Morgunblaðið - 18.03.2021, Side 39

Morgunblaðið - 18.03.2021, Side 39
Ljósmynd/FÍ myndabanki Páll Guðmundsson palli@fi.is Almannaréttur er einn af lykil- þáttum náttúruverndarlaga. Á árum áður var hlutverk al- mannaréttar öðru fremur að tryggja möguleika fólks á að kom- ast milli staða. Nú á dögum er hlutverk almannaréttar ekki síður að tryggja öllum almenningi möguleika á að njóta og upplifa náttúru landsins. Með vaxandi úti- vist og með fjölgun ferðamanna hefur umferð um landið vaxið gíf- urlega. Náttúruupplifun og útivist er nátengd náttúruvernd og því er almannaréttur órjúfanlegur þátt- ur í lögum um náttúruvernd. Al- menningur á Íslandi hefur sterk tengsl við landið og náttúruna og viðhorf fólks til náttúruverndar eru grundvölluð á þessum tengslum. Því er mikilvægt að lög um aðgengi fólks að náttúrunni séu sanngjörn. Þannig er til dæmis hlutverk þjóðgarða einkum tvíþætt, annars vegar að vernda náttúruna og hins vegar að tryggja rétt almennings til að ferðast um landið. Mikilvægt er að almenningur eigi rétt á frjálsri för um óræktað land enda styðst það við rétt og hefðir á Íslandi frá örófi alda. Stærstur hluti óræktaðs lands er móar, melar, heiðalönd og útjörð sem er lítið eða ekki nýtt nema þá helst til beitar. Engin verndunar- eða nytjaþörf er því á að tak- marka eða banna umferð gangandi fólks um slík svæði. Sömuleiðis er mikilvægt að tryggja umferð hjól- andi og ríðandi sem og aðra um- ferð ferðamanna um landið enda gildi sömu sjónarmið fyrir alla hópa útivistar varðandi vernd náttúrunnar og almannaréttar að teknu tilliti til aðstæðna á hverju svæði fyrir sig. Um leið og mikilvægt er að tryggja almannarétt fólks þá er eðlilegt að við sem ferðumst um landið skiljum að hann getur ekki verið án takmarka enda komi slík ákvæði fram í náttúruverndar- lögum. Eðlilegt er að Umhverf- isstofnun hafi til þess heimild að grípa til takmörkunar á umferð í þágu verndar viðkvæmrar nátt- úru enda liggi fyrir skýrar ástæð- ur fyrir takmörkun á umferð. Tillitssemi, samstarf, samvinna og virðing eru lykilþættir þegar kemur að ferðum okkar um landið. Í því felst meðal annars að fá leyfi landeigenda, upplýsa um för okkar, fylgja lögum og reglum, sýna ólík- um ferðamáta tillitssemi og síðast en ekki síst að sýna náttúrunni virðingu í för okkar um landið. Á árum áður var hlutverk almannaréttar öðru fremur að tryggja möguleika fólks á að komast milli staða. Nú á dögum er hlutverk almannaréttar ekki síður að tryggja öllum almenningi möguleika á að njóta og upplifa náttúru landsins. Með vaxandi útivist og með fjölgun ferðamanna hefur umferð um landið vaxið gífurlega. Almannaréttur Umgengni Mikilvægt er að ganga vel um náttúruna og leyfa henni að njóta vafans í samskiptum við manninn. Innviðir Uppbygging innviða er mikilvæg til að stuðla að nátt- úruvernd, stýra umferð og styrkja almannarétt. Ferðalög á MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2021 N Ý F O R M H Ú S G A G N A V E R S L U N Strandgötu 24 | 220 Hafnarfjörður | Sími 565 4100 | nyform.is Mikið úrval af HVÍLDARST með og án rafmagns lyftibú Komið og skoðið úrvalið ÓLUM naði Ilmur er ný litalína Slippfélagsins hönnuð í samstarfi við Sæju innanhúshönnuð. Línan er innblásin af jarðlitum, dempaðir tónar með gulum og rauðum undirtónum. Opið: 8-18 virka daga 10-14 laugardaga slippfelagid.is slippfelagid.is/ilmur Hör Leir Truffla Börkur Myrra Krydd Lyng Kandís Lakkrís Innblástur og nýir litir á slippfelagid.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.