Morgunblaðið - 18.03.2021, Side 30
30 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021
Stefán Gunnar Sveinsson
sgs@mbl.is
Ursula von der Leyen, forseti fram-
kvæmdastjórnar Evrópusambands-
ins, hótaði í gær að framkvæmda-
stjórnin kynni að beita neyðarlögum
til þess að stöðva útflutning á bóluefn-
um gegn kórónuveirunni til annarra
ríkja, en slíku banni var að hennar
sögn ætlað að tryggja „jafnræði“ í að-
gangi ríkja að bóluefni.
Hótuninni er einkum beint að Bret-
landi, en Evrópusambandið hefur
sakað Breta um að loka í reynd á út-
flutning bóluefnis Oxford-háskóla og
AstraZeneca til sambandsins og
þannig tryggja sér forskot í bólusetn-
ingarherferð sinni.
Bresk stjórnvöld hafa þvertekið
fyrir þær ásakanir og sagt þær al-
gjörlega úr lausu lofti gripnar, en von
der Leyen sagði í gær að sambandið
biði enn eftir sendingum frá tveimur
framleiðslustöðvum AstraZeneca í
Bretlandi, en á sama tíma hefðu Bret-
ar fengið um 10 milljónir skammta af
bóluefni frá ESB.
Sambandið hefur nú þegar sett
reglur sem heimila því að stöðva út-
flutning á efnum til annarra ríkja, og
beittu Ítalir þeim í upphafi þessa
mánaðar til þess að stöðva sendingu
sem ætluð var Áströlum.
Sagði von der Leyen að allir val-
möguleikar væru til skoðunar til að
leysa ágreininginn við Breta, en gert
er ráð fyrir að leiðtogar sambandsins
muni ræða málið í næstu viku.
Kostirnir meiri en áhættan
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin WHO
lýsti því yfir í gær að hún væri enn að
kanna þau gögn um öryggi Astra-
Zeneca-bóluefnisins og hugsanleg
tengsl þess við myndun blóðtappa
sem leitt hafa nokkur ríki til þess að
fresta bólusetningu með því.
Sagði stofnunin einnig í yfirlýsingu
sinni að hún teldi brýnt að bólusetn-
ingum yrði haldið áfram með efninu,
þar sem á þessari stundu væru kost-
irnir sem fylgdu bóluefninu mun meiri
en áhættan.
Boris Johnson forsætisráðherra
Breta sagði í gær í spurningatíma
breska þingsins að hann myndi fá
bóluefni AstraZeneca brátt og að
hann myndi þiggja það með gleði.
Hafa Bretar þrýst mjög á um að ríki
ESB snúist hugur varðandi frestun
bólusetninga með AstraZeneca-efninu
og sagði Jeremy Brown, prófessor í
bólusetningarráði Bretlands, að and-
staðan við efnið væri „órökrétt“.
Meðlimir bresku konungsfjölskyld-
unnar, þar á meðal ríkisarfinn Karl og
Kamilla kona hans, hafa einnig lýst
yfir stuðningi sínum við AstraZeneca
og bólusetningar almennt.
AFP
ESB Ursula von der Leyen hótaði í
gær útflutningsbanni á bóluefni.
Hótar útflutningsbanni
- Von der Leyen segir Breta ekki hafa staðið við sitt - WHO hvetur ríki til þess
að bólusetja með AstraZeneca - Andstaða ESB-ríkja við bóluefnið „órökrétt“
Robert Aaron Long, sem játað hefur
á sig hrottaleg morð á átta manns í
úthverfum Atlanta-borgar í fyrri-
nótt, segir að hann hafi ekki látið
stjórnast af kynþáttahyggju. Sex af
þeim átta sem létust voru asískar
konur, sem störfuðu á nuddstofum
vítt og breitt um borgina.
Sagði lögreglan að Long, sem er
21 árs, hefði verið á leiðinni til Flór-
ída þegar hann var tekinn höndum,
og hugðist hann fremja svipaða
glæpi þar. Mun Long hafa sagt að
hann væri haldinn kynlífsfíkn og leit
hann á nuddstaðina sem „freistingu
sem yrði að útrýma“, að sögn lög-
reglunnar.
Morðin hafa vakið óhug í Banda-
ríkjunum, en þau hafa dregið at-
hygli að auknu ofbeldi og hótunum
gagnvart Bandaríkjamönnum af
asískum uppruna, sér í lagi í kjölfar
heimsfaraldursins. Fordæmdu bæði
Joe Biden Bandaríkjaforseti og Bar-
ack Obama, fyrirrennari hans í emb-
ætti, slíkt ofbeldi í gær.
