, f. 22.7. 1986, lyfja-
fræðingur, maki: Sævar Ingþórsson,
dósent við HÍ. Þau eiga þrjú börn.
Bræður Bryndísar eru Kjartan, f.
27.2. 1940, fyrrverandi skólastjóri og
organisti í Reykjavík; Sigurður, f.
17.10. 1943, d. 16.6. 2012, og Sigurjón
Bolli, f. 20.12. 1944, báðir trésmiðir í
Reykjavík og stofnuðu fyrirtækið
Kjörsmíði með áherslu á sérsmíði.
Foreldrar Bryndísar voru hjónin
Sigurjón Árni Sigurðsson, f. 1.8.
1916, d. 29.8. 1982, skrifstofustjóri í
Reykjavík, og Bryndís Bogadóttir, f.
27.1. 1919, d. 15.9. 1978, húsmóðir í
Reykjavík.
Bryndís
Sigurjónsdóttir
Gunnhildur Árnadóttir
húsfreyja í Firði
Sigurður Jónsson
bóndi í Firði í Seyðisfirði
Erlín Guðrún Sigurðardóttir
húsfreyja á Seyðisfirði og í Reykjavík
Bogi Benediktsson
kennari á Seyðisfirði
og skrifstofustjóri í Reykjavík
Bryndís Bogadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Kristín Arnbjörg Gísladóttir
húsfreyja í Garði
Benedikt Olgeirsson
bóndi í Garði í Fnjóskadal
Oddbjörg Pálsdóttir
húsfreyja í Starkaðarhúsum í Flóa
Árni Þórðarson
bóndi í Starkaðarhúsum
Eyríður Árnadóttir
húsfreyja í Reykjavík
Sigurður Guðbrandsson
skipstjóri á Snorra goða, bjó í Reykjavík
Katrín Einarsdóttir
húsfreyja á Gafli
Guðbrandur Guðbrandsson
bóndi á Gafli og ferjumaður á Brúnastöðum í Flóa
Úr frændgarði Bryndísar Sigurjónsdóttur
Sigurjón Árni Sigurðsson
framkvæmdastjóri í Reykjavík
Þeir hittust um daginn, vinirnirEiríkur Finnur Greipsson,
fyrrverandi oddviti og sparisjóðs-
stjóri á Flateyri, og hagyrðingurinn
og Skagfirðingurinn Kristján Björn
Snorrason sparisjóðsstjóri og birt-
ist mynd af þeim glaðbeittum af
þessu tilefni á Facebook. Kristján
Björn orti:
Þessa góðu karla kenni,
krappan hafa stigið dans.
Íturvaxin eðalmenni
Eirík Finn og vininn hans.
Jón Atli Játvarðarson skrifar á
Boðnarmjöð: „Ég spái því að ef upp
kemur hraun í landi Grindavík-
urhrepps, þá muni umhverf-
isstofnun slá eign sinni og yfirráð-
um á það“:
Opnast jarðar kröftug kaun,
klappstýrt lið við miðað.
Brýst fram úfið apalhraun
sem undireins er friðað.
Rasísk sett fram sjónarmið,
seld nú guði og fjára.
Þar má engin urt fá grið
sem ekki er þúsund ára.
Bolli Gunnarsson bætti við:
„Verður þjóðlenda hið snarasta.“
Eyjólfur Ó. Eyjólfsson yrkir:
Ég brýst áfram bölvandi þó
ég af bakverkjum fengið hef nóg
og sífellt ég kveina
sífra og veina
og kallast því Eyjólfur ó.
Magnús Halldórsson stendur
Fréttavaktina: „Helstu tíðindi: tíð-
indalítil nótt“:
Áfram syðra vofir vá,
svo verður fáum rótt
tíðindi helstu telja má,
að tíðindalaus var nótt.
Friðrik Steingrímsson hefur orð
á því, að fólk sé farið að þrá eldgos:
Þráir gosið þessi’ og hinn
þreyttir eru á töfum,
ekki lætur andskotinn
undan þeirra kröfum.
Broddi B. Bjarnason yrkir um
jarðskjálfta dagsins:
Aðvörunar flagga flögg
flestum mönnum skilið.
Feiknaleg nú finnast högg
fjandinn hljóp í spilið.
Gömul vísa að lokum:
Gott er að vera í góðum rann
gott er að hafa völdin,
gott er að eiga góðan mann,
gott er að sofa á kvöldin.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Órunnið hraun og
verður þjóðlenda