BANDARÍKIN
AFP
Sorg Nokkrir íbúar Atlanta lögðu blóm
við eina af nuddstofunum í gær.
Kynþáttahyggja
ekki ástæða árásar
Stjórnvöld í Rússlandi og Íran for-
dæmdu í gær ákvörðun breskra
stjórnvalda um að styrkja kjarn-
orkuvopnabúr sitt, en Bretar til-
kynntu á þriðjudaginn að þeir
hygðust fjölga kjarnaoddum sínum
úr 180 upp í 260 fyrir lok 2030.
Bretar höfðu áður uppi áform um
að fækka kjarnorkuvopnum sínum,
en í skýrslu ríkisstjórnarinnar um
skarpari stefnu í utanríkismálum
sagði að fjölgunin væri nauðsynleg
svo kjarnorkuvopnabúr Breta héldi
fælingarmætti sínum. Voru Rússar
þar sérstaklega nefndir sem helsta
ógnin við öryggi Breta.
BRETLAND
Rússar fordæma
fjölgun kjarnaodda
Aðildarríki Evrópusambandsins sam-
mæltust í gær um að setja viðskipta-
þvinganir á fjóra kínverska embætt-
ismenn og eitt ríkisfyrirtæki vegna
meðferðar Kínverja á minnihlutahópi
Úígúra í XinJiang-héraði.
Voru aðgerðirnar hluti af öðrum
þvingunum sem ríkin samþykktu
vegna brota á mannréttindum, og
náðu þær einnig til um tólf manns í
Rússlandi, Norður-Kóreu, Erítreu,
Suður-Súdan og Líbíu. Verða eignir
þeirra frystar og viðkomandi meinað
að ferðast til ríkja ESB, en gert er ráð
fyrir að aðgerðirnar verði formlega
staðfestar á fundi utanríkisráðherra
aðildarríkjanna, sem haldinn verður á
mánudaginn.
Kínverjar vöruðu ESB við því á
þriðjudaginn að beita refsiaðgerðum,
og sögðu að ásakanir á hendur þeim
um illa meðferð á Úígúrum væru upp-
spuni frá rótum. Gæti það því haft
skaðleg áhrif á samskipti Kínverja og
ESB ef refsiaðgerðirnar yrðu settar
á, og hótaði kínverska utanríkisráðu-
neytið því að Kínverjar myndu ekki
taka refsiaðgerðum þegjandi.
Mannréttindasamtök hafa áætlað
að minnst ein milljón Úígúra og aðrir
meðlimir íslamskra minnihlutahópa
hafi verið fluttir í fangabúðir í norð-
vesturhluta Kína. Þá eru Kínverjar
sakaðir um að hafa staðið að ófrjó-
semisaðgerðum á úígúrskum konum
og neytt menn til fangavinnu.
Bandaríkjastjórn ákvað einnig í
gær að setja 24 háttsetta kínverska
embættismenn á svartan lista vegna
nýlegra breytinga á stjórnarfari
Hong Kong-borgar.
Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur
haldið í harða stefnu fyrirrennara
síns, Donalds Trump, gagnvart Kín-
verjum, og eru Bandaríkjamenn nú
sagðir þrýsta mjög á Evrópusam-
bandið um að standa með sér gegn
„ágengni“ Kínverja.
Þá sendu Bandaríkjamenn og Jap-
anir frá sér sameiginlega yfirlýsingu í
fyrrinótt, þar sem þeir vöruðu Kín-
verja við hegðun sem drægi úr stöð-
ugleika í heiminum, en Lloyd Austin
og Antony Blinken, varnar- og utan-
ríkismálaráðherrar Bandaríkjanna,
eru nú í sendiför til ríkja Asíu, sinni
fyrstu á kjörtímabilinu, sem ætlað er
að styrkja bandalög þeirra í heims-
hlutanum og senda skilaboð til kín-
verskra stjórnvalda.
Beita refsiaðgerðum vegna Úígúra
- Bandaríkjamenn sagðir þrýsta á um
samstöðu bandamanna gegn Kína
AFP
Sendiför Lloyd Austin varnarmálaráðherra og Antony Blinken utanrík-
isráðherra ganga til fundar við japanska kollega sína í fyrrinótt.
SÓLGLERAUGU
frá Aspinal of London
LAUGAVEGI 24 - REYKJAVÍK - S. 552
SKIPAGÖTU 7 - AKUREYRI - S. 462 4646
Nú finnur
þú það sem
þú leitar að
á FINNA.is